Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011 ✝ Þorvaldur S.Hermannsson fæddist í Vest- mannaeyjum 2. maí 1949. Hann lést á Landspítalanum 11. september 2011. Foreldar Þor- valds voru Her- mann Kristinn Ingi- berg Jónsson, fæddur 5. desem- ber 1898, d. 20. júní 1989 og Þorsteina Margrét Þor- valdsdóttir, fædd 21. maí 1911, d. 15. mars 1976. Þorvaldur kvæntist Elísabetu Sigtryggs- dóttur, fædd 15. ágúst 1950, þann 26. desember 1969, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: a) Hermann Þorvaldsson, fæddur 3. maí 1971. Unnusta hans er Harpa Steinarsdóttir. Sonur þeirra er Gabríel Leví. Fyrir á Hermann dæturnar El- ísabetu Önnu og Sigrúnu. b) Sig- rún Þorvaldsdóttir, fædd 10. október 1974. Synir Sigrúnar eru Guð- mundur Aron, Ágúst Marel og Dagur Smári. c) Þorsteinn Þor- valdsson, fæddur 28. desember 1982. Systkini Þorvalds eru: a) Kristinn Breiðfjörð, fæddur 25. desember 1938, látinn 28. janúar 1943. b) Kristín Breiðfjörð, fædd 2. nóvember 1943, látin 29. júlí 2001. c) Kristinn Guðni, fæddur 4. ágúst 1945. Eiginkona hans er Margrét Hólmfríður Kristjáns- dóttir, f. 21. september 1942. Þorvaldur stundaði sjómennsku um tíma og einnig netagerð. Þorvaldur var virkur fé- lagsmaður Taflfélags Vest- mannaeyja. Þorvaldur verður jarðsung- inn frá Selfosskirkju í dag, 21. september 2011 kl. 13:30. Ég vil minnast Þorvaldar Her- mannssonar hér í fáum orðum. Þorvaldur var starfsmaður Netagerðarinnar Ingólfs í Vest- mannaeyjum til margra ára. Hann vann þar þegar eldgosið varð í Heimaey 1973, og flutti ásamt fjölskyldu sinni til Hafnar- fjarðar, eins og fleiri starfsmenn netagerðarinnar. Þau bjuggu á Hverfisgötu í Hafnarfirði í íbúð með annarri ungri fjölskyldu. Þetta voru sérkennilegir tímar. Hluti af starfsmönnum netagerðarinnar var í Eyjum að bjarga síldar- og loðnunótum, en jafnframt var sett upp starfsstöð í Grindavík og Hafnarfirði, og einnig var unnið í Þorlákshöfn. Menn voru svo sendir á milli staða eftir þörfum. Þorvaldur var einn af þessum harðduglegu mönnum netagerð- arinnar, og ekki var spurt um vinnutíma, heldur hvað þurfti að klára, og var vinnutími oft langur. Um tíma starfaði Þorvaldur við útgerð okkar hjóna í Eyjum við veiðarfærin og annað, sem til féll. Þá varð þessi vísa til og mál- uð á kaffimálið hans, en hún segir svolítið um starfsandann á þeim tíma. Vísan er byggð á „Hif op, æpti karlinn, inn með trollið inn“, eftir Jónas Árnason: Með trollið allt í henglum, héldu þeir í land þar beið hann þeirra hann Þorvaldur, með nál og netaband. Með útvarpið á fullu, og enginn lækkaði, því vinurinn var í Brasil og fötum fækk- aði. Þorvaldur var áhugamaður um skák og tók virkan þátt hjá Tafl- félagi Vestmannaeyja. Fyrir stuttu áttum við Þor- valdur gott samtal. Hann lét vel að hag sínum, búinn að fá nýja íbúð á leigu og virtist bjart fram- undan, og var ákveðinn í að standa sig gegn Bakkusi, en það var þrautin þyngri að sigrast á þeim vágesti, sem allt of oft tekur völdin. Nýlega greindist hann með al- varlegan sjúkdóm og lést skömmu síðar. Aðstandendum vottum við hjónin samúð okkar. Blessuð sé minning Þorvaldar Her- mannssonar. Sigurður Ingi Ingólfsson. Þorvaldur S. Hermannsson ✝ Sigríður J.Guðmunds- dóttir fæddist í Reykjavík 24. des- ember 1932. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 10. sept- ember 2011. For- eldrar hennar voru hjónin Guðmundur Bjarnason, f. 12. des. 1896 í Stein- nesi, d. 5. des. 1967, og Jóhanna Margrét Magnúsdóttir f. 9. júlí 1907 á Grund, Gerðahr., Gull, d. 28. feb. 1979. Systkini Sigríð- ar eru Ingibjörg, Guðrún, Jón Bjarni, Birna Ingunn, Steinunn Anna, Helga Margrét, Gísli, Hálfdán Björn og Einar Sölvi. Á aðfangadag 1956 giftist Sigríður J.Guðmundsdóttir Níelsi Hafsteini Hansen, f. 13. júní 1930, d. 19. júlí 1996 og áttu þau 6 börn saman en áður átti Sigríður J. eina dóttur, Helgu Soffíu Hólm, f. 27. júní 1952, eiginmaður hennar er Markús Kristinn Magnússon, f. 5. október 1951 og eiga þau þrjú börn, a) Kristjana, f. 4. október 1973. Hún á dótturina Natalíu, f. 7. september 2010, b) Sigurður Hafsteinn, f. 7. maí barnsmóðir hans er Halla Berg- mann Gunnarsdóttir, f. 11. júlí 1959, sonur þeirra er Bjartmar Atli, f. 11. október 1980. Sam- býliskona Ægis er Elizabeth Sara Tan Gammon, f. 4. apríl 1962. Börn hennar eru: a) Em- illy Anna, f. 29. maí 1989, barnsfaðir hennar er Þorsteinn Ingólfsson, f. 22. ágúst 1984, sonur þeirra er Mikael Aldan, f. 24. nóvember 2008, b) Bruno John Roy, f. 10. maí 1991, c) Ja- mie Elizabeth, f. 1. mars 1995. 3) Margrét, f. 12. júní 1963, eig- inmaður hennar er Jónas Sturla Sverrisson, f. 24. janúar 1963, þau eiga 2 börn saman en fyrir á Margrét Þóru Mar- grétardóttur, f. 22. ágúst 1983, eiginmaður hennar er Hallur Karlsson, f. 17. janúar 1983. a) Berglind Ýr, f. 16. ágúst 1997, sambýlismaður hennar er Kol- beinn Ísólfsson, f. 16. apríl 1996. b) Níels Ingi, f. 3. júlí 1997. 4) Bára, f. 20. maí 1968, fyrrverandi eiginmaður hennar er Jón S. Garðarsson, f. 11. júní 1966, þau eiga 2 börn saman, a) Oliver Snær, f. 5. nóvember 1995, b) Nökkvi Snær, f. 5. nóv- ember 2002. Sambýlismaður Báru er Hjörleifur Kristinsson, f. 14. ágúst 1962, sonur hans er Ástþór Hjörleifsson, f. 12. febr- úar 1997. 5) Guðmundur, f. 6. febrúar 1970. Útför Sigríðar J. fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 21. sept- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. 1980. Sambýlis- kona hans er Hjör- dís Björk Ólafs- dóttir, f. 1. nóvember 1980. Þau eiga dótturina Júlíu Dís, f. 18. jan- úar 2009, c) Guð- mundur Ívar, f. 4. janúar 1985, sam- býliskona hans er Eygló Kristjáns- dóttir, þau eiga dótturina Soffíu Rún, f. 22. nóv- ember 2009. Fyrst barn Sigríð- ar J. og Níelsar Hafsteins var drengur en hann lést ungur, önnur börn eru: 1) Jóhanna Margrét, f. 9. júlí 1958, eig- inmaður hennar er Páll Hall- dórsson, f. 17. september 1950, þau eiga 4 börn, a) Halldór Gunnar, f. 3. ágúst 1984, sam- býliskona hans er Herdís Harpa Jónsdóttir, f. 16. janúar 1987, b) Páll, f. 12. mars 1988, sambýlis- kona hans er Áslaug Inga Barðadóttir, f. 27. maí 1987, c) Hlöðver, f. 11. október 1990, barnsmóðir hans er Linda Rut Sigríðardóttir, f. 17. ágúst 1989, dóttir þeirra er Árný Fjóla, f. 7. mars 2008, d) Sigríð- ur Inga, f. 14. nóvember 1997. 