Morgunblaðið - 07.09.2011, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 07.09.2011, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjart- ansson mun fremja lokagjörning gjörningahátíðarinnar Performa í New York hinn 19. nóvember næstkomandi og hefur fengið stór- söngvarann Kristján Jó- hannsson til að taka þátt í hon- um. Kristján mun, ásamt Ragnari og kór, syngja hæga kafl- ann í lokaþætti óperunnar Brúðkaup Fígarós eftir W.A. Mozart og verður sá hluti, rúmar fimm mínútur að lengd, endurtekinn í sífellu í tólf klukkustundir. 18 manna hljómsveit mun leika undir, skipuð tónlist- armönnum frá New York. Kjartan Ragnarsson, faðir Ragnars, mun leikstýra hópnum og Davíð Þór Jóns- son tónlistarmaður mun gegna hlut- verki tónlistarstjóra en Hilmar Örn Agnarsson hefur séð um raddþjálfun söngvaranna. „Þau koma með mér, nemendur mínir, líka. Það eru allar raddirnar og kór og hljómsveit. Söngvararnir koma allir, mér til mikillar ánægju, frá mér og með mér, nemendur mín- ir bæði í skólanum og utan skólans,“ segir Kristján en hann kennir söng við Söngskóla Sigurðar Demetz. „Þannig að við verðum tíu saman og ég syng greifann sem er náttúrlega bass bariton en ekkert „big deal“. Það er nú stutt stórra högga á milli hjá Mozart og sópran og mezzosópr- an geta nánast sungið bæði hlut- verkin og svo baritón og tenór. Þann- ig að þetta verður mjög gaman.“ Kristján segist afar hrifinn af list Ragnars og telur hann einn af mest spennandi listamönnum Íslands. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég tek þátt í svona gjörningi. Á Íslandi eru menn mikið fyrir þetta en ég hef svo- lítið haft það hugarfar að þetta sé svona gervilist, að vekja á sér athygli með einhvers konar gervilist.“ – Nú þarftu að endurskoða það? Kristján hlær og tekur undir það. „Ekki síst vegna þess að hann er bú- inn að sýna að hann er virkilegur listamaður og er að gera mjög fína hluti.“ Ragnar í hlutverki Antonio – Verðið þið í búningum? „Já, já, það verða búningar teknir að láni hjá Þjóðleikhúsinu. Þeir eru nú flestir til á mig þar ennþá, í arkíf. Það þarf ekki að fara mjög langt,“ segir Kristján og hlær. Hann verði í búningi sem hann var í þegar hann söng í Grímudansleik Verdi árið 1985. „Þetta er nú þegar komið á síð- ur New York Times þannig að þetta kemur örugglega til með að vera bæði spennandi verkefni og vekja mikla athygli.“ Kristján segir Ragn- ar vera að leita að gömlu leikhúsi til að flytja gjörninginn í, hann vilji helst hafa það gamalt og hrörlegt. – Ég frétti af því að þú hefðir tekið Ragnar í söngkennslu … „Já, hann ætlar að syngja þarna sjálfur, garðyrkjumanninn Antonio. Það er svona tenór-barítón, eins og ég sagði áðan er stutt stórra högga á milli hjá Mozart. En ég held að hann sé tenór en við látum hann syngja sem barítón. Hann ætlar að syngja þetta stutta hlutverk, hann er búinn að vera hér af og til hjá mér í sumar, aðeins að leggja röddina og setja þetta.“ – Ertu búinn að tuska hann til? „Já, það er engin miskunn og ég er búinn að leggja mig fram við að koma þessu sem allra best frá hon- um,“ segir Kristján og hlær. Ragnar sé mikill túlkandi og það sé það mik- ilvægasta, tónninn sé einskis virði án túlkunar. „Ég held hann gæti sung- ið,“ segir Kristján að lokum. Ekki náðist í Ragnar í gær. Syngur í 12 tíma gjörningi Ragnars  Lokakaflinn í Brúðkaupi Fígarós endurtekinn í sífellu  Fyrsti gjörningurinn sem Kristján tekur þátt í  Kjartan Ragnarsson leikstjóri og Davíð Þór Jónsson tónlistarstjóri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mozart Kristján Jóhannsson í Hofi í fyrra. Hann mun syngja hæga kaflann í Brúðkaupi Fígarós í gjörningi Ragnars Kjartanssonar í New York. Ragnar Kjartansson Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ferill DeAnne Smith, sem er Banda- ríkjamaður búsettur í Kanada, hefur í senn verið snarpur og tilkomumik- ill. Hún hóf að koma fram 25 ára að aldri og hefur síðan ferðast marga hringi í kringum heiminn og komið fram á tugum hátíða. Blöð eins og Guardian hafa lofað frammistöðu hennar og hún hefur komið fram í Last Comic Standing á NBC, The Comedy Network og mun koma fram á HBO Canada í ár. Í sumar gerði hún skurk mikinn á Edinburgh Fringe Festival og er á leið í frekari strandhögg í haust. Stopp hennar hér á klakanum er tilkomið vegna vinfengis hennar við Rökkva Vé- steinsson, sem er í grínhópnum Inn- rásarvíkingarnir, en þau kynntust í Montreal þegar DeAnne var að byrja í bransanum og hafa oft komið fram saman þar gegnum árin. Djúpstæð þörf – Af hverju uppistand? „Listformið uppistand er mjög frjálslegt og býður upp á mikinn sveigjanleika. Í því eru falin tjáskipti þar sem hópur af ólíku fólki nær saman í gegnum hláturinn – og það er mjög fallegt. En meginástæðan er ábyggilega þessi djúpstæða þörf mín fyrir athygli og samþykki. Já, og svo fíla ég brandara og hljóðnema.