Morgunblaðið - 07.09.2011, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011
✝ Knútur Berg-sveinsson
fæddist á Fróðá á
Snæfellsnesi 13.
júlí 1925. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 30. ágúst
2011.
Foreldrar Knúts
voru Magdalena
Ásgeirsdóttir hús-
móðir, f. 13. nóv-
ember 1903, d. 14.
október 1992, og Bergsveinn
Haraldsson, kennari, f. 7. sept-
ember 1895, d. 6. október 1945.
Systkini Knúts eru: Auður
Ólína, f. 1927, d. 1928, Auðunn,
f. 1929, Ragnhildur Guðrún, f.
1931, Hreinn, f. 1934, Auður Jó-
hanna, f. 1936 og Bergljót, f.
1942.
Knútur ólst upp á Fróðá
fram til fimm ára aldurs og
fluttist þá með foreldrum sínum
til Ólafsvíkur og bjuggu þau í
Bjarnahúsi til haustsins 1945 er
faðir Knúts andaðist. Móðir
hans flytur sumarið eftir ásamt
börnum sínum sex, þá á aldr-
Knútur kvæntist hinn 20. júlí
1963 Dýrólínu (Lóu) Eiríks-
dóttur, frá Vatnshlíð í Húna-
vatnssýslu, f. 13. nóvember
1932. Foreldrar hennar voru
Kristín Vermundsdóttir f. 1898,
d. 1973 og Eiríkur Sig-
urgeirsson, f. 1891, d. 1974,
sem lengst af voru bændur í
Vatnshlíð í Húnavatnssýslu.
Knútur og Lóa eignuðust
þrjú börn sem eru Logi, f. 1952,
maki Ásta Kristjánsdóttir, f.
1954, búsett í Kópavogi, Auð-
björg Halla Knútsdóttir, f.
1956, maki Sæmundur Kr. Þor-
valdsson, f. 1956, búsett í Dýra-
firði og Auður Lena Knúts-
dóttir, f. 1965, maki Rúnar
Emilsson, f. 1962, búsett í
Þýskalandi. Barnabörn og
barnabarnabörn þeirra hjóna
eru orðin átján.
Fyrstu búskaparárin bjuggu
Knútur og Lóa í Fossvoginum
þar til þau fluttu í hús móður
Knúts á Borgarholtsbraut 35. Á
lóð hennar byggðu þau hús sem
nú stendur við Melgerðið er
þau fluttu í árið 1955 og bjuggu
þar fram til október 2008 þegar
þau færðu sig um set yfir í
Sunnuhlíð að Kópavogsbraut
1a.
Útför Knúts fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 7. sept-
ember 2011, kl. 13.00.
inum 4ra til 21 árs
í Kópavoginn að
Borgaholtsbraut
35.
Knútur var í
skóla í Reykholti
veturinn 1943-1944
og á Laugarvatni
veturinn 1944-
1945. Hugurinn
stefndi á meira
nám sem ekki gekk
eftir. Knútur byrj-
aði ungur að vinna í vegagerð á
sumrin og síðar á vertíðum og
við hafnargerðir. Fram til árs-
ins 1949 var hann í ýmiss konar
íhlaupavinnu þar til hann hóf
störf hjá Ölgerð Egils Skalla-
grímssonar og starfaði hann
þar uns hann byrjaði að vinna á
trésmíðaverkstæði Sigurðar
Elíassonar. Við trésmíðastörfin
starfaði hann fram til ársins
1990 en þar á eftir sem leið-
beinandi í Bergiðjunni í tvö ár.
Frá árinu 1992 var hann hús-
vörður á Heilsugæslustöðinni í
Kópavogi sem hann sinnti í þrjú
ár, þá orðinn sjötugur.
Elsku pabbi, við sendum þér
okkar hinstu kveðju með þessu
ljóði.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi
pabbi minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og
góðleg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara
það ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkar minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú
á braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig
sem förunaut.
Og ferðirnar sem fórum við um landið
út og inn
er fjársóðurinn okkar pabbi minn.
