Morgunblaðið - 07.09.2011, Qupperneq 14
FRÉTTASKÝRING
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Fram kemur í viljayfirlýsingu ís-
lenskra stjórnvalda í tengslum við
sjöttu og síðustu endurskoðun efna-
hagsáætlunar Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins að til standi að framlengja
gildistíma auðlegðarskattsins svo-
kallaða. Þegar skatturinn var settur
á sínum tíma stóð til að hann yrði í
gildi fram til ársins 2013. Morgun-
blaðið leitaði svara hjá fjármálaráðu-
neytinu um útfærslu framlengingar
auðlegðarskattsins og bárust þau
svör frá Hugin Þorsteinssyni, að-
stoðarmanni fjármálaráðherra, að
tillögur um tekjur og gjöld ríkisins
myndu liggja fyrir í októberbyrjun
eins og hefðbundið er.
Auðlegðarskatturinn er nú 1,5%
og leggst hann á hreina eign umfram
75 milljónir í tilfellum einstaklinga
og 100 milljónir í tilfelli hjóna. Í
fljótu bragði virðist um háar tölur að
ræða en þegar málið er skoðað nánar
má sjá að það þarf ekki endilega að
vera svo, að minnsta kosti þegar er
horft til sparnaðar og fjárfestingar
venjulegs fólks yfir langa starfsævi.
Hægt er að ímynda sér venjulega
launþega sem eiga einbýlishús
skuldlaust eftir langa starfsævi auk
annarra gæða á borð við sumarhús
og bifreið, auk einhvers sparnaðar
sem lagður hefur verið fyrir til efri
ára. Útfrá einföldu dæmi sem blaðið
lét sérfróða endurskoðendur taka
saman má sjá að auðlegðarskattur-
inn leggst til að mynda þungt á þá
sem hafa borgað upp skuldsetningu
á eignum á borð við fasteignir og
aðrar fjárfestingar sem ekki bera
arð, en hafa ekki aðrar tekjur en elli-
lífeyri eða þá lágar launatekjur. Eins
og fram kom í svari fjármálaráð-
herra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs
Þórðarsonar, alþingimanns, er mikill
meirihluti þeirra fjölskyldna sem
borguðu auðlegðarskatt árið 2009
með heildartekjur undir fimm millj-
ónum króna á ári.
Ríkisstjórnin stefnir að fram-
lengingu auðlegðarskatts
Gerir lífeyrisþegum og tekjulágum erfiðara fyrir að halda skuldlausum fasteignum
Auðlegðarskattur
Dæmi 1
Einstaklingur með lágar tekjur í dag en nokkur
uppsöfnuð eignamyndun. ss. ekkja í óskiptu búi.
Dæmi 2
Miðaldra hjón,maðurinn eina fyrirvinnan. Hafa
byggt sér fasteign og sumarbústað. Eiga nokkuð
sparifé og einhver hlutbréf.
Fasteign
Sumarbústaður
Sparifé
Hlutabréf
Bifreiðar
Frítekjumark
Auðlegðarskattstofn
Skatthlutfall
Auðlegðarskattur
Tekjur:
Launatekjur
Fjármagnstekjur
Ráðstöfunartekjur
eftir skatta
Auðlegðarskattur
25.000.000 kr.
60.000.000 kr.
5.000.000 kr.
92.000.000 kr.
2.000.000 kr.
17.000.000 kr.
75.000.000 kr.
1,50%
200.000 kr. á mánuði
164.750 kr. á mánuði
155% af mánaðartekjum
255.000 kr.
25.000.000 kr.
70.000.000 kr.
1.500.000 kr.
15.000.000 kr.
119.000.000 kr.
7.500.000 kr.
19.000.000 kr.
100.000.000 kr.
1,50%
500.000 kr. á mánuði
407.548 kr. á mánuði
300.000 kr. á ári
70% af mánaðartekjum
285.000 kr.
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011
Erindrekar fjármálaráðherra evru-
svæðisins ræddu í gær um hvernig
ríkisstjórnir evruríkjanna gætu
endurfjármagnað bankakerfi mynt-
svæðisins. Þetta fullyrti Reuters-
fréttastofan í gær. Um er að ræða
hugmyndir í tengslum við undirbún-
ing fyrir fund fjármálaráðherra
evruríkjanna sem fer fram 16. þessa
mánaðar.
Um er að ræða meiriháttar
stefnubreytingu. Sem kunnugt er
sagði Christine Lagarde, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, í síðustu viku að brýn þörf
væri á því að evruríkin endurfjár-
mögnuðu bankakerfið með opinberu
fé sem fyrst. Sérfræðingar AGS
telja að bankar á evrusvæðinu þurfi
að minnsta kosti 200 milljarða evra
til þess að fylla í það skarð sem hef-
ur myndast í eiginfjárgrunn þeirra
á undanförnum misserum. Þetta
skarð hefur að stærstum hluta
myndast vegna rýrnunar á verð-
mæti ríkisskuldabréfa evrusvæðis-
ins í bókum bankanna. Orðum Lag-
arde var mótmælt í fyrstu af evr-
ópskum ráðamönnum sem sögðu að
bankar evrusvæðisins væru vel fjár-
magnaðir. Ljóst má vera af frétt
Reuters að annað hljóð er komið í
strokkinn og að áhyggjur ráða-
manna beinast ekki nú eingöngu að
stöðu mála í þeim evruríkjum sem
geta ekki fjármagnað sig án að-
komu ESB og AGS, heldur einnig
að stöðu banka á svæðinu.
