Morgunblaðið - 10.09.2011, Page 26
FRÉTTASKÝRING
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Hallinn á rekstri ríkissjóðs fyrstu sjö
mánuði ársins nam 64 milljörðum
króna og er hann því 28 milljörðum
meiri en fjárlög ársins gera ráð fyrir.
Þetta þýðir að tekjuhlið ríkisrekst-
ursins verður að styrkjast verulega á
kostnað útgjalda ef takast á að ná
markmiði fjárlaga. Horfur eru hins-
vegar á því gagnstæða, en í sjöttu og
síðustu endurskoðun Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins á efnahagsáætlun hans
og stjórnvalda kemur fram að rík-
isútgjöld hækki umtalsvert á síðari
helmingi ársins miðað við fyrstu sex
mánuðina. Auk þess er vert að nefna
að ljóst er að eftir á að koma til veru-
legra útgjalda ríkissjóðs í haust
vegna liða sem eru ekki á fjárlögum:
Fjárframlög vegna Íbúðalánasjóðs
og kostnaður ríkisins vegna yfirtöku
Landsbankans á SpKef bera þar
hæst.
Tekjur ríkissjóðs námu ríflega 242
milljörðum fyrstu sjö mánuði ársins
og samkvæmt fréttatilkynningu frá
fjármálaráðuneytinu er um 7,5%
samdrátt að ræða frá því á sama
tíma í fyrra. Gjöld ríkissjóðs á tíma-
bilinu voru 307 milljarðar eða um
3,4% lægri en í fyrra. Rétt er að taka
fram að samanburður á afkomu milli
ára segir takmarkaða sögu þar sem
fjárlögunum í fyrra voru sett önnur
markmið en þeim sem nú eru í gildi.
Útgjöld ríkisins umfram tekjur í
fyrra námu 123 milljörðum króna en
fjárlög gerðu ráð fyrir að hallinn á
rekstri ríkissjóðs yrði 82 milljarðar.
Var því hallinn 8% af landsfram-
leiðslu en ekki 5,3% eins og fjárlögin
gerðu ráð fyrir.
Skuldir ríkisins komnar í 111%
af landsframleiðslu
Á sama tíma og fjármálaráðuneyt-
ið birti afkomu ríkisins fyrstu sjö
mánuði ársins kom yfirlit Hagstof-
unnar yfir fjármál hins opinbera á
öðrum ársfjórðungi. Þar kom meðal
annars fram að skuldir ríkissjóðs
námu 1.803 milljörðum króna við lok
2. ársfjórðungs eða sem nemur
111,3% af landsframleiðslu. Skuld-
irnar hækkuðu um 10% frá því á
sama tíma í fyrra. Tölur Hagstof-
unnar taka tillit til lífeyrisskuldbind-
inga auk skammtímaskuldbindinga
sem Lánasýsla ríkisins tekur ekki
með inn í sinn reikning. Samkvæmt
Lánasýslunni námu skuldir ríkisins
um 85% af landsframleiðslu í lok júlí.
Fjárlagahallinn kominn í 64
milljarða það sem af er ári
AGS segir að útgjöld aukist á síðari árshelmingi Skuldir ríkisins 111% af VLF
Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon fer með ráðuneyti fjármála.
Morgunblaðið/RAX
Afkoma ríkissjóðs
» Hallinn á rekstri ríkissjóðs
var 64,1 milljarður króna fyrstu
sjö mánuði ársins.
» Markmið fjárlaga gera ráð
fyrir að hallinn á rekstri rík-
isins verði tæpir 40 milljarðar í
ár.
» Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
varar við því að útgjöld ríkisins
aukist á síðari hluta ársins.
» Skuldir ríkisins voru komnar
í 111% af landsframleiðslu við
lok annars ársfjórðungs sam-
kvæmt Hagstofunni.
