Morgunblaðið - 07.09.2011, Síða 1
hugsanlegt að í tilviki einstakra frið-
lýsingarflokka yrði samþykki land-
eigenda gert að skilyrði fyrir friðlýs-
ingu, t.d. vegna stofnunar
þjóðgarða.
Gera yrði ráð fyrir að ákvörðun
um friðlýsingu geti í einhverjum til-
vikum takmarkað eignarréttindi
landeigenda í þeim mæli að bóta-
skylt væri. Telur nefndin
ákjósanlegt að kveða sér-
staklega á um þennan
bótarétt í nýjum
lögum um
nátt-
úruvernd.
»12-13
Nefnd sem umhverfisráðherra skip-
aði til að endurskoða lög um nátt-
úruvernd hefur skilað af sér svo-
nefndri hvítbók. Telur nefndin m.a.
að útgáfa stjórnvaldsfyrirmæla eins
og friðlýsinga eigi að fela í sér
stjórnvaldsákvörðun gagnvart land-
eigendum og öðrum sem eiga sér-
stakra hagsmuna að gæta.
Við undirbúning slíkr-
ar ákvörðunar verði
því gætt ákvæða
stjórn-
sýslulaga.
Nefndin
telur
einnig
Lagt til í hvítbókinni að samþykki landeig-
enda verði gert að skilyrði fyrir friðlýsingu
Herðubreið
M I Ð V I K U D A G U R 7. S E P T E M B E R 2 0 1 1
Stofnað 1913 209. tölublað 99. árgangur
KRISTJÁN
TEKUR ÞÁTT Í
GJÖRNINGI
DEILIR SÖGUM
Í SÖNGVUM
SÍNUM
ADRIAN SITARU
UPPRENNANDI
MEISTARI Á RIFF
ÍSLENSK-ÍRSK BLANDA 10SYNGUR Í 12 KLUKKUTÍMA 31 SJÓNUM BEINT AÐ RÚMENÍU 32
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Banki Stíft var fundað fyrir hrun.
Sjö hæstaréttardómarar dæma í
ellefu málum sem tengjast falli
gömlu íslensku viðskiptabankanna
og uppgjöri þeirra, meðal annars
gildi neyðarlaganna. Fyrstu tvö
málin eru á dagskrá réttarins í
þessari viku, m.a. um að innistæður
á Icesave-reikningum séu for-
gangskröfur.
Þrír nýir hæstaréttardómarar
tóku til starfa 1. september vegna
fjölgunar dómara Hæstaréttar úr
níu í tólf. Tveir þeirra, Eiríkur
Tómasson og Greta Baldursdóttir,
dæmdu í fimmtán málum föstudag-
inn 2. september, á sínum öðrum
starfsdegi. Nýju hæstaréttardóm-
ararnir höfðu fengið aðstöðu í
Hæstarétti áður en þeir tóku form-
lega til starfa. »6
Sjö manna dómur
í ellefu hrunsmálum
í Hæstarétti
Tekur strax gildi
» Í frumvarpinu var gert ráð
fyrir að hægt yrði að fjölga að-
stoðarmönnum eftir næstu
þingkosningar. Nefndin vill að
heimildin taki þegar gildi.
» Ekkert kemur fram um hvort
fjölgun aðstoðarmanna þýði að
draga megi úr fjölda annarra
starfsmanna ráðuneytanna.
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Breytingar sem meirihluti allsherj-
arnefndar Alþingis vill gera á lögum
um stjórnarráðið fela í sér að aðstoð-
armenn ráðherra geta mest orðið 23.
Þeir eru 10 í dag, en auk þess eru
nokkrir ráðherrar með sérstaka ráð-
gjafa. Sigurður Kári Kristjánsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, gagn-
rýnir þessa breytingu, en Álfheiður
Ingadóttir, varaformaður allsherjar-
nefndar, segir þörf á að styrkja póli-
tíska stefnumörkun ráðherra.
Lagt er til að hver ráðherra geti
ráðið til sín tvo aðstoðarmenn, en
ríkisstjórnin geti ráðið þrjá til við-
bótar ef þörf krefur. Með þessu sé
hægt að bregðast við auknu álagi í
einstökum ráðuneytum.
Álfheiður segir að meirihluti
nefndarinnar hafi talið rétt að
styrkja pólitíska stefnumörkun í
ráðuneytunum. Hún segir að það
hafi verið lítil festa í kringum þessi
mál í gegnum árin. Oft hafi verið
gagnrýnt að ráðherrar væru með að-
stoðarmenn og ráðgjafa til viðbótar.
