Morgunblaðið - 07.09.2011, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Um langtárabil hef-ur Evr-
ópusambandið
ekki getað birt
endurskoðaða
reikninga. Aðal-
endurskoðendur sambandsins
hafa ekki treyst sér til að setja
nafn sitt við þá. Nokkrir end-
urskoðendur hafa verið flæmd-
ir úr starfi sínu fyrir vikið.
Sambandið er frægt fyrir
laumuspil og pukur. Algengt
er að leiðtogar Þýskalands og
Frakklands gangi frá stærstu
niðurstöðum í sínum hópi í lok-
uðum hótelsvítum. Öðrum
„leiðtogum“ er svo kynnt nið-
urstaðan sem óumbreytanleg.
Því verður seint sagt að ESB
sé til fyrirmyndar um gagnsæi
og opna stjórnsýslu.
En með öllum sínum þekktu
göllum er stjórnsýsla sam-
bandsins hátíð hjá því sem við-
gengst hjá íslenskum stjórn-
völdum. ESB hefur þannig
komið hreint fram varðandi
það sem íslenska ríkisstjórnin
kallar aðildar- og samninga-
viðræður Íslands að ESB.
„Kíkja í pakkann kjánar“ eins
og það er einnig kallað hér á
landi.
ESB segir hreinskilnislega
að það fari hvorki fram að-
ildar- eða samningaviðræður.
Pakkinn hafi lengi legið fyrir
galopinn. Það fari fram aðlög-
unarviðræður ekki aðild-
arviðræður. Samtölin á milli
aðila gangi einungis út á að
umsóknarríkið sýni fram á að
aðlögun að sambandinu gangi
vel og skipulega. Og forysta
sambandsins hefur beinlínis
varað íslensk yfirvöld við því
að gefa í skyn að um einhvers
konar samningaviðræður sé að
ræða. Slíkur blekkingaleikur
muni hefna sín þegar hið sanna
rennur upp fyrir þjóðinni.
Aðlögunin sem staðið hefur
yfir í tæp tvö ár hefur að hluta
til verið falin með því að segja
að eingöngu sé verið að klára
þætti sem hefði átt
að vera búið að
klára vegna EES-
samningsins. Því
miður tók stjórn-
arandstaðan of
lengi þátt í þeim
leiknum. Og hins vegar hefur
hreinum blekkingum verið
beitt og stjórnmálamenn og
embættismenn neitað gegn
betri vitund að staðið sé, í full-
komnu umboðsleysi, í hreinum
aðlögunarviðræðum að sam-
bandinu. Blekkingariðjan átti
að tryggja að eftir tveggja ára
aðlögun yrði hægt að segja:
Við erum hvort sem er búin að
ganga í gegnum svo mikið af
því sem fylgir aðild að óþarft
er að hafna henni.
Vinstri grænir hafa tekið
fullan þátt í öllum þessum til-
burðum, undir leiðsögn flugu-
mannsins Árna Þórs Sigurðs-
sonar, þrátt fyrir yfirlýsta
andstöðu flokksins við aðild.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra, hef-
ur þó ekki viljað taka þátt í
hinum ljóta leik.
Mikið fár varð í stjórn-
armeirihlutanum fyrir fáein-
um vikum þegar mistókst að
kúga Jón, þótt mjög væri að
honum sótt. Skýringin á fárinu
var einmitt sú að umboðslausu
blekkingarmennirnir óttuðust
að „tafir“ landbúnaðarráð-
herrans myndu leiða til þess
sem nú er orðið: Að talsmenn
ESB myndu segja bréflega við
íslensk yfirvöld það sem þeir
hafa margoft sagt þeim munn-
lega að aðlögun að ESB yrði að
fara fram á öllum sviðum svo
hægt væri að uppfylla allar
skyldur frá fyrsta degi yrði að-
ild samþykkt. Uppfylltu Ís-
lendingar ekki þessar aðlög-
unarkröfur gæti komið til
uppnáms í viðræðunum á milli
aðila. Og nú verður ekki lengur
undan vikist. Bréfið er komið.
Svikahrapparnir hafa verið af-
hjúpaðir, svo að ekki er lengur
um neitt að villast.
Íslensk stjórnvöld
beita blekkingum í
tilburðum við að
koma Íslandi í ESB}
Afhjúpaðir
Nýjar tölur umumferð á
vegum landsins í
ágúst staðfesta
þær sem á undan
hafa komið. Um-
ferðin dregst
hratt saman, svo hratt raunar
að annar eins samdráttur hef-
ur ekki sést áratugum saman.
Ríkisstjórninni var bent á
það í vor að til að koma í veg
fyrir þessa þróun, sem myndi
draga úr ferðalögum innan-
lands og skaða innlenda
ferðaþjónustu, væri einboðið
að lækka skatta á
eldsneyti. Fjár-
málaráðherra og
aðrir forystumenn
ríkisstjórnarinnar
svöruðu slíkum
ábendingum með
sams konar útúrsnúningi og
flestum öðrum tilraunum til
málefnalegrar umræðu.
