Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011 ✝ Guðmunda Er-lendsdóttir fæddist í Reykja- vík 26. febrúar 1920. Hún lést í Landspítalanum í Fossvogi 11. sept- ember 2011. Foreldrar henn- ar voru hjónin Er- lendur Pálmason, stýrimaður og síð- ar útgerðarmaður, fæddur í Nesi í Norðfirði 17. desember 1895, d. 22. febrúar 1966 og Hrefna Ólafsdóttir, verslunarmaður og húsmóðir, fædd á Reykjum á Skeiðum 5. september 1894, d. 14. sept- ember 1980. Systkini hennar eru Haukur, f. 1915, d. 1981, Guðlaug, f. 1918, d. 2002, Erna, f. 1921, d. 2003, Ólafur Pálmi, f. 1924, d. 1981, Hrefna, f. 1925, d. 1981 og Margrét, f. 1927. Guðmunda giftist 20. júní 1942 Gunnari Val Þorgeirssyni, f. 15. apríl 1918, brunaverði. Hann er sonur hjónanna Þor- ember 1962, m.h. Þórhallur K. Jónsson, f. 15. apríl 1957. Barn Auðar er Nína Louise, f. 1988 og börn Þórhalls eru Viktor, f. 1987 og Sonja, f. 1996. Barna- börn Guðmundu eru 9, hún átti 13 barnabarnabörn og eitt barnabarnabarnabarn. Guðmunda bjó alla sína ævi í Reykjavík. Hún fæddist á Laugavegi 18, ólst upp í stór- fjölskyldu á Ásvallagötu 17 þar til þau Gunnar Valur hófu bú- skap á Njálsgötu 60. Guðmunda tók gagnfræðapróf og lauk síð- an námi í hattagerð frá Iðn- skólanum í Reykjavík. Sam- hliða heimilisstörfum og uppeldi fjögurra dætra vann hún stærstan hluta starfs- ævinnar við hattagerð hjá föð- ursystur sinni, Soffíu Pálma- dóttur, í Hattaverslun Soffíu Pálma að Laugavegi 12. Síðar á starfsævinni stundaði hún verslunarstörf. Hún bjó eitt ár í London, 1938 til 1939, þar sem hún var í vist og lagði stund á enskunám. Hún stundaði einnig píanónám á sínum yngri árum. Tónlist og lestur voru alla tíð ríkur þáttur í lífi hennar. Útför Guðmundu fer fram frá Áskirkju í dag, 21. sept- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. geirs Jörgenssonar stýrimanns frá Hala í Ölfusi, f. 1. mars 1865, d. 17. október 1938 og Louisu Sím- onardóttur hús- móður frá Hesti í Álftafirði, Ög- urhreppi, f. 31. desember 1877, d. 20. desember 1966. Börn Guðmundu og Gunnars Vals eru: 1) Hrefna Guðrún, f. 2. október 1941, m.h. Jónas S. Ástráðsson, f. 24. nóv- ember 1940. Börn þeirra eru: Gunnar Valur, f. 1961, Marín Björk, f. 1963 og Jónas Hrafn, f. 1977. 2) Louisa, f. 3. mars 1949, m.h. Birgir Þór Jónsson, f. 23. júlí 1947. Börn þeirra eru: Hrund, f. 1967, Brynja Ása, f. 1972 og Guðmundur Þór, f. 1974. 3) Erna, f. 29. nóvember 1955, m.h. Haukur Ólafsson, f. 29. nóvember 1950. Börn þeirra eru: Salka, f. 1986 og Jökull, f. 1988. 4) Auður Björk, f. 3. nóv- Í dag, miðvikudaginn 21. sept- ember, kveðjum við sæmdarkon- una Guðmundu Erlendsdóttur. Ég man enn þegar ég hringdi bjöllunni á Rauðarárstígnum, ekki var ég uppburðarmikill enda að spyrja eftir heimasætunni í fyrsta sinn. Til dyra kom ung og glæsileg kona með svo mild og djúp gráblá augu að feimnin og öryggisleysið hvarf. Þarna lágu leiðir okkar Dídíar saman í fyrsta sinn og ylurinn sem mætti ókunnum unglingi á þessari kvöldstund reyndist vera aðals- merki Dídíar í gegnum tíðina gagnvart fólki almennt. Í áranna rás hef ég ekki kynnst ljúfari manneskju, hún hélt sig við það jákvæða og fann oftar en ekki betri hliðina á þeim logandi uppá- komum sem efstar voru á baugi í þjóðfélaginu, enda var henni