Morgunblaðið - 29.08.2011, Side 23

Morgunblaðið - 29.08.2011, Side 23
DAGBÓK 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011 Sudoku Frumstig 7 9 4 9 5 8 1 2 7 6 1 2 2 4 9 5 6 8 4 6 9 9 1 4 7 8 6 1 5 9 7 9 5 8 9 3 8 1 9 1 2 6 7 2 9 1 2 3 6 8 4 3 9 2 5 8 6 7 1 7 9 5 8 5 1 4 8 9 5 6 3 9 8 6 2 8 9 5 4 3 6 1 7 5 6 3 9 7 1 8 2 4 1 7 4 6 2 8 3 5 9 3 1 7 8 9 6 5 4 2 8 9 6 4 5 2 1 7 3 4 5 2 1 3 7 9 8 6 6 3 5 2 8 4 7 9 1 9 2 1 7 6 5 4 3 8 7 4 8 3 1 9 2 6 5 7 9 5 4 2 6 8 1 3 3 4 2 1 8 9 6 5 7 8 1 6 3 5 7 9 4 2 4 7 1 6 3 5 2 9 8 2 5 8 7 9 1 3 6 4 6 3 9 2 4 8 1 7 5 1 2 7 8 6 4 5 3 9 9 8 4 5 1 3 7 2 6 5 6 3 9 7 2 4 8 1 8 5 4 7 2 3 9 6 1 7 2 9 1 4 6 3 5 8 3 6 1 5 8 9 2 7 4 6 4 2 9 7 8 1 3 5 1 8 3 6 5 4 7 2 9 9 7 5 3 1 2 4 8 6 2 3 8 4 6 1 5 9 7 5 1 6 2 9 7 8 4 3 4 9 7 8 3 5 6 1 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 29. ágúst, 241. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Því að augu Drottins eru yfir hinum réttlátu og eyru hans hneigjast að bænum þeirra. En auglit Drottins er gegn þeim, sem illt gjöra. (1Pt. 3, 12.) Víkverji furðar sig oft á umferð-armenningu landsmanna. Af hverju kvarta mótorhjólamenn t.d. undan því að ekki sé tekið tillit til þeirra í umferðinni en sikksakka síðan sumir hverjir á milli akgreina og keyra alveg upp að hliðinni á manni? Já eða prjóna á miklum hraða í Ártúnsbrekkunni í sunnu- dagshádegi? Hvernig stendur líka á því að „enginn“ hér virðist kunna að nota vinstri akreinina? Hún er ekki til að keyra á í rólegheitum frá Háskóla Íslands ef þú ætlar að beygja til vinstri á Lönguhlíðinni. Þessi akrein er ætluð til þess að taka fram úr þannig að umferðin gangi greiðlega. Já, og svo virðast sumir bílar nú til dags einfaldlega ekki vera framleiddir með stefnu- ljósum. Ja, nema fólk nenni einfald- lega ekki að nota þau. Það er nátt- úrlega alveg ferlegt. x x x Víkverja finnst bara svo undar-legt hvað Íslendingar geta oft verið ótillitssamir í umferðinni. Við erum svo sem ekkert ein um það. Sjáið bara Ítalina og Frakkana sem steyta hnefann og æpa ókvæðisorð hver að öðrum. En þeir keyra líka í hringtorgum með sex akreinum svo það er ekkert skrýtið að bílstjórar- nir séu stressaðir og æstir. Við Ís- lendingar ættum hins vegar að geta verið svo rólegir þar sem við keyrum um og þurfum bara að muna að vinstri akreinin er ekki til að drolla á. Það er raunverulega allt og sumt sem við þurfum að muna, fyrir utan auðvitað að setja á okkur bílbeltið, gefa stefnuljós í tæka tíð og aka ekki of hratt. Smá- tillitssemi og kurteisi kostar líka ekkert og það er t.d. allt í lagi að hleypa bíl inn á akreinina sem þú ert að keyra á. Þú ert nefnilega ekki ein/n í heiminum og þetta er ekki keppni um að komast fyrstur í mark. Umferðin er miklu frekar samvinna þar sem við eigum öll að vinna saman að því að komast örugg á áfangastað án þess að vera orðin eldrauð í framan og reyta hár okkar af pirringi og stressi. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 lak, 8 dugnaður- inn, 9 vel látinn, 10 ferskur, 11 móka, 13 sár, 15 málms, 18 skýla, 21 kjökur, 22 upp- lýsa, 23 hæðin, 24 óhemja. Lóðrétt | 2 skærur, 3 þekkja, 4 furða, 5 heið- ursmerkjum, 6 álít, 7 tölu- stafur, 12 tunga, 14 muldur, 15 ávaxtasafi, 16 þor, 17 slark, 18 herðaskjólið, 19 eðlinu, 20 fífl. Lausn síðustu krossgátu Lárétt 1 bílar, 4 förla, 7 vélar, 8 öngul, 9 tál, 11 lóan, 13 grær, 14 álaga, 15 hörð, 17 treg, 20 bik, 22 molla, 23 nútíð, 24 rugla, 25 rúðan. Lóðrétt 1 búvél, 2 lalla, 3 rýrt, 4 fjöl, 5 rígur, 6 aular, 10 ábati, 12 náð, 13 gat, 15 hímir, 16 róleg, 18 ritað, 19 gæðin, 20 baga, 21 knár. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Tölvan segir JÁ. Norður ♠1093 ♥K106 ♦G96 ♣D1085 Vestur Austur ♠ÁD842 ♠K765 ♥DG85 ♥97 ♦K872 ♦10543 ♣-- ♣763 Suður ♠G ♥Á432 ♦ÁD ♣ÁKG942 Suður spilar 5♣. Sumarbrids, mánudagskvöldið 22. ágúst: Andstæðingarnir höfðu kvittað fyrir einn niður og voru farnir fram á kaffistofu. Norður var staðinn upp og ferðbúinn, en suður sat hugsandi í sæti sínu og fór yfir spilamennskuna. Var virkilega ekki til nein vinningsleið? Í sögnum hafði vestur sýnt nokkurt veldi, fyrst doblað laufopnun suðurs og meldað svo spaða á síðari stigum. Út kom ♠Á og meiri spaði. Suður tromp- aði, hugsaði lengi, en sá ekki annan möguleika en að svína fyrir ♦K. Gaf því þrjá slagi: einn á spaða, annan á ♦K og loks þann þriðja á hjarta. Af gömlum vana var tölvuútskriftin gripin með í lok kvöldsins. Þar fullyrti reikniforritið að 11 slagir væru til taks í laufum með SUÐUR sem sagnhafa. Getur það verið? 29. ágúst 1862 Akureyri fékk kaupstaðar- réttindi. Þá bjuggu þar 286 manns en nú á átjánda þús- und. 29. ágúst 1914 Ráðherra gaf út fyrirskipanir til tryggingar hlutleysi lands- ins „í ófriði milli erlendra ríkja“. Landsmönnum var meðal annars bannað að styðja ófriðarríkin, ganga í heri þeirra eða veita skipum þeirra leiðsögn. 29. ágúst 1948 Baldur Möller, 34 ára lög- fræðingur, varð skákmeistari Norðurlanda, fyrstur Íslend- inga, á móti í Örebro í Svíþjóð „og hlaut að verðlaunum for- kunnar fagran silfurbikar,“ að sögn Morgunblaðsins. Baldur varði titilinn til 1953. Áður hafði hann verið skák- meistari Íslands fimm sinnum. 29. ágúst 1959 Hafmeyjan eftir Nínu Sæ- mundsson var afhjúpuð í Tjörninni, suðvestanverðri. Styttan var eyðilögð á nýjárs- nótt 1960. 29. ágúst 1971 Kirkjan að Breiðabólstað á Skógarströnd brann til kaldra kola. Eldsupptök voru rakin til gastækja. Á sama tíma kom upp eldur í bíl sóknar- prestsins. 29. ágúst 2000 Fyrsta sólarhringsverslun 10– 11 var opnuð í Lágmúla í Reykjavík, en þetta var nýj- ung á íslenskum matvöru- markaði. Fyrsta verslun keðj- unnar hafði verið opnuð í Kópavogi 10. 11. 1991. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Það verður eitthvað rólegt. Ætli ég verði ekki með fjölskyldunni,“ segir Eðvarð Örn Kristinsson, stýrimaður í Súðavík, sem fagnar þrítugsafmæli sínu í dag. Það vill svo vel til að hann er í fríi um þessar mundir. Eðvarð Örn var skipstjóri á línuskipi sem gert er út frá Flateyri síðastliðinn vetur en eftir að kvótinn kláraðist hefur hann verið á frystitogar- anum Kleifabergi. Hann segir óráðið um framtíð- ina. Margt sé í boði. Hann er ekki vanur að gera mikið úr afmælum. „Konan hélt upp á síðasta stórafmæli. Hún bauð vinum og ættingjum í veislu. Ég mætti því beint í veislu þegar ég kom í land,“ segir hann. Kona Eðvarðs er Elma Dögg Frostadóttir. Þau eiga sex ára dóttur og von er á öðru barni í janúar. Helstu áhugamál Eðvarðs tengjast sjónum. Hann fer gjarnan út á smábát til að veiða sér í soðið og skýtur sjófugl á haustin. Mikið líf er í Súðavík á sumrin en þá býr fólk í flestöllum húsunum í gömlu byggðinni. „Það er mikið um að vera um þessa helgi, að minnsta kosti,“ segir Eðvarð Örn. helgi@mbl.is Eðvarð Örn Kristinsson stýrimaður þrítugur Veiðir í vinnu og fríi Nýirborgarar Reykjavík. Áróra Rós Gissurar- dóttir fæddist 18. maí sl. kl. 13.36. Hún vó 3.515 