Nú er sumarvertíðin á enda
hjá ferðaþjónustunni, en
vegna afstöðu ríkisstjórn-
arinnar varð hún minni en
hún hefði getað orðið. Þar fór
enn eitt tækifærið forgörðum.
Sumarvertíð inn-
lendrar ferðaþjón-
ustu varð minni en
hefði getað orðið}
Glatað tækifæri
R
eglulega hefur fólk samband við
starfsmenn mbl.is vegna þess að
það hefur einhvern tímann skrif-
að eitthvað á bloggsíðu hjá mbl.is
eða í Morgunblaðið sem Google
hefur svo lesið í sinn gagnagrunn og skilar sem
leitarniðurstöðu þegar viðkomandi „gúglar“
nafnið sitt. Stundum er vandinn sá að viðkom-
andi hefur í kjánagangi lýst yfir stuðningi við
kúgunaröfl eða harðstjóra eða hann eða hún
hefur verið blindfullur með glannalegar yfirlýs-
ingar um uppáferðir og/eða uppákomur.
Ástæða þess að fólk leitar að nafni sínu hjá
Google og rekst þá stundum á það sem því þyk-
ir óþægilegar upplýsingar er yfirleitt að það
hyggst skipta um vinnu eða sækja um skólavist
eða jafnvel skipta um maka og vill tryggja að sú
mynd sem sýna á væntanlegum vinnuveitanda
eða skólayfirvöldum eða lífsförunaut sé ekki á skjön við
það sem sjá má á netinu.
Alsiða er að menn vísi í slík dæmi þegar fjallað er á
gagnrýninn hátt um það hve fólk sé gjarnt á að deila of
miklum upplýsingum um sig á netinu. Málið er bara að
þeir sem amast yfir því átta sig ekki á því að líkt og við er-
um sífellt að þykjast önnur en við erum í raun og veru
dags daglega, erum við líka að villa á okkur heimildir á
netinu; þykjast snjallari, hnyttnari og myndarlegri og nú
loks komin með þá stjórn á ímynd okkar sem við höfum
sóst eftir alla tíð, nú getum við fegrað og skreytt almenni-
lega, orðið eins og við vildum helst vera.
Þeir sem sífra yfir því hve fólk dreifir upp-
lýsingum um sig á netinu átta sig ekki á þessu,
halda vísast að við séum sífellt að ljóstra upp
einhverju sem við ætluðum ekki að segja eða
viljum ekki að aðrir viti, en því er öðru nær. Í
daglegum samskiptum erum við sífellt að
þykjast, erum með jafn margar persónur til-
tækar og fólk sem við þekktum, eina á mann. Á
netinu er þetta auðveldara, þar getum við ver-
ið með eina persónu sýnilega, valið myndir af
kostgæfni eða skrifað Facebook-stöður að yf-
irveguðu ráði og setjum bara inn þær persónu-
pplýsingar sem við kjósum að sýna.
Þetta eru engin ný sannindi, þetta er marg-
rannsakað og margvitað; gleymum því ekki að
orðið persóna, og þaðan persónuleiki, er komið
úr etrúsku í latínu og þá sem orð yfir grímu
sem leikarar báru, en síðan notað yfir þann
sem leikarinn túlkaði, þá persónu sem hann setti upp líkt
og við gerum daglega, hvort sem það er í netheimi eða
mannheimi. Þegar aðstæður svo breytast, eða við viljum
breyta þeim, þá snörum við fram nýrri persónu, eyðum
þeirri sem fyrir var, burt með allar gömlu Facebook-
færslurnar, út með gömlu vinina og inn með þá nýju, nýjar
myndir sýna nýja persónu. Stundum, þarf maður þá að
taka til á fleiri stöðum, eyða gögnum af netinu eða bíða um
stund þar til þau hverfa af sjálfu sér, að Google hendir út
gamla dótinu, og sjá: Hinn nýi ég birtist, kannski eilítið
eldri og farinn að grána, en miklu betri, alveg satt, miklu
svalari og skynsamari og meira ekta en nokkru sinni fyrr.
Árni
Matthíasson
Pistill
Hver ertu?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Ú
tlit er fyrir að þátt-
taka í sjávarútvegssýn-
ingunni, sem haldin
verður í Kópavogi 22.-
24. september, verði
svipuð og í sýningunni fyrir þremur
árum. Fjöldi erlendra sýnenda og
gesta kemur til landsins af þessu tilefni
og samanlögð velta tengd sýningunni
skiptir hundruðum milljóna.
Íslenska sjávarútvegssýningin,
sem kallast Icefish, er ein stærsta sjáv-
arútvegssýningin í Norður-Evrópu.
Sýningin nær til allra þátta í fisk-
veiðum í atvinnuskyni, allt frá veiðum
og fiskileit til vinnslu og pökkunar,
markaðssetningar og dreifingar á full-
unnum afurðum. Einnig kynna ýmsir
birgjar og þjónustuaðilar vörur sínar
og þjónustu. Megináhersla er á vélar
og tæki og hugbúnað þeim tengdan.
