Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 29
sívakandi hugur hennar var. Hún hafði yndi af að velta fyrir sér lagagreinum í þeim félögum sem hún var þátttakandi í og ekki fóru neinar fjárhagsáætlanir framhjá vökulu auga hennar. Hún var ákaflega sterkur persónuleiki og lét aldrei deigan síga þótt á móti blési. Við í Soroptimistaklúbbi Reykjavíkur minnumst Sigríðar með söknuði og þökkum henni samfylgdina. Sigrún Klara Hannesdóttir Vegferð Sigríðar Þ. Valgeirs- dóttur er lokið, einum áfanga á langri leið, sem skilað hefur ótrú- legu og fjölbreyttu starfi. Við vor- um með fyrstu nemendurnir sem vorum svo lánsöm að njóta leið- sagnar hennar veturinn 1948- 1949 í Íþróttaskólanum á Laug- arvatni. Þá var hún nýkomin úr framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Okkur nemendur hennar langar til að minnast hennar með þakk- læti og virðingu. Starfsferill Sig- ríðar er glæsilegur, það er með ólíkindum hverju henni tókst að koma í verk og hversu auðvelt hún átti með að hrífa fólk með sér til starfa. Ýmsar nýjungar í kennsluháttum þar er helst að nefna áhrifin frá dansinum og hvernig túlka mátti með hreyf- ingu mismunandi atriði. Ógleym- anlegur er dugnaður hennar, þegar hún samdi verk til þess að fara með á alþjóðlega fimleika- sýninu í Stokkhólmi, „Linghátíð- ina“ sumarið 1949. Þá fékk hún tónskáldið Jórunni Viðar til þess að semja sérstaka tónlist við verkið og koma síðan með okkur og leika undir á sýningunum. Sig- ríður útskýrði fyrir okkur, að við værum að túlka landslagið á Laugarvatni, hverina, vatnið, fjöllin og skóginn. Sýningin vakti mikla athygli og var mikið skrifað um hana í sænsku blöðunum. Sér- staklega var skrifað um þá nýj- ungar sem hún var að innleiða í fimleikum. Annað sem ætíð mun halda nafni Sigríðar á lofti er stofnun Þjóðdansafélags Reykjavíkur ár- ið 1951. Til þess að minnast 60 ára afmælis félagsins, bauð Sigríður okkur skólasystkinum þann 17. júní síðastliðinn í kaffi á sitt fal- lega heimili. Þar hittum við börn- in hennar og rifjuðum upp ánægjulegar samverustundir. Okkur grunaði ekki þá að þetta væri í síðasta sinn sem við nytum samvista við þessa merkilegu konu. Aðrir munu eflaust rekja ævi- feril Sigríðar svo að við látum þessi orð duga. Við vottum börnum hennar og fjölskyldu dýpstu samúð. Blessuð sé minning Sigríðar Þóru. Fyrir hönd nemenda ÍKÍ, 1949. Kristjana, Ástbjörg, Páll, Unnur. Leið ungs fólks úr dreifbýli og út í heim lá oft um Kennaraskól- ann. Þar urðu fyrstu kynni okkar Sigríðar Valgeirsdóttur, sem lést hinn 3. sept. 91 árs að aldri. Hún hélt góðri heilsu og andlegu starfsþreki fram á síðasta dag. Ég hóf nám í Kennaraskólanum haustið 1956 og á meðal kennara var þessi unga kona, sem að mörgu leyti stakk í stúf við aðra kennara. Þeir voru flestir mið- aldra karlmenn, virðulegir í fasi og þéruðu nemendur sína allt fram yfir útskriftardag. Með okk- ur Sigríði hófst þá þegar samstarf um áhugamál okkar beggja, sam- starf sem stóð óslitið fram að dán- ardegi. Tíu dögum fyrir andlátið hringdi hún til mín og þakkaði fyrir smávægilega aðstoð við undirbúning að útgáfu síðustu bókar sinnar um íslenska dans- mennt, sem henni auðnaðist að ljúka áður en hinsta kallið kom. Sigríður var driffjöðrin í að skapa fjölbreytni í skemmtanalífi skól- ans og á árshátíðum var ýmislegt gert, sem enn lifir í minningu um ánægjulega dvöl í skólanum. Eft- irminnileg er uppfærsla á ör- smárri „óperu“ um þau skötuhjú- in Harlequin og Colombine, þar sem ég og saklaus sveitastúlka af landsbyggðinni vorum í aðalhlut- verkum. Bæði fengum við í föður- og móðurarf löngun til þátttöku í listgreinum sem hæst eru metnar á menningarsviðinu en standa þó einna næst lítt forfrömuðu al- þýðufólki og flestir iðka sér til lífsfyllingar, en það eru söngur og dans. Sigríður Valgeirsdóttir stofnaði Þjóðdansafélag Reykja- víkur 17. júní 1951 og var pott- urinn og pannan í starfi félagsins í áratugi. Samhliða kennslustarfi og uppeldi barnanna gaf hún sér tíma til að sinna þessu áhugamáli af ótrúlegri elju og fórnfýsi. Hún ferðaðist um allt land á sumrin ásamt Mínervu Jónsdóttur. Þær tóku viðtöl við fólk, skráðu dansa og dansvísur, sem fólkið kunni. Sumt var tekið upp á tónbönd. En því miður var vídeó-tæknin þá ekki nægilega þróuð hérlendis. Á veturna var hún aðalkennari á námskeiðum Þjóðdansafélagsins fyrir börn og fullorðna og frum- kvöðull að samkomum á vegum félagsins, kvöldvökum og dansi- böllum. Þjóðdansafélagið stóð fyrir sýningarferðum erlendis, til frændþjóða á Norðurlöndum, Þýskalands og Austurríkis. Oft- ast var það Sigríður sem lagði grunn að því prógrammi sem sýnt var í ferðunum, en of sjaldan gat hún sjálf tekið þátt vegna annríkis. Sigríður átti í fórum sínum óhemjumikið efni sem safnast hefur í starfi hennar á langri ævi. Hún hefur gefið út nokkrar bæk- ur um rannsóknir sínar og er þar umfangsmest ritið „Gömlu dans- arnir í tvær aldir“ sem hún tók saman ásamt Mínervu Jónsdótt- ur og út kom 1994. Sigríður hafði ákveðnar skoðanir á þróun ís- lenskrar menningar og þar með dansins. Hún benti oft á, að Ís- lendingar voru í mjög nánu sam- bandi við mið-evrópskar hefðir og taldi ýmsa menningarstrauma hafa borist fyrst til Íslands og þaðan til Norðurlanda. Íslending- ar hafi þannig verið bæði gefend- ur og þiggjendur og áhrif evr- ópskrar menntunar íslenskra embættismanna stórlega van- metin. Vonandi tekst í náinni framtíð að vinna úr þessu safni Sigríðar og gera það aðgengilegt fræðimönnum síðari kynslóða. Guðmundur Guðbrandsson. Amma var kraftmikil og hóg- vær kona sem sat samt ekki á sín- um skoðunum. Hún ferðaðist mikið í sambandi við nám, störf og áhugamál og var á langt á und- an sinni samtíð. Við barnabörnin fengum oft á síðari árum heyra af ferðalögum hennar og ævintýr- um. Amma var menntakona mikil sem hætti aldrei að læra. Hún var alla sína tíð iðin hvort sem það var í tengslum við menntun, kennslu eða áhugamál. Hennar aðaláhugamál var samt dansinn sem átti hug henn- ar og hjarta og var hún frum- kvöðull í varðveislu dansa og sögu þeirra á Íslandi. Heimili hennar í Skaftahlíð og síðar við Klappar- stíg var þéttsetið bókum bæði fræðiritum og skáldverkum. Amma var í minningu okkar orkurík kona sem maður bar virð- ingu fyrir. Ætíð vel til fara og með allar tækninýjungar á hreinu, hvort sem það var notkun á tölvu eða farsíma. Hún var sí- ung í anda, létt í spori og hikaði ekki við að upp úr þurru kenna lipur dansspor. Amma var sjálf- stæð og þeyttist út um allt á bíln- um sínum, allt að dánardeginum. Hún var sterkur karakter, með ákveðnar skoðanir en alltaf sann- gjörn. Við ömmubörnin og lang- ömmubörnin munum ávallt varð- veita dýrmætar minningar okkar um ömmu Siggu. Hjörleifur, Þórhildur, Sig- urþór og langömmubörnin. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011 ✝ SveinbjörgÓlena Eiríks- dóttir fæddist á Eskifirði 8. sept- ember 1929. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Grund 8. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Eiríkur Kristjánsson f. 5. ágúst 1903, d. 15. júní 1964 og Ingunn Þorleifs- dóttir f. 30. maí 1906, d. 21. febrúar 1984. Systkini Svein- bjargar eru Lovísa Eiríksdóttir f. 30. júní 1928, Sigríður Ei- ríksdóttir f. 26. febrúar 1931, Hörður Eiríksson f. 21. ágúst 1937, Þorleifur Eiríksson f. 15. Már Logason f. 11. maí 1972, Oddný Þóra f. 28. október 1973 og Óskar f. 30. maí 1980, d. 5. janúar 1998. b) Sigríður Ósk Lárusdóttir f. 21. apríl 1957, maki Þorsteinn Alexandersson f. 23. maí 1957, börn þeirra eru Björg f. 12. maí 1981, unnusti Davíð Valdimarsson f. 28. júlí 1981 og Sveinbjörn f. 28. ágúst 1986, unnusta Sara Bianchi f. 1. september 1979. c) Lárus Ágúst Lárusson f. 19. maí 1961, d. 2. október 1997, maki Val- gerður Ragnarsdóttir f. 4. apríl 1960, börn þeirra eru Eiríkur Ingi f. 13. október 1980, Jakob f. 1. desember 1988 og Andri Þór f. 9. nóvember 1995. Sam- býlismaður Valgerðar er Barði Ingvaldsson f. 18.3. 1962. Sveinbjörg á eitt barna- barnabarn, Valgarð Orra Ei- ríksson f. 27. júlí 2011. Útför Sveinbjargar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag 21. september 2011 og hefst at- höfnin klukkan 13. október 1945. Hinn 22. október 1949 giftist Sveinbjörg Lárusi Óskari Þor- valdssyni frá Reykjavík f. 15. júní, 1926 d. 9. desember 2004. Foreldrar hans eru Þorvaldur Óskar Jónsson f. 10. sept- ember 1892, d. 25. apríl 1970 og Sig- ríður Guðrún Eyjólfsdóttir f. 15. ágúst 1895, d. 13. desember 1993. Börn Sveinbjargar og Lárusar eru: a) Ingunn Lár- usdóttir f. 30. desember 1949, d. 31. janúar 2004, maki Logi Guðjónsson f. 19. desember 1949, börn þeirra eru Gylfi Í dag kveð ég Sveinbjörgu Ei- ríksdóttir, sem lést eftir stutta sjúkralegu þann 8. september síð- astliðinn. Kallið kom mér að óvör- um, ég hafði vonast til að hún fengi lengri tíma meðal okkur. Sveinu kynntist ég árið 1979 eftir að ég fór að vera með Lárusi syni hennar. Fyrstu kynni okkar voru í afmælisveislu hennar þeg- ar hún varð 50 ára. Þar tók á móti mér sérlega skemmtilegt og vina- legt tengdafólk, sem allt tók mér opnum örmum. Hefur mér alla tíð síðan þótt vænt um móttökurnar. Við Lárus stofnuðum okkar heim- ili og eignuðumst þrjá syni sem Sveina umvafði og var þeim ynd- islega góð og umhyggjusöm amma. Margar góðar minningar eigum við saman fjölskyldan frá þessum árum. Lífið hefur ekki farið mjúkum höndum um fjölskyldu þeirra hjóna Sveinu og Lárusar. Fyrsta stóra áfallið verðum við fyrir haustið 1997 þegar Lárus maður- inn minn og ástkær sonur þeirra lést. Áfallið var mikið og reyndi mjög á fjölskylduna og vini. Aftur varð fjölskyldan fyrir áfalli aðeins þremur mánuðum síðar, þegar Óskar barnabarn Sveinu og Lár- usar lést aðeins 18 ára gamall. Ingunni dóttur þeirra, móður Óskars, misstu þau síðan árið 2004. Sama ár lést Lárus tengda- faðir minn eftir langa og erfiða baráttu við Parkinsonsjúkdóm- inn. Blessuð sé minning þeirra allra. Þessi áföll í lífi Sveinu tóku eðlilega mjög á hana og árin sem á eftir komu voru henni erfið og söknuðurinn mikill. Trú mín er sú að nú sé Sveina mín komin til þeirra sem farnir eru úr okkar litlu fjölskyldu og munu þau um- vefja hana kærleik sínum. Að lokum langar mig að þakka Sveinu fyrir mig og drengina mína. Þakka alla fórnfýsnina, gjafmildina og væntumþykjuna sem Sveina ætíð sýndi okkur. Megi friðurinn og ljósið umvefja Sveinu og minningin um góða konu mun lifa. Valgerður Ragnarsdóttir. Í dag er til moldar borin tengdamóðir mín Sveinbjörg Ei- ríksdóttir. Sveinbjörgu kynntist ég fyrir rúmlega þrjátíu árum. Strax við fyrstu kynni tókst með okkur góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Sveinbjörg fæddist á Eskifirði og ólst þar upp við gott atlæti fram á unglingsár. Hún hleypti heimdraganum og fór til Reykja- víkur í vist. Í Reykjavík kynntist hún mannsefni sínu Lárusi Þorvalds- syni ungum vélskólanema og gengu þau í hjónaband 22. októ- ber 1949. Lárus lauk vélstjóra- námi sínu og ungu hjónin