Morgunblaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011
✝ SigurbjörgHansa Jóns-
dóttir fæddist 23.
janúar 1936 í
Stykkishólmi. Hún
lést á Landspít-
alanum 2. sept-
ember 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Ólafs-
son vélstjóri, og
Ragnheiður Han-
sen húsmóðir.
Systkini Hönsu eru Kristinn
Ólafur, f. 1940, Emma, f. 1942,
og Eggert Ólafur, f. 1947.
Hansa giftist Högna Bær-
ingssyni árið 1957. Foreldrar
hans voru Bæring Elísson bóndi
og Árþóra Friðriksdóttir hús-
móðir. Börn Hönsu og Högna
eru: Ragnheiður, f. 24. nóv-
ember 1956, maki hennar er
Páll Ágústsson. Börn Ragnheið-
ar og Páls eru
Hans Jakob og
Auður Ýr. Helga
Kristín f. 27. febr-
úar 1961, maki
hennar er Benja-
mín Ölversson.
Börn Helgu Krist-
ínar eru Sig-
urbjörn Hans, maki
Rúna og eiga þau
tvö börn, Guðlaug
Erna, maki Jón og
eiga þau tvær dætur, Högna
Ósk og Árþóra Ingibjörg.
Högni Friðrik, f. 28. janúar
1970, eiginkona hans er Íris
Huld Sigurbjörnsdóttir. Dætur
Högna og Írisar eru Sunna
Guðný og Ellen Alfa.
Útför Hönsu fer fram frá
Stykkishólmskirkju í dag, 10.
september 2011, og hefst at-
höfnin kl. 14.
Elsku amma okkar, við eigum
eftir að sakna þín svo mikið en við
eigum líka eftir að hugsa til þín
með bros á vör og minnast þess
þegar við komum til þín í cocoa-
puffs og cheerios þegar eitthvað
vont var í matinn hjá mömmu,
hvað það var yndislegt að fara
með þér í nýræktina með snúð, og
hversu gaman þér fannst að
kenna okkur að prjóna. Okkur
fannst líka rosalega gaman að
hlusta á ykkur afa kýta á góðlegu
nótunum.
Það var svo gott að hafa þig
hérna fyrir neðan brekkuna, svo
stutt að hlaupa til þín í gott spjall,
en við pössuðum okkur á að trufla
þig ekki við Leiðindaljós. Við
munum alltaf sakna þín og ætíð
muna þig
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Þínar
Guðlaug, Högna og Árþóra.
Hansa mín kæra, kveðjustund
er upprunnin, stund sem við öll
viljum helst að dragist sem lengst
að þurfa að takast á við. En eng-
inn ræður sínum næturstað er
sagt og það með réttu, það var
okkur mikið áfall þegar Íris
hringdi í okkur að morgni 1. sept.
og sagði að verið væri að flytja þig
fárveika til Reykjavíkur vegna
heilablæðingar sem þú hafðir orð-
ið fyrir seinnipart nætur. Okkar
góðu kynni hafa varað í tæp 50 ár
og aldrei borið þar skugga á, þú
varst aufúsugestur hvort sem var
í morgun- eða síðdegiskaffi, alltaf
kát og hress.
Já, það var líf og fjör við Silfur-
götuna, krakkaskari sem lék sér
saman, þar á meðal strákarnir
okkar og einkasonur og auga-
steinn þinn, hann Högni yngri.
Það vakti ekki litla kátínu þegar
guttarnir voru að leik í Lágholt-
inu og Þorbergur var á leið í mat
og greip strákinn sinn á öxlina og
sagði öllum að kominn væri mat-
artími, það var ekki fyrr en komið
var heim að í ljós kom að hann var
með strákinn þinn á öxlinni en
okkar skríktu af kátínu yfir þess-
um mistökum, þeim þótti alveg
kostulegt að pabbi þeirra hefði
tekið feil á strákunum.
Seinna unnum við svilkonurn-
ar saman í Öspinni í hálft annað
ár. Við renndum panel, pússuðum
og lökkuðum auk annarra verka
sem til féllu, það var alveg frábær
tími og við unnum vel saman að
þeim verkum sem okkur var falið.
Löngu fyrir þann tíma sátum
við krakkarnir í gamla íþrótta-
húsinu og fylgdumst með þér og
fleiri góðum spila badminton, það
var sko ekki leiðinlegur tími.
Þrátt fyrir að þú ættir við meiðsli
að glíma í fæti kom það ekki í veg
fyrir að þú kræktir þér í Íslands-
meistaratitil í tvíliðaleik kvenna.
Það vantaði ekki áhugann og
kraftinn hjá þér, íþróttir áttu ætíð
sterk ítök í þér og þú fylgdist með
þeim af áhuga hvort sem var hér
heima eða annars staðar.
Já, mín kæra, það er svo ótal
margt sem rifjast upp á kveðju-
stundu, jólin inná Borg, stórfjöl-
skyldan saman komin, mikið talað
og ekki alltaf á lægstu nótunum,
allir vildu jú láta heyrast í sér,
fyrir utan aðrar góðar stundir
saman. Þið Högni voruð alsæl
þegar þið tókuð þá ákvörðun fyrir
nokkrum árum að kaupa íbúð við
Tjarnarás og voruð þar með kom-
in á eina hæð sem var ykkur báð-
um mikilvægt. Áfram gæti ég
haldið að rifja upp góðar minn-
ingar sem hellast yfir á kveðju-
stundu, þær geymum við og telj-
umst rík að eiga þær í hjörtum
okkar til að ylja okkur við.
Elsku Hansa, við Þorbergur
mágur þinn og fjölskylda biðjum
Guð að blessa þig í faðmi sínum,
Högna, börn ykkar, tengda- og
barnabörn biðjum við Guð að
styrkja í söknuði sínum.
Sesselja Pálsdóttir.
Kær vinkona okkar og ná-
granni til margra ára, Hansa
Jónsdóttir, verður kvödd frá
Stykkishólmskirkju laugardag-
inn 10. september. Hansa var
Hólmari í húð og hár eins og sagt
er þegar vitnað er til þess að
heimabyggðin er viðkomandi sér-
staklega kær.
Þegar við fluttum með börnin
okkar í Stykkishólm voru Hansa
og fjölskylda hennar meðal góðra
nágranna sem við áttum einstök
samskipti við. Í heil átta ár var
nær daglegur samgangur milli
heimilanna. Það brá aldrei
skugga á vináttu okkar og sam-
skipti fjölskyldnanna voru mikil.
Börnin okkar nutu þess hve
Hansa var barngóð og hafði gam-
an af að gleðja og glettast við
börnin. Það lýsti Hönsu vel að
þegar yngsta dóttir okkar var ný-
fædd kom Hansa með forláta
silkikjól sem hún hafði fengið í
Skotlandi og gaf henni og fylgdist
síðar með því þegar litla daman
var klædd í skartklæðin og steig
sín fyrstu skref í „prinssessu-
kjólnum“ frá henni Hönsu. Hansa
var sífellt að prjóna og naut þess
að gefa það sem hún af mikilli
natni skapaði í höndunum og
færði vinum og vandamönnum.
Á yngri árum var Hansa mikil
íþróttakona og keppti á mótum og
vann til verðlauna í badmintoní-
þróttinni. Árið 1958 varð Hansa
Íslandsmeistari í tvíliðaleik í bad-
minton og sýndi með því hversu
frábær íþróttakona hún var. Hún
var alla tíð mikil áhugamanneskja
um keppnisíþróttir og fylgdist vel
með þeim sem kepptu, ekki síst í
hestaíþróttum. Í áratugi var hún
Hansa fyrst á vettvang þegar
undirbúin voru mót Hestamanna-
félagsins Snæfellings á Kaldár-
melum í Kolbeinsstaðahreppi og
hún var fastur punktur í tilveru
ungra hestamanna sem sóttu
mótin og kepptu fyrir hönd Hest-
eigendafélags Stykkishólms. Það
voru margar máltíðirnar sem
Hansa veitti ungum sem eldri
hestamönnum á þessum fjölsóttu
mótum. Við sem höfum átt ung-
ling á slíkum mótum stöndum í
þakkarskuld við Hönsu fyrir að
standa vaktina og þjóna í sjálf-
boðavinnu og standa þar við hlið
eiginmanns síns, Högna Bærings-
sonar, sem fór í fylkingarbrjósti
þeirra sem báru uppi starfið á
Kaldármelum. Það sama var um
hlut hennar í fjölmörgum ferðum
hestamanna úr Stykkishólmi sem
farnar voru milli héraða.
Það er dýrmætt að eignast
góða vini á lífsleiðinni. Við erum
þakklát fyrir að hafa átt vináttu
þeirra Hönsu og Högna öll þessi
ár og hafa notið stuðnings þeirra
og vinskapar. Við leiðarlok minn-
umst við Hönsu með söknuði,
virðingu og þakklæti og varðveit-
um minningu hennar. Högna og
fjölskyldu vottum við dýpstu sam-
úð og biðjum þeim blessunar.