Sýningin byggist á gömlum merg
því fyrsta sýningin var haldin í Laug-
ardalshöllinni árið 1984. Að umfangi
hefur sýningin rúmlega tvöfaldast síð-
an þá. Frá árinu 1999 hefur hún verið
haldin í Kópavogi.
Það er breska fyrirtækið Merca-
tor Media sem á sýninguna og er það
fjórði breski aðilinn sem skipuleggur
þessa sýningu. Mercator sérhæfir sig í
tímaritaútgáfu og sýningum henni
tengdum, fyrst og fremst á sviði vinnu
og veiða í sjó og vötnum.
Aðstæður haustið 2008 þegar
sýningin var síðast haldin voru um
margt sérstakar, en hrunið var þá að
byrja og blikur á lofti. Eigi að síður
gekk sýningin vel og tæplega 500 fyr-
irtæki frá 33 löndum sýndu í Kópavog-
inum. Alls mættu 12.429 gestir frá 50
löndum á sýninguna.
Mikill áhugi heima og erlendis
Bjarni Þór Jónsson hefur lengi
komið að undirbúningi sjávarútvegs-
sýningarinnar og verið tengiliður fyrir
breska fyrirtækið hér á landi. Hann
segir undirbúning ganga vel og mikill
áhugi sé á sýningunni bæði hér heima
og erlendis. Hann segist reikna með að
þátttaka verði svipuð og síðast. Spurð-
ur hvort óvissa í sjávarútvegi hérlendis
og erfiðleikar fyrirtækja víða um heim
hafi ekki áhrif á sýninguna segir hann
að svo virðist ekki ætla að verða.
„Fyrirtæki eru að jafna sig eftir
hrunið og við erum með álíka marga
sýnendur og fyrir þremur árum,“ segir
Bjarni. „Sýningin verður bæði í Fíf-
unni og Smáranum og básarnir í Fíf-
unni eru nánast uppseldir. Sum fyr-
irtæki sem voru með okkur síðast eru
ekki til lengur og önnur hafa verið
sameinuð, þannig að hópurinn hefur
eitthvað breyst. Hins vegar hafa ný
fyrirtæki líka komið fram á sjón-
arsviðið. Varðandi íslenska þátttak-
endur þá er það svo, þrátt fyrir allt,
að það er mikið líf í kringum sjávar-
útveg á Íslandi. Þó svo að menn hafi
haldið aftur af sér í stórum fjárfest-
ingum þurfa þeir samt að halda við
þeim búnaði sem þeir eru með.“
Þjálfað og reynt fólk
Leiga á minnstu básunum kost-
ar um 300 þúsund krónur og svo
hækkar verðið eftir því sem básarnir
stækka. Auk básanna þarf að koma
sýningunni upp og greiða starfsfólki
laun og veitingar sem oft eru á boð-
stólum. Kostnaður sýnenda er því
verulega hærri en básaleigan ein og
sér. Í tengslum við sýninguna falla til
mörg störf verktaka og þjónustuaðila.
Nefna má sýningakerfi, raf- og pípu-
lagnir, síma, tölvuþjónustu, öryggis-
gæslu, dyra- og bílastæðagæslu,
ræstingu og þrif. Auk þessa kallar
sýningin á umsvif í ferðaþjónustu
innanlands og utan; bókanir,
flug, hótel og bílaleigu svo dæmi
séu nefnd.
„Þetta er mikið til sami
hópurinn sýningu eftir sýningu
og því þjálfað og reynt fólk,“
segir Bjarni Þór.
Stór útvegssýning
með sterka hefð
Morgunblaðið/Kristinn
Skotið Þáverandi sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, skaut úr fall-
byssu við opnun sjávarútvegssýningarinnar í Kópavogi fyrir þremur árum.
Sýningin er fyrst og fremst fag-
sýning fyrir fólk í sjávarútvegi,
en allir eru þó velkomnir. Bjarni
Þór rifjar upp að íbúar í heilu
sjávarþorpunum hafi oft lagt
land undir fót til að fara á sýn-
inguna. Grímseyingar hafi verið
sérstaklega iðnir við þennan
kola og oft verið fámennt í
eynni.
Garðar Ólason, útgerðar-
maður í Gímsey, segir að ein-
hverjir Grímseyingar muni ef-
laust fara á sýninguna eins og
venjulega, þó svo að hann viti
ekki til þess að stór
hópferð hafi verið
skipulögð. „Við
höfum oft farið á
þessar sýningar og
haft gaman af,“
segir Garðar.
„Það er margt
að skoða ef
maður vill
fylgjast með
og ekki sakar
að kíkja aðeins
á bakvið.“
Sakar ekki að
kíkja bakvið
EINKUM FAGSÝNING
Bjarni Þór Jónsson