Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011
Drive er vandaður þrillersem er stýrt af miklumstyrkleika leikstjóransNicolas Winding Refn.
Taktur myndarinnar er mun hægari
en maður á að venjast í þeim nú-
tímaspennumyndum sem eru hvað
algengastar í Hollywood í dag, en
aldrei það hæg að maður missi at-
hyglina. Í myndina eru innbyggð öll
þau strákaelement sem eru hvað
vinsælust hjá unglingum. Þögul, ein-
beitt og líkamlega sterk hetja og svo
bílar. Mikið af bílum og það flottum
bílum. Ofsaakstur og eltingarleikir.
Leikstjórinn ljær þeim samt öðru-
vísi blæ en maður á að venjast með
því að hafa fullkomna ró yfir þeim
sem í bílnum eru í hvert skipti.
Sagan fjallar um þennan einfara
sem Gosling leikur en hann vinnur á
bílaverkstæði og einnig sem áhættu-
leikari í bílaeltingarleikjum í Holly-
wood því hæfileikar hans sem bíl-
stjóri eru umtalsverðir. Hann
vinnur sér síðan inn aukapening
sem bílstjóri fyrir ýmsa ræn-
ingjaflokka án þess að mynda per-
sónuleg tengsl við nokkurn af þeim,
hann er bara eins og dýr leigubíl-
stjóri bófanna.
Þrátt fyrir einræna hegðun er
hann fær um að verða ástfanginn af
nágranna sínum, Irené sem leikin er
af Carey Mulligan sem sló svo eft-
irminnilega í gegn í bíómyndinni An
Education eftir Loni Scherfig. Mul-
ligan fer afskaplega vel með lítið
hlutverk sitt. Irené á eiginmann sem
er í fangelsi og er því ein með barnið
sitt. Karakter Goslings kemur inn í
líf hennar eins og bjargvættur og
stuðningsaðili. Hann gleður og ver
mæðginin. Hann er aldrei sýndur
taka samband þeirra skrefi lengra,
þótt augljóst megi vera að þau séu
bæði mjög hrifin hvort af öðru.
Þegar eiginmaður hennar kemur
úr fangelsinu og hann lendir í vand-
ræðum sem ógna mæðginunum þá
kemur Gosling honum til hjálpar til
þess að vernda mæðginin. Karakter-
inn sem hann leikur er eins og real-
ísk útgáfa af Batman eða Spider-
man. Ætlanir og aðgerðir hans eru
alltaf byggðar á óeigingjörnum for-
sendum og hann er svo einbeittur og
úrræðagóður að enginn á nokkuð í
hann.
Myndatakan er óaðfinnanleg, þeir
gefa kúlheitunum og töffaraskapn-
um sitt vægi og halda rólegum takti
myndatöku og klipps án þess nokk-
urn tímann að sleppa sér.
Leikurinn er afbragð, allir sem
eru í aðalhlutverkum og þeir sem
eru í aukahlutverkum eru mjög
sannfærandi. Sérhverjum leikara er
gefið svæði sem hann fótar sig vel
innan.
Myndin er mjög tilfinningarík en
á mjög smekklegan hátt. Tilfinning-
arnar sem myndast í sambandi Gosl-
ings við Irené eru merkilega vel ofn-
ar inn í spennumyndaformið, þannig
að þrillerinn verður nokk tilfinn-
inganæmur. Samt er ekkert væmið í
henni, heldur eru þessi örfáu atriði
þar sem þau eru saman bara svo
smekklega gerð að áhorfandinn fer
strax að halda með þeim og að halda
með sambandi þeirra. Eina skiptið
sem þau kyssast í myndinni er rétt
áður en Gosling drepur annan mann
með hrottalegum hætti, hreinlega
maskar höfuðkúpu hans margsinnis
fyrir framan hana. Sá koss virtist
frekar vera gerður til að blekkja
manninn sem hann ætlaði að drepa.
En þetta sjokkerandi dráp hans set-
ur reyndar samband þeirra í hættu.
Myndin er afbragð og skemmtileg
nýbreytni frá Hollywood.
Ofurhetjan kemur
til bjargar
Sambíóin
Drive bbbbn
Leikstjóri: Nicolas Winding Refn. Leik-
arar: Ryan Gosling, Carey Mulligan,
Bryan Cranston, Christina Hendricks og
Ron Perlman. Bandaríkin, 2011. 100
mín.
BÖRKUR
GUNNARSSON
KVIKMYNDIR
Bílstjórinn Þessi nafnlausa hetja er realísk útgáfa af ofurhetjum eins og Batman og Spiderman.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Útrás Reykja-
vík, Revolution
Reykjavík upp á
enskuna, nefnist
nýjasta stutt-
mynd Ísoldar
Uggadóttur og
verður hún for-
sýnd kl. 20 í
kvöld í Bíó Para-
dís. Myndin
verður svo sýnd á Alþjóðlegri kvik-
myndahátíð í Reykjavík, RIFF. Út-
rás Reykjavík er fjórða stuttmynd
Ísoldar og sú síðasta í bili, að hennar
sögn, þar sem hún ætlar að snúa sér
að kvikmynd í fullri lengd. Útrás
Reykjavík er lokaverkefni Ísoldar í
meistaranámi hennar í leikstjórn við
Columbia-háskóla í New York. Ísold
er snúin aftur heim til Íslands, eftir
tíu ára dvöl í Bandaríkjunum.
