Morgunblaðið - 07.09.2011, Page 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011
Mezzoforte bbbmn
Jazzhátíð Reykjavíkur lauk með
stuði þegar Mezzoforte lék fyrir
fullri Eldborg – öðruvísi mér áður
brá er Mezzo lék í Hákólabíói 1985
með blásurunum Jens Winther og
Dale Barlow og fjórðungur sæta set-
in. 1983 höfðu þeir slegið í gegn í
Englandi með Garden Party Eyþórs
Gunnarssonar og fyllt bíóið, en síðan
hafa þetta fjögur, fimm hundruð
manns sótt tónleika þeirra hér heima
þegar best lætur þó að þúsundir og
tugþúsundir sæki tónleika þeirra í
Evrópu og Asíu. Megi á gott vita hafi
spámaðurinn fundið sitt föðurland.
Tónleikarnir voru blanda af gömlu
og nýju efni og flutt af þeirri færni er
einkennir þessa gömlu meistara með
Eyþór Gunnarsson fremstan í flokki
á hljómborðin, Jóa Ásmunds og
Gulla Briem brennandi í hryninum
með þumal og kjuða og Óskar Guð-
jónsson saxófónleikara með tilraunir
til endurnýjunar á gömlu tónmáli.
Svo voru sá pólskþýski trompet- og
hljómborðsleikari Sebastian Stud-
nitzky og þýski gítaristinn Bruno
Mueller pottþéttir að vanda. Aftur á
móti er ekki mikil nýsköpun í tónlist
Mezzoforte og þeir leyfa sér sjaldn-
ast að láta gamminn geisa – það gera
þeir í öðrum hljómsveitum.
Danilo Pérez bbbbn
Jazzhátíð Reykjavíkur hefur að
flestu leyti verið einstaklega vel
heppnuð í ár. Panamíski píanistinn
Danilo Pérez var höfuðstjarna hátíð-
arinnar og hann er sannarlega
magnþrunginn píanisti og ekki eru
þeir neinir aukvisar félagar hans,
Ben Street bassisti og Adam Cruse
trommari. Þarna var Monk á dag-
skrá, „Ask me now“ panamískir
söngvar og verk Danilos. Flest frá-
bærlega spilað en dálítið rýrði það
tónleikana er Danilo virkjaði söng-
kraftinn í salnum og lét syngja ótt og
títt og alltof lengi. Það er að vísu
gaman að heyra hve Íslendingar eru
orðnir opnir á tónleikum. Ég man þá
tíð er Dizzy Gillespie tókst varla að
láta landann kyrja í tvígang „Salt
Peanuts“. Tríóið var þó oftast svo
brilljant að maður gleymdi næt-
urklúbbasjóinu.
Eyþór Gunnarsson og Davíð
Þór Jónsson bbbmn
Fyrr um daginn voru tveir íslenskir
píanómeistar í Norðurljósum, Eyþór
Gunnarsson og Davíð Þór Jónsson.
Þeir slógu stóru Steinway-flygla
Hörpunar og svo vel voru þeir sam-
stilltir að segja mátti að þarna hafi
verið ein sál að leika á tvöflaldan
flygil. Efnisskráin var sambland af
imprerssjóníkum hugleiðingum yfir
stef á borð við „This foolish things“,
„Autum leaves“ og „Body and soul“,
svoog fjöri í bíbopp línum, Tomma R.
og Jóni Múla. Væri þetta klippt til
væri hægt að gefa út glæsidisk.
Hilmar Jensson og Eyvind Aar-
set bbbbn
Aðrir dúetttónleikar voru í Kaldalóni
Hörpunnar með gítaristunum Hilm-
ari Jenssyni og Norðmanninum Ey-
vind Aarset. Manni hafa oft þótt gít-
aristarnir sem Hilmar hefur leikið
dúetta með harðir undir tönn, en hér
var heiðríkja yfir spunanum og eng-
inn minimalismi á ferðinni. Tært ljóð
og heiður hausthiminn.
Óskar Guðjónsson og Skúli
Sverrisson bbbbm
Sama má segja um dúetttónleika
Óskars Guðjónssonar og Skúla
Sverrissonar í Þjóðmenningarhús-
inu, nema hvað laglínan var þar til
hásætis reidd. Margt var af skífu
þeirra „Eftir þögnina“ en fleira af
skífu sem væntanleg er á árinu, en
þar skrifar Skúli alla tónlistina.
Stefán S. Stefánsson og Ólafur
Jónsson ásamt hrynsveit
bbbnn
Múlinn hefur staðið fyrir tónleikum í
Norræna húsinu á djasshátíð. Ég
nefni bara „Tenórana tvo“ Stefán S.
Sefánsson og Ólaf Jónsson, sem
blésu fyrst og fremst lög eftir breska
saxófónleikarann David O’Higgins.
Þau voru nokkuð misjöfn en „Up to
you“ var kannski toppur tónleikanna
ásamt tveimur söngdönsum er sax-
istarir völdu sér. Stebbi blés „Time
after time“ í anda Plas Johnsson,
sem er flestum gleymdur, en Óli
glímdi við „Smoke gets in your eyes“
sem hann heyrði í útvarpi, en hvorki
þvældust Earl Bostic eða The Plat-
ters fyrir honum. Flottir tenórar
sem hrynsveitin kórónaði: Agnar
Már Magnússon píanó Þorgrímur
Jónsson bassa og Einar Scheving
trommur.
Hans Olding bbbnn
Hans Olding heitir flottur hefðbund-
inn gítaristi sænskur. Fyrrnefnd
hrynsveit lék með honum á Múl-
anum og Siggi Flosa blés í altóinn.
Þett var allt kórrétt og oft skemmti-
legt, samið af Olding, en stundum
skorti dálítið upp á spennuna.
Kandinsky Effect bbbnn
Ekki skulu „stjarnaðir“ fleiri tón-
leikar nema einir þeirra er Nordisk
kulturfond styrkti. Þar voru The
Kandinsky Effect á sviðinu. Warren
Walker tenórsaxisti frá Bandaíkj-
unum, Gael Peters rafbassisti frá
Ekvador og Caleb Dolister tromm-
ari frá Frakklandi. Frjálsleg en oft-
ast ljúf tónlist með dálitla eletrónik
og hipphopp í bland sem sérdeilis
fínn tónn Warrens kórónaði.
Hér hefur aðeins verið nefndur hluti
þeirra tónleika sem heyra mátti á
djasshátíðinni. Stórsveit Reykjavík-
ur, ADHD, Frelsissveit Nýja Ís-
lands og Sálargæsla, fögnuðu nýút-
gefnum hljómdiskum og
söngkonurnar Ragnheiður Gröndal
og Sigríður Thorlacius sungu klass-
ískan djass og eini alvöru kvendjass-
hljóðfæraleikari okkar skartaði sínu
fegursta: Sunna Gunnlaugsdóttir.
Megi fleiri stelpur blása og slá á
næstu djasshátíð og kærar þakkir til
Péturs Grétarssonar fyrir að halda
utan um batteríið næstum einn – í
útlöndum eru tugir manna í slíku
verki.
Að lokinni djasshátíð
Jazzhátíð Reykjavíkur
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Stjarnan Panamíski píanistinn Danilo Pérez var höfuðstjarna hátíðarinnar og hann er sannarlega magnþrunginn
píanisti og ekki eru þeir neinir aukvisar félagar hans, Ben Street bassisti og Adam Cruse trommari.
Mezzoforte „Tónleikarnir voru blanda af gömlu og nýju efni og flutt af
þeirri færni er einkennir þessa gömlu meistara með Eyþór Gunnarsson
fremstan í flokki á hljómborðin, Jóa Ásmunds og Gulla Briem brennandi í
hryninum með þumal og kjuða og Óskar Guðjónsson saxófónleikara með til-
raunir til endurnýjunar á gömlu tónmáli.“
Franski leikarinn Gérard Depardieu
getur svo sannarlega gert grín að
eigin afglöpum. Um daginn var hon-
um vísað frá borði flugvélar fyrir að
pissa í flösku þar sem hann gat ekki
beðið eftir því að farþegum væri
leyft að fara á salernið. Nú hefur
hann sent frá sér myndband þar sem
hann er í hlutverki Steinríks hins
sterka úr Gaulverjabæ. Hann er í
flugvél með félaga sínum Ástríki og
á erfitt með að sitja þar sem hann
langar svo mikið í villisvínasteik.
Farþegar bregðast skjótt við og hafa
samband við fjölmiðla.
Fyndið Depardieu sem Steinríkur í
grínmyndbandinu góða.
Steinríkur
órólegur
Fólkið i Kjallaranum – 9 Grímutilnefningar