Morgunblaðið - 07.09.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011
Í dag kveð ég
Möggu ömmu mína. Með henni
hverfur mikil vitneskja um alla
skapaða hluti frá fyrri tímum og
ekki síst ættartengsl sem hún
var fróð um og þreyttist aldrei á
að segja frá. Amma var sérlega
hlý og góð manneskja. Í minn-
ingunni var ævinlega fullt hús
hjá ömmu Möggu og Eyva afa.
Þangað voru allir ávallt vel-
komnir og mikið líf og fjör. Þau
áttu marga góða vini og voru
ákaflega trygglynd.
Þegar ég var lítil stelpa
bjuggu þau á Löngubrekku í
Kópavogi en seinna fluttu þau á
Arnarnesið. Amma var mikill
fagurkeri, sem sást vel á heimili
hennar og yndislegum garðinum
sem henni þótti svo vænt um. Í
mínum huga er eins og það hafi
alltaf verið sól í kringum ömmu.
Margrét
Gestsdóttir
✝ Margrét Gests-dóttir fæddist á
Ólafsfirði 15. júní
1929. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 19.
ágúst 2011.
Útför Margrétar
fór fram frá Digra-
neskirkju í Kópa-
vogi 26. ágúst 2011.
Nú er hún horfin til
annarra heima þar
sem englarnir vaka
yfir henni og henni
líður vel.
Legg ég nú
bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í
þína hönd,
síðast þegar ég
sofna fer
sitji Guðs engl-
ar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Farðu í friði elsku amma mín.
Þín
Fjóla Valdís.
Hér sit ég í íbúðinni minni við
eldhúsborð ömmu og afa sem
rataði til mín eftir að þau fluttu
úr Hegranesinu. Það er ekki
annað hægt en að brosa út í
annað þegar maður minnist
margra góðra stunda við þetta
borð. Útvarpsfréttirnar á fullu,
amma og afi að aðstoða hvort
annað við að segja sömu söguna
og það er glatt á hjalla. Amma
talar með mjúkum norðlenskum
hreim og mér finnst alltaf svo
gaman að heyra hana segja
mjólk. Amma mín. Ég mun svo
sannarlega sakna hennar. Hún
var svo reffileg og skemmtileg
kona og þó hún hafi verið orðin
öldruð og hrum undir það síð-
asta var hún alltaf sjálfri sér lík.
Fleiri minningar koma fram í
hugann, ég dreg þær fram eins
og amma dró fram kræsingar úr
búrinu góða. Flestar tengjast
þær Hegranesinu. Það er ein-
kennilegt hvað maður getur tek-
ið miklu ástfóstri við hús eða
heimili. Mig dreymir oft húsið
og finnst undarlegt að annað
fólk búi þar í dag. Það var
spennandi að fá að vera þar sem
barn, leika sér inni eða úti í
stóra fallega garðinum og ekki
var það verra ef frændsystkinin
voru þar líka. Amma bauð upp á
brenni, ís eða súkkulaði og
stundum fengum við að gista.
Jólaboðin á jóladegi eru líka
ógleymanleg. Þá komum við öll
saman og amma reiddi fram
hangikjöt með öllu tilheyrandi
og seinna um daginn var dekkað
upp dýrindis kökuborð. Sjón-
varpið í gangi, eldur í arninum,
sumir að spila, aðrir að lesa jóla-
kortin úr stóru kristalsskálinni,
bræður mínir í eins fötum, Atli
frændi, afmælisbarn dagsins, að
lesa bók, afi að taka myndir á
undarlegum augnablikum,
amma glæsileg í fallegum fötum
og ég spígsporandi hamingju-
söm á milli lakkrísskála. Já, það
var gott að vera barn heima hjá
ömmu og afa.
Það var líka gott að koma í
heimsókn til ömmu eftir að ég
sleit barnsskónum og þá sér-
staklega með strákana mína,
Lúkas Pál og Elías Loga, bæði í
Hegranesið og svo í Sunnuhlíð.