(Denver/Guðrún Sigurbjörnsdóttir.)
Hvíl þú í ljósi og friði, elsku
pabbi.
Logi, Auðbjörg Halla og
Auður Lena.
Kærleiksríkur tengdafaðir
minn.
Söknuður
himinninn grætur
húsið kjökrar
hvar ertu – hvert fórstu
niðdimm nótt nætur og daga
nú þegar þú ert
… ekki.
(Hugskot, höf.ók.)
Elsku Knútur, takk fyrir alla
þína ást og umhyggju, alltaf.
Þín tengdadóttir
Ásta.
Elsku afi minn.
Frá því að ég fæddist fyrir
rúmum 20 árum hefur þú verið
stór partur í lífi mínu og það er
virkilega skrítið að hugsa til
þess að núna sé samvistum okk-
ar í þessu lífi lokið. Þú tókst allt-
af á móti mér með svo mikilli ást
og virðingu, rétt eins og öllum
öðrum sem voru þér kærir.
Þú hafðir mjög sterka rétt-
lætiskennd og vildir öllum svo
vel. Þú fordæmdir allt misréttið,
peningagræðgina og þá mann-
vonsku sem er svo oft ríkjandi í
heiminum okkar. Í samtölum
okkar um líf eftir dauðann þá
varstu fullviss um að í þessu lífi
værum við einungis í „tossa-
bekk“ og eftir að við útskrifumst
héðan biði okkar annað tækifæri
þar sem við fengjum að halda
áfram að læra og þroskast þar
sem kærleikur og virðingin fyrir
hvert öðru færi vaxandi. Ég er
svo hjartanlega sammála þér og
ég er svo þakklát fyrir að hafa
átt þetta samtal við þig.
Ég á eftir að sakna þess mikið
að sjá þig blanda hollustumaukið
þitt í hádeginu sem var svo virki-
lega ógirnilegt en líka svo mein-
hollt. Að hafa þig hjá mér á jól-
unum, sitjandi í leðurstólnum
með spenntar greipar, snúa
þumalfingrunum í hringi og
hlusta á jólakveðjurnar á Þor-
láksmessu. Að fá þéttingsfast
afaknús í hvert skipti sem ég
hitti þig eða kvaddi. Það eru svo
óteljandi margar góðar og
skemmtilegar minningar sem að
ég á um þig. Þú varst glettinn og
fyndinn en jafnframt líka yfir-
vegaður, hugsandi og kærleiks-
ríkur.
Ég sakna þín mikið en er fyrst
og fremst er ég þakklát fyrir að
hafa kynnst þér og gleðst yfir
því að Blómarósin okkar sé búin
að fá þig til sín. Ég veit að hún
hefur tekið vel á móti þér rétt
eins og allir aðrir ástvinir sem
þú hittir á ný.
Kærar þakkir fyrir að hafa
fengið að vera barnabarnið þitt.
Góða ferð, við sjáumst.
Þín,
Salvör Sæmundsdóttir.
Elsku afi minn er dáinn.
Ég er ekki enn farin að trúa
því að hann sé farinn frá mér og
taki ekki glaðhlakkalegur á móti
mér næst þegar ég kem suður og
kíki í heimsókn í Sunnuhlíðina.
Það eru svo mikil forréttindi
að hafa fengið að kynnast afa
mínum, þessum manni sem átti
svo endalausa ást að gefa. Í
hvert sinn sem ég birtist í heim-
sókn ljómuðu glettin augu hans
og andlitið lýstist upp í brosi
þegar hann knúsaði mig fast og
kyssti og sagði svo alltaf „er
þetta Hálandadrottningin?“
Já, mér leið alltaf eins og
drottningu þegar ég leit í þessi
fallegu augu, enda ekki annað
hægt, af slíkri ást horfði hann á
mig og reyndar okkur öll, enda
elskaði hann fátt heitar en fjöl-
skylduna sína og blessuð börnin
eins og hann sagði svo oft.
