Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011
FRÉTTASKÝRING
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Skilninginn skortir til að hægt sé að
leiðrétta kynbundinn launamun.
Ekki er nóg að gera launakannanir
og halda ráðstefnur, það þarf að láta
verkin tala. Þetta segir prófessor í
kynjafræði. Að mati doktors í töl-
fræði er ekki tekið tillit til allra þátta
sem máli skipta í rannsóknum á
launamisrétti, væri það gert, kæmi í
ljós að launamunur kynjanna er ekki
til staðar.
„Það er hægt að laga launamun-
inn,“ segir Þorgerður Einarsdóttir
prófessor í kynjafræði við Háskóla
Íslands.„En ég held að það sé ekki
nógu mikill skilningur á því hvað
þarf til. Það þarf að nýta þekkinguna
sem kemur út úr þessum könnunum
til breytinga. Ef stjórnvöld hefðu
virkilega áhuga á að vinna í þessu,
þá væri meira gert en að halda ráð-
stefnur og tala um hlutina.“
Þorgerður segir að auka þyrfti
möguleika Jafnréttisstofu til að efla
starf sitt og nefnir í því sambandi
samstarf stofunnar við Samtök at-
vinnulífsins og önnur hagsmunasam-
tök. Einnig væri hægt að fara í ýmis
átaksverkefni. Hún segir að við gerð
launakannana sé tekið tillit til allra
þeirra þátta sem skipti máli, meðal
annars mismunandi menntunar,
starfs og reynslu og við gerð þeirra
sé notuð viðtekin aðferðafræði.
Komum illa út úr samanburði
Að sögn Þorgerðar hafa rann-
sóknir sýnt að Ísland kemur illa út
úr norrænum og evrópskum sam-
anburði. „Erlendar rannsóknir sýna
að það dregur í sundur með kynj-
unum í kreppu, nú erum við kannski
að sjá langtímaáhrif kreppunnar.
Annars skiptir ekki öllu máli hvort
launamunurinn mælist 9,2% eða
10%, heldur hver þróunin hefur ver-
ið.“
Helgi Tómasson, doktor í tölfræði
og dósent í Hagfræðideild Háskóla
Íslands, setur spurningarmerki við
margt af því sem sagt hefur verið
um kynbundinn launamun Hann
bendir á að kerfisbundin mismunun
geti varla þrifist í markaðssamfélagi
og segir að í nýlegum könnunum á
borð við launakannanir VR og SFR
sé ekki tekið tillit til nógu margra
þátta. „Það er til dæmis sleppt þeim
möguleika að hjón ákveði að skipta
með sér verkum,“ segir Helgi.
Tölfræðigildrur
Í grein, sem Helgi skrifaði fyrir
nokkru og ber yfirskriftina „Töl-
fræðigildrur og launamunur kynja“
segir að ef tillit væri tekið til allra
þeirra þátta sem máli skipti í þessu
sambandi, þá kæmi í ljós að kyn-
bundinn launamunur er ekki til.
Fullyrðingar um annað séu ein út-
breiddasta tölfræðiblekking 20. ald-
ar.
En hvers vegna sýnir fjöldi kann-
ana slíkan mun? „Sama villan er
gerð aftur og aftur og það virðist
vera auðvelt að selja fólki þessa
blekkingu. Við erum orðin svo
„politically correct“ og erum farin
að hugsa eftir einhverjum fyrirfram
ákveðnum línum,“ segir Helgi.
Ólíkar skoðanir á launamun
Meira þarf til en ráðstefnur og kannanir til að leiðrétta kynbundinn launamun Útbreiddasta töl-
fræðiblekking 20. aldarinnar, segir doktor í tölfræði Ísland kemur illa út úr evrópskum samanburði
Morgunblaðið/Kristinn
Launamisrétti Skiptar skoðanir eru um hvort það sé til staðar og hversu mikið það er.
Minna metnar ?
» Erlendar rannsóknir benda
til þess að fólk meti vinnu
kvenna minna en vinnu karla.
» Háskólanám ýtir tekjum
kvenna ekki jafnmikið upp á
við og tekjum karla.
» Konur og karlar mennta sig
oft í ólíkum fögum, sem leiðir
til kynbundins starfsvals.
Helgi
Tómasson
Þorgerður
Einarsdóttir
Árið 1953 var gerð könnun á launa-
kjörum fólks í opinberri þjónustu.
Samkvæmt henni voru laun
kvenna frá því að vera um 75% af
launum karlanna upp í að vera
jafnhá. Launarannsóknahópur
rauðsokka gerði könnun árið 1971,
þar sem fram kom að konur voru
oftast í lægstu launaflokkunum.
Auk þess hafði aðeins 1% kvenna
hjá einkafyrirtækjum möguleika á
að semja um laun sín, á móti 44%
karla. Árið 1989 voru kjör félaga í
BHM skoðuð, laun kvenna í fullu
starfi voru þá 78% af launum karla
og talsvert fleiri karlar voru með
ýmis hlunnindi. Árið 1996 var gerð
launakönnun meðal félaga í Sam-
bandi íslenskra bankamanna og
leiddi hún í ljós að karlar höfðu
hærri heildarlaun en konur innan
allra starfsheita.
Óútskýrður launamunur karla
og kvenna taldist vera allt að 11%
árið 2001 og karlar í fullu starfi hjá
Reykjavíkurborg voru að meðaltali
með rúmlega 8% hærri laun en
konur í fullu starfi.
