Morgunblaðið - 07.09.2011, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011
Margar minningar birtast í
hugum okkar þegar við hugsum
til Finns Dórs. Hann var svo
skemmtilegur, svo fallegur og
brosmildur, sannkallaður gleði-
gjafi. Við erum þeirrar gæfu að-
njótandi að eiga Finn Dór,
systkini hans og foreldra sem
nánustu fjölskyldu. Það reynir
svo sannarlega á að takast á við
áfall og sorg sem að okkur steðj-
ar við fráfall Finns.
En við eigum líka gleðina yfir
að eiga frábærar minningar um
ótalmargar samsverustundir allt
frá því Finnur fæddist. Við eig-
um minningar frá því að hafa
haldið á honum mánaðargöml-
um, fallegum og ljúfum. Minn-
ingar um brosmildan lítinn
pjakk sem ljómaði eins og sólin.
Minningar um strákinn sem
hafði svo mikla orku, var at-
hafnasamur og bóngóður. Minn-
ingar um unglinginn sem beið
eftir að geta tekið þátt í lífinu að
fullum krafti. Minningar um
unga fallega manninn sem kom
og tók utan um „töntu“ og sagði
frá áformum sínum og áhuga-
málum.
Það eru þung spor að fylgja
ungum manni sem framtíðin
blasti við. Framtíð á sviði leik-
listar, en það var sá starfsvett-
vangur sem Finnur hafði valið
sér, það val kom okkur sem
þekktum hann ekki á óvart.
Hann var þeirrar gerðar að vilja
kæta og gleðja samferðafólk sitt
og það gerði hann svo sannar-
lega.
Finnur hafði líka fundið fram-
tíð með unnustu sinni, Jessicu.
Hann var búin að sýna henni Ís-
land, fara með hana á uppá-
haldsstaðina sína. Það leyndi sér
ekki að hann var ástfanginn og
Finnur Dór
Þórðarson
✝ Finnur DórÞórðarson
fæddist í Lúx-
emborg 14. nóv-
ember 1979. Hann
lést af slysförum í
Lúxemborg 13.
ágúst 2011.
Útför Finns Dórs
fór fram frá Graf-
arvogskirkju 24.
ágúst 2011.
bjartsýnn á fram-
tíðina.
Við verðum að
reyna að láta brosið
hans Finns hjálpa
okkur til að lifa með
orðnum atburði.
Slys verða ekki aft-
ur tekin, tómarúm
hefur myndast hjá
fjölskyldunni, það
tómarúm verður
aðeins fyllt með því
að brosa hvert til annars.
Elsku fjölskylda, guð geymi
ykkur.
Auður Björg og Kristinn.
Elsku Finnur frændi, alltaf
fyllist hjartað af einhverju
björtu og jákvæðu þegar við
hittum þig. Frá því að þú varst
pínulítill varstu alltaf brosandi
og heillaðir alla með útgeislun
þinni. Við erum þakklát fyrir að
fengið að eiga þig sem frænda
og alltaf verið stolt af þér. Þegar
þú laukst náminu og varst nú
orðinn „alvöruleikari“ vorum við
nú með það alveg á hreinu að þú
ættir eftir að verða stór stjarna
sem þú hefur alltaf verið í okkar
huga og nú, elsku Finnur, ertu
stór stjarna sem við horfum á
uppi á himninum.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Doddi, Tóta, Sigurjón,
Olla, Harpa og fjölskyldur. Hug-
ur okkar er hjá ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Sigrún, Helga, Júlíus,
Linda, Rakel og fjölskyldur.
Á hvaða aldri sem við erum
eigum við öll ljúfar minningar
um þig, Finnur. Hvort sem þú
varst barn, unglingur eða full-
orðinn maður þá var það alltaf
bros þitt, jákvæðni og lífskraftur
sem einkenndu þig. Það mætti
líkja lífshlaupi þínu við kvik-
mynd sem er sýnd á tvöföldum
hraða.
En þannig varst þú Finnur.
Lifðir lífinu hratt og fórst þínar
eigin leiðir.
