Morgunblaðið - 07.09.2011, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Ríkisstjórn Níger neitaði í gær orð-
rómi um að Muammar Gaddafi væri í
lest líbískra herbíla sem komu til
landsins í fyrradag. Orðrómur var á
kreiki um að bílalestin væri á leiðinni
til Búrkína Fasó sem bauðst til að
veita Gaddafi hæli fyrir tveimur vik-
um. Ríkisstjórn Búrkína Fasó
kvaðst ekki hafa fengið neinar upp-
lýsingar um að Gaddafi væri á leið-
inni þangað frá Níger.
Breska blaðið The Times hafði
þó eftir hátt settum leyniþjónustu-
mönnum í Suður-Afríku að þarlend
stjórnvöld hefðu haft milligöngu um
samkomulag um að Gaddafi fengi
tímabundið hæli í Búrkína Fasó.
Þjóðarráð uppreisnarmanna í Líbíu
hefði fallist á samkomulagið „til að
afstýra blóðsúthellingum“ gegn því
skilyrði að Gaddafi yrði ekki lengur
en í þrjá daga í Níger. Stjórnvöld í
Frakklandi, Níger og Búrkína Fasó
hefðu einnig samþykkt þetta og
Frakkar lofað að sjá til þess að her-
þotur NATO fylgdust með bílunum
og tryggðu að ekki yrði ráðist á þá.
Herbílarnir sagðir á
leið til Búrkína Fasó
Orðrómur um að líbíska þjóðarráðið hefði fallist á sam-
komulag um að Muammar Gaddafi fengi hæli í Búrkína Fasó
300 km
1
2
3
4
BÍLALEST FRÁ LÍBÍU
Heimild: Reuters-fréttir sem byggðust á frönskum og nígerskum heimildarmönnum
ALSÍR
MALÍ
TÚNIS Miðjarðarhaf
LÍBÍA
Trípólí
Agadez
BaniWalid
NÍGER
BÚRKINA
FASÓ
NÍGERÍA
TSJAD
MAROKKÓ
Líklegt er að bílalestin hafi fyrst
farið til Alsírs. Eiginkona
Muammars Gaddafis og þrjú
börn þeirra höfðu flúið þangað
Á mánudag Um 200-250 líbískir
herbílar komu til Níger. Nígerskir
herbílar fylgdu lestinni til Agadez
Orðrómur var um að Gaddafi og
einn sona hans, Saif al-Islam, kynnu
að vera í bílalestinni eða hygðust
fara á eftir henni
Hugsanlegt er að bílalestin fari til
Burkína Fasó sem hefur boðið
Gaddafi hæli
Yfirvöld á Filippseyjum hafa náð risavöxnum saltvatns-
krókódíl nálægt afskekktu þorpi og talið er að hann sé
sá stærsti sem náðst hefur í heiminum. Krókódíllinn er
6,4 metra langur og vegur rúmt tonn. Talið er að hann
sé yfir 50 ára gamall, en sjóvatnskrókódílar geta orðið
meira en 100 ára gamlir. Grunur leikur á að krókódíll-
inn hafi étið bónda, sem saknað hefur verið frá því í
júlí, og bitið höfuðið af 12 ára gamalli stúlku árið 2009.
Reuters
Stærsti krókódíll sem náðst hefur
Bandaríska geimferðastofnunin
NASA hyggst skjóta á loft tveimur
GRAIL-geimförum á morgun og
ferðinni er heitið til tunglsins.
Geimförin eru ómönnuð og eiga að
útbúa nákvæmari kort af þyngdar-
sviði tunglsins en gerð hafa verið til
þessa. Með því að kortleggja
þyngdarsviðið geta geimvís-
indamenn áttað sig betur á inn-
viðum og efnasamsetningu tungls-
ins. Þeir vona að rannsóknirnar
varpi einnig ljósi á myndun og þró-
un jarðar og annarra berghnatta,
að því er fram kemur á stjörnu-
fræðivefnum, stjornufraedi.is.
Heimild: NASA
Innri bygging
tungslins
Skv. niðurstöðum
frá janúar sl. sem
byggðust á gögnum
frá Apollo-geimförum
HVERS VEGNA TUNGLIÐ?
