Morgunblaðið - 07.09.2011, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2011
Eyddi öllum
peningunum í rugl
Söngkonan Amy Wine-
house eyddi öllum pen-
ingunum sínum í fyllirí
og neyslu. Fyrrverandi
eiginmaður hennar,
söngvarinn Blake Fiel-
der-Civil, tók aldrei upp
veskið heldur lifði á
Amy. Amy Winehouse
giftist Blake Fielder-
Civil árið 2007 og stóð
hjónabandið yfir til árs-
ins 2009. Breska pressan gengur svo langt
að halda því fram að Amy hafi borgað
honum fyrir að kyssa sig. Breska blaðið
The Sun segir að hún hafi þurft að taka
upp veskið ef hún vildi fá hlýju frá honum.
Auk þess borgaði hún alla leigubíla og í
raun allt sem hann þurfti að gera. Í dag
situr Blake Fielder-Civil inni fyrir ofbeld-
isglæpi og heldur því blákalt fram að hans
fyrrverandi hafi skuldað honum peninga
þegar hún lést.
„Hann er staddur á mjög dimmum stað í
dag því hann heldur í alvörunni að hann
hafi verið góður eiginmaður.“
Amy Winehouse
Söngkonan Madonna staðfesti í byrjun vik-
unnar að hún væri að vinna að nýrri plötu og
stefndi að útgáfu næsta vor. Þetta kom fram í
viðtali sænska sjónvarpsins við Madonnu en
hún er nú á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum
þar sem kvikmynd hennar W.E. er frumsýnd.
Er það frumraun Madonnu í hlutverki leik-
stjóra en hún hefur leikið í nokkrum myndum
í gegnum tíðina við afar misjafnar und-
irtektir svo ekki sé meira sagt. Segir hún í
viðtalinu að hún fari heim til New York þegar
hátíðinni lýkur í Feneyjum og muni vinna að
plötunni það sem efti lifir árs. Síðasta breið-
skífa Madonnu er platan Hard Candy sem
kom út árið 2008. Tilraunir Madonnu þar til
að halda í við nýjustu stefnur og strauma í
dægurtónlistinni þóttu vafasamar og platan
fékk nokkuð misjafna dóma og því spurning
hvaða tromp hún er með uppi í erminni nú.
Madonna með nýja
plötu í smíðum
Tónlistarmaður Madonna vinnur að nýrri plötu.
H H H
KVIKMYNDIR.IS/
SÉÐ OG HEYRT
FRÁÁ
ÁBÆR
GAM
ANM
YND
EIN FLOTTASTA SPENNUHROLLVEKJA
ÞESSA ÁRS
MÖGNUÐ
ÞRÍVÍDD
BESTA
MYNDIN Í
SERÍUNNI
TIL ÞESSA
75/100
VARIETY
75/100
SAN FRANCISCO
CHRONICLE
75/100
ENTERTAINMENT
WEEKLY
SÝND Í 3D
EIN BESTA MYND STEVE CARELL
OG RYAN GOSLING TIL ÞESSA
HHHH
-BOX OFFICE
MAGAZINE
-ENTERTAINMENT
WEEKLY
HHHHH
-VARIETY
HHHH
-BOX OFFICE MAGAZINE
H H H
MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS
CRAZY, STUPID, LOVE kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 7
CRAZY, STUPID, LOVE kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D VIP
FINAL DESTINATION 5 kl. 8 - 10:10 3D 16
LARRY CROWNE kl. 5:50 - 8 2D 7
COWBOYS AND ALIENS kl. 10:10 2D 14
GREEN LANTERN kl. 5:40 - 10:30 2D 12
HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:30 2D 12
BÍLAR 2 M. ísl. tali kl. 5:30 3D L
BÍLAR 2 M. ísl. tali kl. 5:30 2D L
HARRY POTTER 7 kl. 8 2D 12
/ ÁLFABAKKA
CRAZY, STUPID, LOVE kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D 7
FINAL DESTINATION kl. 8 - 10:40 3D 16
STRUMPARNIR Ísl. tal kl. 5:20 3D L
COWBOYS & ALIENS kl 8 2D 14
HORRIBLE BOSSES kl. 5:20 - 10:30 2D 12
PLANET OF THE APES kl. 8 2D 12
BÍLAR 2 M. ísl. tali kl. 5:20 2D L
CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 - 10:30 2D 7
STRUMPARNIR Ísl. tal kl. 5:50 3D L
KVIKMYNDAHÁTÍÐ
RABBIT HOLE Íslenskur texti kl. 8 2D 12
THE BEAVER Ótextuð kl. 8 2D 12
THE TREE OF LIFE Ótextuð kl. 5:20 2D 10
RED CLIFF Enskur texti kl. 10 2D 14
BAARÍA Íslenskur texti kl. 5 7
FAIR GAME Ótextuð kl. 10 12
CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 2D 7
FINAL DESTINATION 5 kl. 10:10 3D 16
GREEN LANTERN kl. 8 - 10:10 2D 10
CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 2D 7
FINAL DESTINATION 5 kl. 10:30 3D 16
PLANET OF THE APES kl. 10:20 2D 12
FRIENDS WITH BENEFITS kl. 8 2D 12
/ EGILSHÖLL
/ KRINGLUNNI
/ AKUREYRI
/ KEFLAVÍK
/ SELFOSSI
SÝNINGAR NÆST Á FÖSTUDAG
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI AKUREYRI OG KEFLAVÍK
RYAN REYNOLDS
BLAKE LIVELY
MARK STRONG
GEOFFREY RUSH
LARRY CROWNE
FRÁBÆR RÓMANTÍSK
GRÍNMYND
Hvar í strumpanum
erum við ?HHH
M.M.J.
