Morgunblaðið - 10.09.2011, Blaðsíða 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011
Hamtónleikar hafa alltafverið annað og meiraen bara tónleikar. Þeg-ar þessi besta rokk-
hljómsveit Íslandssögunnar kemur
fram er um messu að ræða. Helgi-
athöfn. Eitthvað heilagt. Ég þykist
vita að margir þeir sem lesa þetta
nú viti upp á hár hvað ég er að
meina. Ham, eins og bestu hljóm-
sveitir sögunnar, nær tengingu við
eitthvað annað og meira en bara
samsetta hljóma og hávaða.
Það er líka merkilegt að upplifa
að þessi vissa, þessi tilfinning er að
erfast niður um kynslóðirnar. Mér
tuttugu árum yngri menn standa
nú opinmynntir við skör meist-
aranna fremst við sviðið og gefa
sig fullkomlega á vald hinu guð-
dómlega rokki – nákvæmlega eins
og maður sjálfur gerði á sínum
tíma. Í pökkuðum sal Nasa var að
finna ungviði, gömlu hundana, enn
eldri hunda og svo hæfilega rokk-
skaddaða skrifstofumenn. Ham fer
víða.
„Ham!!! Ham!!! Ham!!! Ham!!!
Ham!!!“ var kyrjað af krafti og
Ham-liðar gengu að lokum ábúð-
arfullir í salinn og settu sig í stell-
ingar. Fyrsta lagið, „Alcoholismus
chronicus“ vatt sér af stað;
þyngslaleg og drynjandi stemma
þar sem Bakkus fær rækilega á
baukinn frá Hertoganum og hans
mönnum. Næsta lag var svo vel til
fundið en trukkað var af krafti í
gegnum hið frábæra „Auður Sif“
af frumburði Ham, stuttskífunni
mögnuðu Hold. Við tók svo vel
heppnuð stemningsuppbygging, öll
lög plötunnar nýju voru spiluð í
bland við eldri gæðinga og af þeim
er svo sannarlega nóg. Það hefur
komið fram hér að ný plata Ham
er ekkert minna en stórkosleg og á
því var glæsilega hnekkt þessa
svitastokknu kvöldstund. Það er
sama hvort Ham er í hæga eða
hraða gírnum, þetta svínvirkar allt
saman. „Sviksemi“, „Dauð hóra“,
„Ingimar“ og „Einskis son“ hljóma
einhvern veginn eins og þau hafi
alltaf verið í glæstum lagasarpi
Ham. Stemningin lá svo línulega
upp á við eftir því sem á leið kvöld-
ið. „Partýbær“ setti allt á annan
endann að vanda (djöfull er það
geðveikt lag) og „Animalia“ og
„Musculus“ orkuðu á svipaðan
hátt. Pytturinn framan við sviðið
var orðinn sæmilega hams-laus
þegar hér var komið sögu, aðdá-
endur dásamlega týndir í heilnæm-
ustu rokksköddun sem er að finna
hér á landi. Er það vel.
Ham-liðar stóðu sína plikt 100%
og Óttarr Proppé sinnti lagakynn-
ingum af sinni alkunnu smekkvísi.
Látum hann eiga lokaorðin, með
tilvitnun í hið stórkostlega lag
„Veisla hertogans“: „ …en í kvöld
munum við drekka, í kvöld munum
við dansa. Svartklæddir herrar og
frúr í nafni hertogans!!!“
Nasa
Ham
bbbbb
Útgáfutónleikar Ham vegna plöt-
unnar Svik, harmur og dauði.
Fimmtudagurinn 8. september.
Swords of Chaos hituðu upp.
ARNAR EGGERT
THORODDSEN
TÓNLEIKAR
„Við erum Ham …
þið eruð Ham“
Morgunblaðið/Eggert
Messa „...þegar þessi besta rokkhljómsveit Íslandssögunnar kemur fram er um messu að ræða.“
Bassinn S. Björn Blöndal í sveiflu. Meðlimir allir st́óðu
sína plikt 100% og gott betur en það meira að segja.
Hertoginn Bakkus fékk rækilega á baukinn frá Hertog-
anum og hans mönnum í „Alcoholismus chronicus“ .
