Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 12
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hagkvæmni fiskveiða á Íslandi er
sterklega dregin fram í nýlegri
skýrslu um sjávarútveg á Norður-
löndum. Verðmætasköpun fiskveiða
á Íslandi er álíka mikil og í Noregi þó
svo að magn og verðmæti sé tvöfalt
meira í Noregi en hér á landi.
Þessar niðurstöður koma meðal
annars fram í skýrslu Norrænu ný-
sköpunarmið-
stöðvarinnar
(Nordic Marine
Innovation) um
verðmætasköpun
og nýsköpun í
sjávarútvegi og
tengdum greinum
á Norðurlöndum,
sem kom út í júní-
mánuði. Aðalhöf-
undur skýrslunn-
ar er Audun Iversen, sérfræðingur
hjá Nofima, norsku matar-, sjávarút-
vegs- og fiskeldisstofnuninni.
„Íslendingar þéna mest á fiskveið-
um af Norðurlandaþjóðunum, mun
meira en til dæmis Norðmenn og
Danir,“ segir Audun í samtali við
Morgunblaðið. „Mikilvæg skýring á
góðum árangri Íslendinga í þeim efn-
um er fiskveiðistjórnunarkerfið á Ís-
landi. Fiskiðnaðurinn á Íslandi má
eiga skip og útgerðir, en í Noregi er
skilið á milli veiða og vinnslu. Á þenn-
an hátt verður samhæfingin meiri á
Íslandi og fiskvinnslan hefur meiri
möguleika á að hafa áhrif á samsetn-
ingu og gæði þess hráefnis sem kem-
ur á land heldur en í Noregi til dæm-
is. Hinar þjóðirnar geta lært af
Íslendingum að á þennan hátt er bet-
ur hægt að tryggja gæði með sam-
spili veiða og vinnslu.“
Audun segir að sér virðist þetta
fyrirkomulag betra en er í Noregi.
Þar í landi sé hins vegar meiri breidd
í veiðunum, sem bjóði upp á aukna
samkeppni.
Hver bátur megi vera fleiri daga á
sjó á Íslandi og verðmætasköpun á
hvern sjómann og hvert veitt tonn sé
meiri á Íslandi. Audun nefnir einnig
að Íslendingar hafi náðum góðum
árangri á erlendum mörkuðum og
staðið sig vel á þeim vettvangi.
Á föstudag hefst sjávarútvegssýn-
ingin IceFish í Kópavogi og flytur
Auðun fyrirlestur þar á vegum Ís-
lenska sjávarklasans og Íslands-
banka. Hann segist einkum munu
ræða um verðmætasköpun, arðsemi
og hagkvæmni í fyrirlestri sínum og
það sem sé ólíkt í sjávarútvegi á
Norðurlöndum. Meiri samvinna þess-
ara þjóða sé æskileg, en nú líti þau
fyrst og fremst á sig sem keppinauta
og þekking á greininni í næstu ná-
grannalöndum sé í raun lítil.
Hagkvæmni flotans
Noregur og Ísland eru með mesta
verðmætasköpun í fiskveiðum, með
6,3 og 6,2 milljarða norskra króna eða
sem samsvarar yfir 120 milljörðum
króna í fyrra. Bent er sérstaklega á
það í skýrslunni að Ísland sýni jafn-
mikla verðmætasköpun og Noregur
miðað við að afli Norðmanna er um
það bil tvöfalt meiri bæði að magni og
verðmæti. