Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011
Tuttugasta öldin er tímabil
mestu breytinga sem yfir okkar
fámenna samfélag hafa gengið.
Liðfár hópur kvenna og karla
vann mikið dagsverk. (Íbúatalan
á Íslandi 1920 var 92.855.) Sigríð-
ur Þ. Valgeirsdóttir lét ekki sitt
eftir liggja og hitt ekki síður að
hún fór oft ótroðnar slóðir. Hún
aflaði sér fjölbreyttrar menntun-
ar, nám við virta ameríska há-
skóla, BA-gráða frá Berkeley,
doktorspróf frá Buffalo-háskóla
N.Y. Störf Sigríðar spanna vítt
svið; hún var frumkvöðull um
margt, ekki aðeins á sviði kennslu
og skólamála. Hún vann að end-
urnýjun íslenskra söngdansa og
þar naut sín skapandi, listrænn
kraftur hennar. Hér má etv. finna
skýringu á viðleitni hennar og
kröfu að aðeins hið besta væri
fullnægjandi hvort sem var dans-
spor eða greining á hugtaki. Sig-
ríður var kona metnaðarfull,
dugnaðarforkur, sást oft ekki fyr-
ir, kröfuhörð bæði við sjálfa sig
og aðra svo að jaðraði við óbil-
girni. Hér fylgja tvö minninga-
brot frá samstarfi okkar Sigríðar
þótt ekki snerti þau meginverk-
efni hennar.
Fyrsta framhaldsdeildin fyrir
sérkennara starfaði l968-1969 við
Kennaraskólann, 2-3 árum áður
en skólinn færðist á háskólastig.
Svo hét að ég hefði umsjón en
Sigríðar var aðalkennarinn, hafði
nýlokið MA-námi í uppeldissál-
fræði frá háskólanum í Buffalo.
Ég á góðar minningar frá þessum
vetri, samstarfið við áhugasama
nemendur var gefandi, 8-10
manns á mismunandi aldri. Sig-
ríður átti mikinn þátt í að þessi
byrjun þótti takast vel.
Mikil gerjun var í skólastarfi
og kennaramenntun á þessum ár-
um, nýjar kennslubækur komu
til, margar á ensku. Erlend hug-
tök í fræðunum flæddu yfir og
Sigríður Þóra
Valgeirsdóttir
✝ Sigríður ÞóraValgeirsdóttir
fæddist í Reykjavík
15. nóvember 1919.
Hún lést á heimili
sínu að Klapparstíg
1 3. september
2011.
Útför Sigríðar
fór fram frá Hall-
grímskirkju 19.
september 2011.
gætti mikils ósam-
ræmis og ruglings.
Dr. Broddi Jóhann-
esson, rektor KHÍ,
setti á laggirnar
orðanefnd sem í
sátu Þuríður J.
Kristjánsdóttir, Sig-
ríður og undirritað-
ur. Miklu skipti að
Helgi Hálfdanarson,
þá stundakennari
við KHÍ, var ráðinn
til starfa að verkinu. Nefndin
hittist fyrir hádegi heima hjá
Helga í Árbænum af og til á ár-
unum 1975 fram undir 1980.
Helgi bar fram kaffi með fínu
bakkelsi um tíuleytið og sagði
stundum sögur um hvernig hann
hefði staðið að bakstrinum.
Við Sigríður áttum gott sam-
starf á mörgum sviðum en okkur
greindi á um margt bæði fyrr og
síðar og á þessum vinnufundum
keyrði oft um þverbak. Ég man
enn hve dr. Þuríður var stundum
þreytt á þessu þrasi okkar um
merkingar og skilgreiningar, sem
litlu skilaði, en Helgi lét sem sér
væri skemmt. Ekki flýtti þetta
fyrir verkinu! – Þessari vinnu
lauk þannig að Íslensk málnefnd
gaf 1986 út ritið Orðaskrá úr upp-
eldis- og sálarfræði. Þeir Helgi og
Baldur Jónsson prófessor unnu
úr gögnum sem tiltæk voru og
sáu um útgáfuna.
