Morgunblaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011 Gerðarlegir gleðimenn Spaugstofumennirnir Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson, Karl Ágúst Úlfsson og Pálmi Gestsson voru í sólskinsskapi og fóru létt með að bera sófann á Bankastrætinu. Eggert Ný skipulagstillaga Landspít- ala hefur nú verið kynnt og sýn- ist sitt hverjum og ekki er laust við að sundurlyndisfjandinn leiki lausum hala. Með þeim breyttu byggingaráformum, sem fyrir liggja, mun afleit aðstaða sjúk- linga og sérhæfðustu lækninga á Íslandi vonandi færast í nútíma- horf og talið er að veruleg hag- ræðing náist vegna samlegð- aráhrifa. Þótt ég styðji eindregið byggingu nýs spítala ætla ég þó í þessari grein að benda á annan staðsetningarvalkost á lóð gamla Landspítalans, sem ég tel að kunni að vera enn hagstæðari og falla betur að annarri byggð heldur en sú staðsetning- artillaga, sem unnið er eftir á neðri lóð sjúkrahússins. Forsaga og staðsetningarákvörðun Landspítali er endastöð sérhæfðustu lækn- inga á Íslandi og aðalkennslusjúkrahús landsins. Þótt rekstur Landspítala hafi verið sameinaður árið 2000 og álag og umfang starfsins hafi aukist árlega starfar sjúkra- húsið í gömlu, óhentugu, þröngu og bók- staflega sjúklingafjandsamlegu húsnæði, sem dreift er um Reykjavík. Það var ljóst frá upp- hafi, að ef sameining sjúkrahúsanna ætti að skila fullum árangri, faglega og rekstrarlega, þá yrði að koma sem mestri bráðastarfsemi, þ.e. flestöllum sérgreinum lækninga, sem fyrst í eitt hús. Það er ógerningur í núver- andi húsnæði. Í grein í Morgunblaðinu 29. mars 2001 gerði ég að tillögu minni að strax yrði hafist handa við byggingu „bráðaþjónustuhúss án legudeilda, sem byggðar yrðu síðar“ á efri hluta lóðar gamla Landspítalans. Tillagan hlaut ekki undirtektir stjórnenda, sem not- uðu næstu misserin til þess að vinna miklu stærri nýbyggingu fylgis og til þess að skoða framtíðarstaðsetningu sjúkrahússins á öllu Reykjavíkursvæðinu. Árið 2002 ákváðu stjórnvöld, að framtíðaruppbygging samein- aðs Landspítala yrði á lóðinni „við Hring- braut“, þ.e. milli Barónsstígs, Eiríksgötu og Hringbrautar. Sú ákvörðun byggðist m.a. á þeirri staðreynd, að á Hringbrautarlóð væri þá þegar miklu meira nýtanlegt bygg- ingamagn (um 60.000 fermetrar, 67%) heldur en á lóðinni í Fossvogi (um 30.000 fermetrar, 33%). Einnig var tekið tillit til staðsetningar kennsluspítalans í nálægð við Háskólann og flugvöllinn, nýr barnaspítali hafði verið reist- ur við Barónsstíg og uppbyggingarsjónarmið í miðborg Reykjavíkur vógu nokkuð. Vorið 2006 var svo kynnt tillaga um að byggja upp frá grunni nýtt risastórt (um 135.000 fermetra) kennslu- sjúkrahús neðan gamla Land- spítalans á stækkaðri „Hring- brautarlóð“, sem fól m.a. í sér flutning Hringbrautar í suður skv. nýju deiliskipulagi. Óskað var eftir athugasemdum við deiliskipulagið. Að áliti und- irritaðs vék þetta deiliskipulag einni aðalforsendu ákvörðunar um staðsetningu Landspítala í miðbænum til hliðar því sú til- laga gerði ráð fyrir tiltölulega litlum notum af eldri bygg- ingum á efri hluta lóðarinnar á Hringbraut. Gerði ég þá aftur tillögu um minni og að mínu mati hagsýnni stækkun spítalans með aðaláherslu á byggingu bráða- þjónustuhúss á efri (þ.e. núverandi) hluta lóðarinnar í fyrsta áfanga. Kynnti ég hug- myndina á fundum og birti ég um hana grein í Morgunblaðinu 2. júní 2006. Þessi tillaga var lík gamalli tillögu White arkitekta um áratug fyrr. Aftur hlaut tillagan engar und- irtektir stjórnenda. En eitthvað stóð stór- byggingin í æðstu ráðamönnum og í ljósi efnahagsaðstæðna haustið 2008 frestaði Al- þingi svo nýbyggingunni við setningu fjár- laga. Bráðaþjónustuhús við Hringbraut Eftir að hafa metið stöðuna og kynnt sér fyrri tillögur, þ.á m. tillögur undirritaðs, gerði Hulda Gunnlaugsdóttir þáverandi for- stjóri Landspítala, snemma árs 2009 í sam- vinnu við norska arkitekta formlega tillögu um byggingu bráðaþjónustuhúss, þ.e. um 66.000 fermetra nýbyggingu á neðri hluta Hringbrautarlóðar í stað þeirrar 135.000 fm byggingar sem áður var fyrirhuguð á sama stað. Það er þessi tillaga, sem er í hönnun sem fyrsti áfangi hins nýja skipulags, sem kynnt hefur verið. Bráðaþjónustuhúsið við Hringbraut verður hjarta hins nýja sjúkra- húss, þ.e. bráðamóttaka, röntgendeildir, skurðstofur, gjörgæsludeildir og rann- sóknastofur og einnig nýjar legudeildir. Ólíkt tillögu minni gerir „norska tillagan“ ráð fyrir því, að bráðaþjónustuhúsið verði byggt á reit rétt sunnan við gamla spítalann en neðar í brekkunni. Tillagan leysir brýnasta vanda sjúkrahússins næstu árin og tryggir faglega sameiningu stórs hluta bráðastarfseminnar í eitt nútímalegt hús. En ásýnd spítalans og Reykjavíkur breytist mikið verði neðri hluti lóðarinnar valinn – og nýting gömlu húsanna verður e.t.v. ekki jafngóð og ef efri lóðin væri valin. Er annar valkostur á Hringbrautarlóð? Þótt ég styðji eindregið áform um bygg- ingu bráðaþjónustuhúss sem allra fyrst leyfi ég mér í þessari grein að ítreka staðsetning- armöguleika bráðaþjónustuhússins á efri hluta lóðarinnar (sjá mynd). Staðsetning á nýbyggingum efri hluta lóðarinnar myndi hugsanlega leysa mesta húsnæðisvandann miklu fyrr en norska tillagan. Á efri lóðinni má nefnilega byggja sjúkrahúsið upp í smærri áföngum sem komast strax í gagnið með áherslu á bráðastarfsemi í fyrsta áfanga, þ.e. annaðhvort við Barónsstíg þar sem „Kringlan“ er núna eða við Eiríksgötu í framhaldi af W-væng. Með staðsetningu húsanna á efri lóðinni skapast strax styttri og betri innanhússtengingar við núverandi húsnæði, t.d. geðdeild og barnadeildir. M.ö.o. nýtast eldri byggingar miklu betur næstu ár- in, sem gæti verið skynsamlegt í brimróti skuldadaga Íslendinga. Stækka mætti K- byggingu sem rannsóknastofubyggingu en stækkun er fullhönnuð og með bygging- arleyfi. Eins fljótt og auðið er mætti svo byggja nýjar byggingar og tengibyggingar á efri hluta lóðarinnar (þar sem gamli Hjúkr- unarskólinn stendur nú og í suðurátt) eða þar sem gamli blóðbankinn og líffærameina- fræðin er nú. Staðsetning spítalans við Ei- ríksgötu hefði einnig mun minni áhrif á ásýnd spítalans í heild, Skólavörðuholtsins og Þingholtanna heldur en bygging neðan gamla spítalans en það hlýtur að skipta borg- arbúa máli. Lokaorð Bygging þjóðarsjúkrahúss er verkefni, sem skilur eftir sig risaspor til framtíðar. Byggingin er nauðsynleg en deila má um staðsetninguna en þó ekki út í það óend- anlega. Undirritaður styður nýbyggingu sjúkrahúss en ítrekar skoðun tillögu þess efnis að staðsetja mætti hjarta sjúkrahússins á efri lóð Landspítalans milli Barónsstígs og Eiríksgötu en ekki neðar á lóðinni við Hring- braut eins og núverandi tillögur ganga út á. Með því myndi gamla Hringbrautin og sjón- línur frá 1930 til gamla spítalans haldast lítt breyttar. Mikilvægt er þó að tillaga sem þessi leiði ekki til seinkunar bygging- aráforma. Því þurfa skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar að taka af skarið hið fyrsta þannig að hagkvæmnis- og ásýnd- arsjónarmiðum sé mætt. Eftir Pál Torfa Önundarsson »… fjalla um tvo staðsetn- ingarvalkosti á lóð gamla Landspítalans, sem ég tel að kunni að vera enn hagkvæm- ari og falla betur að annarri byggð í Skólavörðuholtinu heldur en sú staðsetning- artillaga, sem unnið er eftir. Páll Torfi Önundarson Nýr Landspítali við Barónsstíg og Eiríksgötu í stað Hringbrautar? Hugsanleg staðsetning nýbygginga LSH á efri lóðinni við Barónstíg og Eiríksgötu. Höfundur er yfirlæknir blóðmeinafræðideildar Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.