Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 1. S E P T E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  221. tölublað  99. árgangur  VILLTI KOKKURINN ÚLFAR OG ÍSLENSK VILLIBRÁÐ TÓNLISTIN ER LÍFSBLÓÐIÐ GRÓTTA Á MEÐAL ÞEIRRA BESTU Í HANDBOLTANUM OF MONSTERS AND MEN MEÐ PLÖTU 40 MAGNÚS ER ENN AÐ ÍÞRÓTTIRHAUSTMATURINN 18 Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þegar sjávarútvegurinn veit ekki hve mikið verður af honum tekið þá þorir hann ekki að fjárfesta í endur- bótum, uppbyggingu og því sem þarf til að halda greininni við,“ segir Sig- urgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar hf. í Vestmannaeyjum. Hann benti á að fjárfesting í sjáv- arútvegi hefði fallið úr tæplega 8% af tekjum að meðaltali á árunum 2002- 2008 niður í 2% af tekjum undanfarin tvö ár. Hann sagði tvær meginástæð- ur fyrir því að sjávarútvegurinn hætti að fjárfesta. Fyrst var það banka- hrunið en svo tók við óvissan – um framtíð fiskveiðistjórnunar og um skattlagningu í formi auðlindagjalds. Þetta ylli því að íslenskur sjávar- útvegur væri að dragast aftur úr sjávarútvegi í öðrum löndum sem nú væri að fjárfesta og treysta stöðu sína á mörkuðum. Enn sem komið væri hefðu Íslendingar ekki misst markaði sína fyrir sjávarafurðir, en aðrir væru að sækja inn á þá af aukn- um krafti. „Aðrar fisktegundir og aðrar þjóð- ir eru að taka af okkar hlut og stöðu á mörkuðunum,“ sagði Binni. Hann benti á að tekjur sjávarútvegsins hefðu dregist saman í evrum talið. „Það er vísbending um að menn séu ekki að vinna markaðsvinnuna sína. Þeir hafa verið uppteknir af slagnum við stjórnmálamenn en ekki því að afla aukinna tekna fyrir þjóð- ina.“ Hann sagði að sjávarútvegurinn þyrfti að fjárfesta mikið meira í markaðsstarfi til þess að auka tekj- urnar. Ytri aðstæður eru að mörgu leyti ákjósanlegar til fjárfestinga, að mati hans. Slaki sé á vinnumarkaði og til- tölulega ódýrt að endurbyggja hús og endurnýja tæki framleidd hér á landi. Ótti við framtíðina valdi því að tæki- færið sé ekki notað. Ísland dregst aftur úr  „Aðrar fisktegundir og aðrar þjóðir eru að taka af okkar hlut og stöðu á mörk- uðunum,“ segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum Fjárfesting í sjávarútvegi Fjárfesting sem hlutfall af tekjum 10% 8% 6% 4% 2% 0 200 2 200 8 200 4 201 0 200 6 Fundarmenn á opnum íbúafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöldi lýstu margir efasemdum um stærð og staðsetningu nýs Landspítala við Hring- braut. Þá komu fram áhyggjur af umferðinni og efasemdir um að starfs- fólk nýja Landspítalans mundi almennt ganga eða hjóla í vinnuna. »2 Morgunblaðið/Árni Sæberg Efasemdir um stærð og staðsetningu nýs Landspítala  Dómstólaráð hefur gripið til þess ráðs að draga úr álagi á Héraðsdóm Reykjavíkur með því að færa mál út á land. Til þess nýtir ráðið sér almenna heimild í dómstólalögum. Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, segir að mál tengd gömlu bönkunum hafi verið send til bæði héraðsdóms Vestfjarða og héraðsdóms Austurlands. Með því sé verið að reyna að jafna álagið á milli dómstóla. Búið sé að dæma í mörgum stærstu mál- unum og því dugi yfirleitt einn dómari í þeim málum sem eftir eru. Veitt var heimild á síðasta ári til að bæta við fimm héraðsdóm- urum en það verður þó ekki gert fyrr en á næsta ári. Símon segir niðurskurð í ár þýða að ekki sé til fjárveiting fyrir þeim. »22 Færa dómsmál út á land til að dreifa álagi „Íslendingar þéna mest á fiskveiðum af Norðurlandaþjóðunum, mun meira en til dæmis Norðmenn og Danir,“ segir Audun Iversen, aðal- höfundur skýrslu um sjávarútveg á Norðurlöndum. „Mikilvæg skýring á góðum árangri Íslendinga í þeim efnum er fiskveiðistjórnunarkerfið á Íslandi.“ Fram kemur í skýrslunni að Ís- lendingar sýni jafnmikla verðmæta- sköpun í fiskveiðum og Noregur þó svo að afli Norðmanna sé um það bil tvöfalt meiri bæði að magni og verð- mæti. Verðmætasköpun hvers ís- lensks fiskimanns sé næstum 50% meiri en verðmætasköpunin á danskan, færeyskan eða norskan fiskimann. Audun bendir á að á Íslandi séu veiðar og vinnsla oft í eigu sömu að- ila, en í Noregi t.d. sé skilið á milli þessara þátta. Fyrir vikið verði sam- hæfing meiri á Íslandi og fisk- vinnslan hafi meiri möguleika á að hafa áhrif á samsetningu og gæði þess hráefnis sem kemur á land. „Hinar þjóðirnar geta lært af Ís- lendingum að á þennan hátt er betur hægt að tryggja gæði með samspili veiða og vinnslu.“ »12 Geta lært af Íslend- ingum  Fiskveiðistjórn- kerfið mikilvæg skýr- ing á góðum árangri Neskaupstaður Loðnuskip landar. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fimmtíu íbúðir hafa selst í sex hæða lúxusfjöl- býlishúsi við Mánatún 3-5 í Reykjavík á síðustu fjórum mánuðum. „Við seldum húsið fyrst allt í einu lagi og erum búin að vera að selja fyrir þann aðila íbúð fyrir íbúð. Það hafa farið um fimmtíu íbúðir á fjórum mánuðum og það er búið að selja allar stærstu íbúðirnar í húsinu, aðeins ein stór eftir. Þetta eru 200 fm íbúðir og á sjöttu hæðinni eru þær allar farnar, á rúmlega 60 milljónir hver,“ segir Brand- ur Gunnarsson, sölumaður hjá Stakfelli, sem sér um sölu á Mánatúni. Fyrirtækið Skuggabyggð er yfir 300 fm. Hún hefur ekki verið í sölu en við finnum fyrir áhuga á henni.“ Kanon arkitektar teiknuðu húsið en helstu ein- kenni þess eru björt, opin og rúmgóð rými. Íbúð- irnar eru afhentar fullfrágengnar. Brandur segir að aðeins sé eftir að selja sex til átta íbúðir í húsinu en enn sé verið að vinna í ein- hverjum þeirra. „Við áttum ekki von á að þetta myndi ganga svona vel. Miðað við söluáætlun er- um við komnir fram í júlí-ágúst 2012, eins og lagt var upp með í byrjun. Það hefur vantað á mark- aðinn nýjar flottar íbúðir og verðið er gott þarna,“ segir Brandur og bætir við að það sé ekki barna- fólk sem kaupir í Mánatúni, heldur fólk sem er að koma úr stórum eignum og vill minnka við sig. ehf. á húsið nú en það var áður í eigu Arion banka. Íbúðirnar í húsinu eru 90 til rúmlega 200 fer- metrar að stærð. „Svo er ein penthouse-íbúð sem Fimmtíu lúxusíbúðir á einu bretti Mánatún Verið er að ganga frá lóðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.