stofn- uðu heimili. Sveinbjörg lauk námi frá Hús- mæðraskóla Reykjavíkur árið 1949 og helgaði hún sig húsmóð- urhlutverkinu eftir það og sinnti því af mikilli alúð. Sveinbjörg eignaðist þrjú börn, Ingunni, Sig- ríði Ósk og Lárus Ágúst. Svein- björg sinnti heimilinu og barna- uppeldinu af stakri prýði og ól börn sín upp við gott atlæti og innrætti þeim allt hið besta sem finna má í fari fólks. Fyrstu búskaparár Svein- bjargar og Lárusar hvíldi ábyrgð á heimilishaldi og uppeldi barnanna á herðum Sveinbjargar þar sem Láus starfaði sem vél- stjóri á farskipum Sambandsins og var oft langdvölum fjarri heim- ilinu vegna starfa sinna. Sveinbjörg átti stöku sinnum kost á því að ferðast með manni sínum er hann sigldi um heimsins höf og allt frá þeim tíma hafði Sveinbjörg mikla ánægju af ferðalögum og ferðuðust þau hjónin víða bæði innanlands og utan. Lárus starfaði í landi eftir að sjómennsku hans lauk og vann lengi við viðgerðir og uppsetn- ingu á kælivélum og var einn af stofnendum kælismiðjunnar Frost hf. Sveinbjörg lagði metnað sinn í að búa eiginmanni sínum og börn- um gott heimili og var eftir því tekið hversu smekkvíst og mynd- arlegt allt var er laut að heimilinu. Sveinbjörg var húsmóðir af gamla skólanum þar sem allt var í röð og reglu, alltaf var gengið að því vísu að fá heimabakaðar kök- ur og annað góðgæti þegar komið var í heimsókn. Lárus eiginmaður Sveinbjarg- ar lést árið 2004 eftir erfiða bar- áttu við parkinsonssjúkdóminn en í þeirri baráttu komu mann- kostir Sveinbjargar vel í ljós og var aðdáunarvert hversu vel hún hlúði að honum til dauðadags. Sveinbjörg fór ekki varhluta af erfiðleikum lífsins, hún missti son sinn Lárus á voveiflegan hátt árið 1997, dótturson sinn Óskar árið 1998 og dótturina Ingunni af af- leiðingum bílslyss árið 2004. Þó svo að þessi áföll hefðu vissulega áhrif þá urðu þau ekki til þess að buga hana. Sveinbjörg var trúuð kona þó svo hún flíkaði því ekki en það fór ekki fram hjá þeim sem hana þekktu að hún trúði á einhvern æðri mátt. Þrautseigja Sveinbjargar kom vel í ljós síðustu ár þegar heils- unni fór að hraka. Hún tók heilsu- leysinu af æðruleysi og aldrei heyrði ég hana kvarta. Það var aðeins undir það síðasta að hún sagðist vera farin að þreytast. Það er okkur sem eftir lifum huggun að Sveinbjörg hafði sann- færingu fyrir því að eitthvað tæki við eftir veru okkar hér í heimi. Með Sveinbjörgu Eiríksdóttur tengdamóður minni er gengin mikil mannkostakona og bið ég Guð að blessa minningu hennar. Þorsteinn Alexandersson. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt sem þú varst og gerðir fyrir okkur. Takk fyrir stuðning- inn og áhugann sem þú sýndir okkur í handboltanum sem var þín uppáhaldsíþrótt. Það þótti okkur vænt um elsku amma. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. (Guðrún Jóhannsdóttir) Amma, minningin um þig er mynd af því sem ástin lagði á sig. Eiríkur Ingi Lárusson, Jakob Lárusson, Andri Þór Lárusson. Elsku amma mín dó á afmæl- isdaginn sinn 8. september síðast- liðinn. Hún var farin að missa móðinn, orðin þreytt á líkama en kraft- mikli andinn var til staðar. Í minningunni er amma alltaf eins, með hlutina á hreinu og fylgdist vel með fjölskyldunni sinni. Ég gisti oft hjá ömmu og afa á Sogaveginum, mér er helst minn- isstæður dagurinn sem Svenni fæddist, helgarferð til ömmu sem gaf mér kasettu með Stjórninni þegar ég saknaði foreldra minna og allt góðgætið sem leyndist í skápum og kæliskápum. Hún átti alltaf nammi í veskinu sínu og var óspör á að gefa gotterí. Við frændsystkinin vorum dugleg að leika okkur þar um allt húsið og í hverfinu og eftir leikina var ekki