“ – Hvernig er að vera kvenkyns uppistandari. Hefur þú orðið vör við fordóma, erfiðleika? „Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessu, þar sem ég veit ekki hvernig það er að vera karlmaður í þessum bransa. Ég held samt að uppistand jafni hlutina dálítið út. Það sem er fyndið er fyndið. Að því sögðu, þá hefur verið hrópað á mig: „Farðu úr að ofan!“ eitthvað sem karlkyns kolleggar mínir lenda ábyggilega sjaldan í. Hræðileg í markaðssetningu – Svo virðist sem þú sért á þrösk- uldi heimsfrægðar. Tekur þú undir það? „Ég er búin að vera í þessu í sex ár núna. Ég hef verið linnulítið að síðan ég fór á fyrsta „opna hljóð- nema“-kvöldið mitt. Ég fór að þrýsta á meiri tíma á sviðinu, fór að ferðast og fór að taka þátt í hátíðum. Eina leiðin til að vera góður í þessu er að gera þetta þannig að ég reyni að vera eins upptekin og ég mögu- lega get. Þú verður að skilja að ég er hræðileg í öllu því sem kalla má markaðssetningu. Það eina sem ég er góð í er að segja orð sem fá fólk til að bregðast við með magakrampa- köstum. Ef ég geri þetta ekki fer ég bara að vinna í verslun eða í sértæku vændi (lesbískt, bókasafnsblæti. Einhver?). Þannig að þú sérð að þetta verður að ganga upp hjá mér!“ – Hvaða stíl beitir þú fyrir þig og áttu þér einhverjar fyrirmyndir? „Ég get varla svarað þessu, mér finnst ég bara vera ég. Gagnrýn- endur hafa sagt mig „snjalla“ og að ég „greini hluti á jaðarbundinn hátt“. Ég veit eiginlega ekki hvað það þýðir. Hmm … ég er ekki að selja sýninguna er það nokkuð. Hei, þið verðið bara að koma og sjá! Hvað fyrirmyndir varðar held ég mest upp á Mariu Bamford, Louis C.K. og Bill Hicks. Uppáhaldstyggjóin mín eru svo minta, sterk minta og allt með heitinu „cool blast“.“ Lesbískt bókasafnsblæti Grín „Já, og svo fíla ég brandara og hljóðnema …,“ segir Smith m.a..  Bandaríski uppistandarinn DeAnne Smith treður upp á Sódómu  Marg- verðlaunuð og á þröskuldi heimsfrægðar Uppstandið hefst kl. 21.00. Rökkvi Vésteinsson hitar upp. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR A.K. - DV FRÁ LEIKSTJÓRA SUPER SIZE ME 5% 30 MINUTES OR LESS KL. 8 - 10 14 THE CHANGE-UP KL. 6 - 8 - 10 14 SPY KIDS 4 4D KL. 6 L T.V. - KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT 30 MINUTES OR LESS LÚXUS KL. 4 - 6 - 8 - 10 14 30 MINUTES OR LESS KL. 6 - 8 - 10 14 Á ANNAN VEG KL. 8 10 THE CHANGE-UP KL. 5.30 - 8 - 10.30 14 SPY KIDS 4 4D KL. 3.30 - 5.50 - 8 L COWBOYS AND ALIENS KL. 10 14 STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 L STRUMPARNIR 2D ÍSL. TAL KL. 3.30 L FRIENDS WITH BENEFITS KL. 10.10 12 Á ANNAN VEG KL. 6 - 8 - 10 10 30 MINUTES OR LESS KL. 8 - 10 14 THE CHANGE-UP KL. 8 - 10.30 14 GREATEST MOVIE EVER SOLD KL. 5.50 L SPY KIDS 4D KL. 5.50 L CONAN THE BARBARIAN KL. 10.20 16 ONE DAY KL. 5.30 - 8 L Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN FRÁBÆR ÍSLENSK GAMANMYND -K.H.K., MBL - H.V.A. - FRÉTTABLAÐIÐ LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE DEVILS DOUBLE Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:20 THE CHANGE-UP Sýnd kl. 8 - 10:20 SPY KIDS 4 4-D Sýnd kl. 6 CONAN THE BARBARIAN Sýnd kl. 8 - 10:20 STRUMPARNIR 3-D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 HÖRKU SPENNUMYND HANN ER FÆDDUR STRÍÐSMAÐUR HEFURÐU EINHVERN TÍMANN VILJAÐ VERA EINHVER ANNAR? FRÁ LEIKSTJÓRA WEDDING CRASHERS OG HANDRITSHÖFUNDUM THE HANGOVER Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! BÍÓMYND Í FJÓRVÍDD! BYGGÐ Á SANNRI SÖGU! ÞRÆLMÖGNUÐ MYND UM SON SADDAM HUSSEIN -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Hvar í strumpanum erum við ? Sýnd í 3D með íslensku tali

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.