Hún hrósaði þeim alltaf svo mik-
ið, sagði að þeir væru bjartir og
fallegir og henni var annt um
okkar hagi. Ég reyndi helst að
koma vel fyrir „Leiðarljós“ svo
maður gæti spjallað aðeins áður
en sápan byrjaði en hafði líka
gaman af því að horfa stundum
með henni og heyra hana gera
grín að þáttunum sem hún mátti
þó helst ekki missa af. Það var
líka skemmtilegt að heyra ömmu
tala um gamla daga; Ólafsfjörð,
hvernig þau afi kynntust, hvern-
ig pabbi minn var sem strákur
og hvernig hagir fjölskyldunnar
voru. Hún kunni vel að segja
sögur og hafði gaman af. Ég
horfi á nýja eldhúsborðið mitt
og gamla borðið hennar ömmu.
Alls konar góðgæti stoppaði
stutt á þessu borði; brúnað hvít-
kál, sandkökur, kex, skyr með
rjóma, litlu smurðu brauðin og
fleira. Ég vona að það verði
áfram sagðar skemmtilegar sög-
ur við þetta borð og fólki megi
líða vel við það þó að matar-
framreiðslan sé ekki jafn stöðug
og áður var.
Ég er þakklát fyrir ömmu
mína, margar góðar stundir og
minningar sem ég mun varð-
veita með mér og mínum. Ég bið
góðan Guð að geyma elsku
ömmu og blessa okkur sem hana
þekktu. Takk fyrir allt og allt.
Björg Ragnheiður Pálsdóttir.
Mig langar að minnast góðs
félaga, Ragnars Kristinssonar.
Mér var brugðið þegar ég
frétti af fráfalli Ragnars langt
um aldur fram, enda við svo til
samtíða í aldri. Ragnari kynnt-
ist ég gegnum ferðamennsku á
breyttum jeppum upp úr 1980.
Ragnar var einn af aðalhvata-
mönnum þess að Ferðaklúbb-
urinn 4x4, sem nýlega var
stofnaður, fór út í skálabygg-
ingu á miðju hálendi landsins,
og ekki nóg með það, hann tók
að sér að verkstýra þeirri að-
gerð. Útsjónarsemin og vinnu-
gleðin varð til þess að fjöldi
manns mætti helgi eftir helgi
til þess að leggja hönd á plóg.
Vinnuskipulag var mikið og
Ragnar passaði að allir væru
Ragnar Heiðar
Kristinsson
✝ Ragnar HeiðarKristinsson
fæddist í Holti,
Grindavík 23. júlí
1956. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu á Álfta-
nesi 18. ágúst 2011.
Útför Ragnars
fór fram frá Vída-
línskirkju í Garða-
bæ 30. ágúst 2011.
með verkefni.
Framkvæmdir við
húsið gengu vel,
alltaf var passað
upp á að allt væri
til staðar, allir
hefðu verkefni og
að engum félli verk
úr hendi. Raggi lét
alla vinna, karla,
konur og börn.
Húsið þaut upp
undir hans stjórn
og á einu sumri náðist að gera
það fokhelt. Hann á stærsta
þáttinn í því að Setrið, fyrsta
hús Ferðaklúbbsins 4x4, varð
að veruleika.
Ragnar var mikill jeppamað-
ur og hafði gaman af ferðalög-
um. Í hópnum sem hann til-
heyrði þykja allar vélar litlar
nema þær séu „big block“ auk
þess sem þessi hópur var einna
fyrstur í að geta kallast trukka-
deild. Hlutirnir gengu út á að
hafa mikið afl en þyngdin var
aukaatriði. Ragnar lét sitt ekki
eftir liggja og smíðaði sér
nokkra kraftmikla ferðajeppa.
Einn af þeim var Jeep sem að-
eins var með 350 cub „small
block“-mótor. Til þess að geta
fallið inn í hópinn var sett for-
þjappa (blower) á mótorinn og
notaði Ragnar þennan bíl til
margra ára. Með þessu uppá-
tæki fékk hann viðurnefnið
Raggi blower (þess má geta að
bíllinn tilheyrir enn hópnum
hans og er með „big block“-
mótor).
Elsku Dadý, guð gefi þér
styrk til að takast á við sorgina
og veiti þér styrk til að takast á
við komandi framtíð.
Friðrik S. Halldórsson
og Bergljót Friðriksdóttir.