Elsku afi, mikið vildi ég óska
þess að ég hefði fengið að eiga
þó að ekki væri nema örlítið
meiri tíma með þér, við áttum
eftir að ræða svo margt og gera.
Núna ertu búinn að finna
Blómarósina okkar aftur og ég
veit að þá líður þér vel.
Ég kveð þig með sárum sökn-
uði í hjarta. Þú áttir engan þinn
líka og ég mun aldrei gleyma öll-
um þeim óteljandi dýrmætu
stundum sem við áttum saman.
Takk fyrir allt, elsku afi minn.
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá
Rita vil ég niður hvað hann var mér
kær
afi minn góði sem guð nú fær
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo
margt
og því miður get ég ekki nefnt það allt
Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum
saman
Hann var svo góður, hann var svo klár
æ, hvað þessi söknuður er svo sár
En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst
að ég sakna hans svo mikið, ég sakna
hans svo sárt
hann var mér góður afi, það er klárt
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann
í himnaríki fer hann nú
þar verður hann glaður, það er mín trú
Því þar getur hann vakið yfir okkur
dag og nótt
svo við getum sofið vært og rótt
hann mun ávallt okkur vernda
vináttu og hlýju mun hann okkur
senda
Elsku afi, guð mun þig geyma
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth.)
Ástarkveðja þín,
Lena Dóra.
Elsku afi minn.
Veikindin þín bar heldur bet-
ur snöggt að og tóku stuttan
tíma. Þrátt fyrir öll árin sem ég
fékk að vera með þér var ég ekki
tilbúin að sleppa hendinni af þér.
Það sem mér er minnisstæðast,
mun aldrei gleyma og sakna
mest, voru kossarnir og knúsin
frá þér í hvert skipti sem við
hittumst. Einlæg ást þín til okk-
ar allra var svo greinileg.
Þér varð tíðrætt um heilsu
okkar allra. Þú minntir okkur
stöðugt á hversu mikilvæg hún
væri. Ósjaldan ræddir þú um æf-
ingar mínar í Gerplu og síðar
barnanna minna. Enda var mik-
ilvægi mataræðis og hreyfingar
þér alltaf ofarlega í huga. Alltaf
lagðir þú áherslu á að allir
þyrftu að taka lýsi. Afi, auðvitað
tökum við lýsi, bara ekki alveg á
hverjum degi eins og þú vilt að
við gerum, en ég lofa þér því, við
erum að reyna að bæta okkur.
Ég mun einnig minnast þín
fyrir það hversu vel þú varst að
þér í málefnum líðandi stundar.
Þegar við hittumst var alltaf
gaman að ræða málin við þig.
Mér þótti líka einstaklega vænt
um hvað þú hafðir strax frá upp-
hafi gaman af því að rökræða
málin við Jón en þið sátuð oft af-
síðis og skiptust á skoðunum um
allt milli himins og jarðar. Það
var svo greinilegt að þið höfðuð
báðir mjög gaman af.
En elsku afi, núna ertu kom-
inn til Lóu okkar og veit ég að
hún tekur vel á móti þér.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Elsku afi, takk fyrir allar
samverustundirnar. Guð veri
með þér.
Risastórt knús til þín frá mér.
Linda Björk Logadóttir.
Elsku langafi okkar
Þau dásamlegu ár sem við
fengum að kynnast þér eru
ómetanleg. Þú varst svo góð-
hjartaður og kærleiksríkur. All-
ar þær stundir sem við systkinin
áttum með þér voru yndislegar.
Þú varst alltaf svo kátur og glað-
ur þegar þú sást okkur systk-
inin. Við getum ekki verið þakk-
látari fyrir allan þennan tíma
sem þú varst hjá okkur. Takk
fyrir allar góðu stundirnar,
langafi, megi guð geyma þig.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson.)
Kveðja,
Elsa, Laufey, María,
Andri og Logi.
Knútur bróðir minn er lagður
af stað til framhaldslífs með ei-
lífðarverunni.