Óreglulegt yfirborð og ójöfn
massadreifing veldur því að
þyngdarsvið tunglsins er það
ósléttasta sem vitað er um í
sólkerfinu
Talið er að tunglið hafi breyst mjög
lítið frá því að það myndaðist og
rannsóknir á því geta varpað ljósi
á þróun reikistjarna
TÍMAÁÆTLUN
2011
8. sept. Skotið á loft
28. des. Á braut um tunglið
2012
6. febr. Vísindarannsóknir
geimfaranna undirbúnar
8. mars Vísindarannsóknir hefjast
29. maí Tekin úr notkun
LEIÐANGUR GRAIL-GEIMFARA NASA
Meginmarkmiðið með leiðangri tveggja GRAIL-geimfara bandarísku
geimferðastofnunarinnar NASA er að auka þekkingu vísindamanna á
uppbyggingu innviða tunglsins og útbúa nákvæm kort af þyngdarsviði þess
Möttull
Hlutbráðið millilag
úr léttum frumefnum
(480 km)
Fljótandi, járnríkur
ytri kjarni
(330 km)
Fastur, járnríkur
innri kjarni
(240 km)
*(Áætlaður
radíus)
Tíðnisvið útvarpsbylgna
vísindatækja
Ath.: Hlutföll eru
ekki rétt
Þyngdarsvið
tunglsins
GRAIL-A GRAIL-B
Tíðnisvið fjarskipta-
og stjórntækja
Kostnaður ferðar:
57 milljarðar kr.
Burðarflaug:
Delta II
Radíus
1.740 km
Tungldagur
29,5 jarðardagar
GEIMFÖRIN TVÖ
Geimförum skotið á loft til
að kanna innviði tunglsins
Talið er að milljónir manna hafi tekið
þátt í sólarhrings verkfalli sem
stærstu samtök launþega á Ítalíu,
CGIL, stóðu fyrir í gær. Markmiðið
var að mótmæla nýjum tillögum ríkis-
stjórnar Silvios Berlusconis um að-
gerðir til að eyða fjárlagahallanum
ekki síðar en á þarnæsta ári vegna
skuldavanda landsins. Samkvæmt til-
lögunum á að minnka ríkisútgjöld og
hækka skatta og áætlað er að aðgerð-
irnar minnki fjárlagahallann um 45
milljarða evra, sem svarar 7.300 millj-
örðum króna.
Verkfallið varð til þess að lestaferð-
ir, ferjusiglingar og almenningssam-
göngur í borgum lögðust niður. Starf-
semi sjúkrahúsa,
pósthúsa og banka
raskaðist einnig og
starfsmenn fyrir-
tækja á borð við
Fiat lögðu niður
vinnu.
Leiðtogar CGIL
segja aðgerðirnar
óréttlátar og þeir
mótmæla einkum
áformum um laga-
breytingu sem auðveldar fyrirtækjum
að segja upp starfsfólki.
Önnur samtök ítalskra launþega
höfnuðu verkfallinu, sögðu það geta
fælt fjárfesta frá landinu.
Milljónir Ítala
lögðu niður vinnu
Silvio
Berlusconi
Sparnaði og hærri sköttum mótmælt
Rússneski listamaðurinn Sergej
Bobkov heldur á uglustyttu sem
hann bjó til úr spæni af síberískum
sedrusvið. Bobkov hefur fengið
einkaleyfi á framleiðslu á styttum
af síberískum dýrum og fuglum úr
sedrusviðarspæni.
Reuters
Dýr úr
viðarspæni
Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður haldin hjá
Neytendastofu, Borgartúni 21, dagana 3., 4. og 5. október
2011.
Skráning á námskeiðin fer fram á heimasíðu Neytendastofu,
www.neytendastofa.is, undir hlekknum„Skráning á námskeið“
(ekki þörf á innskráningu) eða undir Mælifræðisvið.
Athygli er vakin á því að gerðar eru kröfur um íslensku-
kunnáttu þar sem öll kennsla fer fram á íslensku - það gildir
einnig um skriflegar spurningar á prófi og svör við þeim.
Löggildingar vigtarmanna gilda í 10 ár frá útgáfu skírteina.
Allar nánari upplýsingar, svo og aðstoð við skráningu þátttak-
enda, eru á heimasíðu Neytendastofu og í síma 510 1100.
Skráningu lýkur 16. september n.k.
Borgartúni 21 · 105 Reykjavik · Sími 510 1100 · Bréfasími 510 1101
postur@neytendastofa.is · www.neytendastofa.is
VIGTARMENN