Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur Illfáanlegar bækur Dalamenn I,II,III æviskrár 1703 - 1961, vel með farnar til sölu. Áhugasamir sendi á box@mbl.is merktar ,,Bækur- 24686”. Dýrahald Grettir er týndur Grettir er gulbröndóttur, með svarta hálsól með segli og bjöllu, örmerktur og með beislisgjörð. Hvarf frá heimili sínu á Arnarnesi, Garðabæ 10. sept. Uppl. í 894 4412. Veitingastaðir TILBOÐ - TILBOÐ- TILBOÐ 990 kr. heitir réttir í hádeginu með gosi og 990 kr. kg af fiskrétti dagsins. S: 5173131 Grandagarði 11 Humarhlaðborð Humarhlaðborð öll kvöld - tilvalið fyrir starfsmannahópinn þinn, aðeins 35 mín. frá Rvk. Veitingastaðurinn Hafið Bláa - Borðapantanir í síma 483 1000 - sjá www.hafidblaa.is. Húsgögn Húsgögn til sölu Vel með farinn stóll með kolli 5000 kr. ekki minna - ekki meira, svo ekki biðja um að lækka - kemur ekki til greina. Takk, Jasmina@internet.is Atvinnuhúsnæði Voff! Okkur vantar húsnæði! Hundaþjálfarar óska eftir opnu rými/sal m/snyrtiaðstöðu til leigu frá 1. október. Stærð 100-130 fm. Greiðslugeta pr. mán. 140 þús. (m/vsk.). Uppl. s. 848 5552/Hanna. Geymslur Upphitað mjög gott húsnæði Tökum í geymslu í vetur fellihýsi, hjólhýsi, pallhýsi og tjaldvagna. Erum á Suðurnesjum (Garður). Sími 867 1282. Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, báta og fleira í upphituðu rými. Gott verð.S: 612-6130 E-mail solbakki.311@gmail.com. Gónhóll Eyrarbakka Geymslur og gisting Geymdu gullin þín í Gónhól. Uppl., geymsla, s. 771-1936. Uppl., gisting, s. 771-1940. Pantanir og skráning mttp://www.gonholl.is Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Tómstundir Riley/BCE poolborð 5 -6 -7 fet á lager. www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2. h.) 108 Reykjavík, s. 568 3920. Útivist Skotfæri - Byssuólar - Töskur og m.fl. Erum með mikið úrval af riffilsjón- aukum, ólum, tvífótum og m.fl. á góðu verði. Erum með skotfæri frá Sellier & Bellot. Tactical.is netverslun s. 517-8878 frá kl. 16-18. Óska eftir Óska eftir píanói Má þarfnast viðgerðar. Verðhugmynd kr. 50-150 þúsund. Upplýsingar í síma 897 0003. Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir. Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - s. 551 6488. Kaupi gamla mynt og seðla Kaupi gömul mynt- og seðlasöfn. Met og geri tilboð á staðnum. Áralöng reynsla. Kaupi einnig minnispeninga og orður. Gull- og silfurpeninga. Sigurður, s. 821 5991. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Glugga- og hurðasmíði Smíða glugga, hurðir og opnanlega glugga í öll hús úr völdu efni. Stuttur afgreiðslufrestur. Sanngjarnt verð. EÐALGLUGGAR OG HURÐIR, sími 899 4958. Ýmislegt Verslunin Augnakonfekt Laugavegi 95 flytur í Bæjarlind 6. 25% til 40% afsl. út sept. Au pair Við erum dönsk/norsk fjölskylda með 2 stráka (2 1/2 árs og 8 mánaða). Við gætum hugsað okkur au pair eða kannski nemanda, sem gæti hjálpað okkur með hversdagsleikann. Væri gott ef þú gætir talað dönsku. Konan er læknir og maðurinn er konsulent í auglýsingafyrirtæki. Við búum í húsi í Klampenborg, fyrir norðan Kaup- mannahöfn. Við erum öll fjölskyldan í Reykjavík frá 20.-25.9. Sími: 0045/22971925. MYSTIC málverkasýning Kolbrúnar Róberts. Gallerý Augnakonfekt, Laugavegi 95, s. 552 9922.                      NÝTT OG GLÆSILEGT Teg. 810858 - léttfylltur í BC skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.995,- Teg. 9066 - þunnur og flottur í C D skálum á kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.995,- Teg. 9351 - léttfylltur, glæsilegt efni í B C skálum á kr. 4.600,- og buxur í stíl á kr. 1.995,- Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugardaga 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is - vertu vinur Teg. 68203/426 - Sterkir og góðir sandalar úr leðri, skinnfóðraðir. Litur: Svart. Stærðir: 39-50. Verð: 13.685. Teg. 35302/420 - Sportlegir og þægilegir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litur: Svart. Stærðir: 41-46. Verð: 13.500. Teg. 27608/327 - Vandaðar herra- mokkasíur úr leðri, skinnfóðraðar. Litur: Svart. Stærðir: 41-48. Verð: 16.950. Teg. 22208/420 - Mjúkir og þægi- legir herraskór úr leðri, skinn- fóðraðir. Litur: Svart. Stærðir: 41-48. Verð: 15.885. Teg. 36999/377 - Vandaðir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litur: Svart/grátt. Stærðir: 41-50. Verð: 13.200. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími: 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18, opið lau. 