Hann var 9 árum stærri en ég
og því kom í hans hlut að gæta
litla bróður og bera á háhesti í
leikjum félaga hans og jafn-
aldra. Hann var góður fákur,
kátur og liðugur og alltaf í góðu
skapi og söng af hjartans lyst
með byrði sína.
Leiklist framdi hann ungur á
fjölum litla samkomuhússins í
Ólafsvík og það átti nú við pilt.
Þannig liðu æskuár okkar í
áhyggjuleysi og yndisleik sínum,
en allt gott hefur endi og alvara
lífsins kvaddi dyra við fráfall
föður okkar, sem kvaddi stóra
barnahópinn sinn alltof fljótt.
Móðir okkar, stórhuga kona,
ákvað að framtíð okkar yrði bet-
ur tryggð til mennta og afkomu í
borginni og flutti með börn sín á
vit framtíðar. Örlagadísir réðu
búsetu í Kópavogi, þar sem móð-
ir okkar festi kaup á nýbyggðu
litlu húsi. Síðar lá leið okkar til
búsetu í Reykjavík og víðar, en
Kópavogur varð framtíðarbær
okkar bræðra allra.
Knútur teiknaði og smíðaði
húsgögn sem báru vitni þeim
högu höndum sem honum voru
gefnar og byggði með höndum
tveim húsið sitt í Melgerði.
Knútur bar með sér ferskan blæ,
gleði vináttu og heiðarleika og
laðaði að sér allar gerðir fólks til
leiks og starfa og batt tryggða-
böndum.
Kórstarfið í Skagfirsku söng-
sveitinni var honum dýrmætt og
gefandi, þar var hann í essinu
sínu og upplifði dýrlega daga í
söng og ferðalögum. Fjölskyldu-
maður var hann góður, elskaður
gleðigjafi, faðir og afi sem hafði
mikið að gefa.
Fjölskylda mín kveður góðan
dreng eftir langa og góða sam-
leið og biður Knúti blessunar á
eilífðarvegum. Lóu og börnum
þeirra og fjölskyldum vottum við
samúð okkar og biðjum huggun-
ar.
Hreinn Bergsveinsson.
Smá kveðja til frænda sem
alltaf var til.
Á hverjum degi heimurinn á fætur
alltaf fer
hversdagslegur vaninn lætur ekki
hæða að sér.
Vanabundin hringrás lífsins veitir okk-
ur skjól
venjan okkar öryggi er förum við á ról.
Lífsklukkan í brjóstum okkar tifar
hægt og hljótt
við vitum það að eftir bjartan daginn
kemur nótt.
Enginn væri regnboginn ef ekkert félli
regn
engin litafegurð brytist sólin ekki í
gegn
Þannig er víst tilveran og þannig
þrífumst við
þekkjum okkar takmörk vel og lífsins
mörgu svið
sorg og gleði systurnar sem fylgjast
alltaf að
órjúfanleg heild sem hvorki spyr um
stund né stað.
Svo berst sú frétt að góður frændi
fallið hafi frá
um stund þá staðnar tilveran og verð-
ur dimm og grá
því einmitt þessi frændi sem að
kvaddi um óttubil
í þessu lífi hefur bara alltaf verið til.
Sálin verður auð og tóm og tíminn
staldrar við
stundin myrka þykk og þung en svo
fer allt á skrið
Tárin streyma niður kinn og kökkurinn
er sár
með eftirsjá í huga þakka öll hin góðu
ár.
Minningarnar sækja á og margt um
hugann fer
myndir streyma hratt í gegnum
höfuðið á mér
Tregablandnar tilfinningar togast á
um stund
tárvot augun myndrænt skoða marg-
an gleðifund.
Nú aldan brotnar hæg og hljóð við
strönd í Ólafsvík
jökullinn til himins rís, sú fegurð engu
lík
um nesið hljóðlátt hvíslar golan
fréttina um það
að hann sé kominn aftur heim á
æskudraumastað.
(Bergljót Hreinsdóttir.)