ekki tamt að flíka stóryrðum. Sykstk- inahópur hennar var stór, tveir bræður og fimm systur. Allar höfðu þær auga fyrir fallegum klæðnaði og snyrtimennsku, þær voru hver annarri glæsilegri og oft kallaðar Slæðugengið þegar þær mættu á hinar ýmsu uppá- komur. Dídí lærði hattagerð á unga aldri og vann nokkuð við hana en þegar ástin kom í spilið í mynd Vals og síðar ávöxtur hennar snérist líf hennar um fjölskyld- una. Dídí var hagleikskona, list- ræn, vandvirk og hugmyndarík. Fátt var að hafa í verslunum á fyrstu búskaparárum Vals og Dídíar en hvað saumaskap og hagkvæmni varðar lék allt í höndum hennar. Oftar en ekki heyrði ég spurt hvar þessi eða hin flíkin fengist en svarið var í saumavélinni hennar mömmu. Dídí var ein þeirra sem létu ekki klukkuna stjórna sér og stöku sinnum heyrði ég hana segja að nóttin væri sinn tími. Valur var í slökkviliðinu og því oft á nætur- vakt og þegar börnin voru sofnuð naut hún þess að handleika saumavélina og lífga við það efni sem var við höndina hverju sinni. Undantekningar voru þó þegar Dódó systir hennar sem bjó steinsnar frá birtist og þær kveiktu á sjónvarpinu og fylgd- ust með kananum, drukku kaffi og hlógu hátt þegar best lét. Dídí var staðfastur lesandi Hjemmet og Familie Journalen sem oftar en ekki voru upp- spretta frábærra hugmynda, þá spilltu sögurnar ekki fyrir, hvað þá krossgáturnar sem hún leysti af stakri snilld. Dídí notaði sög- urnar ótæpilega til að hvetja dæturnar til að leggja sig eftir dönskunni og benti þeim á þegar hún sá áhugaverða lesningu fyrir þær í blöðunum. Dídí gaf mikið af sér og börn og barnabörn áttu hauk í horni og alltaf hafði hún tíma til að velta málum fram og til baka þegar eftir var leitað og skipti aldur spyrjanda þá ekki máli. Vitur maður sagði eitt sinn að það eina sem manneskjan ætti væri það sem hún gæfi. Dídí var gjöful kona, hafði allan tíma fyrir sitt fólk sem leitaði mikið til hennar við hinar ýmsu aðstæður. Þegar heilsan gaf sig var skarð fyrir skildi, en hugljúf og ógleymanleg mamma, amma og tengdamamma á stórt rými í hjarta okkar sem eftir stöndum. Ég votta systrunum fjórum Hrefnu, Louisu, Ernu og Auði, mökum og niðjum þeirra svo og Val tengdaföður mínum sem misst hafa mikið, mína dýpstu samúð. Sjálfur þakka ég fyrir að hafa átt samleið með Dídí og hennar fólki í gegnum tíðina. Jónas Ástráðsson. Látin er í hárri elli tengda- móðir mín, Guðmunda Erlends- dóttir. Guðmunda, sem ætíð var kölluð Dídí innan fjölskyldunnar, var einstök kona. Hún átti ein- staklega farsælt líf í rúm níutíu ár og nú að leiðarlokum syrgir hana stór ættbogi. Þrátt fyrir há- an aldur varð Dídí eiginlega aldr- ei gömul því hún hélt reisn sinni allt fram á síðustu ár. Dídí hafði hlýja og blíða nærveru og sér- stakt lag á að láta öðrum líða vel í návist sinni. Hún var kletturinn í fjölskyldunni sem allir gátu leit- að til um ráð og leiðsögn. Hún var elskuð og virt enda bar hún umhyggju fyrir stórfjölskyld- unni. Ekki þurfti hún að hafa mörg orð um hlutina. Það hvíldi ætíð yfir henni tignarleg ró, reisn og heiðríkja. Síðan 1942 var hún í farsælu hjónabandi með Gunnari Val Þorgeirssyni sem nú syrgir ævi- félaga sinn. Það fór ekki fram hjá neinum hversu náin þau voru og máttu ekki hvort af öðru sjá. Hjónaband þeirra