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílavarahlutir VW- og Skoda-varahlutir, s. 534 1045 Eigum til notaða varahluti í VW, Skoda, Audi og Pajero frá ´02. Kaup- um bíla til niðurrifs og uppgerðar. Bílabúið Kaplahrauni 11, s. 534 1045. „Velkominn í sveitina“ sagði Jón Sigurgeirsson, bóndi í Ár- teigi, við burstaklipptan, feim- inn 10 ára dreng, á flugvellinum á Húsavík fyrir tæpum 50 ár- um. Af andliti Jóns skein gleði og áhugi sem einkenndu allt hans fas og mér leið strax afar vel í návist þessa hlýlega manns og fjölskyldu hans. Ég var kominn til sumar- dvalar, þá fyrstu af þremur, hjá honum og eiginkonu hans Hildi Eiðsdóttur, en þau hjón hafði ég ekki hitt áður. Heimili þeirra Jóns og Hild- ar var fjölmennt, aldrei færri Jón Sigurgeirsson ✝ Jón Sig-urgeirsson fæddist á Grana- stöðum í Köldu- kinn, Suður- Þingeyjarsýslu, 13. nóvember 1921. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 9. sept- ember 2011. Útför Jóns fór fram frá Þórodds- staðarkirkju 17. september 2011. en 10 við matar- borðið, og það sex sinnum á dag, því vinnudagurinn var langur. Í Árteigi iðaði allt af lífi, og var verkstæði Jóns þungamiðja þess starfs sem þar var unnið. Verkefnin voru óþrjótandi og afar fjölbreytt því Jón hannaði sjálfur og smíðaði vélar og aðra nytjahluti. Jón var einstaklega fjölhæfur og verklaginn og var alltaf nóg að gera á verkstæðinu. Hann nálgaðist öll sín viðfangsefni af alúð og áhuga. Þá var hann sér- fræðingur í að nýta náttúru- öflin. Hann hafði einstaka þekkingu á framleiðslu ýmis- konar véla og tækja, einkum við smíðar á túrbínum til beisl- unar á raforku. Sú kunnátta nýttist ekki bara í hans nánasta umhverfi, heldur einnig víða um land og hafa ófáir íslenskir sveitabæir notið góðs af þekk- ingu hans á því sviði. Sjálfbærni og dugnaður voru Jóni í blóð borin og hefur sá jarðvegur sem hann og Hildur ræktuðu í Árteigi sannarlega borið gifturíkan ávöxt í börnum þeirra og tengdabörnum. Ásamt hefðbundnum búrekstri er þar nú rekið af miklum dugnaði, myndarlegt verkstæði sem framleiðir túrbínur til raf- orkuframleiðslu og bakarí svo það helsta sé nefnt. Jón var gæddur einstökum eiginleikum og hann átti auð- velt með að hrífa fólk með sér, í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Einlægur áhugi, hlýja og léttleiki, einkenndu hann fram á hinsta dag, þrátt fyrir veikindi hin efri ár. Það er með hlýhug og þakk- læti sem ég kveð Jón Sigur- geirsson. Viðkynni mín við hann hafa auðgað líf mitt og kennt mér svo margt, því hann Jón hafði til að bera allt það sem einkennir hið besta í mannlegu eðli. Kæra Stína, Geiri, Bogga, Eiður, Addi og Karitas, við Ruth sendum ykkur og fjöl- skyldum ykkar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kolbeinn Kristinsson. Jón í Árteigi var einn af þeim mikilvægu mönnum sem lýstu upp landið okkar. Hann gerði það í orðsins fyllstu merkingu. Hann gerði það með því að smíða vatnsvélar og ann- an búnað fyrir bændur vítt um land á þeim kjörum og með þeim hætti að þeir gátu ráðið við að virkja bæjarlækina, lýsa upp bæina sína og framleiða orku til annarra þarfa. Frum- kvöðulsverk Jóns var fágætt þjóðþrifaverk og mun lengi verða í minnum haft. Við sem til þekkjum til undr- umst þau afrek sem hann vann. Með tvær hendur tómar bjó hann sér ungur aðstöðu í litlum skúr. Ómenntaður á sviði tækn- innar las hann sér til um þau flóknu viðfangsefni sem hugur hans stóð til og hóf að smíða vatnsvélar. Hann þróaði þær að þörfum og aðstæðum á hverjum stað. Fyrst fyrir sig og sitt fólk og síðan nágranna, kunningja og vini. Brátt barst hróður hans út og hann varð eftirsóttur um land allt. Ég þykist vita að það hafi verið hvort tveggja fyrir hagleik hans og sanngirni en einnig fyrir þá kunnáttusemi og eftirfylgd sem hann var ætíð fús að miðla og veita. Eitt er víst að aldrei fitnaði hann af verkum sínum þrátt fyrir þrot- laust starf. En hann naut þess að sjá verk sín verða öðrum til gagns og gleði. Þannig aflaði hann sér auðæfa sem hann mat meira en önnur og sem entust honum ævina á enda. Jón byggði nýbýlið Árteig og reisti fjölskyldu sinni myndar- legan bústað auk þess sem hann byggði sér verkstæði við hæfi. Þar halda synir hans nafni föður síns á loft af með- fæddum hagleik og dugnaði. Jón var hamingjumaður í einkalífi. Þau, Hildur Eiðsdótt- ir, kona hans, bjuggu börnum sínum gott og kærleiksríkt heimili sem ætíð var gott að heimsækja. Ævistarf Jóns verður ennþá merkilegra þegar þess er gætt að áratugum saman bjó hann við heilsuleysi sem dró verulega úr starfskröftum hans. Minnist ég þess að óttast var um heilsu hans og ekki talið líklegt að hann yrði langlífur. Allar slíkar áhyggjur gerði hann að engu með því að verða allra karla elstur og halda andlegri reisn og framfarahug til hinsta dags. Ég votta Jóni virðingu mína og minnist hans og Hildar frænku með miklu þakklæti fyrir kæra vináttu og elskusemi við mig og mitt fólk. Blessuð sé minning þeirra hjóna og blessuð séu þau öll sem þau trega. Jón Aðalsteinn Baldvinsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.