Fátt breyst frá 1953
FJÖLMARGAR LAUNAKANNANIR HAFA VERIÐ GERÐAR
Endurheimtur námslána hjá Lána-
sjóði íslenskra námsmanna eru lágar
og ræddar hafa verið tillögur þess
efnis að skýra og bæta lánakerfið
hjá Stúdentaráði. Heimir Hann-
esson, lánasjóðsfulltrúi stúdentaráðs
telur mikilvægt að kannað verði
hvort mögulegt sé að taka upp
styrkjakerfi að hluta.
Um 50% endurheimtur
„Endurheimtur lána eru um 50
prósent í dag og því ætti að vera
mikið svigrúm til að taka upp
styrkjakerfi að hluta,“ segir Heimir
en tekur fram að þetta séu hug-
myndir á byrjunarstigi og ekki
komnar fram fullmótaðar tillögur.
Skúli Helgason, formaður
menntamálanefndar Alþingis, tekur
undir tillögur stúdentaráðs að því
marki sem hann hefur getað kynnt
sér hugmyndirnar. „Ég hef bara les-
ið um þetta í frétt á mbl.is en ekki
kynnt mér málið ítarlegar enn sem
komið er. Hins vegar er ég þeirrar
skoðunar og það er stefna Samfylk-
ingarinnar að við eigum að feta okk-
ur inn í einhvers konar styrkjakerfi
sem gæti þá verið blanda af lánum
og styrkjum,“ segir Skúli og bætir
því við að menntamálin verði of-
arlega í pólitíkinni í vetur. „Það
verður að skoða menntakerfið í
heild, hugsanlegar sameiningar,
styttingu og heildarreglur og eftirlit
með öllum skólum, einkaskólum og
opinberum skólum.“
Gæti verið blanda af
lánum og styrkjum
Menntamál ofarlega á baugi í vetur
Morgunblaðið/Kristinn
Breytingar Formaður menntamálanefndar Alþingis tekur undir hugmyndir
stúdentaráðs um blandað kerfi styrkja og lána fyrir stúdenta.
Andri Karl
andri@mbl.is
„Það ætti að draga til tíðinda um
mánaðamót,“ segir Anna Kristín
Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur
sem höfðaði skaðabótamál á hendur
íslenska ríkinu vegna ráðningar í
stöðu skrifstofustjóra í forsætis-
ráðuneytinu, en kærunefnd jafn-
réttismála úrskurðaði að ráða hefði
átt Önnu þar sem hún hefði verið
jafnhæf hið minnsta og sá sem var
ráðinn.
Önnu Kristínu voru boðnar
miskabætur, sem að hámarki gátu
orðið 500 þúsund krónur, en engar
skaðabætur vegna málsins. Hún
sættist ekki á það
enda geri jafn-
réttislögin ráð
fyrir skaðabót-
um. Hún lagði
fram sáttatilboð
upp á fimm millj-
ónir króna, þ.e.
skaða- og miska-
bætur. Því tilboði
var hafnað og
höfðaði Anna
Kristín því mál fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur.
Lögmaður Önnu Kristínar, Þór-
unn Guðmundsdóttir, skilaði í sum-
ar inn greinargerð í málinu og frest-
ur ríkislögmanns til að gera slíkt
hið sama rennur út á morgun. Því
er ekki reiknað með öðru en að mál-
inu verði úthlutað til dómara um
næstu mánaðamót og þingfesting
geti þá farið fram í október.
Launamismunurinn fram-
reiknaður til fimm ára
Spurð hvort dómkröfurnar séu
samhljóma sáttatilboðinu segir
Anna Kristín svo ekki vera. „Við
áskildum okkur rétt til að krefjast
fullra bóta og það er talsvert hærri
upphæð. Þá er framreiknaður
launamismunur viðkomandi ein-
staklings sem var ráðinn og mín til
fimm ára, þ.e. vegna þess að við-
komandi var skipaður til fimm ára.“
„Ætti að draga til tíðinda
um næstu mánaðamót“
Fer fram á háar bætur vegna brota á jafnréttislögum
Anna Kristín
Ólafsdóttir
„Það var einhver mánudagur og ein-
hver fiðringur, þetta var ekkert mál.
Það hefur aldrei verið neitt að,“ segir
Einar Örn Benediktsson, borgar-
fulltrúi Besta flokksins, aðspurður í
tilefni frétta sl. mánudag á vefmiðl-
inum Pressunni um óánægju innan
Besta flokksins og mögulegarn
klofning innan flokksins.
Haft var eftir Einari að hann væri
óánægður með samskipti innan
flokksins en hann hafði þá ekki verið
látinn vita um hugsanlegt landsfram-
boð skv. frétt Pressunnar en þar
kom einnig fram að Karl Sigurðsson,
borgarfulltrúi flokksins, tæki í sama
streng og Einar. Jón Gnarr, borg-
arstjóri og formaður Besta flokksins,
sagði eftir ummæli Einars: „Þetta er
bull og lélegt grín,“ í úrvarpsþætt-
inum Reykjavík síðdegis.
Í samtali við Morgunblaðið í gær
segir Einar Örn þetta búið mál og
ekkert sé meira um það að segja.
„Við erum enn staðföst og sjáum
framtíðina í flokknum sem samein-
ingartákn,“ segir Einar og bætir því
við að viðbrögð hafi verið verulega
ýkt hjá fjölmiðlum.
Bara ást og friður
„Það má segja að okkur hafi verið
skemmt. Þetta er bara eins og eitt
sinn var sagt; fréttir af andláti mínu
eru stórlega ýktar, og það sama má
segja um þetta mál allt saman. Það
ríkir bara ást og friður hjá okkur.“
Jón
Gnarr
Einar Örn
Benediktsson
Einhver mánudagsfiðringur