Takk elsku frændi fyrir allt
sem þú kenndir mér um lífið og
tilveruna með gleði þinni og góð-
mennsku. Takk fyrir hlýjuna
þína og brosið sem alltaf mætti
mér, hvar sem ég hitti þig. Takk
fyrir ótalmörg innileg faðmlög
og elskulegheit. Takk fyrir öll
uppörvandi hrósin þín og hvatn-
ingarorðin sem ég veit að komu
beint frá hjartanu þínu. Takk
fyrir fallegu símtölin þín, það
var alltaf gaman að fá þau, þú
mátt vita að þau voru mér mikils
virði.
Takk fyrir að hafa alltaf trú á
mér, skellibjöllunni og hlátur-
púkanum sem fór ekki alltaf
hljóðlega um húsið þitt í Mel-
gerðinu.
Takk fyrir að hafa verið til,
elsku frændi.
Óska þér góðrar feðrar og
notalegrar heimkomu, veit að
þar verður tekið vel á móti þér.
Elsku Lóu minni og fjöl-
skyldu votta ég samúð mína alla.
Kær kveðja.
Bergljót Hreinsdóttir.
Í dag þegar við kveðjum okk-
ar góða vin og félaga Knút Berg-
sveinsson koma fram margar
ljúfar minningar. Við undirrituð
kynntumst þeim góðu hjónum
Knúti og Lóu í starfi og söng
með Skagfirsku söngsveitinni
fyrir mörgum árum en söngur
og tónlist var mikill gleðigjafi
hjónanna og eigum við skemmti-
legar minningar frá söngferð-
um, bæði innanlands og utan.
Knútur hafði fallega tenórrödd
sem hann beitti af mýkt og
smekkvísi.
Úr þessum félagsskap mynd-
aðist síðan 10 manna ferðahópur
sem farið hefur árlega í viku-
ferðir innanlands og var þá gott
að hafa Knút þar fremstan í
flokki því hann var fagurkeri og
hafði næmt auga fyrir því fagra
sem náttúran og landið hefur
upp á að bjóða. Síðasta ferð
hópsins okkar var farin í Fljóts-
hlíðina í sumar. Þar áttum við
yndislega daga og Hlíðin skart-
aði sínu fegursta. Knútur lék á
als oddi og við héldum upptekn-
um hætti að ferðast, grilla og
syngja saman. Þessa ferð verður
gott að eiga í minningunni.
Elsku Lóa og fjölskylda, við
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Minningin um
Knút mun lifa í hjörtum okkar.
Svana, Ásgeir, Stella,
Þórður, Ninna og Þorkell.
Knútur
Bergsveinsson
Svo margs er að
minnast þegar við lítum yfir
farinn veg í lífinu. Með þakk-
læti í huga kveðjum við þig
„Heiðmerkurhöfðingi“. Ófáar
voru stundirnar sem við áttum
með þér, Jónu og börnunum
ykkar þremur á Stöðvarfirði. Í
huga okkar allra eru samveru-
stundir fjölskyldna okkar, ár-
lega á jóladag, nokkuð sem
enginn vildi missa af. Þá var
ætíð glatt á hjalla, mikið
Kjartan
Guðjónsson
✝ Kjartan Guð-jónsson fæddist
á Stöðvarfirði 22.
maí 1931. Hann lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Eir í Reykja-
vík 19. ágúst 2011.
Kjartan var jarð-
sunginn frá Stöðv-
arfjarðarkirkju 27.
ágúst 2011.
skrafað saman,
tekið í spil og
veitingar af bestu
gerð. Myndasýn-
ing þín, bæði úr
náttúrunni og eins
af krökkunum, sló
ætíð í gegn og
varð ein af jóla-
hefðunum. Þrátt
fyrir að krakkarn-
ir yxu úr grasi og
flygju úr hreiðri
eitt af öðru vissu allir að
strengurinn var sterkur og að
fjölskyldutengslin myndu
ávallt vera til staðar. Við mun-
um öll minnast þín með þakk-
læti í huga fyrir allar dýr-
mætu samverustundirnar og
sendum Jónu og krökkunum
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðmundur, Dóra
og börn.