Langri og starfsamri ævi er
lokið. Miklu verki var skilað. Ég
sendi börnum Sigríðar og fjöl-
skyldum þeirra samúðarkveðjur.
Jónas Pálsson
Nú er löngu lífshlaupi Sigríðar
Valgeirsdóttur lokið. Hún var ná-
inn samstarfsmaður okkar til
margra ára og góð vinkona. Leið-
ir okkar lágu saman í Kennarahá-
skóla Íslands þar sem hún var
prófessor í sálarfræði. Fyrstu
kynni af henni fólust helst í spjalli
á kennarastofu um menn og mál-
efni. Ekki fór framhjá neinum að
þar fór kona sem gustaði af, hafði
skoðanir og féll aldrei verk úr
hendi. Samstarf okkar hófst með
rannsóknum á lestri unglinga á
níunda áratug síðustu aldar. Við
töldum okkur hafa fræðin um
læsi að nokkru á hreinu en hún
aðferðafræði rannsókna. Þar
urðu oft líflegar umræður og við
urðum fljótt vör við það að ekki
kom til mála að slá af aðferða-
fræðilegum kröfum. Þessi tími
var okkur dýrmætur og Sigríður
virti sjónarmið okkar í lestrar-
fræðum fyllilega. Auk þess að
starfa sem prófessor var hún for-
stöðumaður Rannsóknarstofnun-
ar uppeldis og menntamála sem
var til húsa í gamla kennaraskóla-
húsinu við Laufásveg. Þar unnum
við í því herbergi sem Magnús
Helgason skólastjóri hafði sem
skrifstofu. Þarna hitti Þórbergur
Magnús þegar hann sótti um
kennaranám og við rifjuðum þá
sögu upp og margt annað sem
þetta hús hafði að geyma. Um-
ræður snerust því ekki alltaf um
aðferðafræði og læsi.
Á árunum um og upp úr 1990
unnum við svo saman að mjög
stórri fjölþjóðlegri rannsókn á
læsi 9 og 14 ára nemenda. Þar var
um að ræða fyrstu rannsókn af
þessu tagi hér á landi og hún
vakti nokkra athygli hér heima og
hjá fólki í þeim löndum sem við
unnum með. Það var einkum fá-
mennið hér á landi sem fólki þótti
merkilegt og þó enn meira góð
staða nemenda okkar. Sigríður
stóð eins og klettur í þessari
rannsókn og fylgdi henni eftir
heima sem heiman. Við fórum að
sækja ráðstefnur vestan hafs og
austan og var hvarvetna vel tekið.
Henni var í mun að Ísland nyti
sannmælis og að litið væri á okk-
ur sem alvöru þjóð, jafngilda öðr-
um í þessari vinnu. Á ferðalög-
unum kynntumst við ýmsum
hliðum Sigríðar og sáum hve
fylgin sér hún var og ósérhlífin en
jafnframt hlý og nærgætin. Með
okkur tókst góð vinátta sem aldr-
ei brast.
Við þökkum Sigríði gott og
gefandi samstarf og vináttu.
Börnum hennar og fjölskyldum
þeirra sendum við samúðarkveðj-
ur.
Þóra Kristinsdóttir,
Guðmundur B. Kristmundsson.
Sigríður átti í tæp 50 ár far-
sæla samleið með skólum sem nú
mynda Menntavísindasvið Há-
skóla Íslands, fyrst Íþróttaskól-
anum á Laugarvatni, sem nem-
andi og kennari, og síðan kenndi
hún lengst af við Kennaraskól-
ann, síðar Kennaraháskóla Ís-
lands. Hún var frumkvöðull, mjög
áhugasöm um rannsóknir og
atorkusamur kennari. Á þeim
vettvangi kynntist ég henni fyrst
stuttu eftir að ég kom heim frá
námi, því þá hafði Sigríður sam-
band við mig og bað mig um að
kenna með sér sálarfræði náms.
Það var upphaf fjölbreytilegs
samstarfs, ekki síst vegna verk-
efna sem tengdust Rannsókna-
stofnun uppeldis- og mennta-
mála, sem hún stýrði í næstum
áratug.