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigríður Arna Júlíusdóttir og Gissur Már Jóns- son. Flóðogfjara 29. ágúst Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.15 0,2 6.19 4,0 12.28 0,1 18.33 4,4 6.01 20.57 Ísafjörður 2.24 0,1 8.20 2,2 14.34 0,1 20.28 2,6 5.58 21.11 Siglufjörður 4.40 0,1 10.55 1,4 16.41 0,2 22.59 1,5 5.40 20.54 Djúpivogur 3.28 2,2 9.37 0,2 15.52 2,4 22.02 0,3 5.29 20.29 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Dagurinn hentar vel til skemmtunar. En best er náttúrlega að gefa sér tíma til þess að semja áætlun sem eitthvert hald er í. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú þarf að eiga við fólk með harða skel, en þú getur vel náð til þess ef þú reynir. Gald- urinn er að hafa frumkvæðið en ekki bara bíða byrsins. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það er margt að gerast í kringum þig og þú mátt hafa þig alla/n við að straum- urinn hrífi þig ekki með sér. Varaðu þig á fólki sem vill stjórna samræðunum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú þarft að hjálpa náunganum í dag. Slepptu hendinni af kvíðanum og taktu skref inn í óvissuna miklu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú gefur fólki það sem það vill, og það er þér þakklátt. Sýndu þolinmæði og um- burðarlyndi gagnvart sjónarmiðum sem eru önnur en þín eigin. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú vilt velta öllum möguleikum fyrir sér og spyrð þig því hvort þú ert í réttri vinnu/hjónabandi/félagsskap. Álit annarra skiptir þig allt of miklu máli. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Stundum skjóta gamlir draugar upp koll- inum og hafa áhrif á okkur. Láttu aðra um að leysa sín mál og sinnt þú þínum eigin. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú þarft að komast í smáfrí til að endurnýja sjálfa/n þig til sálar og líkama. Ekki slaka of mikið á. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það er mikill kraftur í þér en það skiptir öllu máli að beina honum í rétta átt svo þú fáir það áorkað sem þú óskar. Haltu áfram á sömu braut. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þótt þú viljir gjarnan hjálpa ein- hverjum úr fjölskyldunni í dag gætu þau góðu áform leitt til vandræða. Fylgdu sannfæringu þinni. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Mikill atburður mun hafa djúp áhrif á þig og gera þér ókleift um skeið að sjá hlutina í réttu ljósi. Vertu með opinn huga, hugsanlega uppgötvar þú eitthvað nýtt. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ekki er ósennilegt að þú lendir í úti- stöðum við einhvern í dag. Að gera sitt besta er allt sem beðið er um. Stjörnuspá 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. De2 b5 6. Bb3 Be7 7. c3 O-O 8. O-O d6 9. d3 Bg4 10. h3 Be6 11. Bc2 Rd7 12. Hd1 He8 13. Rbd2 g6 14. Rf1 Bf6 15. Re3 Bg7 16. g4 f6 17. Df1 Re7 18. d4 Kh8 19. d5 Bg8 20. h4 h5 21. Dh3 Hf8 22. gxh5 gxh5 23. Rf5 Rxf5 24. exf5 Rb6 25. Be4 Dd7 26. Kg2 Bf7 27. Hd3 Hg8 28. Kh2 Bf8 Staðan kom upp í landskeppni Ís- lands og Færeyja sem lauk fyrir skömmu á Akureyri. Rúnar Sig- urpálsson (2229) hafði hvítt gegn Her- luf Hansen (2049). 29. Rg5! fxg5 30. hxg5 Bg6? betra var að leika 30…Bg7 þótt hvítur stæði þá einnig vel að vígi. 31. fxg6 Dxh3+ 32. Hxh3 Kg7 33. Hxh5 Hh8 34. Hh7+ Kg8 35. Kg3 Bg7 36. b3 Hf8 37. Be3 Rc8 38. a4 Re7 39. axb5 axb5 40. Hxh8+ Kxh8 41. Ha7 og hvítur innbyrti vinninginn skömmu síðar. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.