að spyrja að því, amma beið með sandköku og djús eftir ærsl. Amma var sólbrún og útitekin, sumar, vetur, vor og haust. Þegar amma var heimsótt í Frostafold- ina að sumri til, sat hún á svöl- unum hlustandi á Gufuna í sól- baði. Amma hafði gaman af því að ferðast bæði innanlands og utan. Hún hafði alltaf áhuga á því hvað barnabörnin aðhöfðust og var glöð að heyra sögur okkar úr dag- lega lífinu. Ég er afskaplega heppin að hafa átt tvær dásamlegar ömmur sem sýndu mér ást og umhyggju frá því ég kom í heiminn. Þær kenndu mér og sýndu svo margt. Það eru forréttindi að hafa átt svona góðar konur að. Í dag kveð ég móðurömmu mína með sorg í hjarta en er um leið svo þakklát fyrir tímann sem við áttum sam- an. Hvíl í friði, elsku amma. Þín Björg. Elsku amma, elsku yndislega amma, ég sakna þín svo mikið. Þú varst svo yndisleg, enda varstu miklu meira en bara amma; varst í raun eins og önnur mamma mín. Minn besti vinur og ég treysti þér og við þig gat ég talað um allt. Vellíðan fylgir til- hugsuninni um þig. Amma var glæsileg kona, alltaf vel tilhöfð, flott klædd, sólbrún og fín. Hjartahlýja, gjafmildi ein- kenndi hana og fólk laðaðist að henni enda var hún vinmörg. Frá- bær í alla staði og ung í anda. Minningar um ömmu eru enda- lausar sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu. Minningar frá Frostafoldinni, Sogaveginum, Funafoldinni, Blöndunni, bíltúr- ar, búðaráp, sólböðin, elda saman, veislurnar, ferðalögin og ferðirn- ar til mömmu. Við amma horfðum oft á fót- og handbolta saman enda hafði amma mikinn áhuga á íþróttum. Ömmu þótti mjög vænt um fjölskylduna sína og vildi allt fyrir hana gera. Mér er efst í huga þakklæti þegar ég hugsa um ömmu því hún var svo góð við mig, góð við mömmu og afa þegar þau voru veik. Ég á eftir að sakna þess mikið að heyra ekki oftar frá henni og njóta samverustund- anna okkar. Elsku amma, mér þykir svo vænt um þig og elska þig. Hvíl í friði. Gylfi. Mig langar í örfáum orðum að minnast móðursystur minnar, Sveinbjargar Eiríksdóttur eða Sveinu frænku eins og hún var alltaf kölluð í minni fjölskyldu. Ótal minningar streyma fram um eiginleika hennar til að slá á létta strengi þrátt fyrir að ganga í gegnum miklar raunir. Ofarlega í huga er síðasta spjall okkar saman fyrir nokkrum dögum. Þá rifjaði hún upp minn- ingar um þegar hún heimsótti mig á barnaspítalann hérna í Reykjavík en foreldrar mínir voru austur á fjörðum. Hún sagði að ekki hefði mátt milli sjá hvor okkar grét meira eftir heimsókn- artímana. En þannig var Sveina frænka, alltaf til staðar og tilbúin að rétta hjálparhönd. Fjölskylda mín fékk oft að njóta þess. Um leið og ég minnist hennar með hlýhug og virðingu, votta ég að- stendendum hennar innilega samúð mína og bið algóðan Guð að blessa minninguna um Sveinu frænku. Harpa Arnþórsdóttir. Sveinbjörg Eiríksdóttir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BRYNJAR FRIÐLEIFSSON húsasmíðameistari, Seljahlíð 11e, Akureyri, sem andaðist í faðmi fjölskyldu sinnar á heimili sínu laugardaginn 10. september, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. september kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Kærar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks lyflækningadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar sem annaðist hann af einstökum kærleika og fagmennsku. Alúðarþakkir fá einnig allir þeir sem heiðra minningu Brynjars. Svandís Ingjaldsdóttir, Friðleifur Ingi Brynjarsson, Sigríður Brynjarsdóttir, Hólmar K. Þórhallsson, Bryndís Brynjarsdóttir, Bjarki Heiðar Beck Brynjarsson, Brynhildur M. Sölvadóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.