Sigríður var harðdugleg og
ósérhlífin og það var gott að vinna
með henni. Hún hafði mjög gott
vald á tiltölulega flóknum töl-
fræðilegum aðferðum sem ekki
voru á allra færi og doktorsrit-
gerð hennar um mælikerfi Rasch
var þeirrar ættar. En þessir kost-
ir hennar voru að sumu leyti veik-
leikar, því hún náði ekki að móta
sterkan hóp samstarfsfólks sem
hélt í við hana og hafði fullt vald á
þeim hugmyndum sem hún vann
að. Ég nefni þetta einkum vegna
tiltekins áhugamáls hennar þar
sem ég tel að hún hafi verið tals-
vert á undan sinni samtíð, en það
snerist um aðferðir til þess að
mæla nokkuð nákvæmlega
frammistöðu hvers nemanda án
þess að þurfa að leggja sömu
prófatriði fyrir alla. Með því að
afla nokkuð nákvæmra upplýs-
inga um stöðu hvers og eins taldi
hún sig leggja mikilvægan grunn
að einstaklingsmiðaðri kennslu
sem var eitt höfuðáhersluatriði
nýrra fræðslulaga sem sett voru
árið 1974, sama árið og hún varði
ritgerð sína. Aðalatriði þeirrar
aðferðar sem hún vann að fólst í
því að mismunandi prófatriði
væru lögð fyrir nemendur sem
stæðu mjög misjafnt að vígi, þótt
prófið væri í sjálfu sér staðlað.
Þannig fengist góð mæling á
stöðu ólíkra nemenda enda taldi
hún að „forsenda þess að skólinn
geti mætt þörfum einstaklinga og
lagað kennsluna að þeim sé vitn-
eskja um stöðu og sérkenni nem-
andans“. Áhugi hennar á hlítar-
námi sem miðar að því að allir,
ekki bara sumir, nái góðum tök-
um á kennsluefninu ber áhuga
hennar á kennslu í þágu allra
einnig gott vitni.
Sigríður var dæmigerður var-
kár fræðimaður og vildi rannsaka
hugmyndir sínar til hlítar áður en
þeim væri beitt í skólastarfi. En
þótt hún væri varfærin vildi hún
að skólakerfið gerði sér mat úr
niðurstöðum rannsókna. Þannig
var henni mikið kappsmál að
skrifa um niðurstöður alþjóðlegu
læsiskönnunarinnar frá 1991
þannig að það mætti draga af
henni ályktanir og fá leiðsögn; þá
ritgerð birti hún ásamt góðu sam-
starfsfólki sínu árið 1997 næstum
áttræð að aldri. Eftir það sneri
hún sér að dansinum. Eldmóður
hennar og áhugi á öllu sem hún
kom nálægt er okkur sem unnum
með henni ákaflega minnisstæð-
ur. Kennaraháskóli Íslands og nú
Menntavísindasvið Háskóla Ís-
lands þakkar samfylgdina og
vottar aðstandendum hennar
samúð.
Jón Torfi Jónasson,
forseti Menntavísindasviðs
HÍ.
Við Sigríður Þ. Valgeirsdóttir
vorum nágrannar í fjölmörg ár án
þess að ég gerði mér fulla grein
fyrir mikilvægi hennar í íslenskri
danssögu. Auðvitað vissi ég að
hún hafði stofnað Þjóðdansafélag
Reykjavíkur og staðið fyrir fjöl-
mörgum glæsilegum danssýning-
um félagsins, en að hún hefði lært
nútímalistdans á árunum áður, og
verið í tímum hjá frægasta fólk-
inu og frumkvöðlunum var lokuð
bók fyrir mér. Svona geta hin
ýmsu svið danslistarinnar verið
sjálfhverf, eða þá að ég var ekki
með nógu opinn huga eða spurði
ekki nógu margra spurninga. Að
lokum upplaukst dansferill Sig-
ríðar fyrir mér og þvílíkur ferill.