Dídíar og Vals var kærleiksríkt og tilgerðar- laust. Samhent hjón enda búin að þekkjast frá barnsaldri. Guð- munda var alin upp í Reykjavík, þar sem Erlendur faðir hennar var stýrimaður og síðar útgerð- armaður og Hrefna móðir henn- ar húsmóðir á stóru heimili. Systkini hennar voru sex og alla tíð var náið samband milli þeirra. Að lokinni hefðbundinni skóla- göngu dvaldi Dídí um tíma í Bretlandi, lærði síðar hattasaum, sinnti heimili og fjórum dætrum og stundaði verslunarstörf. Aldrei bar skugga á okkar samskipti enda hafði Dídí ein- staklega ljúfa skaphöfn. Hún var draumlynd, oft djúpt niðursokkin við lestur og aðra iðju og þá hvarf henni allt tímaskyn. Ég minnist æskuljósmyndarinnar af henni, þessari fallegu konu með skýru og skörpu andlitsdrættina. Þegar Salka, dóttir mín, fæddist í Bonn var Dídí strax mætt á vettvang. Ég tók á móti henni síðdegis á járnbrautarstöðinni í Köln og æ síðan minnist ég samræðna okk- ar á veitingahúsi um kvöldið um lífið og framtíðina. Þar treystum við vináttu okkar og frá og með þeim tíma átti hún í mér hvert bein. Dídí ætlaðist ekki til neins af öðrum en var ætíð reiðubúin að fórna sér fyrir aðra. Hún var af þeirri kynslóð Íslendinga sem hugsaði fyrst um aðra áður en hún hugsaði um sjálfa sig, gaf allt en átti erfitt með að þiggja af öðrum. Aðeins allra síðustu ár voru Dídí erfið en þá hvarf hún inn í sinn eigin heim, en átti sér skjól á hjúkrunarheimilinu Skóg- arbæ. Um Dídí er hægt að segja einsog skáldið Gunnar Gunnars- son segir um móðurina í Fjall- kirkjunni: Ljúfur friður og unun fylgir henni hvar sem hún geng- ur. Haukur Ólafsson. Ég á svo margar og góðar minningar með ömmu Dídi. Eitt af því marga sem mér fannst skemmtilegt að gera með ömmu var að púsla. Amma átti alltaf risastór púsl sem hún gat dundað sér við heillengi, hafði bara púslið á borðstofuborðinu og setti svo dúk yfir ef nota þyrfti borðið. Mér fannst þetta alltaf vera frek- ar leiðinlegar myndir sem amma púslaði, helmingurinn af púslinu var kannski blár himinn, ég skildi ekkert í henni ömmu. Þegar ég varð eldri hins vegar leit ég öðru- vísi á myndirnar og sá að þetta voru allt ótrúlega fallegar lands- lagsmyndir. Enda var amma mjög hrifin af náttúrunni og naut þess oft að fara í bíltúr með afa uppí sveit og voru það ófá skiptin sem ég fékk að fljóta með. Amma var líka ótrúlega góður kokkur. Allur hennar matur var svo góður og ég hlakkaði alltaf til að fara í mat til ömmu og afa og yfirleitt var tvíréttað. Þó að amma hafi sjálf ekki verið mikið fyrir eftirrétti þá var hún samt alltaf tilbúin með ís eða eitthvað annað fyrir mig og afa. Amma gerði líka heimsins bestu pönnu- kökur og þegar hún bakaði gerði hún iðulega mjög stóra uppskrift þó ekki væri margmenni í heim- sókn. Alltaf borðaði maður yfir sig af þeim og í afmælisveislum voru pönnukökurnar hennar ömmu alltaf pantaðar og kláruð- ust fyrst. Amma Dídí var svo góð amma. Ég á svo margar og góðar minn- ingar sem ég á alltaf eftir að geyma. Amma var yndisleg við alla og alltaf tilbúin að taka á móti gestum. Þegar ég var yngri eyddi ég miklum tíma hjá ömmu og afa og er mjög þakklát fyrir allar þessar góðu stundir sem ég fékk að eyða hjá þeim. Hún var alltaf svo ánægð og manni leið vel að koma í heimsókn til hennar. Hún