Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011 Hið sígilda ævintýri umGaldrakarlinn í Oz varfrumsýnt í Borgarleik-húsinu á laugardaginn. Óhætt er að segja að uppsetningin sé lífleg, litrík og skemmtileg. Galdrakarlinn í Oz er einn vinsæl- asti fjölskyldusöngleikur allra tíma. Hvirfilbylur feykir Dórótheu litlu til ævintýralandsins Oz. Á leið sinni til Galdrakarlsins í Gimsteinaborg, sem á að hjálpa henni aftur heim, hittir hún fuglahræðu sem hefur engan heila, tinkarl sem vantar hjarta og ljón sem skortir hugrekki. Þeir slást í för með henni og saman lenda þau í ævintýrum þar sem við sögu koma nornir og aðrar verur. Þessi söng- leikur hefur fyrir löng sannað skemmtanagildi sitt og það vantaði ekkert upp á það í uppsetningu Borgarleikhússins. Þýðing Bergs Þórs Ingólfssonar er góð, einföld og fyndin. Hann bæt- ir inn bröndurum úr samtímanum sem mér fannst virka vel og eru oft eitthvað sem foreldrarnir fatta og hlæja að frekar en börnin. Sviðs- myndin er litrík og skýr en um leið draumkennd. Myndum er varpað á tjald í bakgrunni sem skapar dýpt og er oft notað á sniðugan hátt. Leik- myndin er viðeigandi, ekki ofhlaðin en samt er nóg að gerast í henni. Lára Jóhanna Jónsdóttir fer með hlutverk Dórótheu og gerir það af mikilli færni. Ég hef séð Láru í tveimur öðrum sýningum í Borg- arleikhúsinu og heillaðist af henni í upphafi. Hún hefur þetta aukalega til að skara fram úr. Hún er mjög góð í hlutverki Dórótheu, leikur af krafti og tilfinningu og er sannfær- andi sem saklausa barnið. Hilmar, Þórir og Halldór eru líka frábært þríeyki í hlutverkum fugla- hræðunnar, tinkarlsins og ljónsins. Þeir eru virkilega sannfærandi og skemmtilegir. Ljá persónunum mik- inn karakter og leika fantavel sam- an. Ég veit ekki hvort það sé hægt að gera þetta betur. Katla Margrét er vonda nornin og það er aðeins hjá henni sem mér fannst vanta upp á frammistöðuna. Kannski var það búningurinn sem virkaði ekki en í hvert skipti sem hún kom á svið datt mér hljómsveitin Grýlurnar í hug, það var eitthvað „eighties“ við hana. Katla var góð sem Frenja en mér fannst vanta kraft í nornarleik hennar, það var eins og hún þyrði ekki að láta illsk- una flakka. Þriggja og fjögurra ára leikhúsfélagar mínir voru samt á öðru máli, þeim fannst nornin hræði- leg en um leið heillandi. Að öðrum ólöstuðum eru stjörnur sýningarinnar krakkahópurinn sem leikur óteljandi mikilvæg hlutverk í henni. Leikgleðin, krafturinn og samhæfingin var ótrúleg hjá þessum hópi sem fipaðist aldrei. Þau heilluðu mig upp úr skónum auk hundsins Myrru sem fer með hlutverk Tótó, mjög yfirvegaður leikur hjá henni. Mér finnst Galdrakarlinn í Oz vera vel heppnuð fjölskyldusýning. Leikhúsfélagar mínir litlu skemmtu sér líka konunglega og veltu sýning- unni mikið fyrir sér. Sagan sjálf hef- ur fyrir löngu sannað sig og um- gjörðin utan um hana í þetta skiptið heppnast vel. Það var aftur á móti krafturinn og gleðin sem stafaði af sviðinu sem gerði gæfumuninn. Það skiptir öllu að hann skili sér til áhorf- enda og hann gerði það svo sann- arlega í þetta skiptið. Lífleg og litrík sýning Borgarleikhúsið Galdrakarlinn í Oz bbbbm Eftir L. Frank Baum. Íslensk þýðing og leikstjórn: Bergur Þór Ingólfsson. Leik- arar: Lára Jóhanna Jónsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Þórir Sæmundsson, Hall- dór Gylfason, Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir, Jóhann Sigurðarson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Þórhallur Sig- urðsson. Leikmynd: Snorri Freyr Hilm- arsson. Lýsing: Þórður Orri Pétursson. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Tón- list: Kristjana Stefánsdóttir. Dans: Katr- ín Ingvadóttir. Stóra sviðið í Borgarleik- húsinu, 18. september. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR LEIKLIST Morgunblaðið/Sigurgeir S. Galdrakarlinn í Oz Dóróthea og Pinklarnir í töfralandinu Oz. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Það var gert opinbert í vikunni að rithöfundurinn Jón Kalman Stef- ánsson hlýtur bókmenntaverðlaun Per Olov Enquist fyrir árið 2011. Verðlaunaathöfnin fer fram á bóka- messunni í Gautaborg á morgun, fimmtudaginn 22. september. Dómnefndin er aðallega að verð- launa bókina Himnaríki og helvíti en í fréttatilkynningu frá nefndinni kemur fram að reynt sé að veita þessi verðlaun höfundi sem er við það að ná alþjóðlegri útbreiðslu og viðurkenningu og má af því ætla að önnur verk Jóns Kalmans hafi ver- ið metin. Úrskurð sinn rökstuddi nefndin með eftirfarandi orðum: „Bók Jóns Kalman Stefánssonar er um strák sem er milli himnaríkis og helvítis, milli lífs og dauða, ástar og sorgar, hafsins og fjallanna. Bókin er bæði stórfengleg og yfirnáttúrleg. Saga sem skapar miklar bókmenntir úr lífinu og ljær bókmenntum nýtt líf.“ Jón Kalman fæddist árið 1963 og byrjaði ferilinn sem ljóðskáld. Hann varð fyrst landsþekktur fyrir bók sína Sumarið bakvið brekkuna en segja má að ferill hans á al- þjóðavettvangi hafi ekki byrjað fyrr en í framhaldi af því að hann fékk Hin íslensku bókmenntaverð- laun árið 2005 fyrir skáldsöguna Sumarljós og svo kemur nóttin. Útgáfa um allan heim Verðlaunabókin var þýdd á mörg tungumál. Við það vaknaði áhugi erlendis á þessum höfundi og brátt fóru að takast bókasamningar um fyrri verk hans og farið var að fylgjast með honum erlendis. Þegar Himnaríki og helvíti kom út á norsku í fyrra vakti hún mikla at- hygli. Í ársuppgjöri bókmennta- gagnrýnenda norska Dagblaðsins það árið valdi einn gagnrýnandinn, Cathrine Krøger, skáldsöguna eina af þremur bestu bókum ársins. Hún hafði áður fengið mjög góða dóma í Frakklandi, en í viku- tímaritinu Hebdomadaire hafði birst lofsamlegur dómur um hana þar sem sagt var að Jón Kalman væri einn mesti höfundur Íslands á vorum tímum og með ólíkindum að þetta væri fyrsta þýðingin á bók eftir hann. Jón Kalman verð- launaður í Svíþjóð  Jón Kalman veitir verðlaununum viðtöku á morgun Morgunblaðið/RAX Verðlaun Frá árinu 2005 hefur hróður Jóns Kalmans erlendis aukist mjög. Á föstudaginn, 23. september, setur Vigdís Finnbogadóttir námstefnu á Grand hóteli Reykjavík í tengslum við Lærum og leikum með hljóðin, séríslenskt námsefni samið af Bryn- dísi Guðmundsdóttur talmeina- fræðingi. Námstefnan mun standa yfir frá klukkan 13-17. Lærum og leikum með hljóðin er fjölbreytt framburðarefni sem ætl- að er öllum börnum, foreldrum og fagfólki til að undirbúa rétta hljóð- myndun og styrkja undirbúnings- færni fyrir lestur. Bryndís Guð- mundsdóttir var nýlega ein margra íslenskra kvenna sem hlutu al- þjóðlega viðurkenningu Euwiin. Leikum og lærum Setning Vigdís setur námstefnuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.