Morgunblaðið - 29.08.2011, Page 12

Morgunblaðið - 29.08.2011, Page 12
Á heimasíðunni www.byggi.is er hægt að senda inn tillögur um hvernig best er að borða morgunkornið eða útbúa úr því rétti. Frið- rik segir íþróttafólk m.a. hafa tekið ástfóstri við Bygga og nota í heilsusamlegan „boost“-drykk eins og þennan hér: Bygga Boost 30 g Bygga morgunkorn 1 lítil dós hreint skyr ½ banani slatti af frosnum jarðarberjum Aðferð: Sett í blandara og blandað eftir smekk. Hentar líka í blandarann ÓSKA EFTIR UPPSKRIFTUM Aðstandendur Árla eiga örugg- lega ærinn starfa fyrir höndum. Eftir miklu er að slægjast á morgunkornsmarkaðinum og þannig sýndi ein bandarísk könnun fram á að um 30% íbúa þar í landi hefja daginn á skál af morgunkorni, mun fleiri en fá sér nokkurn annan rétt. (Næst kom egg og beikon sem 11% fá sér í morgunverð). Stórir aðilar eins og Kellogg‘s og General Mills ráða hins vegar markaðinum og hafa efni á kröftugum auglýsinga- herferðum. Við bætist að morg- unverðurinn er oft talinn vera sú máltíð dagsins sem fólk á erfiðast með að breyta. Þó auðvelt sé að prófa nýjan hádegis- verð eða kvöldverð er vaninn oft mjög sterk- ur þegar kemur að fyrstu máltíðinni. Á móti kemur að markaðurinn fyrir morgunkorn virðist fara ört stækkandi. Síðustu ár hafa veltu- og sölutölur á lykilmörk- uðum hækkað nokkuð vel ár fram af ári hjá helstu framleið- endum. Eins eru stóru framleið- endurnir að ryðja veginn inn á fjarlægari markaði. Morgunkorn eru t.d. orðin nokkuð algeng á morgunverðarborðum Róm- önsku-Ameríku og æ fleiri As- íubúar kippa með kassa af Cheerios eða Corn Flakes þegar keypt er inn fyrir vikuna. Morgunkorns-markaðurinn stækkar hratt milli ára HARÐUR MATARSLAGUR MORGUNKORNA Reuters Matur Baráttan um hilluplássið og hylli neytenda er hörð úti í heimi. Íslenskir neytendur hafa tekið Bygga vel. Salan hefur farið ágætlega af stað og hægt er að kaupa morgunkornið í flestum matvöruverslunum. „Það stend- ur okkur örugglega fyrir þrifum að Byggi á erfitt með að keppa við ódýrustu morgunkornin. Pakkinn af Bygga lendir í dýrari verðflokki morgunkorna, m.a. vegna þess að við notum íslenskt hráefni. Það er enginn vafi að ef við myndum nota erlent bygg og umbúðir væri hægt að lækka verðið. Hins vegar fleytir það okkur eflaust að sama skapi langt að varan er bráðholl og mikil vakning í samfélaginu um gildi þess að bæði borða hollan mat og styðja innlenda fram- leiðslu.“ Friðrik er stórhuga og vonast til að byrjað verði að selja Bygga á erlendum mörkuðum í lok næsta árs. „Við höfum verið að skoða markaðinn t.d. í Bretlandi og á Norðurlöndum og erum í sambandi við áhugasama ein- staklinga þar. Við gerum okkur um leið grein fyrir að sam- keppnin á morgunkornamark- aðinum er gríðarlega sterk,“ segir hann. „Við hugsum okkur ekki að fara þar inn með stórum auglýsingaherferðum heldur frekar að leggja áherslu á kynn- ingar í verslunum eins og við höf- um gert á Íslandi. Við sjáum að það kemur vel út í sölu hjá okkur að leyfa viðskiptavininum að prófa vöruna og smakka.“ Hollustan og Skráargats- vottunin vonar Friðrik að hjálpi til við sókn inn á erlenda mark- aði. Þannig er Skráargatið vel þekkt meðal skandinavískra neytenda og greiðir leiðina að morgunverðarborði þeirra sem hugsa um heilsuna. „En við myndum líka reyna að gera meira úr því að framleiðslan kemur frá Íslandi. Þar sem við höfum svipast um virðist velvild ríkja í garð Íslands og frekar styrkleiki en nokkuð annað að vara sé framleidd hér á landi.