reyndi alltaf að passa að öll- um liði vel og þau skipti sem ég var eitthvað lasin kom hún gjarn- an heim til mín og sat hjá mér yf- ir daginn þangað til mamma var búin í vinnunni, amma lagði þá kapal eða las dönsku blöðin sín á meðan ég horfði á misskemmti- legar bíómyndir eða þegar ég var yngri kom hún með litabók og liti og við lituðum saman yfir daginn. Öll jólin sem ég eyddi hjá ömmu afa eiga alltaf eftir að vera mér mjög minnisstæð, ég hjálp- aði til við að skreyta heima hjá þeim og það sem ég hlakkaði allt- af mest til var að setja upp jóla- húsið þeirra með ömmu, amma og afi höfðu keypt þetta jólahús fyrir fyrstu jólin þeirra saman og þegar jólahúsið þeirra var komið upp máttu jólin byrja. Þú lifðir löngu og góðu lífi og við fjölskyldan þín mjög lánsöm að hafa haft þig hjá okkur svona lengi. Ég á eftir að sakna þín svo mikið, elsku amma, og ég á aldrei eftir að gleyma öllum þeim skemmtilegu stundum sem við áttum saman. Hvíldu í friði, elsku besta amma mín, og við skulum passa hann afa fyrir þig. Þín Nína Louise. Í dag kveðjum við okkar ynd- islegu ömmu Dídí sem átti stóran þátt í uppeldi okkar systkina. Margar góðar minningar koma upp í hugann þegar við sitjum og rifjum upp tímann sem við áttum með henni. Fyrstu minningarnar um ömmu eru úr Barmahlíðinni þar sem við vorum tíðir gestir hjá ömmu og afa. Við systkinin byrj- uðum flesta morgna í pössun hjá ömmu áður en við fórum í Ísaks- skóla. Þessir morgnar eru mjög eftirminnilegir en þeir byrjuðu oft á því að maður fékk að leggja sig aðeins lengur hjá ömmu og þá var hún vön að pakka manni inn í teppi á meðan morgunleikfimin hljómaði í útvarpinu á rás 1. Amma vakti okkur svo tímanlega þannig að við náðum að borða vel áður en hún fylgdi okkur í skól- ann. Hjá ömmu lærði maður alls kyns hluti, t.d. vandist maður á að drekka te og fá sér ristað brauð en við fengum þó ekki að drekka teið úr undirskálinni eins og hún gerði. Það var gaman að koma til ömmu því amma var oft með stórt púsluspil eða kapal á borð- stofuborðinu og þótti okkur krökkunum afskaplega skemmti- legt að koma og fá að spreyta okkur á þessum hlutum. Einnig var amma alltaf til í að byggja með manni hús úr spilum og þá var borðstofan undirlögð og stór- ar spilahallir risu um allt og auð- velt var að gleyma sér svo tím- unum skipti. Fyrstu dönskuna lærðum við hjá ömmu en hún var alltaf með nýjustu dönsku blöðin og iðin við að leysa krossgátur í þeim og þá lærðum við gjarnan eitt og eitt orð. Amma Dídí og afi Valur voru einkar samrýmd hjón. Við urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa ömmu og afa oft með í sumarbú- staðarferðum á Laugarvatn og Munaðarnesi. Þá var margt skoð- að og ýmislegt brallað saman. Stór partur af því sem fjöl- skyldan gerði saman var að hitt- ast heima hjá ömmu Dídí og afa á sunnudögum, þá fengum við ný- bakaðar pönnukökur og svo sett- ist öll fjölskyldan saman inn í stofu og horfði á Húsið á slétt- unni. Jólaboðin á jóladag voru fastur liður og þótt afi stæði vaktina hjá slökkviliðinu var byrjað á heitu súkkulaði og jóla- kökum og síðan sest að jólaborð- inu þegar afi kom heim og jóla- kvöldsins var notið saman. Við kveðjum með söknuði elsku ömmu Dídí sem umvafði okkur með ást og umhyggju og minn- umst allra ljúfu stundanna sem við áttum með henni. Biðjum góðan guð að styrkja afa Val í sorginni. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín barnabörn, Hrund, Brynja Ása og Guðmundur Þór. Elsku amma okkar, Guð- munda Erlendsdóttir, hefur nú kvatt þennan heim og það er með söknuði sem við kveðjum hana. Amma Dídí, eins og hún var allt- af kölluð, var ljúf og góð kona sem alltaf var gott að koma til. Henni var annt um sína og reyndi að passa upp á að öllum liði vel. Ástríkari ömmu er vart hægt að hugsa sér. Við systkinin ólumst upp er- lendis og hittum því ekki stórfjöl- skylduna nema í fríum okkar á Íslandi eða þegar við fengum hana í heimsókn til okkar. Við hlökkuðum alltaf mest til að hitta ömmu og afa þegar við komum heim til Íslands. Amma tók alltaf svo hlýlega á móti okkur, bakaði pönnukökur, hlustaði á sögurnar okkar og spilaði við okkur. Hún var dugleg að spyrja um lífið er- lendis, skólann, vinina, áhuga- málin og fleira. Það skipti hana máli hvernig okkur liði. Amma og afi komu einnig og heimsóttu okkur þegar við bjuggum í Danmörku og Sviss. Það var gaman að geta sýnt þeim húsið okkar, skólann og leik- svæðin í kring. Þess á milli vor- um við dugleg að skrifast á og amma sendi okkur alltaf vegleg- ar afmælisgjafir, jólagjafir og ís- lensk páskaegg. Minnisstæðast er eitt árið þegar við opnuðum jólagjöfina frá ömmu og upp kom ísbox. Við systkinin horfðum undrandi hvort á annað og hugs- uðum með okkur að nú væri amma farin að rugla, það þýðir ekki að senda ís á milli landa. Svo kom í ljós að umbúðirnar sögðu ekkert til um innihaldið því auð- vitað var ekki ís í boxinu. Amma var hugulsöm og góð. Hún passaði upp á að við fylgd- umst með því sem var að gerast hjá stórfjölskyldunni heima á Ís- landi og að við færum ekki á mis við neitt þó við byggjum erlendis. Það er sárt að kveðja ömmu en við erum þakklát fyrir allan þann tíma sem við áttum með henni í Barmahlíðinni, á Kleppsvegin- um, í Skógarbæ og erlendis hjá okkur. Minningarnar lifa áfram og við trúum því að henni líði vel á nýjum stað. Salka Hauksdóttir og Jökull Hauksson. Guðmunda Erlendsdóttir • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir ✝ Við þökkum allan stuðninginn og samúðina við andlát elsku ÖNNU BJARGAR BJÖRNSDÓTTUR, sem var okkur allt í senn góð móðir, tengda- móðir, amma og langamma. Sigrún Hjaltadóttir, Sævar Sigmarsson, Jón Hjaltason, Lovísa Björk Kristjánsdóttir, Hrönn Hjaltadóttir, Þorsteinn Hjaltason, Hrafnhildur Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR sjúkraliði, andaðist í faðmi fjölskyldu sinnar á heimili sínu föstudaginn 16. september. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju fimmtu- daginn 22. september kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Þóra Einarsdóttir, Guðmundur Einarsson, Sigurjón Einarsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR BENEDIKTSSON, Stekkjargötu 7, Hnífsdal, lést á heimili sínu miðvikudaginn 14. sept- ember. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 24. september kl. 14.00. Jarðsett verður í kirkjugarðinum í Hnífsdal. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Ragnheiður, Jón Ólafur, Sigurður Hólm og Júlíus Sigurbjörn Ragnarsbörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.