- KVIKMYNDIR.COM
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI OG KEFLAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG
AKUREYRI
SÝND Í EGILSHÖLL OG
KRINGLUNNI
Ruddinn – I Need A Vacation
bbnnn
Ruddinn, sem er tónlistarlegt aukasjálf
Bertels Ólafssonar, gaf síðast út plötu fyrir
þremur árum sem kallaðist Ruddinn 2 og
því má reikna það út
að þessi plata hér sé
hans þriðja.
Sú plata var nokkr-
um hnökrum bundin.
Bertel reyndi sig þar
við kuldalegt hljóð-
gervlarokkpopp í anda
New Order og OMD og það sem stóð plöt-
unni helst fyrir þrifum var annars vegar
veikur hljómur og svo voru lagasmíðarnar
heldur ámóta allar saman.
Hér er verið að höggva í sama knérunn-
innn tónlistarlega en Ruddinn býr þó yfir
leynivopni, söngkonunni Ragnheiði Eiríks-
dóttur, stundum kenndri við Unun. Hennar
innkoma er jafnan vel til fundin, söngur
hennar er tilfinningaríkur og persónulegur
og hún lyftir þeim lögum sem hún syngur í.
Að öðru leyti er þetta nokkurn veginn við
það sama, lögin eru enn fremur óspennandi
og hljómur einkennilega máttlaus.
Sævar – Laugardagur í apríl
bbmnn
Þau leynast víða skúffuskáldin. Sum eru
þeirri náttúru gædd að vilja hafa skúff-
urnar lokaðar fyrir
fullt og fast en sumir
vilja út. Sævar Magn-
ússon, 51 árs skrif-
stofumaður, er einn
þeirra sem ákveða að
láta drauminn um
plötuútgáfu rætast og
hér er hann kominn, í líki gripsins Laug-
ardagur í apríl. Umbúðir allar eru hinar
smekklegustu en innihaldið svona upp og
ofan, eins og svo oft í tilfelli svona platna.
Lögin eru tiltölulega einföld og saklaus en
líða engu að síður ljúflega um eyrun, þökk
sé einvala liði hljóðfæraleikara sem aðstoða
Sævar við flutninginn. Söngrödd Sævars er
í veikara lagi og lög eins og „Portkonan“ og
Laminn í Panama“ eru afskaplega þunnur
þrettándi en lög eins og „Heygðu mitt
hjarta“, þar sem heyra má indjánasöng,
brjóta ládeyðuna skemmtilega upp.
Guðjón Rúdolf – Regnbogi
bbbmn
Guðjón Rúdolf er höfundur tveggja magn-
aðra platna, Mini-
Mania (2003) og Þjóð-
söngur (2005), þar sem
óhefðbundnar laga-
smíðar, einstakir
textar (og söngrödd)
og útsetningar koma
saman í ótrúlegum
galdri. Plötur þessar eru í algerum sér-
flokki og nú hafa Guðjón og samverkamað-
ur hans, Þorkell Atlason, hrært í enn eina
plötuna. Hér fer hefðbundnasti lagasamtín-
ingur Guðjóns og félaga til þessa og slíkt
fer honum ekkert sérstaklega vel, verður að
segjast. Söngröddin er sem fyrr ótrúleg,
hann fer úr dýpt, yfir í falsettu yfir í
frekjulegan stuðsöng eins og ekkert sé. Lög
eins og „Geðveikar kellingar“ fara nálægt
fyrri snilld en of mikið af lögunum siglir
eftir ofnýttum skipaskurðum. Þannig fór nú
það, en ég stend enn við það. Guðjón og
Þorkell eru snillingar!
Vigri – Pink Boats
bbbnn
Vigri er ung og efnileg sveit og Pink Boats
er hennar fyrsta plata.
Um metnaðarfullt verk
er að ræða, lögin eru
„stór“ og epísk með
lagatitlum eins og
„Awakening“, „(fyrir)
Skikkan skaparans“ og
„Maternal Machine“.
Það er nettur Sigur Rósar keimur af þessu,
smáprogg líka og heildarstemningin öll hin
alvarlegasta. Metnaðurinn er auðheyr-
anlegur á öllu og hann er að sönnu tilkomu-
mikill en að sama skapi veldur Vigri ekki
alveg þessari stærð sem reynt er við. Fyrir
það fyrsta er söngröddin óþægilega sér-
kennalaus og til baka of mörg laganna
skilja lítið eftir sig, þó að allar klær séu úti
í hljóðfæraleik og útsetningu. Fullmikið af
hinu góða, í einhverjum skilningi.
Stjörnuryk – Þetta reddast
bbbnn
Hér er kominn rappsveit alla leiðina frá
Vestfjörðum (alvöru
„west-coast“!? ), nokk-
uð sem er óneitanlega
skemmtileg viðbót í
rappsenu landsins.
Stjörnuryk er skipað
fjórum röppurum og
tónlistin er hörð og
áleitin, mikil læti og mikið í gangi, stálkald-
ir, einfaldir taktar fléttaðir með elektrói.
Flæði rapparanna er ágætt, þeir skiptast á
línum og að vanda er slatti af gestum, m.a.
kíkja bræðurnin Sesar A og Blazroca í
heimsókn. Skemmtilegustu lögin eru þar
sem Vestfirðir og umhverfi er mært, keyrsl-
an er góð og frískleg út í gegn en verður
nokkuð einsleit þegar fram í sækir.
Íslenskar plötur
Arnar Eggert Thoroddsen | arnart@mbl.is
Hér getur að líta gagnrýni á
nýútkomnar íslenskar plötur
af hinu og þessu tagi
Ungir og efnilegir Hljómsveitin Vigri.