“ Kynningar í versl- unum koma vel út Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í verslunum hér á landi má finna gómsætar ís- lenskar steikur í kvöldmatinn, innlendar sam- lokur og salatbakka til að snæða í hádeginu, ís- lenskt kex með kaffinu eða íslenskt súkkulaðigott til að narta í yfir daginn. En ís- lenskir matvælaframleiðendur hafa hingað til að stóru leyti vanrækt mikilvægustu máltíð dagsins: morgunverðinn. Árla ehf. heitir ungt fyrirtæki í Borgarnesi sem ætlar að taka slaginn við Kelloggs-hanann og Cocoa Puffs-gaukinn með alíslenska morgunkorninu Bygga. „Að koma fram- leiðslunni af stað hefur verið þriggja ára ferli hjá okkur og mikil vinna farið bæði í að finna réttu tækin og þróa réttu tæknina,“ segir Frið- rik Arilíusson, fram- kvæmdastjóri og einn eig- enda Árla. Morgunkornið er fram- leitt úr íslensku byggi sem ræktað er á Þor- valdseyri en Friðrik segir það hafa verið hálf- gerða tilviljun að sá ræktandi varð fyrir valinu. „Við sem stöndum að rekstrinum erum ekki bændur og höfum engin tengsl við byggrækt- endur. Við erum einfaldlega frumkvöðlar og áhugamenn um matvælaframleiðslu. Þegar við fórum að leita að hráefni reyndist Þorvaldseyri vera hentugasti staðurinn.“ Leggst vel í magann Morgunkornið Byggi kom í verslanir í maí en von er á allt að fjórum nýjum bragðtegundum. „Við seljum núna hreinan Bygga en í lok sept- ember vonumst við til að hefja sölu á Kanil- Bygga og svo í framhaldinu Sætum-Bygga,“ segir Friðrik en morgunkornið er í laginu eins og nokkurs konar bjarnarloppa og á stærð við hefðbundna morgunkorns-hringi. „Þetta er vara sem er ekki lík neinu öðru sem fyrir er á markaðinum. Bæði er bragðið einstakt og svo er innihald pakkans mjög heilsusamlegt. Á meðan það er allt að 44% sykurmagn í sumum teg- undum morgunkorns þá er 0% viðbættur sykur í Bygga. Þá býr byggið yfir þeim eiginleika að vera mjög próteinríkt, trefjaríkt og auðugt að flóknum kolvetnum sem veita jafna og góða orku í langan tíma eftir máltíðina. Sjálfur hef ég fundið hvað ég verð mun orkumeiri og seinna svangur á daginn þegar ég fæ mér Bygga í morgunverð. Eldra fólk segir Bygga fara vel í maga og vera góðan fyrir meltinguna og einnig sýnir líkamsræktarfólk þessu morgunkorni mikinn áhuga vegna hollustuþátta.“ Bygga segir Friðrik að hægt sé að borða eins og venjulegt morgunkorn með gusu af mjólk. „Svo má líka prófa súrmjólk eða ab-mjólk og „dass“ af ávöxtum eins og bönunum og rús- ínum. Ég hef heyrt af fólki sem finnst gott að bæta heitu kakó út á Bygga. Aðrir nota Bygga í „boostið“ sitt á morgnana og fá sér morgun- kornið þurrt á milli mála sem snarl, eins og t.d. litli guttinn minn sem er þriggja ára, og fær sér Bygga sem kvöldnasl.“ Umhugað um hollustuna Friðrik segir Bygga vera fyrstu íslensku mat- vöruna sem tekur í notkun Skráargats-merkið. Skráargatið er norrænt gæðamerki sem vottar að varan er hollur valkostur. „Miðað er við staðla um að ekki sé farið yfir ákveðið hámarks- magn sykurs, fitu og annarra efna og varan innihaldi lágmarksmagn trefja og próteins. Markmiðið er að auðvelda viðskiptavinum að finna hollari matvæli í hillum verslananna.“ Hollustan segir Friðrik að sé höfð að leiðar- ljósi í framleiðslunni. Hann reiknar þó með að setja á markaðinn sykraða útgáfu til að mæta þeim hópi neytenda sem hafa vanist dísætum morgunkornum og eiga erfitt með að kveðja sykurinn með öllu. „En við reynum að hjálpa fólki að breyta matarvenjum heimilismeðlima t.d. með því að vera með pakkningar sem höfða til barna. Pakkningarnar eru skemmtilegar og litríkar með viðkunnanlegum fígúrum eins og Bygga ísbirni. Með haustinu setjum við endur- skinslímmiða með ofan í boxið og vonum að allt þetta hjálpi foreldrum að gera börnin sín áhugasamari um að borða hollari morgunverð.“ Ætla að taka slaginn við Kelloggs-hanann  Hófu sölu í vor á morgunkorni úr íslensku byggi  Í líflegum umbúðum sem eiga að hjálpa for- eldrum að vekja áhuga barna á hollara mataræði  Vonast til að selja til útlanda í lok næsta árs Friðrik Arilíusson Galsi Pakkningarnar utan um Bygga eru litríkar og líflegar. Friðrik segir hönnunina til þess gerða að auðveldara verði fyirr foreldra að fá börn- in til að prófa heilsusamlegt morgunkornið. Einkennisdýr framleiðslunnar er Byggi ísbjörn sem alla jafna býr á Vatnajökli í góðu yfirlæti. 12 VIÐSKIPTIViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.