Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 14
R3-Ráðgjöf sem standa að verk- efninu en markmið þess segir Steinunn m.a. vera að skoða hvort vinna megi verðmæti úr einhverju sem virðist einskis virði við fyrstu sýn. Vinna nemanna í sumar var styrkt af Rannís og fleirum og segir Steinunn að áframhald verkefnisins velti á því hversu vel gangi að fjármagna það. Þar til í gær, þegar hringt var í Steinunni og henni boðið starf á arkitektastofu, hafði hún verið tekjulaus í tvo mánuði, þrátt fyrir að hafa verið í virkri at- vinnuleit frá því í júlí. Ótrúlegar atvinnuleysistölur „Í flest skipti sagði fólk að það vildi gjarnan ráða mig til starfa en það er búið að fækka í sumum fyrirtækjum um mörg hundruð prósent og jafnvel bara eigendurnir eftir. Þetta er ótrú- lega sorgleg staða,“ segir hún. Steinunn segir að sér hafi fundist arkitektar vera ein þeirra stétta sem hafi gleymst í atvinnuleys- isumræðunni. „Það virðist bara vera allt í lagi þó að bygg- ingageirinn sé fros- inn. Maður heyrði ótrúlegar tölur fyrir einhverju síðan, að það væri 60% at- vinnuleysi hjá arki- tektum. Ég trúði ekki þessari tölu. Því svo virðist allt fara í háaloft ef það er skorið niður annars staðar,“ segir hún. Ekki dugi þó að sitja og barma sér og fjölmargir í henn- ar sporum séu duglegir við að búa sér til tækifæri og atvinnu- möguleika. Umhverfismálin heilla „Stefnan er að flytja út og fara í framhaldsnám á næsta ári. Það er ekki í boði að taka meira en BA hérna á Íslandi þannig að núna er ég bara að vinna í skólamálum, fór til London að skoða skóla í sumar og er að velta fyrir mér næstu skrefum.“ Steinunn segir að þrátt fyrir allt hafi áætlanir hennar ekkert breyst frá því hún hóf nám, fyr- ir utan það að hún hafi ekki reiknað með að verða tekjulaus í einhvern tíma eftir námslok. Þá hafi ástandið verið annað og betra en arkitektúrinn sé gamall draumur og hún hefði valið þetta nám hvort sem var. „Ég er harðákveðin í að halda áfram námi og viss um það að menntun er nokkuð sem verður aldrei tekið frá manni,“ segir Steinunn. Arkitektar geti starf- að við margt annað en að teikna hús og hún geti vel hugsað sér að láta til sín taka á sviði um- hverfismála í framtíðinni. Búið að fækka starfsfólki um mörg hundruð prósent Steinunn Eik Egilsdóttir, BA í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands „Strax eftir útskriftarsýninguna okkar í vor fór ég í rannsókn- arverkefni sem heitir Eyðibýli á Íslandi en við vorum fimm há- skólanemar sem vorum að vinna að því í sumar og skrásettum eyðibýli og yfirgefin hús á landsbyggðinni,“ segir Steinunn Eik Egilsdóttir, sem í vor lauk bachelor-námi í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands. Það eru Gláma-Kím arkitektastofa og 14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011 FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Viðmælendur innan háskólakerfisins og þeir sem koma að atvinnumálum virðast flestir sam- mála um að margir kjósi nú að halda strax áfram í framhaldsnám að grunnnámi loknu en það eigi sérstaklega við um fólk í greinum þar sem erfitt er að fá vinnu. Alls voru 1.822 einstaklingar með háskólapróf atvinnulausir að fullu í lok ágúst- mánaðar en þeir voru 2.067 séu þeir taldir með sem voru atvinnulausir á móti hlutastarfi. Þetta þýðir að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra er nú 4,1% en hlutfallið var 0,9% árið 2007. Gunnar Haugen, framkvæmdastjóri Capa- cent Ráðninga, segir eftirspurn eftir fólki af- markast við afar þröng svið í dag. „Það sem við verðum mest vör við er að það er gríðarleg eft- irspurn eftir fólki í tæknigeiranum, fólki sem hefur mikla greiningarþekkingu og stendur vel að vígi í umgengni við