Morgunblaðið - 07.09.2011, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011
inni. Íslensk vatnalöggjöf sé bæði
ósamstæð og brotakennd. Þetta telur
nefndin óheppilegt en tekur fram að
það sé ekki á verksviði hennar að
fjalla sérstaklega um íslenska vatna-
löggjöf. Telur nefndin þó ástæðu til
að fjalla um tvö atriði sem mikilvægt
sé að bæta úr, annars vegar með því
að skapa lagagrundvöll fyrir vernd
heildstæðra vatnakerfa, t.d. með frið-
lýsingu, og hins vegar sé brýnt að
skýrari ákvæði verði sett um um-
gengni við vatn og vatnasvæði.
Ólíkra hagsmuna verði gætt
Nefndarmenn taka fram að þegar
komi að reglum um vernd náttúrunn-
ar og nýtingu auðlinda hennar sé
brýnt að leitast við að gæta jafnvægis
milli ólíkra hagsmuna.
Íslensk vatnalöggjöf
ósamstæð og brotakennd
Umhverfisráðherra fær í hendur hvítbók um endurskoðun náttúruverndarlaga
Kíkt í hvítbókina
» Hvítbækur svonefndar hafa
yfirleitt að geyma tillögur að
löggjöf á afmörkuðu sviði og
kalla eftir umsögnum hags-
munaaðila og stjórnvalda á
efni þeirra.
» Tíu sérfræðingar á sviði
náttúrufræða, stjórnsýslu-
fræða og lögfræði sátu í nefnd-
inni sem samdi hvítbókina.
Formaður nefndarinnar var
Hafdís Gísladóttir.
» Leggur nefndin m.a. til að
gildissvið náttúruverndarlaga
um vernd lífríkis hafsins verði
skýrt og styrkt.
» Einnig að hugað verði að því
að lög um landgræðslu og
skógrækt verði felld í nátt-
úruverndarlög.
» Nefndin telur mikilvægt að
ný náttúruverndarlög veiti
skýrar heimildir til að beita
þvingunarúrræðum ef ákvæð-
um laganna er ekki fylgt.
Náttúruvernd Umhverfisráðherra
hefur fengið í hendur tillögur
nefndar um endurskoðuð nátt-
úruverndarlög. Verður tekið strax á
utanvegaakstri.
Tillögur að friðlýsingarflokkum
í samræmi við flokkunarkerfiAlþjóðanáttúruverndarsamtakanna, IUCN
Heimild: Hvítbók um endurskoðunar náttúruverndarlaga
Tilgangur ogmarkmið friðlýsingar
Friðlýsingmeð strangri verndun ogmiklum takmörkunumá
umferð og nýtingu til að varðveita líffræðilega fjölbreytni
ogmögulega einnig jarðminjar/jarðmyndanir.
Friðlýsingmiðar aðallega að því að varðveita víðáttumikil
svæði, lítt snortin af áhrifum, inngripumog framkvæmdum
mannsins.
Friðlýsing til að vernda heildstætt landslag, jarðmyndanir og
vistkerfi,menningarleg og söguleg gildi viðkomandi svæðis,
m.a.Til að stuðla að aðgangi almennings að fjölbreyttum
náttúrulegumsvæðum til útivistar og fræðslu.
Oftast jarðfræðileg fyrirbæri semeru vernduð vegna
fræðilegs gildis, fegurðar og sérkenna.
Friðlýst vegnamikilvægra vistkerfa, vistgerða, tegunda og
búsvæðaþeirra.
Friðlýsingmiðar að verndun sérstæðs og fágæts landslags,
landslagsheilda og jarðmyndana.
Friðlýsing þjónar aðallega þeim tilgangi að vernda
náttúruleg vistkerfi semnýtt erumeð sjálfbærumhætti.
Friðlýsingarflokkur
Náttúruvé
Víðerni
Þjóðgarðar
Náttúruvætti
Friðlönd
Landslags-
verndarsvæði
Verndarsvæði með
sjálfbærri nýtingu
BAKSVIÐ
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Nefnd um endurskoðun náttúru-
verndarlaga hefur skilað af sér tillög-
um, eða svonefndri hvítbók, um lög-
gjöf til verndar náttúru Íslands. Um
leið hefur umhverfisráðherra lagt
fram frumvarp til laga um breytingu
á lögum um náttúruvernd, sem ekki
þótti ástæða til að biði heildarendur-
skoðunar laganna. Er þar einkum
tekið á akstri utan vega, m.a. með
skilgreiningu á hugtakinu vegur.
Meðal þess sem nefndin leggur til í
hvítbókinni eru fjórir nýir flokkar
friðlýsingar (sjá töflu), skýrar verði
kveðið á um almannarétt í náttúru-
verndarlögum, nauðsynlegt sé að val-
in vatnasvæði verði varðveitt óspillt,
endurskoða þurfi heimild landeig-
enda til að banna för og dvöl gang-
andi fólks um afgirt óræktuð lönd og
einnig telur nefndin rétt að íhuga til-
flutning verkefna milli stofnana á
sviði náttúruverndar og mögulega
sameiningu þeirra. Er þar sameining
Náttúrufræðistofnunar og Veiði-
málastofnunar sérstaklega nefnd.
Þá fjallar nefndin um verndun
vatns og vatnasviða. Bent er á að efn-
isreglur um nýtingu og umgengni um
vatn sé ekki að finna í einum heild-
stæðum lagabálki hér á landi, heldur
séu ákvæði um þetta dreifð í löggjöf-