Það er stórt skarð höggvið í
vinahópinn. Raggi var fyrir það
fyrsta engin smásmíði en þar
að auki var krafturinn,
ákveðnin og framkvæmdasemi
Ragga í öllu því sem að okkur
sneri alveg bráðnauðsynlegur
hluti þess að öll okkar ævintýri
yrðu að veruleika. Það er snúið
að velja í litla minningargrein
einhverja þætti úr 30-40 ára
vinskap þar sem Raggi spilaði
stórt hlutverk í flestu því eft-
irminnilegasta sem á daga okk-
ar dreif.
Allar vetrar-jeppaferðirnar
um hálendið, snjósleðaferðirn-
ar, bjargferðirnar á Langanes
og sumarferðir, þetta var okkar
helsta skemmtun og uppákom-
urnar endalausar og mikil kát-
ína. Bara við að láta hugann
reika yfir þennan tíma okkar
saman þá tárast maður af eft-
irsjá við að átta sig á hve mikill
partur af lífi okkar Raggi er
búinn að vera öll þessi ár.
Raggi var eindæma þraut-
seigur maður. Hann var fag-
maður og smíðaði sér og Dadý
nokkur hús, Setrið fyrir Jeppa-
klúbbinn og lagði ómælda sjálf-
boðavinnu í allt sem hann kom
að. Flestir strákar láta sig
dreyma einhverntíma um að
eignast eða smíða góðan jeppa,
Raggi smíðaði ofur-blazer, of-
ur-willis og ofurschout. Þegar
hann blandaði sér í torfæruna
leið ekki á löngu þar til hann
var orðinn allt í öllu þar líka,
stjórnaði, lagði brautir og
skipulagði með þeim árangri að
hans tími varð líklega blómleg-
asta skeið þeirrar íþróttar.
Það er ekki hægt að skrifa
um Ragga án þess að minnast á
hve nostursamur og skipulagð-
ur hann var. Það var hrein un-
un að sjá verkfærasettin og
verkfæraveggina hans, hvert
einasta á sínum stað merkt og
frágengið. Og varahlutakass-
arnir hans með öllum hundrað
hólfunum björguðu mörgum
jeppa-vandræðum þó að við
stríddum honum á því að hann
væri tonni of þungur fyrir
bragðið.
Fjölskyldu sinni var Raggi
sami leiðtoginn og vinahópnum
svo það er sama hvar niður er
borið, þessa drengs er og verð-
ur sárt saknað.
Elsku Dadý og fjölskyldu
Ragga vottum við okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Konráð, Unnar og
fjölskyldur.
Elsku Stella okk-
ar. Það er svo ótrúlegt að hugsa
til þess að þú sért farin, fjöruga
stelpan með rauða hárið og
stóru fallegu augun, að við mun-
um ekki hitta þig aftur og rifja
upp dagana þegar við vorum
þrjár saman á Ólafsfirði. Þetta
Stella Víðisdóttir
✝ Stella Víð-isdóttir fæddist
á Ísafirði 30. ágúst
1987. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 18. ágúst
2011.
Útför Stellu fór
fram frá Akureyr-
arkirkju 26. ágúst
2011.
var svo yndislegur
tími og við gátum
spjallað og hlegið
endalaust saman.
Þú hafðir alltaf svo
miklar væntingar
til lífsins og ætlaðir
að gera svo svaka-
lega margt og varst
með svo mikla æv-
intýraþrá og stóra
drauma. En þótt þú
hafir ekki fengið
mikinn tíma náðirðu að gera svo
margt. Við fórum í svo ólíkar
áttir og síðustu árin fórum við
tvær í fjölskyldulífið á meðan þú
skoðaðir heiminn en þrátt fyrir
að hafa ekki verið á sama stað í
lífinu náðum við alltaf að halda
sambandi. Þú eignaðist svo stór-
an vinahóp þegar þú fluttir til
Akureyrar en þú hafðir alltaf
tíma til að hitta okkur gömlu
vinkonurnar. Það var alltaf svo
gott að vita af því að þótt það
liði langt á milli hittinga hjá
okkur vorum við alltaf jafngóðar
vinkonur.
Elsku Stella, við munum
sakna þín óendanlega mikið en
verðum duglegar að minnast þín
og rifja upp þessa góðu og
skemmtilegu tíma sem við átt-
um saman.