Kraftur þinn og jákvæðni
nýttist þér vel í því starfshlut-
verki sem þú valdir þér og öllum
ber saman um að þú varst mjög
hæfileikaríkur leikari og skipti
engu máli hvort þú varst að
vinna innan áhugamannaleik-
húss eða atvinnumanna, alltaf
gafstu af þér það sem þú áttir og
meira.
Í ævintýraleikriti Spuna 12
ára gamall, sem veislustjóri
þorrablóta Íslendingafélagsins í
Lúxembúrg eða sem stjörnuleik-
ari í kvikmyndum Spuna eða
sem skíðakennari í Wagrain,
alltaf flottastur.
Þeim, er unnu með þér, leið
vel í návist þinni og sama hvað
var, alltaf varstu tilbúinn að
hlusta og koma með tillögur um
hvað mætti betur fara.
Finnur, við söknum þín öll.
Þau okkar, er horfðu á þig sem
barn, við, sem urðum að ein-
hverju leyti samferða þér í
gegnum fullorðinsárin, svo og
börnin okkar er sitja eftir,
spyrja: Hver getur komið í stað-
inn fyrir Finn skíðakennara í
Wagrain? Það er bara eitt svar.
Það kemur enginn í staðinn fyrir
þig, Finnur.
Þú varst einstakur.
Fyrir hönd leikfélagsins
Spuna í Lúxembourg,
Hrefna Einarsdóttir.
Ævinlega þakklátur fyrir að
hafa þekkt Finn Dór stóran
hluta ævi minnar, reyni ég að
kveðja einn besta vin sem nokk-
ur maður getur átt. Það voru
sannkölluð forréttindi að þekkja
Finn. Hann var einn sá allra
hressasti, ljúfasti og skemmti-
legasti norðan Alpafjalla, það
geta allir verið sammála um sem
hann þekktu. Ég trúi því enn
ekki að slíkur gleðigjafi sé tek-
inn frá sínum nánustu langt fyr-
ir aldur fram.
Við Finnur rifjuðum reglu-
lega upp er við lékum okkur með
Playmobil saman sem pollar. Við
skíðuðum saman ár eftir ár í
Wagrain, og síðustu ár er Finn-
ur var orðinn einn sá allra fær-
asti á skíðunum hafði hann iðu-
lega gaman af því að gera grín
að okkur Stefáni vini okkar og
sagði alltaf: „Rauf runter, rauf
runter.“ Þá lærði ég af honum
að vera ekki alltaf að þessu
endalausa bruni, heldur að njóta
þess að skíða í rólegheitunum og
vanda tæknina, frekar en að
reyna að ná hámarkshraða.
Hann hristi alltaf hausinn yfir
glannaskapnum í mér og ég
hlakkaði mikið til næsta veturs
þar sem mig langaði til að sýna
honum hvað ég hafði lært af
honum. Ég myndi gera allt fyrir
að sjá hann hrista hausinn aftur
með sínu einstaka glotti.
Finnur var ótrúlega hug-
myndaríkur. Eitt sinn sátum við
saman á kaffihúsi gamla flug-
vallarins í Lúx og áttuðum okk-
ur á því að við vorum báðir með
nokkurra daga frí framundan.
Þá segir Finnur: „Næsta borg
sem kemur á töfluna, við þang-
að!“ Við fylgdumst spenntir með
stöfunum rúlla á töflunni og
næsta borg var Kaupmanna-
höfn. Við keyptum okkur miða,
fengum okkur bjór og misstum
af vélinni. Náðum þó næstu vél
og áttum ógleymanlega ævin-
týrahelgi í Köben.
Það er merkilegt hvernig
Finnur hugsaði. Hugmyndirnar
hans innihéldu iðulega eitthvað
sem færði öðrum mikla gleði.
Alltaf voru vinir hans og aðrir en
hann sjálfur í hávegum hafðir í
hugmyndum hans. T.a.m. spilaði
ég eitt sinn með íslenskri hljóm-
sveit minni tónleika í Antwer-
pen, Belgíu. Kemur ekki Finnur
keyrandi á húsbíl frá Lúx, búinn
að hóa saman öllum strákunum,
bestu vinunum, til að hitta mig
og hlýða á tónleikana. Slíkan
stuðning hafði ég aldrei getað
ímyndað mér. Þarna urðu óvænt
aukaleg fagnaðarlæti, sem var
einkennandi fyrir drenginn.