Sigríður var mjög virk á al-
þjóðlegum dansfræðavettvangi
og það var hún sem hvatti til
stofnunar Íslenska dansfræða-
félagsins sem er hluti af norrænu
dansfræðasambandi. Þar kom ég
inn sem fulltrúi klassíska list-
dansins. Hún var formaður í
mörg ár þar til ég tók við því emb-
ætti en Sigríður sat í stjórn til
dauðadags. Oft var það hún sem
kom með bestu hugmyndirnar og
ferskustu viðhorfin inn í fé-
lagsstarfið og alltaf var leitað til
hennar með allt sem varðaði
starfsemina bæði innanlands og
það sem farið var með á erlendan
vettvang.
Hið ómælda framlag hennar til
endurreisnar íslenskra þjóðdansa
verður seint fullþakkað. Við Ís-
lendingar vorum svo heppnir að
þegar hafist var handa við end-
urgerð íslenskra söngdansa átt-
um við í Sigríði einstaklega vel
menntaðan, hugmyndaríkan og
smekklegan danshöfund. Bæk-
urnar sem hún gaf út um rann-
sóknir sínar og dansa eru og
munu verða sá grundvöllur sem
íslenskir þjóðdansarar byggjast
á.
Nú er lífsdansi Sigríðar lokið,
sporin verða ekki fleiri. Ég er
henni innilega þakklát fyrir gjöf-
ult samstarf og indæl kynni og
ekki síst fyrir ómetanlegt fram-
lag til íslenskrar danslistar.
Ingibjörg Björnsdóttir.
Dr. Sigríði Valgeirsdóttur
kynntist ég nokkuð vel er ég
ásamt átta öðrum kennurum not-
aði fyrsta tækifærið sem bauðst
hér á landi til þess að stunda
framhaldsnám í sérkennslufræð-
um við Kennaraskóla Íslands vet-
urinn 1968-1969. Sigríður hafði
umsjón með náminu ásamt Jónasi
Pálssyni, sálfræðingi og síðar
rektor. Nokkrum árum áður
hafði ég verið nemandi hennar í
snöggsoðnu kennaranámi mínu í
svokallaðri stúdentadeild.
Sigríður var röggsamur kenn-
ari og bæði skiptin sem hún
kenndi mér var hún nýkomin frá
námi í Bandaríkjunum, fyrst al-
mennu sálfræðinámi og síðan
meistaraprófsnámi. Mér líkaði
alltaf vel við kennsluhætti Sigríð-
ar. Hún beitti að einhverju leyti
kennslutækni sem hún sjálf hafði
kynnst í vestra með áherslum á
nýjustu niðurstöður sálfræði-
legra rannsókna; fræðslu um nýj-
ar stefnur og strauma á sviði
hinna skyldu greina, sérkennslu,
uppeldis- og sálarfræði. Mér
fannst námið gefandi og
skemmtilegt og átti Sigríður þátt
í því með elju sinni og hvatningu.
Sjálf var hún afar góð fyrirmynd,
hafði sem ekkja með þrjú börn og
eftir farsælt starf sem íþrótta-
kennari vent sínu kvæði í kross
og tekið að leggja stund á fræði-
greinina sem hún stundaði síðan
með hléum til æðstu menntagr-
áðu.
Síðar átti ég þess kost að vinna
svolítið með Sigríði þegar hún var
að staðla og staðfæra bandarískt
hæfnipróf. Ég var í hópi þeirra
sem lögðu prófið fyrir íslenska
nemendahópa og vann síðan af og
til með henni við úrvinnslu gagna.
Ómetanlegt var að kynnast fag-
legri sýn Sigríðar, skipulagshæfi-
leikum og þekkingu á sviði rann-
sókna og tölfræði. Fyrir henni
vakti, eins og höfundum prófsins,
að gera kennurum og skólayfir-
völdum kleift að finna á einfaldan
hátt nemendur sem þyrftu á sér-
kennslu að halda, greina vanda
þeirra og skipuleggja viðeigandi
aðstoð. En tímarnir voru óhag-
stæðir fyrir nálgun af þessu tagi
þótt réttindi allra barna til náms
væru smám saman að öðlast við-
urkenningu. Nýir straumar sem
gagnrýndu mjög afdráttarlaust
allt er fæli í sér hvers konar
flokkun voru að koma fram.
