Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Kristinn
Gott kaffi gulli betra Arturo segir besta kaffið fást með því að hella upp á með gamla laginu.
þurfa að sætta sig við miklu lakara
kaffi. En kaffimenningin heima er
rísandi og ég opnaði lítið kaffihús
fyrir tveimur árum sem hefur mælst
vel fyrir, mér gengur nokkuð vel að
kenna Gvatemalabúum að meta gott
kaffi. Ég ætla að stækka kaffihúsið
og fjölga sætum.“
Kaffiverð hefur hækkað á
heimsmarkaði og því er það orðin
verðmæt afurð. „Þjófar sækja æ
harðar að okkur og við þurfum sífellt
að herða gæsluna á búgarðinum til
að verjast þeim, bæði á ökrunum, í
birgðageymslum og í bílunum sem
flytja kaffið til hafnar, en það tekur
um 10-12 klukkustundir að aka þá
leið.“
Upprisa uppáhellingsins
Arturo segist vilja drekka sitt
kaffi svart, án mjólkur og sykurs.
„Ég vil gamla góða uppáhellinginn,
ekki espresso, því kaffi sem hellt er
upp á í gegnum poka er betra kaffi.
Olían í kaffinu verður eftir í pok-
anum og þá er kaffibragðið hreinna.
Það tekur líka lengri tíma að renna í
gegn og þá fæst meira bragð og fólk
finnur öll smáatriði áferðarinnar.
Sem betur fer er þessi aðferð við að
hella upp á kaffi að koma upp aftur
og núna eru espressóvélarnar að
hverfa á flottustu veitingastöðunum
úti í heimi en nýjar uppáhellings-
vélar hafa tekið við, með sérhann-
aðri trekt sem kallast V 60 og kemur
frá Japan,“ segir Arturo sem alltaf
er að læra eitthvað nýtt um kaffi og
á búgarðinum hans er stöðug þróun,
gerðar rannsóknir og tilraunir með
nýjar ræktunaraðferðir sem skila
sér í betri gæðum og áhugaverðara
bragði.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011
Navratri er ein stærsta trúarhátíð
hindúa en Nav þýðir níu og ratri nótt.
Samanlagt þýðir nafnið því níu næt-
ur. Navratri-hátíðin er helguð gyðj-
unni Shakti og eru hápunktar hátíð-
arinnar Dandiya og Garba Rass, en þá
sá bændur fræjum, þakka gyðjunni
fyrir blessun hennar og biðja fyrir
betri uppskeru.
Fyrstu þrír dagar hátíðarinnar eru
þó helgaðir annarri gyðu sem kallast
Durga. Hún er stríðsgyðja íklædd
rauðu og birtist ýmist sem Kumari,
Parvati eða Kali en þessir þrír hold-
gervingar tákna mismunandi skeið
konunnar, allt frá því að vera barn til
fullþroska konu.
Hluti af hátíðinni kallast Kanya
Puja en þá eru fætur níu ungra
stúlkna þvegnir til marks um virðingu
fyrir gyðjunni Durga og þær fá gefins
ný föt sem tákna fórn til gyðjanna.
Þessi hefð hefur viðhaldist í flestum
héruðum Indlands en í dag er hátíðin
þó engu síðar samfélagsleg og tæki-
færi til að gleðjast saman, þó að ræt-
ur hennar megi vissulega rekja til
trúarbragða.
Milli himins og jarðar
Reuters
Litríkt Ungar stúlkur stíga svokallaðan Garba-dans í tilefni af hátíðinni.
Trúarhátíðin Navratri hefst
Í dag kl. 8:30 gefst lands-
mönnum kostur á því að heyra
þennan margverðlaunaða kaffi-
bónda segja frá starfi sínu og af
hverju hann er endalaust að gera
tilraunir með afbrigði og bragð í
leit að hinu fullkomna kaffi-
bragði. Hann flytur erindi á
morgunverðarfundi í nýjum veit-
ingasal Icelandair Hótel Reykja-
vík Natura. Á fundinum verður
boðið upp á tvær ólíkar tegundir
af kaffi ásamt léttum morgun-
verði að hætti bakarans í Satt.
Aðgangur ókeypis en skráning
fer fram á www.kaffitar.is.
Í leit að full-
komnu kaffi
ERINDI ARTUROS
skattur.is
Framtalsfrestur
félaga er liðinn
Til forráðamanna hlutafélaga, einkahlutafélaga og annarra
skattskyldra lögaðila um skil á skattframtali 2011
Minnt er á að í október fer fram álagning
opinberra gjalda lögaðila 2011 vegna rekstrarársins 2010.
Þrátt fyrir að framtalsfrestur sé runninn út eru
þau félög sem enn eiga eftir að skila skattframtali
2011 ásamt ársreikningi hvött til að gera það
hið allra fyrsta.
Skattframtali á alltaf að skila, jafnvel þó að
engin eiginleg atvinnustarfsemi eða rekstur
hafi verið til staðar hjá félaginu á árinu 2010.
Félög eiga jafnframt að skila ársreikningi
til Ársreikningaskrár.
Hægt er að skila skattframtali og ársreikningi
rafrænt á www.skattur.is.
Sími 442 1000 - Opið kl. 9:30-15:30