Morgunblaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 47
DAGBÓK 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÉG GET EKKI
HALDIÐ NIÐUR Í
MÉR ANDANUM
LENGUR
OJ! EN SÚ
ANDFÝLA
FYRIR-
GEFÐU
VEL
GERT,
VEL
GERT
MÁ ÉG SEGJA ÞÉR FRÁ
SVOLITLU SÆTU SEM
SYSTIR MÍN GERÐI Í GÆR?
SKO,
HÚN VAR
AÐ...
Í DAG
LANGAR MIG AÐ
RÆÐA VIÐ ÞIG
UM...
...MIKILVÆGI
ÞESS AÐ GRENNA
SIG...
Í FYRSTA LAGI ÞÁ
VÆRI ERFIÐARA AÐ
HITTA ÞIG
NÆSTA PRÓF MUN
MÆLA HVERSU LENGI
ÞÚ GETUR VERIÐ MEÐ
HAUSINN ÚT UM
GLUGGANN
ÉG
GET VERIÐ
SVONA ALVEG
ENDALAUST
STOPPAÐU!
ÉG ÆTLA AÐ SKIPU-
LEGGJA RÓMANTÍSKA
KVÖLDSTUND MEÐ
KONUNNI...
„RÓMANTÍSKT
KVÖLD MEÐ MAKA
ÞÍNUM”2.368.354
LEITAR NIÐURSTÖÐUR
FYRSTA SKREF:
ÞAÐ ER NAUÐSYNLEGT AÐ
SKAPA RÉTTA STEMNINGU.
VERTU VISS UM AÐ ÞÚ
HAFIR NÆGAN TÍMA TIL
AÐ UNDIRBÚA ÞIG
BYRJAÐU Á ÞVÍ AÐ TAKA
ÞÉR VIKU FRÍ FRÁ VINNU
UH-OH...
KANNSKI EKKI, Í BLAÐINU
STÓÐ AÐ IRON MAN HEFÐI
SÉÐ UM ÞETTA
SVO ER LÍKA MIKLU
SKEMMTILEGRA AÐ VERA MEÐ ÞÉR
HÚRRA FYRIR
IRON MAN!
ÞARFTU
AÐ FARA
AFTUR TIL
NEW YORK?
JÁ,
ENDILEGA
Ásælni ráðamanna
í lífeyrissjóðina
Nú er hrópað að lífeyr-
issjóðirnir eigi að fjár-
magna hitt og þetta.
Byggingu sjúkrahúss,
lagningu jarðganga
o.s.frv. Lífeyrissjóðir
eru eign lífeyrisþega
og vinnandi fólks, fjár-
munir þeirra eru ekki
handa ráðamönnum til
ráðstöfunar. Margir
lífeyrissjóðir hafa
skorið niður greiðslur
til félagsmanna, ríkið
skuldar lífeyrissjóði
ríkisstarfsmanna einhverjar fúlgur,
ég vona að vörslumenn lífeyrissjóða
passi vel upp á peninga okkar og láti
ekki ásælni hafa áhrif á stjórnun
þeirra eða framkvæmdir.
Lífeyrisþegi.
Ég vil hrósa ABC-markaðnum í
Súðarvogi, þar má fá
allt frá fatnaði til hús-
gagna fyrir lítinn pen-
ing og rennur hann til
hjálparstarfs.
GB.
Farið varlega –
ekki selja land-
ið okkar Kínverjum
Smátt og smátt færa
þeir sig upp á skaftið.
Hvernig fóru þeir
með Tíbet? Og nú eiga
þeir orðið Afríku. Þeir
hætta ekki fyrr en þeir
eiga allan heiminn. Áfram Ögmund-
ur, haltu utan um landið okkar.
Pössum það fyrir komandi kyn-
slóðir.
Íslandsvinur.
Ást er…
… stundum það sem
slítur ykkur í sundur.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Á tuttugustu öld hafa Íslend-ingar haft ýmis óvenjuleg
kynni af íbúum Tékkóslóvakíu.
Sumum í Halldórseigendafélag-
inu íslenska gramdist, þegar ég
benti á það, að Atómstöðin eftir
Laxness, eitt beittasta vopn ís-
lenskra kommúnista gegn varn-
arsamstarfi við Bandaríkin, væri að
miklu leyti sniðin eftir skáldsög-
unni Sveitastúlkunni Önnu (sem hét
í þýskri þýðingu af tékknesku
Anna. Das Mädchen vom Lande).
Höfundur sögunnar var rithöfund-
urinn og kommúnistinn Ivan Ol-
bracht, en landi hans og skoð-
anabróðir, Otto Katz, sneri henni á
þýsku.
Otto Katz var eitt stærsta tann-
hjólið í hinni risavöxnu áróðursvél
kommúnista í Evrópu milli stríða.
Undir dulnefninu André Simone
skrifaði hann margar bækur, og var
ein þeirra gefin hér út 1943 í þýð-
ingu Sverris Kristjánssonar, Evr-
ópa á glapstigum. Katz var æv-
intýramaður og talinn fyrirmynd
Victors Lazslos í Casablanca og
Kurts Mullers í Vörður við Rín
(Watch on the Rhine), sem báðar
voru sýndar hér á landi. Hann barð-
ist í spænska borgarastríðinu,
skipulagði undirróður meðal leik-
ara í Hollywood og varð ritstjóri að-
alblaðs kommúnista í Tékkóslóv-
akíu eftir valdarán þeirra þar 1948.
Í hreinsunum innan komm-
únistaflokksins 1952 var hann
leiddur fyrir rétt og hengdur.
Á sakamannabekk með Katz sat
aðstoðarráðherra í ríkisstjórn
kommúnista, dr. Rudolf Margolius,
sem sá um utanríkisviðskipti. Hann
var eins og Katz af gyðingaættum
og hafði setið í fangabúðum nasista
í stríðinu. Eitt ákæruatriðið gegn
Margoliusi var, að hann hefði gert
viðskiptasamninga við auðvaldsríki
eins og Ísland. Morgunblaðið
spurði, hvenær orðið hefði dauða-
sök að kaupa fisk af Íslendingum.
Þjóðviljinn svaraði: „Reyndust sak-
borningarnir sekir um landráð,
njósnir og skemmdarverk, en svo
vel hafði verið að rannsókn unnið,
að enginn hinna ákærðu treystist til
að véfengja niðurstöðurnar, heldur
játuðu skilyrðislaust. Voru þeir síð-
an réttaðir, en þau málalok dæmdra
stórbrotamanna tíðkast enn í svo til
öllum löndum heims.“ Var Marg-
olius hengdur eins og Katz.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Hengdur fyrir að kaupa
fisk af Íslendingum
Karlinn á Laugaveginum var menn-ingarlega sinnaður þegar ég hitti
hann, sagði að fyrsta kvikmyndin, Síð-
asti bærinn í dalnum, hefði markað
þáttaskil og að hann gleymdi aldrei
þeirri stund í Austurbæjarbíó, þegar
hann sá hana. Honum hefði fundist Ís-
land stækka, – „og svo höfum við ekki
lengur efni á að reka kvikmyndaskóla,“
bætti hann við. Og eftir stundarþögn:
Það er auðvitað ekkert slúður
að alltaf er Þráinn með múður.
Og ráðherrann sjálfur
út um eyjar og álfur
eitt allsherjar menningarklúður.
Í síðasta Vísnahorni, sem ég skrifaði,
birti ég gátu eftir Kristleif á Stóra-
Kroppi. Ráðningin er símastaur. Nú er
svo komið að Glymur er næsthæsti foss
Íslands 198 metra hár. Um hann segir í
Íslandshandbókinni að hann þyki feg-
urstur þegar sólin er í hásuðri og geisl-
ar hennar falla inn í gljúfrið. Hann hef-
ur orðið alþýðuskáldum okkar að
yrkisefni. Sigvaldi skáldi Jónsson kvað:
Á þann himinháa Glym
hver sem skimar lengi
fær í limu sundl og svim
sem á rimum héngi.
Sigurður á Jörva orti:
Botns af háu brún í gjá
er breytinn þrymur.
Vatni bláu fleytir fimur
fossinn sá er heitir Glymur.
Sigurður flutti með seinni konu sinni
að Fitjum í Skorradal, en áttu ekki
skap saman svo að leiðir skildu. Á þess-
um árum kom hann í vorharðindum í
Grafardal og sagði við bónda:
Hungruð kindin hímir mörg,
heyjamyndir dvína.
Nú er synd að biðja um björg
fyrir beislishindi mína.
Raddir dalsins er merkileg ljóðabók
eftir systkinin frá Grafardal, átta tals-
ins og hafa komið út ljóðabækur eftir
sex þeirra. Pétur Beinteinsson var elst-
ur. 17 ára settist hann í bændaskólann
á Hvanneyri og átti þá miklar syrpur
ljóða og vísna og var Stephan G. Steph-
ansson honum „hugþekkastur hinna
yngri skálda“. Hann var mikið manns-
efni og athyglisvert skáld en veiktist af
berklum og var síðustu þrjú ár ævinn-
ar lengst af sjúklingur á Vífilsstöðum,
oft þungt haldinn. Hann dó 2. ágúst
1942, 36 ára. Um Glym orti hann:
Glymur háum gljúfrum frá
girtur bláum klettum
þeytir lágar eyrar á
iðu- gráum -skvettum.
Ekki fór hjá því að dauðinn yrði
Pétri að yrkisefni og má vera að hann
hafi sjálfan sig í huga:
Hvar sem visnar vegleg grein
verður grátinn skaðinn,
en þó að falli ein og ein
önnur vex í staðinn.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Eitt allsherjar menningarklúður