Morgunblaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011 ✝ Eyþór Guð-mundsson fæddist á Hrafna- björgum í Jökuls- árhlíð 4. nóv- ember 1944. Hann lést 2. september 2011. Foreldrar hans voru Valborg Stefánsdóttir, f. 1914, d. 1991, og Guðmundur Björnsson, f. 1913, d. 1992, búendur á Hrafnabjörgum. Bræður Eyþórs voru Sveinn, f. 1941, d. 1994, og Jónas, f. 1946. Eyþór ólst upp á Hrafna- björgum og bjó þar og starf- aði fram á unglingsár. Hann var við nám á Alþýðuskól- anum á Eiðum í þrjá vetur, vann síðan ýmis verka- mannastörf, var á vertíðum eins og tíðkaðist á þessum tíma. Eyþór tók meirapróf ár- ið 1967 og hóf að keyra steypubíl. Átti það eftir að konu sinni Kristjönu H. Val- geirsdóttur frá Höfðahúsum í Fáskrúðsfirði, f. 10. mars 1954. Hún er dóttir hjónanna Valgeirs Einarssonar, f. 1922, d. 1994, og Herborgar Magn- úsdóttur, f. 1924. Eyþór og Kristjana eignuðust þrjú börn, þau eru: 1) Herborg Eydís, f. 1974, maki Magnús Jónsson, f. 1976, synir þeirra eru Brynjar Þorri, f. 2001, Arnór Snær, f. 2003, og Eyþór, f. 2006. 2) Guðmundur Heiðar, f. 1983, maki Svana Magnúsdóttir, f. 1987. 3) Valgeir Sveinn, f. 1994. Eyþór og Kristjana stofn- uðu heimili sitt í Útgarði 6 en þar eignuðust þau nýja íbúð og bjuggu þar fyrstu sautján árin. Árið 1990 keyptu þau einbýlishús á Furuvöllum 6 og þar hafa þau átt heimili síðan. Fjölskyldan skipaði stóran sess í lífi Eyþórs og þótt vinnudagur væri oft langur og lítið um frí hafði hann gaman af því að ferðast um landið með fjölskyldu sinni, fara í útilegur, sumarbústaðaferðir eða bíltúra upp á hálendið. Útför Eyþórs fer fram frá Egilsstakirkju í dag, 10. sept- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 14. verða hans ævi- starf, fyrst hjá Brúnási, síðar hjá Malarvinnslunni og nú síðustu ár hjá Yl. Eyþór var virkur í starfi Verkalýðsfélags Fljótsdalshéraðs og sat í stjórn og trúnaðarráði fé- lagsins frá árinu 1976. Hann var kosinn formaður félagsins ár- ið 1989 og gegndi því starfi allt þar til að verkalýðsfélög á Austurlandi sameinuðust und- ir merkjum AFLs starfs- greinafélags árið 2001. Þar sat Eyþór í stjórn þar til nú á vormánuðum þegar hann baðst undan frekari stjórn- arsetu. Eyþór var mikill veiði- maður og skaut bæði gæsir og rjúpur, hann hafði líka yndi af góðum söng og söng sjálfur í karlakórum, nú síðast Karla- kórnum Drífanda. Árið 1972 kynntist Eyþór Ég vil fá að minnast föður míns með nokkrum orðum. Hann studdi mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur og kenndi mér svo margt sem ég get nýtt mér til að vera betri manneskja. Hann studdi mig þegar ég steig mín fyrstu skref. Hann studdi mig þegar ég stundaði íþróttir af kappi í æsku. Hann studdi mig í barnaskóla, í framhalds- skóla, þegar ég ákvað svo að læra smíðar og nú seinast þegar ég ákvað að fara í meira nám. Hann studdi mig í vinnu og þeg- ar ég keypti hálfkláraða íbúð, þá var hann þar öllum stundum að hjálpa mér. Hann kenndi mér að koma fram við aðrar manneskjur eins ég vildi að aðr- ir kæmu fram við mig. Hann kenndi mér að njóta þess að vera úti í náttúrunni. Hann kenndi mér að vinnan göfgar manninn og maður uppsker eft- ir því sem maður sáir. Hann var stoð mín og stytta, lærifaðir en síðast en ekki síst pabbi minn, sem ég elskaði og dáði. Þá var ég ungur, er unnir luku föðuraugum fyrir mér saman. Man ég þó missi minn í heimi fyrstan og sárstan, er mér faðir hvarf. Man ég afl andans í yfirbragði, og ástina björtu, er úr augum skein. Var hún mér æ, sem á vorum ali grös in grænu guðfögur sól. Man ég og minnar móður tár, er hún aldrei sá aftur heim snúa leiðtoga ljúfan, ljós á jörðu sitt og sinna. Það var sorgin þyngst. Jónas Hallgrímsson Þinn sonur, Guðmundur Heiðar. Elsku pabbi minn, ég trúi ekki að þú sért farinn frá okkur. Að- eins nokkrum klukkustundum áður en þú kvaddir varstu stadd- ur hjá mér að gera