Hæfnipróf – að ekki sé minnst á
hóppróf á því sviði – áttu því ekki
upp á pallborðið hjá sérkennslu-
og sálfræðiþjónustu skóla. Við-
tökurnar ollu Sigríði að sjálf-
sögðu vonbrigðum. Í mínum huga
naut Sigríður í raun ekki eðlilegr-
ar virðingar sem sálfræðingur.
Doktorsgráða og prófessorsemb-
ætti í sálarfræði breyttu ekki
þröngsýnni afstöðu sumra sem
aldrei litu fram hjá grunnmennt-
un hennar sem íþrótta- og þjóð-
dansakennara. Slíkt hugarfar
heyrir vonandi sögunni til.
Sigríður var á margan hátt
frumkvöðull sem fór sínar leiðir
stundum af hörku fremur en
mýkt. Áföll og átök af ýmsu tagi
kunna að hafa mótað hrjúfara við-
mót en ella hefði orðið. Tilfinning
mín er reyndar afdráttarlaust sú.
Ég tel mig hafa lært margt af
Sigríði – ekki bara í fræðunum
sem hún miðlaði – heldur af henni
sem manneskju sem lét ekki bug-
ast þótt á móti blési. Fyrir þetta
góða veganesti þakka ég af alhug
um leið og ég votta börnum henn-
ar og aðstandendum innilega
samúð.
Jóhanna Kristjánsdóttir,
fv. skólastjóri
Öskjuhlíðarskóla.
Dr. Sigríður Valgeirsdóttir var
ein af stofnfélögum Delta-Kappa-
Gamma á Íslandi árið 1975. Það
voru 18 skörungskonur á sviði
mennta- og menningarmála sem
stofnuðu fyrstu deildina, Alfa-
deild. Guðrún Pálína Helgadóttir
þáverandi skólastjóri Kvenna-
skólans í Reykjavík kallaði þær
til liðs við sig, eftir að Marie
Pierce útbreiðslufulltrúi alþjóða-
samtakanna, hafði sent henni
bréf og óskað eftir að hér á landi
yrði stofnuð deild. Delta-Kappa-
Gamma eru alþjóðasamtök
kvenna í fræðslu- og menningar-
störfum sem eiga rætur sínar að
rekja til Bandaríkjanna. Nú 36
árum síðar eru félagskonur orðn-
ar rúmlega 300 í 13 deildum víðs
vegar um landið.
Sigríði hefur ætíð verið mjög
annt um samtökin og lagði á sig
mikla og ómælda vinnu í þeirra
þágu bæði á Íslandi sem og
beggja vegna Atlantsála. Sigríður
gegndi forsetastarfi landssam-
bandsins 1989-1991 og barðist þá
af metnaði fyrir einsetnum skóla,
læsi og samvinnu skóla og for-
eldra. Hún efldi tengsl og lagði
mikla áherslu á alþjóðasamstarf
milli Evrópu og Bandaríkjanna
og var hún meðal annars kjörin
fulltrúi Evrópu í alþjóðastjórn
Delta Kappa Gamma 1990. Í því
starfi ferðaðist hún mikið, tók
þátt í fundum og þingum og var
verðugur fulltrúi okkar þar.
Sigríður starfaði alla tíð í
stofndeildinni, Alfadeild. Það
voru ekki margir fundirnir sem
hana vantaði á og alltaf var hún
jafn áhugasöm og tilbúin til þátt-
töku og aðstoðar, annað var ekki
inni í myndinni. Hún hafði brenn-
andi áhuga á þeim viðfangsefnum
sem tekin voru fyrir hverju sinni
og var óspör að láta það í ljós. Við
sem höfum gegnt formennsku í
deildinni höfum gjarnan getað
leitað til hennar, er eitthvað hefur
verið óljóst og hún kunni ávallt
svör við öllu, enda þaullesin í al-
þjóðalögunum og hafði snarað
þeim yfir á íslensku í hjáverkum.
Við munum sárlega sakna þess að
hafa hana ekki með okkur á fund-
um, og að geta ekki lengur flett
upp í hennar alfræði um DKG.
