Morgunblaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Hallinn á rekstri ríkissjóðs fyrstu sjö mánuði ársins nam 64 milljörðum króna og er hann því 28 milljörðum meiri en fjárlög ársins gera ráð fyrir. Þetta þýðir að tekjuhlið ríkisrekst- ursins verður að styrkjast verulega á kostnað útgjalda ef takast á að ná markmiði fjárlaga. Horfur eru hins- vegar á því gagnstæða, en í sjöttu og síðustu endurskoðun Alþjóðagjald- eyrissjóðsins á efnahagsáætlun hans og stjórnvalda kemur fram að rík- isútgjöld hækki umtalsvert á síðari helmingi ársins miðað við fyrstu sex mánuðina. Auk þess er vert að nefna að ljóst er að eftir á að koma til veru- legra útgjalda ríkissjóðs í haust vegna liða sem eru ekki á fjárlögum: Fjárframlög vegna Íbúðalánasjóðs og kostnaður ríkisins vegna yfirtöku Landsbankans á SpKef bera þar hæst. Tekjur ríkissjóðs námu ríflega 242 milljörðum fyrstu sjö mánuði ársins og samkvæmt fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu er um 7,5% samdrátt að ræða frá því á sama tíma í fyrra. Gjöld ríkissjóðs á tíma- bilinu voru 307 milljarðar eða um 3,4% lægri en í fyrra. Rétt er að taka fram að samanburður á afkomu milli ára segir takmarkaða sögu þar sem fjárlögunum í fyrra voru sett önnur markmið en þeim sem nú eru í gildi. Útgjöld ríkisins umfram tekjur í fyrra námu 123 milljörðum króna en fjárlög gerðu ráð fyrir að hallinn á rekstri ríkissjóðs yrði 82 milljarðar. Var því hallinn 8% af landsfram- leiðslu en ekki 5,3% eins og fjárlögin gerðu ráð fyrir. Skuldir ríkisins komnar í 111% af landsframleiðslu Á sama tíma og fjármálaráðuneyt- ið birti afkomu ríkisins fyrstu sjö mánuði ársins kom yfirlit Hagstof- unnar yfir fjármál hins opinbera á öðrum ársfjórðungi. Þar kom meðal annars fram að skuldir ríkissjóðs námu 1.803 milljörðum króna við lok 2. ársfjórðungs eða sem nemur 111,3% af landsframleiðslu. Skuld- irnar hækkuðu um 10% frá því á sama tíma í fyrra. Tölur Hagstof- unnar taka tillit til lífeyrisskuldbind- inga auk skammtímaskuldbindinga sem Lánasýsla ríkisins tekur ekki með inn í sinn reikning. Samkvæmt Lánasýslunni námu skuldir ríkisins um 85% af landsframleiðslu í lok júlí. Fjárlagahallinn kominn í 64 milljarða það sem af er ári  AGS segir að útgjöld aukist á síðari árshelmingi  Skuldir ríkisins 111% af VLF Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon fer með ráðuneyti fjármála. Morgunblaðið/RAX Afkoma ríkissjóðs » Hallinn á rekstri ríkissjóðs var 64,1 milljarður króna fyrstu sjö mánuði ársins. » Markmið fjárlaga gera ráð fyrir að hallinn á rekstri rík- isins verði tæpir 40 milljarðar í ár. » Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við því að útgjöld ríkisins aukist á síðari hluta ársins. » Skuldir ríkisins voru komnar í 111% af landsframleiðslu við lok annars ársfjórðungs sam- kvæmt Hagstofunni. Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Ísland er eina landið í samantekt evr- ópsku hagstofunnar Eurostat, sem er með samdrátt í landsframleiðslu á öðrum fjórðungi þessa árs frá þeim fyrsta. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær dróst árstíðaleiðrétt raunlandsframleiðsla saman um 2,8% á öðrum fjórðungi. Taka ber þó fram að ekki liggja fyrir tölur frá Ír- landi og Grikklandi, sem eiga í mikl- um skuldavanda um þessar mundir. Lítill vöxtur Hagvöxtur var þó ekki mikill hjá Evrópuríkjum á fjórðungnum. Að meðaltali nam hann 0,2% á tíma- bilinu, miðað við fjórðunginn á und- an. Ef við horfum á hin Norðurlöndin kemur í ljós að hagvöxtur í Dan- mörku á fjórðungnum er 1%, Finn- landi 0,6%, Svíþjóð 1% og Noregi 0,4%. Þá eru Þýskaland, Frakkland og Bretland nærri núllinu. Ef miðað er við sama fjórðung 2010 er samanburðurinn hagstæðari, en landsframleiðsla á föstu verðlagi jókst um 1,4% á milli ára. Meðaltals- hækkunin í 27 löndum Evrópusam- bandsins nemur 1,7%. Á þennan mælikvarða er mesti hagvöxturinn í Eistlandi, heil 8,4%, en það er reynd- ar miðað við tölur sem eru ekki árs- tíðaleiðréttar. Taka ber fram að hag- vöxtur á fyrri hluta ársins var 2,5% miðað við sama tíma 2010. Mikill hagvöxtur í Svíþjóð Mikill hagvöxtur hefur verið í Sví- þjóð síðustu fjórðunga miðað við sömu fjórðunga árið áður: 5,3% á öðrum ársfjórðungi, 6,4% á þeim fyrsta og 7,6% á fjórða fjórðungi 2010. Morgunblaðið/Golli Samdráttur Hagvöxtur á öðrum fjórðungi ársins var neikvæður um 2,8% skv. tölum Hagstofu. Á fyrri helmingi ársins var hann jákvæður um 2,5%. Ísland neðst hjá Eurostat  Eitt með samdrátt á öðrum fjórðungi 26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011 + Bókaðu flug á www.icelandair.is Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar. Þessi ferð gefur frá 2.100 til 6.300 Vildarpunkta aðra leiðina. ÍS LE N SK A SI A. I S IC E 55 48 4 09 /1 1                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-+. +./-01 ++2-0/ 3+-4+ 3+-/,3 +.-522 +//-31 +-10 +.3-. +2+-4+ ++,-1, +.1-/0 ++4-34 3+-441 3+-1+, +.-++0 +//-2+ +-1011 +./-/1 +23-+2 3+.-5,+, ++,-43 +.1-.1 ++4-2+ 3+-./. 3+-14. +.-+43 +//-0. +-10.. +./-.. +23-2+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á STUTTAR FRÉTTIR ● Tollstjóri hefur krafist gjald- þrotaskipta á fé- laginu Joco ehf., en stjórn- arformaður þess er Jón Ólafsson, sem á félagið Ice- landic Water Holdings, fram- leiðanda Icelandic Glacial-vatnsins. Samkvæmt ársreikningi Joco fyrir árið 2009 var tap félagsins 173 millj- ónir króna, svipað og árið áður, og eigið fé neikvætt um 1,1 milljarð. Joco átti hlut í félögunum Navia og Sonic, sem bæði fást við hljóðupptöku og tónlistarútgáfu og Byggingarfélagi Arnarness. Skipta krafist á Joco Jón Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.