Morgunblaðið - 07.09.2011, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Við erum að reyna að átta okkur á
því hvaðan vatn á jörðinni er upp-
runnið,“ segir dr. Þorvaldur Þórð-
arson, eldfjallafræðingur við Ed-
inborgarháskóla í Skotlandi, um
alþjóðlegan vísindafund sem nú
stendur yfir á Hótel Bláfelli á Breið-
dalsvík.
Dr. Karen Meech, stjarnfræð-
ingur við Stjarnlíffræðistofnunina
við Hawaii-háskóla, Þorvaldur Þórð-
arson og NASA í samvinnu við
Breiðdalssetur, Breiðdalshrepp og
Hótel Bláfell standa fyrir vísinda-
fundinum sem hófst á mánudag og
lýkur á föstudag. 25 vísindamenn
víðs vegar að úr heiminum, stjarn-
fræðingar, stjarnlíffræðingar, jarð-
fræðingar, berg-
fræðingar og
fleiri sækja fund-
inn en hópurinn
hefur hist reglu-
lega undanfarin
fimm ár og vís-
indamennirnir
borið saman bæk-
ur sínar. Þorvald-
ur segir að gátan
sé ekki auðveld.
Þegar jörðin hafi myndast bendi allt
til þess að hún hafi tapað öllum rok-
gjörnum efnum eins og vatni og
koltvísýringi en spurningin sé
hvernig þessi efni hafi komið aftur.
Það hafi annaðhvort gerst með hala-
stjörnum eða loftsteinum.
Hópurinn fundaði á Hawaii í fyrra
og nú varð Breiðdalsvík fyrir valinu.
„Það er vegna þess að aðstaðan er
svo góð hérna fyrir svona fundi,“
segir Þorvaldur um fundarstaðinn.
Hann segir að á svæðinu sé gott
fræðasetur sem hafi að hluta til ver-
ið stofnað til minningar um George
Walker, sem hafi kennt Íslendingum
að kortleggja Ísland. Gott sé að vera
með svona fund á stað þar sem öll
nauðsynleg aðstaða sé fyrir hendi en
ekki margt sem trufli. Auk þess
bjóði jarðfræðin á svæðinu upp á
ýmsa möguleika.
Ísland mikilvægt
Þorvaldur segir að Ísland spili
ákveðið hlutverk í þessum rann-
sóknum vegna þess að á Íslandi
komi af og til upp hraun með efni af
miklu dýpi. Í þessu efni séu krist-
allar sem hafi myndast djúpt í jörðu
og inni í þeim séu svonefndar inn-
lyksur sem hafi verið bráð á sínum
tíma og séu því sýni af bráðinni eins
og hún hafi verið djúpt í jörðu. „Við
vonum að þær innlyksur geti hjálpað
okkur til að rekja uppruna vatnsins
á jörðinni, notum þær sem glugga til
að kíkja inn í möttulinn.“
Ísland og Hawaii eru heitu reit-
irnir og lykilhlekkirnir í þessari vís-
indalegu leit, að sögn Þorvaldar.
Rannsóknin er flókin og erfið en
hann segir að menn séu komnir á
sporið. Verið sé að mæla hluti úr
loftsteinum og halastjörnum, bæði
beint og óbeint, auk þess sem verið
sé að eltast við innlyksurnar. Sýni
hafi verið tekin úr ákveðinni tegund
af gosbergi hérlendis og verið sé að
vinna úr gögnunum. En sagan verði
alltaf flóknari.
Komnir á sporið í leitinni
Ísland og Hawaii heitu reitirnir og lykilhlekkir í leit að uppruna vatnsins
Breiðdalsvík kjörinn staður fyrir alþjóðlegan vísindafund af þessu tagi
Þorvaldur
Þórðarson
Alþingi er þessa dagana að ræða hugsanlegar
breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands.
Stjórnarandstaðan er ekki ánægð með breyting-
arnar og einn þingmaður kallaði þær katt-
arþvott. Stjórnarliðar telja breytingarnar hins
vegar löngu tímabærar. Meðan á þessu gengur
heldur lífið áfram sinn eðlilega gang. Glugga-
þvottamaður þvær rúður Stjórnarráðshússins
líkt og hann hefur alltaf gert. egol@mbl.is
Kattarþvottur og gluggaþvottur á Stjórnarráðinu
Morgunblaðið/Golli
Lögreglan getur beitt refsingum og
háum sektum vegna gáleysislegs
aksturs og samkvæmt ákvæðum
umferðarlaga má lækka bætur eða
fella niður fyrir líkamstjón eða
vegna missis framfæranda „ef sá
sem varð fyrir tjóni eða lést var
meðvaldur að tjóninu af ásetningi
eða stórkostlegu gáleysi“. Vátrygg-
ingafélag er greiðsluskylt gagnvart
tjónþola vegna bótakrafna en félagið
á „endurkröfurétt á hendur hverjum
þeim sem valdið hefur tjóni af ásetn-
ingi eða stórkostlegu gáleysi“.
