Morgunblaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011
Líklega velta fæstir
því fyrir sér þegar
rætt er um mannrétt-
indi í daglegu tali
hvaðan hugmyndir um
þau koma. Mannrétt-
indahugtakið, í þeirri
mynd sem við þekkj-
um það, kom til sög-
unnar síðla á 18. öld í
tengslum við frels-
isstríð og byltingar í
Norður-Ameríku og
Frakklandi. Hugmyndir um mann-
réttindi á þeim tíma byggðust að-
allega á kenningum heimspeking-
anna Johns Lockes og Jean-Jacques
Rousseaus sem tengdust hugmynd
franska félagsheimspekingsins
Montesquieu um aðgreiningu
grunneininga ríkisvaldsins. Á þess-
um grunni varð til kenningakerfi
sem kallað hefur verið stjórn-
arskrárfesta (e. constitutionalism)
sem fól í sér þá meginhugsun að
stjórnskipun ríkisins grundvallaðist
á ritaðri stjórnarskrá sem kvæði á
um aðgreiningu valdastofnana og
grunnréttindi borgaranna.
Það þarf hvorki viðamikla né ít-
arlega rannsókn til að sjá að hug-
myndir um mannréttindi á þessum
tíma gengu út frá sérstöku eðli eða
náttúru mannsins. Svo lengi sem al-
mennt samkomulag ríkti um guðlegt
upphaf mannsins þurfti ekki að
rekja forsendur og lögmæti mann-
réttinda frekar. Töluverður tími átti
þó eftir að líða þar til stjórnarskrár-
bundin mannréttindaákvæði, sem
bundu handhafa löggjafarvalds,
töldust gildandi réttur fyrir dóm-
stólum. Þrátt fyrir útbreiðslu hug-
myndarinnar um stjórnarskrárfestu
á nítjándu öld og fram
eftir þeirri tuttugustu
fjaraði víða undan vægi
hennar í stjórn-
arháttum ríkja. Öfga-
hugmyndir í stjórn-
málum náðu fótfestu
víða um heim þannig að
við lok seinni heims-
styrjaldarinnar var
ljóst að mannkynið
þyrfti á nýjum skilningi
eða endurnýjuðu sam-
komulagi um stöðu
mannsins í veröldinni
að halda.
Í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna,
frá árinu 1945, segir (gr. 1, 3):
„Markmið hinna sameinuðu þjóða er
að koma á alþjóðasamvinnu um
lausn alþjóðavandamála, efnahags-
legs, félagslegs, menningarlegs og
mannúðarlegs eðlis, og að styrkja og
stuðla að virðingu fyrir mannrétt-
indum og grundvallarfrelsisrétt-
indum allra án tillits til kynþáttar,
kyns, tungu eða trúarbragða,“ Þess-
um sjónarmiðum til frekari staðfest-
ingar samþykktu aðildarríki Sam-
einuðu þjóðanna
mannréttindayfirlýsingu (10. des.
1948) en í inngangi hennar er ítrek-
uð trú þeirra sem aðild áttu að mál-
um á „grundvallarmannréttindi,
göfgi og gildi mannsins“ og við-
urkenning á að „allir séu jafnbornir
til virðingar og óafsalanlegra rétt-
inda [sem sé] undirstaða frelsis,
réttlætis og friðar í heiminum“.
Hugmyndin um óvefengjanleg, al-
gild, óframseljanleg og ódeilanleg
réttindi mannsins fengu þar með al-
þjóðlega viðurkenningu sem enn er
talinn grundvöllur starfs Sameinuðu
þjóðanna og lögmætisgrundvöllur
samtakanna. Spurningin sem eftir
stendur er þó, hvað sem öllum samn-
ingum líður, hvort þessi hugmynd
um sérstöðu mannsins standist nán-
ari skoðun. Hver getur verið grund-
völlur réttinda sem manninum ber
af þeirri ástæðu einni saman að
hann er maður ef ekki uppruni og
tengsl við eitthvað æðra honum
sjálfum?