Á landssambandsþingi sam-
takanna í Reykjanesbæ í vor var
Sigríður gerð að heiðursfélaga.
Þeim hátíðarkvöldverði lauk með
því að Sigríður, létt á fæti, stökk
út á dansgólfið og stýrði og
kenndi félagskonum færeyskan
dans við lagið Siggi var úti. Henni
líkaði ekki alls kostar við fyrstu
tilraun, fannst dansinn eitthvað
þunglamalegur hjá konum og
dreif svona aðeins meira trukk í
næstu tilraun og það gekk „bet-
ur“, sagði hún.
Einkunnarorð samtakanna á
Íslandi næstu tvö árin eru „Frá
orðum til athafna“ og eru þau orð
lýsandi fyrir störf Sigríðar innan
DKG. Athafnakonunni Sigríði
Valgeirsdóttur sem aldrei lét
sitja við orðin tóm þökkum við
farsælt og óeigingjarnt starf í
þágu Delta-Kappa-Gamma.
Við vottum Ingólfi, Dagmar
Völu og Sigríði og fjölskyldum
þeirra innilega samúð.
Sigríður Ragna Sigurðar-
dóttir, forseti Landssam-
bands Delta Kappa Gamma,
Marta Guðjónsdóttir,
formaður Alfa deildar.
Dr. Sigríður Þóra Valgeirs-
dóttir prófessor varð bráðkvödd
að heimili sínu 3. september,
2011. Þessi kjarnakona lagði
mörgum hlutum lið og sparaði sig
hvergi. Leiðir okkar lágu saman
um 35 ára skeið en við urðum báð-
ar stofnfélagar í Delta Kappa
Gamma á Íslandi 1975 og síðan
höfum við átt margháttaða sam-
vinnu á ólíkum sviðum. Sigríður
var vel menntuð kona. Eftir nám
við Kvennaskólann og Íþrótta-
kennaraskólann fór hún til náms
til Bandaríkjanna og lauk dokt-
orsprófi frá New York í Buffalo
1974. Sigríður var kennari við
Íþróttakennaraskóla Íslands,
Kennaraskólann og síðar Kenn-
araháskólann, þar af sem prófess-
or frá 1973. Hún gekk til liðs við
Soroptimistahreyfinguna 1964,
var formaður klúbbsins 1971-
1972 og gegndi ýmiskonar öðrum
stjórnunar- og nefndarstörfum
fyrir klúbbinn og Landssam-
bandið. Hún var meðlimur í
mörgum öðrum félögum en starf
hennar fyrir Þjóðdansafélagið og
rannsóknir á íslenskum dönsum
mun lengi halda nafni hennar á
lofti. Sigríður fékk Gullmerki
Íþróttasambands Íslands og var
heiðursfélagi í Þjóðdansafélagi
Reykjavíkur. Riddarakross hinn-
ar íslensku fálkaorðu hlaut hún
1990 og varð Heiðursfélagi So-
roptimistaklúbbs Reykjavíkur
2006. Það vakti aðdáum allra sem
áttu samleið með Sigríði hversu
✝
Ástkær eiginkona mín,
ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Skaftafelli í Vestmannaeyjum,
f. 10. nóvember 1929,
lést á háskólasjúkrahúsinu í Óðinsvéum,
Danmörku, þriðjudaginn 23. ágúst.
Útförin fór fram í Skjern á Jótlandi, Danmörku,
miðvikudaginn 31. ágúst.
Garðar Ragnarsson,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar fallega og elskaða eiginkona, mamma,
amma, tengdamamma, systir og vinkona,
ERNA BORGÞÓRSDÓTTIR,
andaðist heima hjá þeim sem hún elskaði
mest mánudaginn 12. september.
Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 23. september
kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á líknarsjóð Karítasar, www.karitas.is.
Óskar Alvarsson,
Rannveig Óskarsdóttir, Jóhann T. Maríusson,
Borþór Alex Óskarsson,
Margrét Birta Óskarsdóttir,
Arnór, Huginn Þór og Elísabet Jóhannsbörn.