Morgunblaðið - 29.08.2011, Side 26

Morgunblaðið - 29.08.2011, Side 26
ENN MEIRI m.mbl.is - V I L T U V I T A M E I R A ? Fleiri efnisflokkar, vefsjónvarp mbl, Smartland og margt fleira er meðal nýjunga sem þú getur nálgast í símanum þínum. Fáðu fréttirnar þegar þú vilt. www.m.mbl.is m.mbl.is var valinn farsímavefur ársins fyrir árið 2010. NÚ ÆTLUM VIÐ AÐ GERA ENN BETUR 2011. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Katrín Hall, listrænn stjórnandi Ís- lenska dansflokksins, hefur góða til- finningu fyrir vetrinum. „Við erum óskaplega spennt að byrja á nýjum vetri og tilfinningin fyrir komandi leikári er góð en það verður mjög veglegt.“ Verkefnin voru mörg og fjölbreytt síðasta vetur en ekki síður nú. „Það var ótrúlega mikið annríki á síðasta leikári og ég held við höfum öll verið fegin að fá smásumarfrí og hlaða batteríin. Það var mikið að gera og verkefnin mörg.“ Það sem ber hvað hæst næsta vet- ur er frumsýning verksins Minus 16 eftir „rokkstjörnu dansheimsins“ Ohad Naharin. „Rúsínan í pylsuend- anum er að fá verk eftir þennan þekkta ísraelska danshöfund,“ segir Katrín. „Ég var búin að reyna að fá hann til starfa í nokkuð mörg ár og loksins varð mér ágengt. Við fögnum því mjög hér hjá Íslenska dans- flokknum að geta kynnt hann og hans verk fyrir íslenskum áhorfendum því hann er lifandi goðsögn í dansheim- inum.“ Katrín lýsir Naharin sem „flottum listamanni“ og útskýrir nánar: „Hann hefur skapað sér sinn sérstaka stíl og tækni, sem heitir gaga-tækni en það eru einungis örfáir sem hafa náð út- breiðslu á sinni eigin tækni.“ Verk sem brýtur múra Minus 16 er ekki samið fyrir Ís- lenska dansflokkinn en Katrín var alltaf viss um að þetta verk myndi henta flokknum og sömuleiðis ís- lenskum áhorfendum. „Ég vissi ná- kvæmlega hvaða verk ég vildi fá eftir hann. Hann lagar síðan verkið að flokknum. Mér fannst þetta verk líka hæfa íslenskum áhorfendum. Það brýtur múra milli áhorfenda og dans- ara. Það er aðgengilegt án þess að vera með listrænar málamiðlanir og það er mikill kraftur, orka og snerpa í því. Dansgleðin er í fyrrirúmi. Þú sit- ur bara og brosir þegar þú horfir á þetta verk,“ segir hún. Minus 16 verður frumsýnt 4. febr- úar en það verður sýnt með Groß- stadtsafari eftir Jo Strömgren, sem verður nú sýnt á stóra sviði Borg- arleikhússins. „Það kemur annar vinkill á það verk að fara með það á stóra sviðið. Það þrengdi svolítið að því síðasta vetur. Það verður gaman fyrir dansarana að fá að flytja það verk aftur. Þá sýningu förum við einnig með á Akureyri og sýnum hana í Hofi í mars.“ Fyrsta sýning leikársins er hins vegar Fullkominn dagur til drauma, nýtt verk eftir Anton Lackhy úr hin- um þekkta danshóp Les Slovaks sem sýndi hér á Listahátíð 2011. „Þetta nýja verk hans er óður til dansins og fegurðar hins dansandi líkama undir klassískum tónum Verdis,“ segir í til- kynningu en verkið verður frumsýnt 30. september á stóra sviðinu. Blöðrur á iljum og brös á vör „Við erum þegar byrjuð að æfa þetta verk. Dansararnir eru með blöðrur á iljunum en bros á vör því það er svo gefandi að vinna með hon- um. Þeir fá að vera svo virkir þátttak- endur í ferlinu. Það er mjög skemmti- legt að fylgjast með æfingum. Þetta er sérsamið verk fyrir okkar dansara. Ég á von á líflegu og skemmtilegu verki en það er mikill húmor í hreyf- ingunum.