góðlátlegt grín að mönnum og málefnum eins og þér einum var lagið. Ég reyni að hugga mig við það að þú fékkst að kveðja á þeim stað sem þér þótti vænst um og varst að gera það sem þér þótti hvað skemmtilegast. Minningarnar eru margar og svo margt sem þú hefur kennt mér; Ég man þegar þú keyptir rauða hjólið þegar ég var sex ára og kenndir mér að hjóla. Ég man þegar þú keyptir Everton-töskuna – hún vakti verðskuldaða athygli meðal pilt- anna í mínum bekk. Ég man eftir tjaldútilegum í litla bláa tjaldinu – þá var ekki verið að þræða tjaldstæðin eins og nú er gert. Ég man þegar við fórum að veiða í Laxánni, þú fórst með mig á bakinu yfir ána til að kom- ast á betri stað – því ekki vildi litla blúndan bleyta sig í fæt- urna. Ég man þegar ég renndi mér á skíðum í skítahauginn á Hrafnabjörgum, hentist í háaloft og lá flöt. Þegar ljóst var að ég hafði komist ósködduð frá þess- ari flugferð færðist góðlátlegt bros yfir andlit þitt og þú sagðir: „Stefnir þú á skíðastökk í fram- tíðinni Eyja mín?“ Ég man þegar ég fór að halda með Fram í fótboltanum en þú varst alltaf gallharður Skaga- maður – þú taldir þetta hliðar- spor mitt segja meira en mörg orð um vit mitt á knattspyrnu … ætli mínir og þínir hafi ekki deildaskipti þetta árið, það fer nú kannski bara vel á því. Ég man þegar þú leyfðir mér að skjóta úr haglabyssunni – stilltir upp plastflöskum – sagðir mér að ég gæti fengið „smá- högg“ og svo – búmm – ég steinlá – þú glottir út í annað og spurðir hvort ég hefði meitt mig en bættir svo við: „Ég held þú hafir ekki hitt…“ en við hættum ekki fyrr en ég hafði hitt bless- aða flöskuna. Ég var marin og blá á öxlinni í margar vikur á eft- ir til marks um þessar æfingar. Ég man þegar við ræddum pólitík og oft lét hátt í okkur, kannski ekki endilega af því að við vorum ósammála heldur meira af því að okkur þótti gam- an að rökræða hvoru við ann- að … Framsóknarmenn voru þínar ær og kýr og stundum hafði ég á tilfinningunni að þú legðir almættið og Framsóknar- flokkinn að jöfnu. Ég minnist pallasmíðanna í Bláskógunum – ég efast um að nokkur sólpallur í veröldinni sé steyptur jafnrækilega niður. Þú kenndir mér mikilvægi menntunar en þó þannig að hún gæti aldrei staðið ein og sér – heldur þyrfti dugnaður og vinnu- semi að fylgja með. Það var þó eitt sem þú áttir eftir að kenna mér þrátt fyrir nokkrar góðar tilraunir en það var að bakka með fellihýsið. Kannski gengur þetta betur næsta vor þegar þú getur haldið um stýrið að ofan. Elsku pabbi, söknuðurinn er sár en minningin um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar þótt ekki sé það mikil huggun núna. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér. Skrítið stundum hvernig lífið er. Eftir sitja margar minningar, þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig þarf ég bara að sitja og hugsa um þig. Þá er eins og losni úr læðingi lausnir öllu við. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Þín Eydís (Eyja). Elsku pabbi. Mig langar að kveðja þig með þessum orðum: Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði. Þinn sonur, Valgeir Sveinn. Elsku Eyji afi. Þú sem aldrei varðst reiður. Þú sem hélst með Everton og Skagamönnum. Þú sem tókst okkur alltaf með í sveitina að smala og í sauðburð. Þú sem fórst með okkur í sumarbústað og útilegur. Þú sem keyptir alltaf kökur og skyrdrykki. Þú sem bauðst okkur í verka- lýðskaffið á 1. maí. Ekki gráta, unginn minn, amma kveður við drenginn sinn. Gullinhærðan glókoll þinn geymdu í faðmi mínum, elsku litli ljúfurinn, líkur afa sínum. Elsku litli ljúfur minn, leiki við þig heimurinn. Ástin gefi þér ylinn sinn, þótt einhver fyrir það líði. Vertu eins og afi þinn allra bænda prýði. (Örn Arnarson) Elsku Eyji afi, láttu þér líða vel hjá guði. Brynjar Þorri, Arnór Snær og Eyþór (Bláskógabræður). Laugardagsmorgunn. Ég renni í hlað á Furuvöllum, stekk upp tröppurnar og geng beint inn, enda er ég farinn að gera mig heimakominn hér á bæ og löngu hættur að banka. Í eldhús- inu glymur útvarpstækið og inn- an úr svefnherbergi má greina sömu útvarpsraddirnar. Morg- unblaðið liggur opið á eldhús- borðinu og inni í stofu er kveikt á sjónvarpi með textavarpinu á skjánum. Húsbóndinn er greini- lega kominn á ról og búinn að skrúfa frá öllum helstu viðtækj- um heimilisins. Það er nauðsyn- legt því Eyi afi stoppar sjaldan lengi við á sama stað og getur því á sama tíma fylgst með frétt- um í útvarpi og sjónvarpi, lesið Morgunblaðið og kíkt á texta- varpið. Síðan er drukkið kaffi, spjallað um málefni líðandi stundar, pólitík og steypu. Hús- bóndinn er mikill áhugamaður um steinsteypu og hefur ekki dregið af sér í ríflega fjóra ára- tugi að steypa hús, brýr, virkj- anir og hafnir hér í fjórðungnum enda eftirsóttur hvar sem byggja þarf eitthvað sem á að standa. Ekki er komið að tómum kof- unum hér á bæ enda er Eyþór tengdafaðir minn vel inni í öllum málum og hefur gaman af því að ræða menn og málefni og sér oftar en ekki spaugilegar hliðar tilverunnar. Hann hefur einstakt lag á að gera góðlátlegt grín að náunganum og sínum nánustu og ekki þarf maður að hafa áhyggj- ur á því að illa liggi á húsbónd- anum því ekki rekur mig minni til þess að hann hafi skipt skapi síðan ég kynntist honum, þótt stundum hafi kannski verið til- efni til. Slíkt jafnaðargeð og já- kvæðni held ég að margur gæti tekið sér til fyrirmyndar. Ég kynntist Eyþóri Guð- mundssyni í kringum síðustu aldamót þegar við Eydís dóttir hans fórum að rugla saman reyt- um okkur. Ég þekkti hins vegar til mannsins enda þeir Hrafna- bjargabræður miklir uppáhalds- menn hjá Birni afa mínum á Móbergi. Góð kynni tókust fljótt með okkur tengdafeðgum og áttum við eftir að eyða ófáum stundum saman við veiðiskap, fjárstúss og annað tilfallandi og oftar en ekki lá leiðin út í Hlíð. Eyþór var mikill veiðimaður og skaut bæði gæsir og rjúpur. Ég komst fljótt að því að oft er nokkur asi á Hrafnabjarga- mönnum, fara þeir hratt yfir og sjást kannski ekki alltaf fyrir á ferðum sínum. Það þýddi því ekki að vera með neitt hangs ef fylgja átti Eyþóri eftir, þótt stundum gleymdist nestið eða vettlingarnir heima. Eyþór hélt alltaf tryggð við æskuslóðirnar og var stoltur af uppruna sínum. Þótt vinnudag- urinn væri oft langur gaf hann sér alltaf tíma til að „kíkja út í Hlíð“ og heimsækja Jónas, Ingi- björgu og aðra Hrafnabjarga- menn, sem voru honum ákaflega kærir. Þar var okkar maður á heimavelli og lék við hvurn sinn fingur og oftar en ekki var farið að halla í miðnætti þegar haldið var heimleiðis í Egilsstaði. Þess- ar minningar og svo ótalmargar fleiri tek ég með mér þegar ég kveð tengdaföður minn Eyþór Guðmundsson og þó svo að söknuðurinn sé mikill er ég þakklátur fyrir allar þær stund- ir og það að ég fékk að fylgja honum allt þar til að hann kvaddi þennan heim. Lýtur höfði lyng í mó litir sumars dofna. Þreyttur haustsins þráir ró þá er gott að sofna. Magnús Jónsson. Það var áfall að fá þá sorg- arfrétt að hann Eyþór föður- bróðir okkar hefði orðið bráð- kvaddur á gæsaveiðum heima á Hrafnabjörgum. Fyrir okkur var það jafn eðli- legt að Eyþór kæmi í heimsókn í Hrafnabjörg og það að hádeg- isfréttirnar á RÚV byrjuðu kl. 12:20. Hann var alltaf mættur þegar eitthvað var um að vera í sveitinni, hvort sem það var heyskapur, smalamennska, sauðburður eða veiðitímabilin hafin. Alltaf var hann kominn og alltaf var það jafn ánægjulegt. Það var líka fastur liður að Ey- þór og fjölskylda kæmu í heim- sókn um kaffileytið á annan í jólum og þá var nú fjör á bæn- um, sérstaklega ef heimsóknin stóð langt fram á kvöld. En stundum er lífið svo grimmt og sýnir enga vægð. Það finnast fá svör við því hvers vegna skaparinn ákveður að taka frá okkur ástvini fyrirvara- laust. Við verðum að trúa því að einhver sé tilgangurinn. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem að mun ykkur gleðja. (Höf. ókunnur) Elsku Kristjana, Eydís, Maggi, Brynjar Þorri, Arnór Snær, Eyþór, Heiðar, Svana og Valgeir Sveinn, við sendum ykk- ur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Minning um góðan mann lifir. Harpa, Vala og Soffía. Haustið nálgast hröðum skrefum og skjótt skipast veður í lofti. Síðla kvölds annan september hringdi síminn, lát æskuvinar var staðreynd. Eyþór Guð- mundsson fallinn frá fyrir aldur fram. Fyrir um hálfri öld hófust kynni okkar Eyþórs. Fyrst sem samskipti milli nágrannabæja, leikir og störf í sveitinni. Síðar vetrarvertíð á Hornafirði, þar sem við deildum herbergi í ver- búð ásamt fleiri sveitungum. Þetta var samhentur hópur og mikil vinna. Eyþór var sam- viskusamur svo af bar. Vinnu- dagur var ekki búinn nema lokið væri við að þrífa og ganga frá. Hann var ávallt glaður og hress, fljótur að sjá broslegu hlutina, gera gott úr öllu. Oft var gripið í spil ef færi gafst og þar var Eyþór ávallt hrókur alls fagnaðar. Á seinni árum sást Eyþór oft- ast á steypubíl, þar var hans starfsvettvangur, ávallt tilbúinn að leysa verkefnin og skipti þá ekki máli hvað klukkan var né hvaða dagur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Að missa vin minnir okkur á að öllum er afmörkuð stund. Við vottum Kristjönu eigin- konu Eyþórs, börnum þeirra og öðrum ættingjum dýpstu samúð. Megi minning lifa um góðan mann. Hvíl í friði, Helgi og Kristín. Eyþór Guðmundsson Nú er Guðrún búin að kveðja eftir 96 ára jarðvistargöngu. Þótt hún næði svona háum aldri þá kom hún mér fyrir sjónir sem jafnaldra mín. Þó eru þar 16 ár á milli. Ástæðan fyrir því er að hún var mjög ungleg og frjó í hugsun, þótt það háði henni að hún var farin að heyra illa. Við Guðrún erum búnar að þekkjast í 36 ár og það held ég að flestir sem þekktu hana hafi fundið hvað hún var óvenju kær- leiksrík manneskja. Mér finnst Guðrún Ebba Jörundsdóttir ✝ Guðrún EbbaJörundsdóttir fæddist 6. október 1914 á Sæbóli á Ingjaldssandi. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 27. ágúst 2011. Útför Guðrúnar Ebbu var gerð frá Grensáskirkju 6. september 2011. hún hafa gefið mér stóra gjöf því hún er móðir tengda- sonar míns og betri tengdasonar gæti ég ekki óskað mér og við eigum það sameiginlegt að vera ömmur að fimm yndislegum barnabörnum og þremur langömmu- börnum. Dóttir mín og tengdasonur eru búsett á Hvolsvelli og þar kynntist ég Guðrúnu best því þar hittumst við oft og vorum samtímis í heimsókn og gistum í nokkrar nætur. Það var oft þegar við vor- um tvær einar í eldhúsinu að við töluðum um andleg efni og ég fann að það var henni jafn hug- leikið og mér. Hún var búin að missa mann sinn og tvö af níu börnum sínum og ég fann hvað hún saknaði þeirra mikið. Því var vissan um framhaldslíf mikil huggun. Ég er viss um að nú er gleði í stað sorgar við endurfundi ástvina. Guðrún mín, ég er þakklát forlögunum að hafa kynnst þér, það hefur gert mig að betri manneskju, vona ég. Innilegar samúðarkveðjur til allra þinna ástvina. Kær kveðja, Guðrún Anna Thorlacius Í dag kveðjum við góða vin- konu og langömmu með söknuði. Amma í Hlaðbrekku eins og hún var jafnan kölluð var einstök og yndisleg manneskja sem bakaði heimsins bestu pönnukökur. Alltaf þegar við komum í Hlað- brekkuna voru tíndar fram kræsingar sem hvergi brögðuð- ust betur, meira að segja ost- urinn hafði betra bragð hjá ömmu. Mikið eigum við eftir að sakna þín, heimsóknanna í Hlaðbrekk- una og allra samverustundanna. Við vitum að þú fylgist með okk- ur og passar okkur vel frá himn- um. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur, við munum geyma minn- ingarnar um þig í hjartanu alla tíð. Þínar, Soffía og Sigríður Björg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.