Þeir sem stóðu að samningu
stjórnarskrár eða grundvallarlaga
(das Grundgesetz) Sambandslýð-
veldisins Þýskalands (Vestur-
Þýskaland) lögðu grunninn að end-
urreisn hugmyndarinnar um stjórn-
arskrárfestu og höfðu mannrétt-
indakaflann fremstan í stað þess
sem tíðkast hafði fram til þessa að
hafa mannréttindin á eftir köflunum
um stjórnskipun og stofnanir rík-
isvaldsins. Til að þessi hugmynd
héngi ekki í lausu lofti létu höfundar
stjórnarskrárinnar hana byrja á full-
yrðingu um að „Virðing mannsins
[sé] ósnertanleg.“ Og að „Ríkisvald-
inu ber[i] skylda til að virða hana og
vernda.“ (gr. 1, 1) og í framhaldinu
segir að „Þýska þjóðin viðurkenni[]
þess vegna að friðhelg og óframselj-
anleg mannréttindi séu grundvöllur
alls mannlegs samfélags, friðar og
réttlætis í heiminum.“ (gr. 1, 2)
Í inngangi að stjórnarskrá Þýska-
lands segir að „Í vitund um ábyrgð
sína gagnvart Guði og mönnum, með
það markmið í huga að þjóna heims-
friðnum sem einn jafnrétthárra aðila
í sameinaðri Evrópu, hefur þýska
þjóðin sett sér þessi Grundvallarlög
í krafti valds síns til að setja sér
stjórnlög.“ Þegar þessi forsenda
Grundvallarlaganna (GG) er virt, er
framangreind uppbygging þýsku
stjórnarskrárinnar rökrétt. Það
hefði því mátt ætla að höfundar til-
lögu að nýrri stjórnarskrá lýðveld-
isins Íslands tækju sér þessa hugsun
og rökfestu til fyrirmyndar í sinni
vinnu. Því miður er sú ekki raunin
og ákvæðið um „mannlega reisn“ er
haft í grein átta í öðrum kafla tillög-
unnar. Af meðfylgjandi skýringum
með ákvæðinu er ekki hægt að sjá
að hugmyndinni um reisn eða virð-
ingu mannsins hafi verið sérstakur
gaumur gefinn. Staða mannréttinda
í stjórnarskránni kann því að verða
veikari en ella hefði verið.
Stjórnarskrá er til þess ætluð að
verja borgarana fyrir ofbeldi og of-
ríki á grundvelli mannréttinda. Ef
texti hennar og skýringar bera það
ekki með sér hver sé grundvöllur og
uppruni þessara réttinda getur orðið
lítil vörn í áferðarfallegum ákvæðum
þegar í harðbakkann slær. Væntan-
lega á eftir að verða mikil umræða
um tillögu stjórnlagaráðs á næstu
vikum og mánuðum.
Mikilvægt er að grunnhugtök,
stjórnspekilegar forsendur og meg-
inreglur fái sinn skerf í þeirri um-
fjöllun þannig að öllum megi vera
ljóst á hvaða grunni íslenskur
stjórnarskrárgjafi telur mannrétt-
indi reist.
Hvaðan koma mannréttindi?
Eftir Ágúst Þór
Árnason
Ágúst Þór
Árnason
»Er nægilega gætt að
grundvelli mann-
réttindahugmynd-
arinnar í tillögu stjórn-
lagaráðs að nýrri
stjórnarskrá?
Höfundur er brautarstjóri við
lagadeild Háskólans á Akureyri.
OPIÐ HÚS
Lautasmári 22 Kópavogi
Mjög góð 113 fm fjögurra herbergja íbúð
Nýleg, stílhrein og sérlega falleg fjögurra herbergja 113 fm íbúð á
þriðju og efstu hæð í litlu fjölbýli á þessum eftirsótta stað.
Opið hús verður í dag miðvikudag 7. september milli kl 17:30 og 18:00.
Berglind og Sigurður GSM 899-8276
taka þá vel á móti gestum og sýna þeim íbúðina.
LAUS
STRAX