Morgunblaðið - 10.09.2011, Síða 29

Morgunblaðið - 10.09.2011, Síða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011 Gerðarlegir gleðimenn Spaugstofumennirnir Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson, Karl Ágúst Úlfsson og Pálmi Gestsson voru í sólskinsskapi og fóru létt með að bera sófann á Bankastrætinu. Eggert Ný skipulagstillaga Landspít- ala hefur nú verið kynnt og sýn- ist sitt hverjum og ekki er laust við að sundurlyndisfjandinn leiki lausum hala. Með þeim breyttu byggingaráformum, sem fyrir liggja, mun afleit aðstaða sjúk- linga og sérhæfðustu lækninga á Íslandi vonandi færast í nútíma- horf og talið er að veruleg hag- ræðing náist vegna samlegð- aráhrifa. Þótt ég styðji eindregið byggingu nýs spítala ætla ég þó í þessari grein að benda á annan staðsetningarvalkost á lóð gamla Landspítalans, sem ég tel að kunni að vera enn hagstæðari og falla betur að annarri byggð heldur en sú staðsetning- artillaga, sem unnið er eftir á neðri lóð sjúkrahússins. Forsaga og staðsetningarákvörðun Landspítali er endastöð sérhæfðustu lækn- inga á Íslandi og aðalkennslusjúkrahús landsins. Þótt rekstur Landspítala hafi verið sameinaður árið 2000 og álag og umfang starfsins hafi aukist árlega starfar sjúkra- húsið í gömlu, óhentugu, þröngu og bók- staflega sjúklingafjandsamlegu húsnæði, sem dreift er um Reykjavík. Það var ljóst frá upp- hafi, að ef sameining sjúkrahúsanna ætti að skila fullum árangri, faglega og rekstrarlega, þá yrði að koma sem mestri bráðastarfsemi, þ.e. flestöllum sérgreinum lækninga, sem fyrst í eitt hús. Það er ógerningur í núver- andi húsnæði. Í grein í Morgunblaðinu 29. mars 2001 gerði ég að tillögu minni að strax yrði hafist handa við byggingu „bráðaþjónustuhúss án legudeilda, sem byggðar yrðu síðar“ á efri hluta lóðar gamla Landspítalans. Tillagan hlaut ekki undirtektir stjórnenda, sem not- uðu næstu misserin til þess að vinna miklu stærri nýbyggingu fylgis og til þess að skoða framtíðarstaðsetningu sjúkrahússins á öllu Reykjavíkursvæðinu. Árið 2002 ákváðu stjórnvöld, að framtíðaruppbygging samein- aðs Landspítala yrði á lóðinni „við Hring- braut“, þ.e. milli Barónsstígs, Eiríksgötu og Hringbrautar. Sú ákvörðun byggðist m.a. á þeirri staðreynd, að á Hringbrautarlóð væri þá þegar miklu meira nýtanlegt bygg- ingamagn (um 60.000 fermetrar, 67%) heldur en á lóðinni í Fossvogi (um 30.000 fermetrar, 33%). Einnig var tekið tillit til staðsetningar kennsluspítalans í nálægð við Háskólann og flugvöllinn, nýr barnaspítali hafði verið reist- ur við Barónsstíg og uppbyggingarsjónarmið í miðborg Reykjavíkur vógu nokkuð. Vorið 2006 var svo kynnt tillaga um að byggja upp frá grunni nýtt risastórt (um 135.000 fermetra) kennslu- sjúkrahús neðan gamla Land- spítalans á stækkaðri „Hring- brautarlóð“, sem fól m.a. í sér flutning Hringbrautar í suður skv. nýju deiliskipulagi. Óskað var eftir athugasemdum við deiliskipulagið. Að áliti und- irritaðs vék þetta deiliskipulag einni aðalforsendu ákvörðunar um staðsetningu Landspítala í miðbænum til hliðar því sú til- laga gerði ráð fyrir tiltölulega litlum notum af eldri bygg- ingum á efri hluta lóðarinnar á Hringbraut. Gerði ég þá aftur tillögu um minni og að mínu mati hagsýnni stækkun spítalans með aðaláherslu á byggingu bráða- þjónustuhúss á efri (þ.e. núverandi) hluta lóðarinnar í fyrsta áfanga. Kynnti ég hug- myndina á fundum og birti ég um hana grein í Morgunblaðinu 2. júní 2006. Þessi tillaga var lík gamalli tillögu White arkitekta um áratug fyrr. Aftur hlaut tillagan engar und- irtektir stjórnenda. En eitthvað stóð stór- byggingin í æðstu ráðamönnum og í ljósi efnahagsaðstæðna haustið 2008 frestaði Al- þingi svo nýbyggingunni við setningu fjár- laga. Bráðaþjónustuhús við Hringbraut Eftir að hafa metið stöðuna og kynnt sér fyrri tillögur, þ.