Í BA-ritgerð í stjórnmálafræði frá
2009 kemur fram að aðstoðarmenn
eða ráðgjafar ráðherra hafa lengst af
verið 12, en voru flestir 17 á árunum
1999-2003.
Sigurður Kári segir ekki þörf á að
fjölga aðstoðarmönnum ráðherra.
Hann gagnrýnir frumvarpið al-
mennt og segir það einkennast af
„forsætisráðherraræði“. Forsætis-
ráðherrann eigi að hafa alla þræði í
sinni hendi. Hann segir ekkert vera
á bak við tal um opna stjórnsýslu.
Allt að 23 aðstoðarmenn
Allsherjarnefnd þingsins leggur til að aðstoðarmönnum ráðherra verði fjölgað
Sjálfstæðismenn segja frumvarpið einkennast af „forsætisráðherraræði“
Fjölgun HIV-smitaðra reynir mjög
mikið á smitsjúkdómadeild Land-
spítalans. Þar eru fimm stöðugildi,
en Magnús Gottfreðsson, sérfræð-
ingur í smitsjúkdómum á Landspít-
ala, segir að á spítölum í Svíþjóð
sem sinni jafnmörgum sjúklingum
starfi 15-20 sérfræðingar.
„Þannig að við erum með
mannafla sem nemur einum þriðja
af því sem er talið eðlilegt þar,“
segir Magnús.
Í fyrra greindust 24 einstakling-
ar hér á landi með HIV-smit. Aldrei
áður hafa jafnmargir greinst á einu
ári. Það sem af er þessu ári hafa 17
greinst HIV-smitaðir. Þar af hafa
þrír einstaklingar greinst með al-
næmi á lokastigi. Allt eru þetta
karlmenn sem komnir eru á miðjan
aldur. Sjúkdómurinn uppgötvaðist
eftir að þeir leituðu til læknis vegna
veikinda sem ekki hafði fundist
skýring á. Haraldur Briem sótt-
varnalæknir segir heilbrigðis-
starfsfólk ekki hafa séð svona tilvik
árum saman og mikilvægt sé fyrir
lækna og almenning að hugsa út í
að veikindi geti stafað af HIV-smiti.
»6
Miklu færra starfsfólk
Þrír karlmenn hafa greinst með alnæmi á lokastigi í ár
Langur meðgöngutími
» Fólk getur gengið með HIV-smit í
10-15 ár áður en það fær lokastig
sjúkdómsins. Haraldur segir að
gagnkynhneigðir karlmenn sem
komnir eru á miðjan aldur og eiga
fjölskyldu hugsi ekki mikið út í að
þeir kynnu að vera HIV-smitaðir, en
það sé hins vegar nauðsynlegt fyrir
almenning og lækna að vera sér
meðvitandi um þennan sjúkdóm.
Íslendingar lögðu Kýpurbúa, 1:0, á Laug-
ardalsvellinum í gærkvöld og innbyrtu þar
með fyrsta sigurinn í sjö leikjum í und-
ankeppni Evrópumótsins. Íslenska liðið fór
þar með upp fyrir Kýpur og í fjórða sætið í
riðlinum. Kolbeinn Sigþórsson skoraði sig-
urmarkið strax í byrjun leiksins og fagnar
hér ásamt Jóhanni Berg Guðmundssyni og
Birki Bjarnasyni. » Íþróttir
Kolbeinn tryggði langþráðan sigur Íslands
Morgunblaðið/Eggert
Ríkisstjórnin hyggst framlengja
álagningu auðlegðarskatts. Þetta
kemur fram í viljayfirlýsingu ís-
lenskra stjórnvalda í tengslum við
sjöttu og síðustu endurskoðun efna-
hagsáætlunar Al-
þjóðagjaldeyr-
issjóðsins. Til stóð
að skatturinn yrði
greiddur fram til
ársins 2013. Auð-
legðarskatturinn
er nú 1,5% og
leggst hann á
hreina eign um-
fram 75 milljónir í
tilfellum einstaklinga og 100 millj-
ónir í tilfelli hjóna. Hann getur kom-
ið tekjulágum, sem hafa komið sér
upp eignum á borð við húsakost, illa.
Mikill meirihluti þeirra fjölskyldna
sem borguðu auðlegðarskatt árið
2009 er með heildartekjur undir
fimm milljónum á ári. »14
Auðlegðarskattur
verður framlengdur
5
Flestir sem
greiða skattinn
eru með minna
en 5 milljónir í
heildartekjur.