“ En hvað hefur listræni stjórnand- inn í huga við verkefnavalið? „Það er mikil breidd í dansara- hópnum. Það er mjög gaman að geta valið fyrir svona fjölbreyttan hóp dansara og maður getur gert alla mögu- lega hluti,“ segir Katrín, sem vill bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. „Ég vel líka það sem mér finnst hæfa hverju sinni, hvað mér finnst eiga erindi við samfélagið. Einnig fylgist ég að sjálf- sögðu með því sem er að gerast í dansheiminum þar sem Anton er rísandi stjarna. Hann hefur ekki samið mörg verk einn og sér heldur vinnur jafnan með koll- egum sínum í Les Slovaks. Þannig er ég sífellt að taka áhættu í danshöf- undavali en sé svo sannarlega ekki eftir því í þetta skipið miðað við æf- ingarnar sem komnar eru.“ Verkið Svanurinn eftir Láru Stef- ánsdóttur verður sýnt aftur. „Það er verk sem hefur verið mjög vinsælt hjá okkur. Við sýndum það til dæmis í Austurríki í sumar við mjög góðar viðtökur. Þetta er aðgengilegt verk fyrir alla fjölskylduna,“ segir hún en það verður sýnt í Tjarnarbíói alla sunnudaga í nóvember. „Þannig að fólk getur komið með börnin sín og farið að gefa öndunum í leiðinni.“ Svo er Ferðalag á dagskrá hjá dansflokknum í maí. „Við erum með óhefðbundið og skemmtilegt verkefni í vor sem við höfum kosið að kalla Ferðalag. Þá verða frumsýndar dans- myndir eftir mig og Reyni Lyngdal. Í tengslum við þær myndir verðum við með óvæntar uppákomur og blöndum saman listformum,“ segir Katrín. Ferðalag og fræðsla „Dansflokkurinn er eflaust sá ís- lenski sviðslistahópur sem hefur farið hvað víðast en síðan 2000 hefur flokk- urinn sýnt í yfir 20 löndum, 50 mis- munandi borgum í þremur heims- álfum,“ segir í tilkynningu og verður komandi leikár engin undantekning. Íslenski dansflokkurinn sýnir verkið Transaquania – Into Thin Air í tengslum við Bókamessuna í Frank- furt í haust. Verkið er eftir danshöf- undana Ernu Ómarsdóttur og Da- mien Jalet og myndlistarkonuna Gabríelu Friðriksdóttur. Það verður sýnt í hinu virta sviðslistahúsi Mou- sonturm í Frankfurt dagana 14. og 15. október. Dansflokkurinn hefur ennfremur alltaf lagt áherslu á fræðslu, segir Katrín. „Við höldum því áfram í ár með því að bjóða unglingum upp á stutt námskeið,“ segir hún. Gleðjast áreiðanlega margir yfir þessum frétt- um en námskeið með þessu sniði voru haldin síðasta vetur við miklar vin- sældir og komust færri að en vildu. Ljósmynd/Hemmi Dansmynd Úr dansmynd eftir Reyni Lyngdal og Katrínu Hall. Dansgleðin verður í fyrirrúmi  Spennandi leikár framundan hjá Íslenska dansflokknum  Verkefnavalið er fjölbreytt  Rúsínan í pylsuendanum er verkið Minus 16 eftir rokkstjörnu dansheimsins Ohad Naharin Morgunblaðið/Golli Morgunblaðið/Golli 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. ÁGÚST 2011 Katrín verður aðaldómari í nýj- um dansþætti Sjónvarpsins sem hefur göngu sína í vetur en þættirnir verða framleiddir í samstarfi við Sagafilm. „Loksins fáum við dansþátt í íslenskt sjónvarp! Ég hlakka til að takast á við þetta spennandi verkefni og held að það verði mikil lyftistöng fyrir dansinn í heild sinni. Dans er auðvitað mjög flott sjónvarps- efni,“ segir Katrín, sem telur að svona þáttur geti verið mikill hvati fyrir fjölmarga dansara og lengra komna dansnemendur enda verður öllum dansstílum, frá sam- kvæmisdönsum yfir í hipp hopp, tekið fagnandi. Ein- staklingar, pör og hópar geta verið með og þátttakendur semja sín atriði sjálf með faglegri hjálp. Það verða áheyrnarprufur, sem verða auglýstar síðar, en þær fara fram í október. Athugið að aldurstakmark er 16 ár. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá í októberlok en hann verður sýndur á laugardags- kvöldum fram í desember. Dans er flott sjónvarpsefni NÝR DANSÞÁTTUR Á DAGSKRÁ SJÓNVARPSINS Listræni stjórnandinn Katrín Hall. Vinsælt verk Svanur- inn eftir Láru Stefáns- dóttur er fyrir alla fjöl- skylduna. Sýnt aftur Großstadts- afari eftir Jo Strömgren verður nú á Stóra sviði Borgarleikhússins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.