Hallgerður
Gunnarsdóttir
og Sturla Böðvarsson.
Elsku mamma, þín er og verð-
ur sárt saknað af okkur öllum, það
var ómetanlegt að hafa þig hér
fyrir neðan hæðina hjá okkur,
stelpurnar sögðu alltaf að þið
pabbi væruð að flytja til okkar
vegna þess að Högni, Íris og
stelpurnar hefðu fengið að hafa
ykkur svo lengi í næsta húsi að nú
væri komið að okkur, og það voru
sönn forréttindi að hafa ömmu og
afa að fara til eftir skóla og bara
hvenær sem var, þegar eitthvað
var að og líka þegar það var eitt-
hvað skemmtilegt sem varð að
segja frá eða bara til að láta dekra
við sig, þá varstu alltaf til staðar
fyrir okkur. Við vorum og erum
ævinlega þakklát fyrir að hafa átt
þig sem mömmu, ömmu og löngu
eins þú lést langömmubörnin
kalla þig. Það eru bara tvær vikur
síðan ég var í heimsókn hjá vin-
konu minni og við vorum að tala
um hvað það væri gott að eiga
mömmu til að fara til með allt, en
enginn veit hvað bíður handan við
hornið, við söknum þín öll, elsku
mamma.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði
að sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Og loks þegar móðririn lögð er í mold
Þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og
gaf þér sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Helga Kristín Högnadóttir.
Hansa Jónsdóttir
Bridsfélag Kópavogs
Fimmtudaginn 15. september hefst
vetrarstarfið hjá Bridsfélagi Kópavogs
og verður lagt af stað með eins kvölds tví-
menning. Spilamennska hefst klukkan
19. Spilað er í Gjábakka, félagsheimili
eldri borgara í Fannborg 8. Keppnis-
stjóri er Þórður Ingólfsson.
Páll og Sverrir burstuðu
fyrsta tvímenninginn hjá BR
Fyrsta spilakvöld BR fór rólega af
stað. Páll Valdimarsson og Sverrir Krist-
insson tóku risaskor í síðustu umferð og
unnu mótið.
Páll Valdimarss. – Sverrir Kristinss. 137
Helgi Sigurðss. – Ísak Örn Sigurðss. 128
Vigfús Pálss. – Björgvin Víglundss. 127
Nánari úrslit er að finna á heimasíðu
BR. Þriðjudaginn 13. september byrjar
þriggja kvölda Cavendish-tvímenningur
(IMPs across the field), þar sem hægt er
að skora stórt. Spilamennska hefst kl. 19.
Áður en spilamennska hefst (kl. 18)
mun Sveinn Rúnar Eiríksson verða með
stutta kynningu á Bridgebase fyrir þá
sem ekki kunna á forritið. Farið verður
yfir hvernig á að stofna aðgang, stofna
borð, spila sveitakeppnisleik, partners-
hip bidding (sem er frábært tæki til að
æfa kerfið), hvernig keypt er inneign til
að spila í mótum og margt fleira.
Heitt kaffi verður á boðstólum í boði
BR meðan á fyrirlestrinum stendur.
Fyrirlesturinn tekur u.þ.b. 45 mínútur
og allir eru velkomnir.
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði,
Stangarhyl, fimmtud. 8. sept. Spilað var á
níu borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur
N-S:
Magnús Oddss. – Oliver Kristófersson 285
Jón Þór Karlss. – Birgir Sigurðss. 246
Friðrik Jónsson – Björn Svavarss. 244
Árangur A-V:
Ægir Ferdinandss. – Helgi Hallgrímss. 256
Bragi Björnsson – Albert Þorsteinss. 246
Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 226
Tólf borð í Gullsmára
Spilað var á 12 borðum í Gullsmára
fimmtudaginn 8. september. Úrslit í N/S:
Guðrún Hinriksd. – Haukur Hanness. 206
Jón Bjarnar – Katarínus Jónsson 196
Halldór Jónsson – Guðlaugur Árnas. 189
Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 171
A/V
Sigurður Njálsson – Ágúst Sigurðss. 216
Helgi Sigurðsson – Stefán Ólafsson 214
Haukur Guðbjartss. – Þorbj. Benediktss. 182
Anna Hauksd. – Hulda Jónasard. 177
Spilað var á 12 borðum í Gullsmára
mánudaginn 5. september. Úrslit í N/S:
Þorsteinn Laufdal – Páll Ólason 194
Jón Bjarnar – Helgi Sigurðsson 189
Halldór Jónss. – Guðlaugur Árnason 188
Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsd. 183
A/V
Einar Elíasson – Magnús Thejll 202
Samúel Guðmundsson – Jón Hanness. 196
Skúli Sigurðsson – Gísli Kjartanss. 192
Steindór Árnason – Einar Markúss. 188
Eldri borgarar Hafnarfirði
Föstudaginn 2. september var spilað á
13 borðum hjá FEBH með eftirfarandi
úrslitum í N/S
Ragnar Björnsson – Pétur Antonsson 416
Oliver Kristófss. – Steinmóður Einarss. 358
Jón Sigvaldason – Ólafur Oddsson 335
AV.
Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktsson 402
Nanna Eiríksd. – Skarphéðinn Lýðss. 376
Kristján Þorláksson – Haukur Guðmss. 370
Þriðjudaginn 6. september var spilað á
12 borðum með eftirfarandi úrslitum í
N/S
Ólafur Ingvarss. – Sigurberg Elentínuss. 254
Albert Þorsteinsson – Björn Árnason 243
Katarínus Jónss. – Skarphéðinn Lýðss. 240
Jón Lárusson – Bjarni Þórarinsson 231
Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 225
AV.
Bjarnar Ingimarss. – Bragi Björnsson 279
Tómas Sigurjss. – Jóhannes Guðmannss. 269
Anton Jónsson – Ólafur Ólafsson 253
Jón Ól. Bjarnason – Stefán Ólafsson 239
Þorvaldur Þorgrímss. – Helgi Sigurðss. 220
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Mig langar að
kveðja Susann
Schumacher, góða
vinkonu og samstarfskonu, með
nokkrum orðum. Ég þarf að fara
langt aftur í tímann til að minnast
okkar fyrstu kynna, til þeirra
tíma þegar allt utanlandsflug var
rekið frá Reykjavíkurflugvelli og
erlendar flugfreyjur voru ráðnar
til Loftleiða til þess að bæta
tungumálakunnáttu okkar hinna.
Við flugum meðal annars til
Finnlands og því voru nokkrar
finnskar stúlkur ráðnar til félags-
ins. Susann var ein þeirra. Ég
man þegar ég sá hana fyrst í
Loftleiðaskúrnum á Reykjavík-
urflugvelli sem þá kallaðist flug-
stöð. Mér varð starsýnt á hana;
hún var lítil, nett og gullfalleg.
Susann var einhvern veginn
„öðruvísi“ en við áttum að venjast
og þannig var hún alla tíð –
„öðruvísi“.
Seinna urðum við góðar vin-
konur, en ég fann alltaf betur og
betur, að hún var eins og lítill far-
fugl sem hafði villst af leið hingað
til okkar skrítnu eyju. Umheim-
urinn var fyrst þarna að opnast
fyrir okkur Íslendingana en Sus-
ann var hins vegar fædd og upp-
alin úti í þessum stóra heimi. Hún
Susann Mariette
Schumacher
✝ Susann Mar-iette Schumac-
her, fyrrverandi
flugfreyja, fæddist
17. ágúst 1942. Hún
lést 29. ágúst 2011.
Útför Susann fór
fram 8. september
2011.
hafði greinilega
fengið strangt en
gott uppeldi, sem
átti lítið skylt við ís-
lenska, frjálsa
barnauppeldið. Það
var svo margt í okk-
ar fari sem hún
skildi ekki og við
skildum hana ekki
alltaf; hún var
heimsdama og mik-
ill fagurkeri sem átti
lítið skylt við íslenskan veruleika
á þeim tíma.
Susann giftist Skúla Þorvalds-
syni og eignaðist með honum tvö
yndisleg börn, þau Þorvald og
Nínu, sem var afar ánægjulegt að
fylgjast með vaxa úr grasi. En
Adam var ekki lengi í Paradís.
Susann átti erfitt með að finna
hamingjuna hér á Íslandi og
óveðursský tóku að hrannast upp
– hjónaskilnaður, dótturmissir og
síðan grimm veikindi sem sigr-
uðu hana að lokum, alltof unga,
alltof fljótt. Hún vildi berjast við
veikindi sín erlendis í íbúðinni
sinni á Spáni og það var aðdáun-
arvert að fylgjast úr fjarlægð
með syni hennar, Þorvaldi,
hversu vel hann sinnti og hugsaði
um móður sína í veikindum henn-
ar. Að lokum kom hann með hana
heim og hún lagðist á líknardeild-
ina í Kópavogi, þar sem hún lést
síðastliðinn ágúst.
Við Jón og fjölskylda okkar
sendum Þorvaldi og öllum ástvin-
um hennar okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Susann Schumacher.
Erna Hrólfsdóttir.
Kveðja frá Lyfja-
fræðisafninu
Skammt er stórra
högga á milli, Lyfjafræðisafnið
hefur misst tvo máttarstólpa sína
með þriggja mánaða millibili. Ás-
laug Hafliðadóttir, gjaldkeri
safnsins frá upphafi, lést sunnu-
daginn 21. ágúst.
Hún var ekki einungis gjald-
keri safnsins frá stofnun þess árið
1985, heldur einnig gjaldkeri
menningarsjóðs lyfjafræðinga frá
1963 þar til hann var lagður niður
eftir stofnun safnsins og að auki
gjaldkeri Lyfjafræðingafélagsins
tvö kjörtímabil. Gjaldkerastörfum
sinnti hún af stakri trúmennsku,
ekki fór króna til spillis í hennar
vörslu, hún nýtti alla hluti til hins
ýtrasta. Smáreikninga greiddi
hún jafnvel úr eigin vasa og lagði
fram dágóða upphæð til bygging-
ar Lyfjafræðisafnsins.
En fjármál eða að safna eigin
auði var ekki áhugamál hennar,
heldur vann hún ótrúlegt starf í
þágu sögu íslenskra lyfjafræðinga
án endurgjalds.
Í mörg ár vann hún ásamt Ingi-
björgu Böðvarsdóttur og Axel
Sigurðssyni að útgáfu Lyfjafræð-
ingatals sem kom út árið 1982. Í
ritinu eru upplýsingar um alla þá
sem lokið hafa prófi í lyfjafræði og
eða starfað sem lyfjafræðingar á
Íslandi frá upphafi apóteka á Ís-
landi 1760. Einnig birtu þær stöll-
ur áhugaverðar greinar um fyrstu
íslensku lyfjafræðingana í Tíma-
riti um lyfjafræði.
Áslaug
Hafliðadóttir
✝ Áslaug Haf-liðadóttir
fæddist í Reykjavík
22. ágúst 1929. Hún
lést 21. ágúst 2011.
Útför Áslaugar
fór fram 5. sept-
ember 2011
Þegar kom að
endurútgáfu Lyfja-
fræðingatalsins 2002
var hún aftur kölluð
til verksins, ásamt
öðrum við fráfall Ax-
els Sigurðssonar,
sem hafði þá hafið
endurútgáfu á tal-
inu, en lést áður en
því verki var lokið.
Áslaug starfaði
sem lyfjafræðingur í
Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúð
Breiðholts og var einstaklega vel
látin af samstarfsmönnum sínum,
ekki síst öllum nemunum í lyfja-
fræði sem hún hafði umsjón með.
Hún var sæmd gullmerki Lyfja-
fræðingafélags Íslands á 60 ára af-
mæli félagsins og á 75 ára afmæli
félagsins var hún útnefnd heiðurs-
félagi Lyfjafræðingafélagsins.
Áslaug naut lífsins til síðasta
dags í gamla húsinu sínu í hjarta
Reykjavíkur þar sem hún hafði bú-
ið alla ævi. Það var eins og að ganga
inn í horfinn heim að koma í heim-
sókn á Bjarkargötuna, þar ríkti
reglusemi, ró og friður og virðing
borin fyrir því gamla. Hún gladdist
á sólríkum dögum í sumarbústaðn-
um í Grímsnesinu og notaði hvert
tækifæri sem gafst til þess að
ferðast bæði heima og erlendis
Áslaug var einstaklega vönduð
manneskja sem naut óskoraðs
trausts allra sem kynntust henni.
En hún var ekki einungis traust og
nákvæm heldur ljómandi skemmti-
leg og til í sprell hvenær sem var og
hafði jákvæð áhrif á alla sem hún
umgekkst.
Hennar verður sárt saknað.
Aðstandendum hennar sendum
við innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir mistök féll hluti þessar-
ar greinar niður í fyrri birt-
ingu og er hún því endurbirt.
Kristín Einarsdóttir.