Þungavigtarmaður í bankaheim-
inum endurómaði þessar áhyggjur í
gær. Forstjóri Deutsche Bank, Jos-
ef Ackermann, lýsti því yfir á ár-
legri bankaráðstefnu í Frankfurt í
gær að fjöldi evrópskra banka færi
á hausinn ef þeir myndu bókfæra
stöður sínar í ríkisskuldabréfum á
evrusvæðinu á markaðsvirði. Með
öðrum orðum þýðir þetta að af-
skriftir eða umbreyting skulda ein-
stakra evruríkja er vart möguleg án
þess að setja fjármálakerfi álfunnar
í uppnám. ornarnar@mbl.is
Ríkisfjármögnun evrubanka rædd
Evruríkin sögð ræða möguleikann á
að stjórnvöld endurfjármagni banka
Reuters
Ófremdarástand Miðlari í Frank-
furt klórar sér í hausnum.
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
Nauðsynleg forsenda þess að hægt
verði að afnema gjaldeyrishöftin hér
á landi er að mótuð verði tímasett
áætlun um það hvernig því markmiði
verði náð í stað opinnar áætlunar
sem enginn tæki þátt í vegna þess að
enginn skuldbinding fylgdi af hálfu
Seðlabanka Íslands.
Þetta er á meðal þess sem fram
kom í ræðu Orra Haukssonar, fram-
kvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins,
á hádegisfundi Félags viðskipta- og
hagfræðinga á Grand Hótel í gær.
Nauðsynlegt væri að setja hausinn
undir sig og taka ákvörðun um af-
nám haftanna sem aftur hefði í för
með sér aðhald á efnahagsmálin.
Vandamálið ofmetið
Páll Harðarson, forstjóri Kaup-
hallarinnar, tók undir nauðsyn ein-
faldari, tímasettrar og agaðrar áætl-
unar um afnám gjaldeyrishaftanna.
Það eina sem þyrfti væri að hefjast
handa. Hann sagði skýrslu Seðla-
bankans um afnám haftanna von-
brigði. Hún uppfyllti ekki nauðsyn-
leg skilyrði um tímasett skref, skýr
viðmið og öflun eins mikilla upplýs-
inga og kostur væri.
Fyrirliggjandi áætlun virtist helst
byggjast á þeirri forsendu að eigend-
ur aflandskróna vildu æstir út úr
hagkerfinu. Hins vegar hefðu útboð
Seðlabankans sýnt að 85% þeirra
hefðu ekki haft áhuga á þeim. Í ljósi
þess væri aflandskrónuvandinn
sennilega ekki nema um 60-70 millj-
arðar króna.
Nauðsynlegt að hefjast
handa við afnám haftanna
Ræðumenn sammála um mikilvægi tímasettrar áætlunar
Morgunblaðið/Golli
Fundur Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI, í ræðustól á fundinum.
● Hagnaður Arion banka nam 10,2
milljörðum króna á fyrstu sex mán-
uðum ársins en var 7,9 milljarðar króna
á sama tímabili í fyrra. Er afkoman um-
fram áætlanir sem skýrist einkum af
endurmati á útlánasafni bankans á fyr-
irtækjasviði. Arðsemi eigin fjár var
20,3% á ársgrundvelli.
Á öðrum ársfjórðungi fór fram loka-
uppgjör Arion banka við þrotabú Kaup-
þings banka. Er hálfsársuppgjörið nú
fyrsta uppgjör Arion banka þar sem
þessir aðilar eiga engar kröfur hvor á
annan. Eiginfjárhlutfall bankans styrkt-
ist og var 21,4% í lok tímabilsins sem er
vel yfir mörkum Fjármálaeftirlitsins,
samkvæmt fréttatilkynningu frá bank-
anum.
Endurmat og hagnaður
hjá Arion banka
● Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir
54,9 milljarða króna og inn fyrir 42,1
milljarð króna. Vöruskiptin í júlí, reiknuð
á fob verðmæti, voru því hagstæð um
12,8 milljarða
króna. Í júlí 2010
voru vöruskiptin
hagstæð um 4,2
milljarða króna á
sama gengi að því
er fram kemur í
frétt á vef Hag-
stofu.
Fyrstu sjö mán-
uði ársins voru
fluttar út vörur fyrir 339,9 milljarða
króna en inn fyrir 285,9 milljarða króna.
Afgangur var því á vöruskiptunum við
útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem
nam 54 milljörðum en á sama tíma árið
áður voru vöruskiptin hagstæð um 67,9
milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfn-
uðurinn var því 13,9 milljörðum króna
lakari en á sama tíma árið áður.
Fyrstu sjö mánuði ársins 2011 var
verðmæti vöruútflutnings 27,6 millj-
örðum eða 8,8% meira á föstu gengi en
á sama tíma árið áður. Verðmæti vöru-
innflutnings jókst um 41,5 milljarða,
eða 17%.
Minni afgangur en 2010
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
++,-./
+.0-1,
++2-13
/+-.0.
/+-+40
+3-.52
+50-50
+-,..,
+.5-+,
+2/-.,
++0-14
+.0-,4
++2-,+
/+-4//
/+-/03
+3-...
+50-35
+-,4/.
+.5-24
+25-5
/+.-20+/
++0-52
+.0-4,
++2-30
/+-4.2
/+-5+4
+3-4,
+52-++
+-,43/
+.,-/,
+25-32
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á