á m. tillögur undirritaðs, gerði Hulda Gunnlaugsdóttir þáverandi for- stjóri Landspítala, snemma árs 2009 í sam- vinnu við norska arkitekta formlega tillögu um byggingu bráðaþjónustuhúss, þ.e. um 66.000 fermetra nýbyggingu á neðri hluta Hringbrautarlóðar í stað þeirrar 135.000 fm byggingar sem áður var fyrirhuguð á sama stað. Það er þessi tillaga, sem er í hönnun sem fyrsti áfangi hins nýja skipulags, sem kynnt hefur verið. Bráðaþjónustuhúsið við Hringbraut verður hjarta hins nýja sjúkra- húss, þ.e. bráðamóttaka, röntgendeildir, skurðstofur, gjörgæsludeildir og rann- sóknastofur og einnig nýjar legudeildir. Ólíkt tillögu minni gerir „norska tillagan“ ráð fyrir því, að bráðaþjónustuhúsið verði byggt á reit rétt sunnan við gamla spítalann en neðar í brekkunni. Tillagan leysir brýnasta vanda sjúkrahússins næstu árin og tryggir faglega sameiningu stórs hluta bráðastarfseminnar í eitt nútímalegt hús. En ásýnd spítalans og Reykjavíkur breytist mikið verði neðri hluti lóðarinnar valinn – og nýting gömlu húsanna verður e.t.v. ekki jafngóð og ef efri lóðin væri valin. Er annar valkostur á Hringbrautarlóð? Þótt ég styðji eindregið áform um bygg- ingu bráðaþjónustuhúss sem allra fyrst leyfi ég mér í þessari grein að ítreka staðsetning- armöguleika bráðaþjónustuhússins á efri hluta lóðarinnar (sjá mynd). Staðsetning á nýbyggingum efri hluta lóðarinnar myndi hugsanlega leysa mesta húsnæðisvandann miklu fyrr en norska tillagan. Á efri lóðinni má nefnilega byggja sjúkrahúsið upp í smærri áföngum sem komast strax í gagnið með áherslu á bráðastarfsemi í fyrsta áfanga, þ.e. annaðhvort við Barónsstíg þar sem „Kringlan“ er núna eða við Eiríksgötu í framhaldi af W-væng. Með staðsetningu húsanna á efri lóðinni skapast strax styttri og betri innanhússtengingar við núverandi húsnæði, t.d. geðdeild og barnadeildir. M.ö.o. nýtast eldri byggingar miklu betur næstu ár- in, sem gæti verið skynsamlegt í brimróti skuldadaga Íslendinga. Stækka mætti K- byggingu sem rannsóknastofubyggingu en stækkun er fullhönnuð og með bygging- arleyfi. Eins fljótt og auðið er mætti svo byggja nýjar byggingar og tengibyggingar á efri hluta lóðarinnar (þar sem gamli Hjúkr- unarskólinn stendur nú og í suðurátt) eða þar sem gamli blóðbankinn og líffærameina- fræðin er nú. Staðsetning spítalans við Ei- ríksgötu hefði einnig mun minni áhrif á ásýnd spítalans í heild, Skólavörðuholtsins og Þingholtanna heldur en bygging neðan gamla spítalans en það hlýtur að skipta borg- arbúa máli. Lokaorð Bygging þjóðarsjúkrahúss er verkefni, sem skilur eftir sig risaspor til framtíðar. Byggingin er nauðsynleg en deila má um staðsetninguna en þó ekki út í það óend- anlega. Undirritaður styður nýbyggingu sjúkrahúss en ítrekar skoðun tillögu þess efnis að staðsetja mætti hjarta sjúkrahússins á efri lóð Landspítalans milli Barónsstígs og Eiríksgötu en ekki neðar á lóðinni við Hring- braut eins og núverandi tillögur ganga út á. Með því myndi gamla Hringbrautin og sjón- línur frá 1930 til gamla spítalans haldast lítt breyttar. Mikilvægt er þó að tillaga sem þessi leiði ekki til seinkunar bygging- aráforma. Því þurfa skipulagsyfirvöld Reykjavíkurborgar að taka af skarið hið fyrsta þannig að hagkvæmnis- og ásýnd- arsjónarmiðum sé mætt. Eftir Pál Torfa Önundarsson »… fjalla um tvo staðsetn- ingarvalkosti á lóð gamla Landspítalans, sem ég tel að kunni að vera enn hagkvæm- ari og falla betur að annarri byggð í Skólavörðuholtinu heldur en sú staðsetning- artillaga, sem unnið er eftir. Páll Torfi Önundarson Nýr Landspítali við Barónsstíg og Eiríksgötu í stað Hringbrautar? Hugsanleg staðsetning nýbygginga LSH á efri lóðinni við Barónstíg og Eiríksgötu. Höfundur er yfirlæknir blóðmeinafræðideildar Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.