tölur,“ segir hann. Þetta sé t.d. fólk með ákveðna verkfræðimenntun eða próf í hagfræði og einnig sé ennþá mikil eft- irspurn eftir lögfræðingum. Byggingageirinn erfiðastur Fólk sem geti starfað innan tölvugeirans ætti einnig að vera á grænni grein og ekki síður fólk með iðnmenntun. „Það vantar rafvirkja, vél- virkja, vélstjóra og bifvélavirkja, við finnum al- veg fyrir því líka,“ segir hann. Þetta sé líka sá hópur sem sé hvað hreyfanlegastur, þ.e. hafi átt auðveldast með að fá störf erlendis. Gunnar segir fjölda umsókna frá fólki með hugvísindamenntun sýna að því reynist ekki eins auðvelt að fá vinnu, sá hópur hafi þó að einhverju marki fengið störf á menntastofnunum, sem hafi verið í vexti, og á ýmsum opinberum stofnunum. Þeir séu þó ekki sá hópur sem á hvað erfiðast á vinnumarkaðinum í dag. „Það eru auðvitað þeir sem starfa í bygg- ingageiranum, t.d. hönnuðir og byggingatækni- fræðingar. Þar er mest atvinnuleysi og erfiðast að komast inn nýr. Það er sá hópur sem fer orðið mikið beint í framhaldsnám sýnist manni.“ Veltur mikið á námsvalinu  Fyrir suma háskólamenntaða er litla vinnu að fá en aðrir eru á grænni grein  Mikil eftirspurn eftir tölvu- og tæknimenntuðu fólki  Atvinnuleysi háskólamenntaðra úr 0,9% árið 2007 í 4,1% í dag Morgunblaðið/Kristinn Nám Svo virðist sem sum menntun sé mun meira virði en önnur en spurningin er hvort stúdentar láta það stjórna námsvalinu. Vaxtarverkir í háskólakerfinu Háskólamenntaðir á atvinnuleysisskrá Próf 16-29 ára 30-49 ára 50 ára + Alls Heilbrigðisgreinar 31 69 22 122 Félags- og mannvísindi 115 405 101 621 Erlend tungumál 11 12 9 32 Guðfræði og trúabragðafræði 0 1 6 7 Íslenska,málvísindi, bókmenntir og tengt 12 33 11 56 Sagnfræði og heimspeki 7 25 16 48 Kennaramenntun og uppeldisfræði 22 108 73 203 Listanám 28 90 19 137 Verkfræði 13 51 26 90 Arkitektúr, iðnfr., hönnun og skipulagsnám 39 160 79 278 Tæknifræði 5 33 31 69 Jarðvísindi 0 4 5 9 Náttúru-, líf- og umhverfisvísindi 10 31 13 54 Raunvísindi 2 2 1 5 Tölvunarfræði 13 49 14 76 Eðlisvísindi 2 6 2 10 Annað háskólanám 1 4 0 5 311 1083 428 1822Heimild: Vinnumálastofnun „HHS er heimspeki, hagfræði og stjórnmál,“ útskýrir Tryggvi Rafn Sigurbjarnarson, sem lauk BA- gráðu í því námi á Bifröst haustið 2008. Að því loknu héldu hann og kærasta hans beint í framhaldsnám á Englandi, þar sem Tryggvi nam stjórnmála- og evrópufræði. Dvölin varð þó styttri en þau hugðu. „Þegar við sóttum um námið var pundið í 130 krónum, svo fáum við greitt frá LÍN og þá er það 150 krónur og svo kom hrunið og þá fór það yfir 200 krónur. Þá var ekki ver- andi þarna úti,“ segir Tryggvi. Álagið góður undirbúningur Þegar heim kom hlaut hann eina af eftirsóttum stöðum í starfsnámi hjá utanríkisráðuneytinu en um- sækjendurnir voru í kringum 250. Hann starfar nú sem ritari hjá Þýð- ingamiðstöð utanríkisráðuneytisins. „Það er mikið af efni sem þarf að þýða og í kringum það þarf að sjálf- sögðu stjórn- sýslu,“ útskýrir Tryggvi. Hann segir námið hafa nýst sér vel, það hafi verið verkefna- miðað og álagið hafi verið mikið, sem hafi verið góður undirbún- ingur fyrir at- vinnulífið. Hann segist þrátt fyrir það stund- um hafa haft áhyggjur af því að fá ekki vinnu, sérstaklega þegar sex mánaða starfsnáminu hjá ráðuneyt- inu lauk. Ástandið sé þannig að grunnnámsgráða sé ekki lengur nóg. „Ég held að til þess að fá vinnu í svona stöðu þá þurfi fólk að vera með mastersgráðu. Það sem maður heyrir er að margir krakkar sem eru að útskrifast einfaldlega fái ekki vinnu,“ segir Tryggvi. Fólk þarf masters- gráðu til að fá vinnu Tryggvi Rafn Sigurbjarnarson, BA í HHS frá Bifröst Tryggvi Rafn Sigurbjarnarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.