2) Ægir, f. 13.október 1960, Elsku mamma. Það er svo óraunverulegt fyr- ir mér að þú ert farin. Ég kvaddi þig heima hjá þér daginn áður en ég lagði í ferðalag til að fagna 25 ára brúðkaupsafmæl- inu mínu. Við borðuðum ís og mátuðum náttsloppa og áttum góða tíma saman. Þú varst að fara í hvíldarinnlögn þremur dögum síðar. Ég hugsaði að það væri gott að þú fengir góða umönnun á meðan ég væri í frí- inu. Næsta sem ég vissi eftir nán- ast algjört sambandsleysi við umheiminn í viku var að þú vær- ir farin frá okkur. Ég sakna þess svo að hafa ekki verið til staðar þegar kallið kom, en fékk þau skilaboð að þú vildir ekki að ég kæmi fyrr heim úr ferðalag- inu „bara“ vegna þín, en ég sakna þess að hafa ekki komið heim. Ég þakka þér allt, þú hef- ur verið mín stoð og stytta í öll mín ár og hjálpað mér með börnin og allt mitt líf. Takk fyrir allt gott. Mamma mín brosir til mín breitt, þótt hún sé þreytt. Mamma mín huggar mig í örmum sér, þegar allt virðist ómögulegt hjá mér. Mamma mín heldur ávallt í mína hönd, líka þegar ég mun fara ókunn lönd. Mamma mín gefur mér ráð, því hún er svo klár. Mamma mín gefur mér allt, ég þakklát er, það er alveg satt. Mamma mín, ég vil gefa þér þetta ljóð, því þú mér ert svo góð. Elska þig mamma mín. (Dagný Pálsdóttir) Þín dóttir, Margrét. Elsku amma mín, ég trúi því ekki að ég eigi aldrei eftir að hitta þig aftur og það mun taka mig langan tíma að trúa því að þú sért í raun og veru farin. Þegar ég sá þig um páskana þá fannst mér þú svo hress og mér fannst þú hafa svo jákvæða sýn á framtíðina að mig grunaði ekki að ég mundi aldrei fá að hitta og tala við þig aftur. Þegar ég hugsa um þig eru svo margar góðar minningar sem koma upp í hugann og þeg- ar ég hugsa um Hjaltabakkann þá fyllist ég enn ró. Um leið og ég labbaði inn heima hjá þér og afa þá fylltist ég alltaf ró og ánægju og fannst hvergi betra að vera. Þú tókst mér alltaf eins og ég var og þrátt fyrir alla mína orku og hugmynda- flug þá skammaðir þú mig aldr- ei. Þú leyfðir mér alltaf að prófa að gera allt, jafnvel þótt þú þyrftir að þrífa allt eldhúsið frá gólfi upp í loft eftir að þú leyfð- ir mér að baka eða vaska upp, þá stóðstu alltaf þolinmóð við hliðina á mér og leiðbeindir mér hvað ég átti að gera. Eini staðurinn sem ég man að ég gat setið kjurr tímunum saman var í fanginu á þér, hvort sem það var að horfa á Tomma og Jenna sem þú og afi tókuð samviskulega upp fyrir mig í hverri viku eða á meðan þú varst að leggja kapal, sem ég lærði náttúrlega á þinn hátt þannig að hann gekk alltaf upp. Við áttum svo margar góðar stundir saman bæði þegar ég var barn og þegar ég var ung- lingur og bjó hjá þér. Við gát- um alltaf talað saman og þú hlustaðir alltaf á mig og sýndir mér skilning og reyndir að leið- beina mér. Elsku amma mín, ég mun alltaf vera þakklát fyrir að hafa átt þig að og þú munt alltaf vera stór partur af mér. Ég er þakklát fyrir allan þann tíma sem ég fékk með þér og það er með miklum söknuði sem ég kveð þig. Þóra. Sigríður J. Guðmundsdóttir Elsku frændi minn. Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért allt í einu farinn frá fjölskyldunni okkar. Það er svo stutt síðan ég hitti þig við jarðarför móðursystur okkar og þú varst þá svo hress og kátur. Og nú ertu allt í einu farinn frá okkur. Þú varst svo ljúfur og blíður Gunnar Örn Hámundarson ✝ Gunnar ÖrnHámundarson fæddist í Reykja- vík 28. júlí 1952. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 5. september 2011. Útför Gunnars fór fram frá Bú- staðakirkju 15. september 2011. maður og mér alltaf svo góður. Þegar ég var lítil stúlka gisti ég oft hjá mömmu þinni og við lékum oft saman og þú varst mér sem bróðir. Ég mun allt- af geyma þær gömlu minningar eins og gull í hjarta mínu. Mig langar að þakka þér fyrir alla samveruna í gamla daga. Það var svo gott að vera hjá mömmu þinni og systr- um þínum. Mér finnst ég eigi að eftir hitta þig aftur, ég er ekki búin að kveðja þig. Nú veit ég að þú ert komin í himininn til foreldra þinna og líður vel. Þau hafa tek- ið vel á móti þér, elsku frændi minn. Góða nótt og sofðu rótt og hvíldu þar vel. Við munum hitt- ast aftur uppi hjá Guði. Þín kæra frænka, Anna Jóna. Kvaddur er elskulegur frændi og félagi. Gunnar var sérstak- lega frændrækinn og ljúfur á allan máta og hafði hann mjög góða nærveru. Mæður okkar voru systur og flest sumur eða haust kom hann á Krókinn, lengi vel með móður sína með sér meðan hún hafði heilsu til. Þau dvöldu þá hjá foreldrum mínum og síðustu ár hjá móður minni eftir að faðir minn lést. Alltaf var tilhlökkun að vita af komu þeirra norður en þeim fylgdi alltaf mikil kátína og gleði. Mér þótti sérstaklega vænt um að hann skyldi dvelja hjá mér síðastliðið haust í nokkra daga. Mikið var spjallað og farnir voru margir bíltúrar með móður mína. Sérstakt fannst mér að Gunnar skyldi hafa haft mynd af sér og móður minni á forsíðunni á facebook síðunni sinni, þar sem þau standa við kirkju og létust þau síðan með rúmlega tveggja vikna millibili. Síðasta faðmlag frá honum fékk ég við útför móður minnar þar sem hann var hress og kátur að vanda. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Samúðarkveðjur sendi ég til systranna Hrafnhildar, Kolbrún- ar og fjölskyldna þeirra. Hvíl í friði, kæri frændi, blessuð sé minning þín. Kristín Bjarney Sveinsdóttir. ✝ Þökkum innilega fyrir hlýhug, samúð og góðar kveðjur vegna andláts okkar elskulegu ÖNNU SIGRÍÐAR FRIÐRIKSDÓTTUR, Dúddu, Skúlagötu 20, Reykjavík. Sérstaklega þökkum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir góða umönnun og hlýju síðastliðið eitt ár. Friðrik Dagsson, María Dagsdóttir, Jón Ásbergsson, Jón Kr. Dagsson, Erla B. Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRN THOMAS VALGEIRSSON, Laufásvegi 67, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti mánudaginn 19. september. Útförin verður auglýst síðar. Stefanía Stefánsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Ásgeir Bragason, Dagný Björnsdóttir, Skúli Gunnarsson, Valgerður Helga Björnsdóttir, Jón Hafberg Björnsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elsku hjartans móðir okkar, unnusta, dóttir, systir, mágkona, amma mín og stjúpmóðir, HJÖRDÍS LINDA JÓNSDÓTTIR, Drápuhlíð 34, lést í faðmi ástvina sinna á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 16. september. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 28. september kl. 13.00. Diljá Rún Jónsdóttir, Bjarki Snær Jónsson, Ólafur Jóhann Högnason, Jón Grettisson, Herdís Valdimarsdóttir, Valdimar Jónsson, Ragnheiður Hansen, Áslaug Filippa Jónsdóttir, Dagbjartur Þórðarson, Fjölnir Jarl Hauksson ömmumoli, Ólafur Kári Ólafsson, Ísold Anja Ólafsdóttir, systkinabörn og aðrir aðstandendur. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minn- ingargrein", valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.