Ívar Páll Jónsson
ivarpall@mbl.is
Ísland er eina landið í samantekt evr-
ópsku hagstofunnar Eurostat, sem
er með samdrátt í landsframleiðslu á
öðrum fjórðungi þessa árs frá þeim
fyrsta. Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær dróst árstíðaleiðrétt
raunlandsframleiðsla saman um
2,8% á öðrum fjórðungi. Taka ber þó
fram að ekki liggja fyrir tölur frá Ír-
landi og Grikklandi, sem eiga í mikl-
um skuldavanda um þessar mundir.
Lítill vöxtur
Hagvöxtur var þó ekki mikill hjá
Evrópuríkjum á fjórðungnum. Að
meðaltali nam hann 0,2% á tíma-
bilinu, miðað við fjórðunginn á und-
an. Ef við horfum á hin Norðurlöndin
kemur í ljós að hagvöxtur í Dan-
mörku á fjórðungnum er 1%, Finn-
landi 0,6%, Svíþjóð 1% og Noregi
0,4%. Þá eru Þýskaland, Frakkland
og Bretland nærri núllinu.
Ef miðað er við sama fjórðung
2010 er samanburðurinn hagstæðari,
en landsframleiðsla á föstu verðlagi
jókst um 1,4% á milli ára. Meðaltals-
hækkunin í 27 löndum Evrópusam-
bandsins nemur 1,7%. Á þennan
mælikvarða er mesti hagvöxturinn í
Eistlandi, heil 8,4%, en það er reynd-
ar miðað við tölur sem eru ekki árs-
tíðaleiðréttar. Taka ber fram að hag-
vöxtur á fyrri hluta ársins var 2,5%
miðað við sama tíma 2010.
Mikill hagvöxtur í Svíþjóð
Mikill hagvöxtur hefur verið í Sví-
þjóð síðustu fjórðunga miðað við
sömu fjórðunga árið áður: 5,3% á
öðrum ársfjórðungi, 6,4% á þeim
fyrsta og 7,6% á fjórða fjórðungi
2010.
Morgunblaðið/Golli
Samdráttur Hagvöxtur á öðrum fjórðungi ársins var neikvæður um 2,8%
skv. tölum Hagstofu. Á fyrri helmingi ársins var hann jákvæður um 2,5%.
Ísland neðst
hjá Eurostat
Eitt með samdrátt á öðrum fjórðungi
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. SEPTEMBER 2011
+ Bókaðu flug á www.icelandair.is
Innifalið: Flug aðra leiðina og flugvallarskattar. Þessi ferð gefur frá 2.100 til 6.300 Vildarpunkta aðra leiðina.
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A.
I
S
IC
E
55
48
4
09
/1
1
!"# $% " &'( )* '$*
++,-+.
+./-01
++2-0/
3+-4+
3+-/,3
+.-522
+//-31
+-10
+.3-.
+2+-4+
++,-1,
+.1-/0
++4-34
3+-441
3+-1+,
+.-++0
+//-2+
+-1011
+./-/1
+23-+2
3+.-5,+,
++,-43
+.1-.1
++4-2+
3+-./.
3+-14.
+.-+43
+//-0.
+-10..
+./-..
+23-2+
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
STUTTAR FRÉTTIR
● Tollstjóri hefur
krafist gjald-
þrotaskipta á fé-
laginu Joco ehf.,
en stjórn-
arformaður þess
er Jón Ólafsson,
sem á félagið Ice-
landic Water
Holdings, fram-
leiðanda Icelandic
Glacial-vatnsins.
Samkvæmt ársreikningi Joco fyrir
árið 2009 var tap félagsins 173 millj-
ónir króna, svipað og árið áður, og
eigið fé neikvætt um 1,1 milljarð. Joco
átti hlut í félögunum Navia og Sonic,
sem bæði fást við hljóðupptöku og
tónlistarútgáfu og Byggingarfélagi
Arnarness.
Skipta krafist á Joco
Jón Ólafsson