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Hljómsveitin Grafík var meðal
helstu sveita níunda áratugarins.
Hún var stofnuð af Rafni Jónssyni
og Rúnari Þórissyni á Ísafirði og
gaf út sína fyrstu plötu, Út í kuld-
ann, árið 1981. Árin 1984 til 1987
naut hún mikilla vinsælda hérlendis
og átti mörg vinsæl lög, þau allra
þekktustu líklega „Mér finnst rign-
ingin góð“ og „Presley“.
Endurreisn
Grafík hefur verið endurreist
nokkrum sinnum síðan hún lagði
fyrst upp laupana og nú er von á
veglegum safnpakka fyrir jólin sem
inniheldur m.a. tvö ný lög. Mun
hljómsveitin halda tónleika vegna
þessa í haust að sögn Rúnars.
„Þetta hefur staðið til allt frá
árinu 2004,“ útskýrir hann. „Þá
komum við saman til að fagna tutt-
ugu ára afmæli plötunnar Get ég
tekið cjéns með tónleikum. Rabbi
(Rafn Jónsson) var þá með okkur en
svo lést hann skömmu fyrir tón-
leikana. Í samráði við fjölskyldu
Rabba var afráðið að halda tón-
leikana engu að síður, enda hafði
þetta ekki síst verið að hans frum-
kvæði. Þá kom upp sú hugmynd að
gera tónleikamynd og það þróaðist
svo út í heimildarmynd.“
Um tvöfalda geislaplötu verður
að ræða og mun heimildarmyndin
fylgja með í pakkanum, en hún
verður á bilinu 40 til 60 mínútur.
Bjarni Grímsson, Frosti Runólfsson
og Jónatan Garðarsson hafa verið
að vinna myndina, en tveir þeir
fyrstnefndu unnu heimildarmynd-
ina um Hjálma, Hærra ég og þú.
„Þetta voru fimm plötur sem
Grafík gaf út á sínum tíma og það
er frekar að við séum að tína
„worst of“ af þeim en að þetta verði
„best of“,“ segir Rúnar og hlær.
„Þetta verður því myndarlegur
þverskurður en alls verða þarna 32
lög, 16 lög á hvorum diski.“
Rúnar, Helgi Björns söngvari,
Egill Rafnsson, sonur Rabba og
Jakob Smári Magnússon bassaleik-
ari smelltu sér síðan í hljóðver í
mánuðinum og tóku upp þrjú lög en
tvö þeirra fara inn á safnplöturnar.
„Við tókum upp í Hljóðrita þar
sem við unnum þrjár síðustu Graf-
íkplöturnar. Það er svo merkilegt,
að það var árið 2002 eða 2003,
skömmu áður en Rabbi kveður okk-
ur að við hittumst þrír, ég, hann og
Helgi og semjum einhver átta lög
saman. Það var ekkert rætt hvað
ætti að gera við þetta, hvort þetta
yrði plata eða hvað. En þessi lög
mynda a.m.k. grunninn að þessu
nýja efni sem við vorum að taka
upp.“
Grafík gefur út
Tvöföld safnplata, heimildarmynd
og tvö ný lög á leiðinni
Í þá gömlu... Grafík-liðar í árdaga.
–– Meira fyrir lesendur
Morgunblaðið gefur út glæsi-
legt sérblað um Heimili og
hönnun föstudaginn 16. sept.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn 12. sept.
MEÐAL EFNIS:
Ný og spennandi hönnunInnlit á heimili
Lýsing
Skipulag á heimilinu
Stofan
Eldhúsið
Baðið
Svefnherbergið
Barnaherbergið
Málning og litir
Gardínur, púðar, teppi og mottur
Blóm, vasar og kerti
Innanhússhönnun
Þjófavarnir
Ásamt fullt af öðru spennandi efni
um heimili, hönnun og lífsstíl
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569 1105
Í blaðinu verða kynntir geysimargir
möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem eru
að huga að breytingar á heimilum sínum.
Skoðuð verða húsgögn í stofu, eldhús,
svefnherbergi og bað, litir og lýsing ásamt
mörgu öðru sem er huggulegt fyrir veturinn.
Heimili & hönnun
SÉRBLAÐSÉRBLAÐ