Sumarliði Guðbjörnsson, sérfræð-
ingur á tjónasviði Sjóvár, segir að
umferðarlögin séu alveg skýr varð-
andi hvað beri að gera í sambandi
við tjón og bætur. Hann bendir á að
endurkröfunefnd skoði viðkomandi
mál og taki ákvörðun um framhald-
ið. Sumarliði áréttar að úrskurði
hún um endurkröfurétt vátrygg-
ingafélags beri því að fara eftir því
til þess að tryggja hagsmuni ann-
arra.
Kappakstur, spyrnuakstur og
annar gáleysislegur akstur í fjölbýli
vekur gjarnan athygli en Guðbrand-
ur Sigurðsson, aðalvarðstjóri um-
ferðardeildar lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu, segir að minna hafi
verið um slíkan akstur í sumar en
oft áður. Það megi m.a. þakka öfl-
ugu eftirliti.
Guðbrandur segir að alltaf séu til
dómgreindarlausir ökumenn á öllum
aldri sem leiki sér með ökutæki og
stofni þar með sjálfum sér og öðrum
vegfarendum í mikla hættu. Skelfi-
legar afleiðingar vegna kappaksturs
séu staðreynd en lögreglan telji
ákveðið forvarnargildi felast í refs-
ingum og háum sektum. Vegna ofsa-
aksturs eða ítrekaðs ölvunaraksturs
geti lögreglan lagt hald á ökutæki
og gert kröfu um upptöku í ríkissjóð
fyrir dómi. Endurkröfur trygginga-
félaga geti auk þess leitt til þess að
viðkomandi verði illa staddir fjár-
hagslega vegna gáleysis við akstur.
steinthor@mbl.is
Refsingar og háar sektir
Morgunblaðið/Eggert
Tjón Grunur leikur á að mikill hraðakstur hafi valdið slysi í fyrrakvöld.
Gáleysislegur akstur ekki aðeins hættulegur viðkomandi og öðrum vegfarend-
um heldur getur hann leitt til hárrar endurkröfu vátryggingafélags
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Fyrsta listmunauppboð vetrarins
var haldið í Galleríi Fold í fyrra-
kvöld. Að sögn uppboðshaldara fer
listaverkamarkaðurinn af stað á
svipaðan hátt og í fyrra og nokkuð
var um að fágæt verk væru boðin
upp, en alls voru boðin upp á 102
verk.
Tryggvi Páll Friðriksson, list-
munasali og uppboðshaldari hjá
Gallerí Fold, segir að bæði Íslend-
ingar og útlendingar hafi keypt
verkin, flestir eigi þó útlendingarnir
það sameiginlegt að hafa einhver
tengsl við Ísland og einnig sé nokkuð
um Íslendinga búsetta erlendis í
kaupendahópnum.
„Þarna fóru nokkur verk á prýði-
legu verði. Hæsta verðið var greitt
fyrir litla vatnslitamynd eftir Ás-
grím Jónsson af Búða í Þjórsá, en
hún seldist á 2,7 milljónir. Þessi
mynd er geysilegt fágæti, hana mál-
aði Ásgrímur fyrir árið 1909, en verk
hans frá þeim tíma eru sjaldan til
sölu. Svo fór önnur Ásgrímsmynd á
tæp 1500 þúsund,“ segir Tryggvi.
„Af öðrum verkum má nefna ljós-
myndaverk eftir Ólaf Elíasson fyrir
tæp 400 þúsund.“
Tryggvi segir að yfirleitt séu öll
verkin, sem til stendur að bjóða upp,
sett á vefsíðu gallerísins nokkru fyr-
ir uppboðið, þannig að fólk geti
kynnt sér þau áður en það mætir á
uppboðið. Hann segir að margir
bjóði í verkin áður en uppboðið hefst.
„Við fáum yfirleitt um hundrað
forboð og síðan fer stór hluti upp-
boðanna í gegnum síma. Ég á ekki
von á að netuppboð taki við af hefð-
bundnum uppboðum, en ég held að
framtíðin liggi í því að hafa þetta
blandað,“ segir Tryggvi.
Ásgrímur
seldist á 3
milljónir
Listaverkamark-
aður svipaður og áður
Fágæti Mynd Ásgríms Jónssonar af
Búða í Þjórsá seldist á 3 milljónir.
Leikskólakenn-
arar samþykktu
nýgerðan kjara-
samning KÍ
vegna Félags
leikskólakennara
við Samband ís-
lenskra sveitar-
félaga með 92,2%
atkvæða. 78,8%
félagsmanna
greiddu atkvæði.
Ekkert verður því af boðuðu
verkfalli leikskólakennara sem
upprunalega átti að hefjast í ágúst.
Laun hækka strax og í maí á næsta
ári á að vera lokið endurskoðun
með það að markmiði að tryggja fé-
lagsmönnum kjör er jafnist á við
kjör grunnskólakennara og ann-
arra í sambærilegum störfum.
Haraldur Freyr Gíslason, for-
maður Félags leikskólakennara,
segir einingu hafa verið meðal fé-
lagsmanna um að segja hingað og
ekki lengra. Samstaðan hafi
gagnast vel. kjon@mbl.is
Leikskólakennarar
samþykktu kjara-
samninginn
Haraldur Freyr
Gíslason