Morgunblaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 0. S E P T E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  212. tölublað  99. árgangur  YRÐI STÓRSLYS AÐ FÓRNA BÚGREININNI SJÓN SEM ALDREI GLEYMIST HOLLUSTA OG FERSKLEIKI Í FYRIRRÚMI SUNNUDAGSMOGGINN ELDAR FYRIR 250 BÖRN 10KJÚKLINGABÆNDUR OG ESB 24 Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Tveir til þrír Íslendingar svipta sig lífi í hverjum mánuði að meðal- tali. Sjálfsvígum hefur fækkað síð- ustu þrjátíu ár og eiga sögusagnir í samfélaginu um aukningu í kjöl- far efnahagshrunsins ekki við rök að styðjast, segir Högni Óskarsson geðlæknir í Sunnudagsmogg- anum. Þess ber þó að geta að tölur fyrir 2010 liggja ekki fyrir. Ung kona, Elín Ósk Reynis- dóttir, sem nokkrum sinnum hefur reynt að svipta sig lífi, lýsir því í blaðinu hvernig hún stefndi á dauðann, en ekki á lífið, en öðl- aðist síðan von. „Ég varð að taka þá ákvörðun að ég vildi lifa! Ég hafði ákveðið að taka ekki eigið líf en ekki ákveðið almennilega að lifa lífinu.“ Hún gerði það í samtali við sálfræðing „en það kom mér á óvart hve það var erfitt“. Hún segir mikilvægt að halda í vonina. „Stundum þarf maður meira að segja að fá lánaða von hjá öðrum ef maður hefur hana ekki sjálfur.“ Séra Sigurður Pálsson missti dóttur fyrir tveimur áratugum, unga móður þriggja drengja. Hann segir vont ef nánir vinir að- standenda verða vandræðalegir og leggja ósjálfrátt á flótta. Mik- ilvægast fyrir syrgjendur sé að hafa eyra til að tala í. „Kærkomn- ustu heimsóknirnar voru ekki endilega frá fólki sem kom til þess að segja eitthvað heldur þeim sem faðmaði okkur og grét með okkur. Það var gott að fá fólk í heimsókn sem hafði heilsu til að gráta með okkur og gerði það af einlægni. Það var miklu dýrmætara en mörg huggunarorð.“ Í fyrra hringdu 287 í Hjálp- arsíma Rauða krossins, 1717, þar af 210 vegna eigin sjálfsvígshugs- ana. Í ár hafa alls 176 hringt, 150 vegna slíkra hugsana. „Varð að ákveða að ég vildi lifa“  Sögusagnir um fjölgun sjálfsvíga rangar  Mikilvægt að hafa alltaf von Morgunblaðið/Árni Sæberg Valdi lífið Erla Ósk Reynisdóttir er 28 ára og segist blómstra í dag. Ístogarinn Jón Vídalín VE 82 hefur staðið í slipp að undanförnu en bíður nú brottfarar í Reykjavíkurhöfn. Hann er samt ekki alveg ferðbúinn og dundaði þessi vandvirki málari sér við það í blíðviðrinu í gær að huga að smá- atriðunum. Jón Vídalín var smíðaður í Japan árið 1972 og helstu fisktegundir sem skipið ber að landi eru karfi, ufsi, ýsa og þorskur. Jón Vídalín tekinn í gegn Morgunblaðið/Eggert Málað í haustblíðunni  Ísland er eina landið í samantekt Eurostat, hagstofu Evrópusam- bandsins, sem er með samdrátt í vergri landsframleiðslu á öðrum fjórðungi þessa árs, miðað við þann fyrsta. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu dróst framleiðslan sam- an um 2,8% á fjórðungnum, að raungildi. Meðaltalshagvöxtur ríkjanna 27 innan Evrópusambandsins var þó ekki mikill og nam 0,2% á fjórð- ungnum. Taka ber fram að hjá Eu- rostat vantar tölur frá Grikklandi og Írlandi. »26 Morgunblaðið/Ernir Rólegt Lítið er um framkvæmdir, þó svo að á því séu undantekningar. Eina landið með samdrátt  Lítið þokaðist í viðræðum Flug- freyjufélags Ís- lands við Samtök atvinnulífsins í gær. Viðræður stóðu yfir fram á kvöld, en þá var ákveðið að gera hlé á þeim. Áfram- haldandi fundir hafa ekki verið boðaðir. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns félagsins, ber nokkuð á milli aðila. „Ég fer yfir málin með mínu fólki um helgina,“ segir Sig- rún og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir for- svarsmenn fyrirtækisins vona að niðurstaða náist innan tíðar. „Það er gangur í viðræðunum og verk- efnið sem liggur fyrir er að klára samning,“ segir Guðjón. „Við von- umst til að þetta klárist sem fyrst.“ annalilja@mbl.is Lítið þokast í kjara- viðræðum flugfreyja Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sýslumennirnir í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og í Keflavík áætla að 249 eignir fari á uppboð á næstu fjórum vikum og er þar um að ræða eignir ein- staklinga og lög- aðila, þ.e. fyrir- tækja. Hafa 533 eignir þegar farið á loka- uppboð hjá sýslu- mönnunum fjórum á árinu. Er því útlit fyrir að í október- byrjun 2011 hafi 782 eignir farið undir hamarinn, að frátöldum þeim eignum sem teknar verða af uppboðs- skrá áður en til uppboðs kemur. Til samanburðar fóru 1.138 eignir á lokauppboð hjá sýslumönnunum fjórum í fyrra en nákvæm skipting milli einstaklinga og fyrirtækja lá ekki fyrir hjá sýslumönnum í gær. Eins og sýnt er á kortinu hér fyrir ofan hafa 188 eignir farið á loka- uppboð á Suðurnesjum á árinu og telur sýslumað- urinn í Keflavík að fjöldi uppboða geti slegið met í ár. Eigur fólks fari ekki á uppboð Eins og rifjað er upp í Morgunblaðinu í dag lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra yfir and- stöðu við að eignir færu á uppboð þegar hún boðaði aðgerðir í skuldamálum heimilanna í stefnuræðu í októberbyrjun í fyrra. Orðrétt sagði Jóhanna: „Það gengur ekki að eigur fólks séu settar á upp- boð fyrr en allar aðrar leiðir hafa verið fullreyndar. Í einhverjum tilvikum er sú leið hins vegar óhjá- kvæmileg og þá verðum við að geta treyst á leigu- markaðinn og félagslegar húsnæðislausnir,“ sagði forsætisráðherra meðal annars í ræðu sinni. Hátt í 250 uppboð í september  Tölur sýslumanna suður með sjó og á höfuðborgarsvæðinu Hafa sótt um greiðsluaðlögun til Umboðsmanns skuldara Suðurnes Lokauppboð og umsóknir um greiðsluaðlögun 2009 2010 2011* * Fyrstu níu mánuðir ársins 98 280 274 188 86 400(Næstu fjórar vikur) MUppboðshamrinum slegið ótt og títt »16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.