Þínar vinkonur,
Elsa og Sigríður.
Elsku vinkona. Svo langt en
samt svo stutt síðan við sátum
við eldhúsborðið í Hjallalundin-
um. Meikið í þykkari kantinum,
heitur réttur í ofninum og rauð-
vínsglas á borðinu.
Við vorum til í allt. Áhyggj-
urnar voru helst dressið og
hverja við myndum hitta, til-
búnar í ævintýri næturinnar og
leitina að ástinni. Lítið grunaði
okkur að áhyggjur sem þessar
yrðu fyrr en varir ósköp létt-
vægar.
Þrátt fyrir að veikindin tækju
sinn toll af líkamanum voru
brosið, taktarnir og spegilsvip-
urinn alltaf eins, því kem ég
aldrei til með að gleyma.
Eins og Bjöggi Halldórs, ást-
maður okkar, söng fyrir okkur:
Þín fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymi meðan lífs ég er.
Takk fyrir allt, fyrir að vera
þú sjálf og að ég hafi fengið að
þekkja þig.
Þín
Bryndís Rán.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BJÖRN HAFSTEINN JÓHANNSSON
rekstrartæknifræðingur,
Stóragerði 42,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 31. ágúst.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
8. september kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast Björns er bent á MND-félagið og líknardeildina í
Kópavogi.
Þrúður Guðrún Sigurðardóttir,
Svana Helen Björnsdóttir, Sæmundur E. Þorsteinsson,
Brynja Dís Björnsdóttir, Örvar Aðalsteinsson,
Hildur Inga Björnsdóttir, Jóhann Kristjánsson,
Þórdís Björnsdóttir,
Björn Orri, Sigurður Finnbogi og Þorsteinn
Sæmundssynir,
Birkir, Drífa og Kári Örvarsbörn,
Æsa Jóhannsdóttir og Alda Ægisdóttir.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ELÍN BIRNA ÁRNADÓTTIR,
Hafravöllum 17,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
að kvöldi fimmtudagsins 1. september.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 13. september kl. 13.00.
Ómar Valgeirsson,
Valgeir Árni Ómarsson,
Aníta Ómarsdóttir, Örnólfur Elfar,
Bjarki Dagur Anítuson,
Ómar Örn Elfar,
Kristel Birna Elfar.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS BALDVINSSON
múrarameistari,
til heimilis á hjúkrunarheimilinu
Holtsbúð í Garðabæ,
áður Grænuhlíð 7,
lést í Holtsbúð sunnudaginn 4. september.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
13. september kl. 13.00.
Arndís Magnúsdóttir, Hafsteinn Filippusson,
Benjamín Grendal Magnússon,Guðbjörg Kristjánsdóttir,
Sæunn Grendal Magnúsdóttir, Grétar Sveinsson,
Baldvin Grendal Magnússon,
Sigrún Grendal Magnúsdóttir, Guðmundur Guðlaugsson,
Sigurður Grendal Magnússon, Sigríður Björk Bragadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR
frá Ísafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn
4. september.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 12. september kl. 15.00.
Gísli Guðbrandsson,
Ólafur Vignir Sigurðsson, Inga Fanney Jónasdóttir,
Guðmundur Hafsteinn Sigurðsson, Ásdís Tryggvadóttir,
Anna Filippía Sigurðardóttir,
Stefán Bjarni Gíslason, Ulrika Fransson,
María Sigríður Gísladóttir,
Guðbjörg Ólafía Gísladóttir, Gylfi Skarphéðinsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTJANA HALLDÓRSDÓTTIR
frá Ísafirði,
sem lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn
30. ágúst, verður jarðsungin frá Áskirkju
fimmtudaginn 8. september kl. 13.00.
Jóna Halldórsdóttir, Erlingur Runólfsson,
Ásgeir Halldórsson, Erla Jónsdóttir,
Gestur Halldórsson, Ingibjörg Ágústsdóttir,
Halldór Halldórsson, Guðmunda Jensdóttir,
Sturla Halldórsson, Bryndís Kjartansdóttir,
Ingibjörg Halldórsdóttir, Ólafur Petersen,
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn.