Morgunblaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011 SÓFAR Í ÚRVALI Á VERDI SEM KEMUR Á ÓVART! 119.900.-verd Andri Karl andrikarl@mbl.is Ekkert varð úr fyrirhugaðri aðal- meðferð í máli ákæruvaldsins gegn foringja og meðlimi Black Pistons sem átti að halda áfram í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Við upp- haf þinghalds kom í ljós að gefin hefur verið út framhaldsákæra og þriðji maðurinn ákærður fyrir þátt sinn í málinu. Manninum hafði í gær ekki verið birt ákæra og var því ekkert hægt að segja til um efni hennar, en ljóst er að hann er ákærður fyrir þátt sinn í frelsissviptingunni. Kom þetta í ljós eftir að skýrsla var tekin af fórnarlambinu á nýjan leik. Í raun má segja að um sé að ræða unglingspilt því hann er fæddur ár- ið 1994. Gert var ráð fyrir að hann myndi mæta sem vitni í málinu en það breyttist s.s. Við þinghaldið kom fram að ekki hefði verið hægt að hafa uppi á piltinum, og því hefði honum ekki verið birt ákæran. Af þessum sökum þurfti að fresta aðalmeðferðinni. Piltinum sem ákærður er verður gert að taka af- stöðu til ákærunnar í milliþinghaldi sem og einnig hinum ákærðu. Þá er stefnt á að klára málið 12. október nk. Mennirnir tveir sem áður höfðu verið ákærðir, Ríkharð Júlíus Rík- harðsson, 33 ára, og Davíð Freyr Rúnarsson, 28 ára, eru ákærðir fyr- ir að hafa haldið ungum karlmanni, fæddum 1989, frá kvöldi þriðjudags 11. maí sl. fram að hádegi daginn eftir. Á þeim tíma eiga þeir báðir að hafa gengið í skrokk á unga mann- inum, notað til þess vopn á borð við þykkar rafmagnssnúrur, belti, slíðrað skrautsverð og hníf auk þess að kýla og sparka. Atlagan fór samkvæmt ákæru fram á nokkuð löngum tíma, í skömmtum, því farið var í nokkrar bílferðir yfir nóttina, og var fórn- arlambinu haldið í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík um tíma. Þriðji maðurinn ákærður í Black Pistons-málinu  Piltur fæddur 1994 ákærður  Ljúka á málinu 12. október Réttarhöld Sakborningar leiddir fyrir héraðsdómara í lok ágúst. „Þetta er bara bull,“ segir Guð- mundur Magn- ússon, formaður Öryrkjabanda- lags Íslands, um grein SA um mikla hækkun á kaupmætti bóta. Hann segist eiga eftir að skoða þessa útreikn- inga SA betur en segir þó alveg ljóst að þetta geti ekki átt við um örorkubætur. „Það er ekki nóg með að bæturnar hafi verið skertar, heldur hafa réttindin verið skert al- veg jafnt og þétt frá hruni.“ Bætur og réttindi verið skert jafnt og þétt frá hruni Guðmundur Magnússon Kaupmáttur lágmarksbóta almanna- trygginga og atvinnuleysisbóta hefur hækkað mun meira en kaupmáttur launa á síðast liðnum áratug. Þetta kemur fram í grein í fréttabréfi Sam- taka atvinnulífsins, sem birtir út- reikninga um kaupmáttarþróunina. „[...]kaupmáttur lágmarksbóta al- mannatrygginga hækkað 50% meira en kaupmáttur launa almennt. At- vinnuleysisbætur hafa hækkað 20% umfram laun. Kaupmáttur lágmarks- bóta almannatrygginga var í júlí í ár næstum tveimur þriðju hlutum (65%) hærri en árið 2000,“ segir í greininni. Fram kemur að lágmarksbætur al- mannatrygginga eru nú rúmlega 196 þúsund kr. á mánuði en lágmarkslaun eru 182 þúsund kr. Rifjað er upp að árið 2007 var ákveðið að hækka tekjutryggingu um næstum helming og árið 2009 var tek- in upp svonefnd uppbót vegna fram- færsluviðmiðs. Fram kemur í útreikningum SA að kaupmáttur launa skv. launavísitölu Hagstofunnar var 4% lægri í júlí á þessu ári en að meðaltali árið 2006, ,,Það er afar hagstæð niðurstaða fyrir launafólk í ljósi þess að kaupmáttur launa almennt var mjög mikill það ár og að landsframleiðsla á mann lækk- aði mun meira, eða 7,5% á milli 2006 og 2010 og þjóðartekjur á mann þre- falt meira, eða 23% á þessu tímabili. Það er einnig athyglisvert að á þessu þrengingartímabili hefur kaupmáttur lægstu launa, atvinnuleysisbóta og lágmarksbóta almannatrygginga aukist verulega, og lífskjör þeirra sem búa við þau kjör batnað samsvar- andi.“ Kaupmáttur bóta hækkaði  Kaupmáttur lágmarksbóta almannatrygginga hækkaði 50% meira en kaup- máttur launa að sögn SA  Atvinnuleysisbætur hafa hækkað 20% umfram laun Þriðjungi hærri en 2000 » Kaupmáttur atvinnuleysis- bóta er þriðjungi (32%) hærri á þessu ári en árið 2000. » Kaupmáttur lágmarkslauna var fjórðungi hærri (24%) en árið 2000 en kaupmáttur launa almennt um 10% hærri. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Þóra Einarsdóttir um Töfraflaut- una, fyrstu óperusýningu Íslensku óperunnar í Hörpu, sem verður frumsýnd 22. október næstkomandi, en Þóra fer með eitt aðalhlutverkið í sýningunni. „Töfraflautan stendur alltaf fyrir sínu,“ áréttar hún. Allt kapp er lagt á að gera sýn- inguna sem glæsilegasta og taka nokkrir af fremstu söngvurum þjóð- arinnar þátt í henni. Við sögu í óp- erunni, sem Mozart skrifaði nokkr- um mánuðum fyrir andlát sitt, koma m.a. prinsar og prinsessur, nætur- drottningar, drekar, dansandi dýr og flautuleikarar af ýmsum toga. Öllum hnútum kunnug Þóra er ekki ókunnug Töfraflaut- unni, hefur sungið í um 200 sýn- ingum í Evrópu og oftast í hlutverki prinsessunnar Paminu. Þegar hún var í söngnámi hérlendis fyrir um 20 árum var hún í hlutverki eins drengjanna þriggja, en hún söng fyrst hlutverk Paminu í London skömmu eftir að hún lauk námi á Englandi. „Síðan hefur þetta hlutverk fylgt mér. Ég hef sungið það oft á ári í mörgum mismunandi upp- færslum undanfarin 10 ár og það er alltaf jafnskemmtilegt,“ segir Þóra. Töfraflautan er gjarnan flutt á móðurmáli sýningarlandsins og er hér í þýðingu Þrándar Thoroddsen, Böðvars Guðmundssonar, Þorsteins Gylfasonar og Gunnsteins Ólafs- sonar, en Þorgeir Tryggvason þýddi og lagaði leiktextann sérstaklega að íslensku uppfærslunni. Tenging við áheyrendur Þóra segir alltaf gaman að syngja á tungumáli sem áheyrendur skilja, því þannig náist betri tenging en ella. Frumtextinn sé á þýsku og því sé eðlilegt að syngja óperuna á þýsku en sér hafi líka gengið mjög vel að syngja á ensku. Mikill taltexti sé í verkinu og því engin tilviljun að óperan sé mjög oft þýdd á tungumál landsins þar sem sýningar eru hverju sinni. Töfraflautan var fyrst færð upp í alþýðuleikhúsi fyrir um 200 árum og Þóru finnst gaman að taka þátt í fyrsta óperuflutningnum í Hörpu. „Þetta er fyrsta flokks tónlist- arsalur en ekki leikhús og við ætl- um að búa til frábæra sýningu,“ segir hún. Pamina er dóttir Næturdrottn- ingarinnar. „Hún er prinsessa sem veit hvað hún vill og það er töggur í henni. Hún er engin postulíns- dúkka,“ segir Þóra og bætir við: „Ég held ég sé farin að ná henni.“ Töfraflautan alltaf jafnskemmtileg  Þóra Einarsdóttir í hlutverki Paminu í um 200 sýningum Töfraflautan eftir W.A. Mozart er ein af allra vinsælustu óperum heims. Í aðalhlutverkum sýningarinnar í Hörpu eru Þóra Einarsdóttir sem Pamina, Garðar Thór Cortes og Finnur Bjarnason sem syngja hlutverk Tamínós til skiptis (Finnur 22. október, 5. nóvember og 19. nóvember og Garðar Thór 29. október, 12. nóvember og 25. nóvember), Jóhann Smári Sævarsson sem Sarastró, Sigrún Hjálmtýsdóttir sem Næturdrottningin á öllum sýningum nema 29. október, en þá syngur Alda Ingibergsdóttir hlutverkið, Ágúst Ólafsson sem Papagenó, Valgerður Guðnadóttir sem Papagena, Hulda Björk Garðarsdóttir, Auður Gunnarsdóttir og Sigríður Ósk Kristjáns- dóttir sem dömurnar þrjár, Snorri Wium sem Mónóstatos, Kolbeinn Jón Ketilsson og Viðar Gunn- arsson. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason og leikstjóri Ágústa Skúladóttir. Valinn maður í hverju rúmi TÖFRAFLAUTAN EFTIR W.A. MOZART Sigrún Hjálmtýs- dóttir Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson Æfing Jóhann Smári Sævarsson, Þóra Einarsdóttir og Garðar Thór Cortes búa sig undir átökin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.