Hann Finnur lagði sig fram
fyrir aðra eins og varla nokkur
annar myndi gera. Honum
fannst ekkert sjálfsagðara en að
fórna dýrmætum tíma sínum til
að ferðast með fólk og sýna þeim
staði, jafnvel þótt hann þekkti
viðkomandi lítið. Það var alltaf
hægt að treysta á Finn. Ég kveð
hann með miklum trega og
söknuði, en ég veit að það koma
eingöngu góðir staðir til greina
fyrir hann að fara til.
Elsku Tóta, Doddi, Sigurjón,
Olla Dís, Harpa Rún, Jess og
fjölskyldur, ég bið þess innilega
að Guð styrki ykkur á þessum
erfiðu tímum. Ég er þess fullviss
að Finnur vakir yfir ykkur.
Blessuð sé minning þessa ein-
staka og yndislega drengs.
Björn Kolbeinsson.
Með þessum orð-
um vil ég minnast ungrar konu,
sem fallin er frá, allt of snemma.
Það kom eins og þruma úr heið-
skíru lofti, þegar ég sá andláts-
tilkynningu Áslaugar Guðjóns-
dóttur.
Fyrstu kynni mín af Áslaugu
voru er við stunduðum báðar nám
við lagadeild Háskóla Íslands, en
Áslaug var afburðanámsmaður.
Urðum við þar málkunnugar en
ekki meira en svo. Að laganámi
loknu hóf ég störf við fjármála-
ráðuneytið og Áslaug hóf störf þar
nokkru seinna. Áslaug var ekki
allra, en svo lánsöm varð ég að
kynnast henni nokkuð vel þegar
við störfuðum þar saman. Þar
kynntist ég einstaklega traustri,
hjartahlýrri og sérstakri konu og
héldust vinaböndin eftir að við
Áslaug
Guðjónsdóttir
✝ Áslaug Guð-jónsdóttir
fæddist í Reykjavík
28.1. 1963. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 15.8. 2011.
Útför Áslaugar
fór fram frá Dóm-
kirkjunni 25. ágúst
2011.
hættum þar störf-
um.
Mismikið sam-
band var, eins og
gerist og gengur,
lífsbrautirnar lágu
stundum hvor í sinn
heimshlutann og
stundum lágu þær
saman. Margar
minningar á ég um
Áslaugu og allar
góðar. Mér er m.a.
minnisstætt að henni var vel
kunnugt um ostaáráttu mína og
sendi mér gjarna sterkan og lykt-
armikinn ost, þegar hún vann í
Brussel. Ostinn sendi hún heim til
móður sinnar sem gjarna hringdi í
mig með kröfu um að ég sækti
þessa skelfingu hið snarasta.
Einnig stendur upp úr minning
um Áslaugu, þegar hún keypti
íbúð við Garðastræti og sýndi
mér. Þarna stóð hún og baðaði út
öllum öngum og sýndi mér hvern-
ig þetta og hitt kæmi út, þegar bú-
ið væri að innrétta. Ekki man ég
hvernig innréttingarnar áttu að
vera því ég hafði eiginlega ekki
augun af henni þar sem hún stóð
þarna, með ljóma í augunum og
bros á vör. Það var eiginlega ein-
kennandi, að þegar áhugi Áslaug-
ar vaknaði á einhverju ljómaði
hún eins og sól í heiði, eins og þeg-
ar fluguveiðin náði tökum á henni.
Það er með miklum söknuði, að ég
kveð Áslaugu, vinkonu mína. Að-
standendum hennar votta ég sam-
úð mína. Guð blessi minningu Ás-
laugar.
Rúna S. Geirsdóttir.
Elsku Áslaug. Mér finnst ekk-
ert réttlæti í því að vera að skrifa
til þín þessa kveðju. Hinstu kveðju
til ungrar konu á besta skeiði lífs
síns og rétt hálfnuð með lífð. En
við stjórnum engu og fáum engu
ráðið.
