Morgunblaðið - 07.09.2011, Qupperneq 36
MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 250. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Sekt fyrir skort á kynlífi
2. Fengu falska PayPal-kvittun …
3. Alvarlegt slys í Kópavogi
4. Hvað eru þessar að gera saman …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Í gærmorgun seldust síðustu mið-
arnir á Iceland Airwaves upp, fimm
vikum fyrir hátíð. Aldrei hefur selst
upp svo fljótt á þessa vinsælu tón-
listarhátíð sem fer fram dagana 12.
til 16. október.
Uppselt á Iceland
Airwaves
Íslensku hljóm-
sveitirnar Retro
Stefson, Dikta og
Apparat Organ
Quartet munu
koma fram á
Reeperbahn-
tónlistarhátíðinni
í Hamborg í
Þýskalandi en hún
hefst 22. september og stendur í tvo
daga. Um 250 hljómsveitir og tónlist-
armenn víða að úr heiminum koma
fram á hátíðinni.
Þrjár íslenskar hljóm-
sveitir á Reeperbahn
Hluti dagskrár Bókmenntahátíðar í
Reykjavík í ár verður helgaður rúss-
nesku blaðakonunni Önnu Politkovs-
kaju sem var myrt í Moskvu árið 2006.
Annað kvöld kl. 20 verður
lesið upp úr bók hennar,
Rússland Pútíns, í Iðnó
en fyrr um daginn verður
í Norræna húsinu rætt við
Katharinu Narbutovic, vin-
konu Önnu, sem
þýddi verk hennar á
þýsku og hefur rit-
stýrt útgáfu þeirra.
Dagskrá tileinkuð
Önnu Politkovskaju
Á fimmtudag Norðlæg átt, 8-15, hvassast við NA- og A-ströndina.
Rigning NA-til. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast syðst.
Á föstudag Fremur hæg norðlæg átt og víða bjart veður, en
strekkingur við NA-ströndina og dálítil væta fyrir hádegi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi norðanátt, 8-18 m/s, hvassast aust-
ast. Rigning á norðanverðu landinu, en skýjað með köflum syðra.
Hiti 5 til 12 stig, mildast syðst.
VEÐUR
„Það var allt frábært við þennan dag. Við unnum leikinn, þann fyrsta í
langan tíma, og ég náði að halda hreinu í mínum fyrsta landsleik,“
sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, við
Morgunblaðið eftir sigurinn á Kýpurbúum á Laugardalsvellinum í
gærkvöld. Hannes Þór átti stórleik og markvarsla hans í leiknum
tryggði Íslendingum langþráðan sigur en liðið hafði ekki unnið í
síðustu níu leikjum sínum. Ólafur Jóhannesson þjálfari fagnaði
innilega fyrsta sigrinum í mótsleik í þrjú ár. »1
Það var allt frábært við þennan dag
Ásgeir Þór Magnússon, markvörður
Hattar á Egilsstöðum, sló í gegn þeg-
ar 21-árs landsliðið mætti Noregi á
Kópavogsvelli. Ásgeir þurfti að koma
inná í seinni hálfleiknum og byrjaði á
því að verja vítaspyrnu. Það
dugði þó ekki til því Norð-
menn náðu að tryggja sér
sigur, 2:0.
»4
Hattarmarkvörðurinn
byrjaði á að verja víti
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Þessa dagana fyllast koppar og kirnur lands-
manna af bústnum bláberjum og kræsilegum
krækiberjum. Fimm ættliðir kvenna fóru á
berjamó í Svínadal um síðustu helgi, þær Krist-
jána Einarsdóttir, Jónía Jónsdóttir, Björk Hreið-
arsdóttir, Tinna Dögg Ragnarsdóttir og Embla
Eir Kristinsdóttir.
Að sögn Bjarkar tíndu þær hátt í tíu kíló af
berjum. Hún segir að svo virðist sem berja-
spretta í Svínadal sé áþekk því sem hún hefur
verið undanfarin ár, en þó hafi verið nokkru
minna af aðalbláberjum. „Við frystum hluta af
berjunum og það er gott að nota þau í búst og
drykki, við búum til bláberjapæ og -sultu. En það
fer minna í sultuna nú en áður,“ segir Björk.
Kynslóðirnar hittast og tína berin blá
Morgunblaðið/RAX
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Þorvaldur Pálmason heldur úti vef-
síðu undir heitinu Berjavinir, þar
sem kostum og kynjum berjatínslu
er lýst í máli og myndum. Hann hef-
ur víða farið til berja að undanförnu
og segir sprettu mismikla eftir
landshlutum.
„Berjaástandið á Norðurlandi og
Austfjörðum er mjög slæmt, en þó
má finna þar krækiber á einstökum
svæðum. Þetta er fyrst og fremst
vegna kuldans í
vor,“ segir Þor-
valdur. „Varð-
andi bláberin er
helst að nefna
Borgarfjörð og
þá aðallega
Norðurárdal.
Skorradal-
urinn bregst nú
sjaldan og reynd-
ar eru allir Borg-
arfjarðardalirnir afbragðs berjadal-
ir. Síðan hefur heyrst að umtalsvert
sé af aðalbláberjum á Barðaströnd.
Heilmikið er af berjum inni í
Djúpum, menn hafa kvartað nokkuð
á Ströndum, en þó hef ég heyrt af
heilmikilli sprettu í Bjarnarfirði.“
Þorvaldur segir að höfuðborg-
arbúar í berjaleit þurfi líklega ekki
að fara lengra en í Grafarholt, þar
hafi jafnan verið gnægð berja. Einn-
ig ætti að vera mikið af krækiberjum
víða í hraunbreiðum á milli Reykja-
víkur og Keflavíkur. Hann segir
berjaáhuga landsmanna sífellt
aukast og til marks um það hafi ný-
lega verið haldin heilmikil berjahátíð
í Súðavík, svokallaðir Bláberjadag-
ar. „Súðvíkingar eru búnir að stofna
berjasamlag og hyggjast nú gera
átak í að vernda berjalendur og gera
með sér samtök um berjatínslu,“
segir Þorvaldur.
Sjálfur nýtir hann berin á marg-
víslegan máta; hann frystir þau og
notar í ýmsa drykki, býr til saft og
þurrkar þau. „Ég bý til bláberjarús-
ínur. Þá set ég bláber í ofnskúffu og
baka þau við lægsta hita í heilan dag
og læt ofninn standa opinn.“
Víða eru bláar berjabreiður
Berjaspretta er misjöfn eftir landshlutum Súðvíkingar stofna berjasamlag
Þorvaldur
Pálmason