Heltekin af hruninu
„Ég hóf nám í Columbia árið 2008
og þá varð efnahagshrun mikið sem
við könnumst öll við. Það hafði sín
áhrif á fjárhaginn, eyðilagði aðeins
krónuna okkar og hafði áhrif á mitt
nám eins og það lagði sig. Ég varð,
eins og svo margir aðrir, heltekin af
þessu fyrirbæri þannig að það lá í
augum uppi að lokaverkefnið mitt
yrði að vera um þetta, að einhverju
leyti. Myndin er skáldskapur með
sannleiksívafi, má segja, það er mik-
ið sannleiksgildi í henni af því hún
lýsir lífi fjölda Íslendinga sem urðu
fórnarlömb hrunsins. Ég ákvað
reyndar að taka persónu sem er
mjög langt frá mér; þetta er fín,
heldri kona sem er mjög annt um
sitt mannorð og um sína stöðu í
samfélaginu. Þannig að hún berst
svolítið við að halda virðingunni, má
segja, eitthvað sem margir geta
tengt við. Hún hleypir ekki öllum að
sér,“ segir Ísold. Myndin fjalli um
fall konu en með hlutverk hennar
fer Lilja Þórisdóttir. Í öðrum hlut-
verkum eru María Heba Þorkels-
dóttir og tveir ungir leikarar, þau
Daníel Aron Davíðsson og Gyða
Dröfn Davíðsdóttir. Pegasus fram-
leiddi myndina og fyrirtæki Ísoldar,
Númer 9.
Myndin var forsýnd í vor á Col-
umbia-kvikmyndahátíðinni og hlaut
Ísold þar verðlaun kennd við Adri-
enne Shelly – kvikmyndagerðar- og
leikkonu sem var myrt árið 2006 –
sem besti kvenleikstjórinn. Verð-
laununum fylgdu peningaverðlaun
sem Ísold segir að hafi komið sér
vel. Nú ætli hún að snúa sér að kvik-
mynd í fullri lengd og spurð að því
um hvað sú mynd muni fjalla segir
Ísold að hún muni líka taka á krepp-
unni en aðalpersónan verði yngri en
í Útrás Reykjavík og af lægri stétt-
um. „Ég fjalla ansi oft um konur í
krísu og þessi verður um konu í
krísu,“ segir Ísold. Þá fjalli hún
gjarnan í myndum sínum um fólk
sem hefur eitthvað að fela og það
eigi einnig við um kvikmyndina.
Að halda virðingu sinni
Útrás Lilja Þórisdóttir fer með aðalhlutverkið í Útrás Reykjavík, nýjustu
stuttmynd Ísoldar Uggadóttur sem forsýnd verður í Bíó Paradís í kvöld.
Stuttmynd Ísoldar Uggadóttur, Útrás Reykjavík, verður
forsýnd í kvöld Hlaut leikstjórnarverðlaun fyrir myndina
Ísold Uggadóttir
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ
BORGARBÍÓ
5%NÁNAR Á MIÐI.IS
NÁNAR Á MIÐI.IS
GLERAUGU SELD SÉR
“LANGBESTA MYNDIN SEM ÉG HEF SÉÐ Á ÁRINU HINGAÐ TIL”
KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ & HEYRT
5%
I DON´T KNOW HOW SHE DOS IT KL. 6 - 8 - 10 L
COLOMBIANA KL. 6 - 8 - 10 16
I DON´T KNOW HOW SHE DOES IT KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L
I DON´T KNOW HOW... Í LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L
WARRIOR KL. 8 - 10.50 16
SPY KIDS 4D KL. 3.30 - 5.50 L
OUR IDIOT BROTHER KL. 8 - 10.10 14
STRUMPARNIR 2D KL. 3.40 - 5.50 L
STRUMPARNIR 3D KL. 3.30 - 5.40 L
30 MINUTES OR LESS KL. 8 - 10 14
I DON´T KNOW HOW SHE DOS IT KL. 5.50 - 8 - 10.10 L
COLOMBIANA KL. 5.40 - 8 - 10.20 16
MELANCHOLIA KL. 6 - 9 12
Á ANNAN VEG KL. 6 - 8.30 10
SPY KIDS 4D KL. 5.50 L
30 MINUTES OR LESS KL. 10 14
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
COLOMBIANA Sýnd kl. 8 - 10:15 (Power)
WARRIOR Sýnd kl. 7 - 10
THE CHANGE-UP Sýnd kl. 5:50 - 8
THE DEVILS DOUBLE Sýnd kl. 10:15
STRUMPARNIR ÍSL TAL Sýnd kl. 6
BYGGÐ Á SANNRI SÖGU!
ÞRÆLMÖGNUÐ MYND
UM SON SADDAM HUSSEIN
HÖRKU SPENNUMYND FRÁ ÞEIM
SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „TAKEN“
FRÁ LEIKSTJÓRA
WEDDING
CRASHERS
OG HANDRITS-
HÖFUNDUM
THE HANGOVER
-bara lúxus sími 553 2075
Miðasala og nánari upplýsingar
www.laugarasbio.is
Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú
greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum
POWE
RSÝN
ING
KL. 10
:15
HHHH
“Langbesta
myndin sem ég
hef séð á árinu
hingað til”
Kvikmyndir.is/
Séð & Heyrt