Barátta þín við þennan hræði-
lega sjúkdóm var stutt og ströng
en nú ertu farin, laus við þjáningar
líkama og sálar. Guð almáttugur
hefur falið þér önnur verkefni á
öðrum stað.
Eftir situr fjölskyldan þín og
vinir sem þótti vænt um þig í sorg,
vanmáttug gagnvart æðri mætti
og örlögum þínum.
Erfiðast er að horfa á elsku
ömmu, mömmu þína, bera einka-
dóttur sína og yngsta barn til graf-
ar. Á stundum sem þessari finnur
maður hvað dauðinn er nálægur
og hvað lífið er endalaust dýr-
mætt.
Víst er þetta löng og erfið leið,
og lífið stutt og margt, sem útaf ber.
En tigið gegnum tál og hverskyns
neyð
skín takmarkið og bíður eftir þér.
…
(Steinn Steinarr)
Andinn fæðist ei og ei hann deyr,
hann er og verður nú og endalaust.
Hann á sér ekkert upphaf, hættir ei að
vera til
og ei hann deyr þó holdið vegið sé.
Sá er veit að andinn á sér líf
eilíft, ótakmarkað, endalaust.
(Krishna (Bhagavad-Gíta))
Elsku frænka okkar, við kveðj-
um þig með söknuði og sjáumst
síðar.
Ágústa og Enza Marey.
• Mikið úrval
• Yfir 40 ára reynsla
• Sendum myndalista
MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk
sími 587 1960 www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
✝
Móðir mín, tengdamóðir, amma og systir,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Sóltúni 13,
Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans Foss-
vogi fimmtudaginn 1. september.
Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 9. september kl. 13.00.
Katrín Finnbogadóttir, Oddur Eiríksson,
Guðrún Oddsdóttir, Þorvarður Friðbjörnsson
og systkini hinnar látnu.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR,
Dúdda,
Skúlagötu 20,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk miðviku-
daginn 31. ágúst.
Jarðsungið verður frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 8. september
kl. 15.00.
Friðrik Dagsson,
María Dagsdóttir, Jón Ásbergsson,
Jón Kr. Dagsson, Erla B. Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir,
frændi og afi,
ÚLFAR SKÆRINGSSON,
lést í Aspen í Colorado föstudaginn
2. september.
Áslaug Wright,
Edda Braga Cosione, Corey Cosione,
Sigurður Einarsson, Þórhildur Guðmundsdóttir,
barnabörn og frændsystkini.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
PÁLL ÁSGEIR TRYGGVASON
fv. sendiherra,
sem andaðist í faðmi fjölskyldunnar á
dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund að
kvöldi fimmtudagsins 1. september, verður
jarðsunginn frá Neskirkju föstudaginn 9. september kl. 15.00.
Aðstandendur þakka starfsfólki á deild V2 á Grund fyrir
einstaklega kærleiksríka umönnun.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Grundar
sími 530 6100.
Dóra Pálsdóttir, Jens Tollefsen,
Tryggvi Pálsson, Rannveig Gunnarsdóttir,
Herdís Pálsdóttir, Þórhallur Guðmundsson,
Ásgeir Pálsson, Ingibjörg Bergþórsdóttir,
Sólveig Pálsdóttir, Torfi Þ. Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær systir okkar og frænka,
ÞORBJÖRG Á. HALL
hjúkrunarfræðingur,
andaðist miðvikudaginn 31. ágúst.
Jarðarförin fer fram í Bunbury, Vestur-
Ástralíu, mánudaginn 12. september.
Tómasína Sigurgeirsson,
Einar Sigurgeirsson,
Óðinn Sigurgeirsson,
Óskar Einarsson,
Edda T. Óskarsdóttir,
Vilhelmína Þ. Einarsdóttir, Björn J. Björnsson,
Elísa Dögg Björnsdóttir.
✝
Okkar ástkæra
STEFANÍA JÓHANNA
VALDIMARSDÓTTIR,
Lagarási 6,
Egilsstöðum,
andaðist á Sjúkrahúsinu Egilsstöðum
fimmtudaginn 1. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Olla, Anna, Valdi, Sía, Dúdda, Villi
og fjölskyldur.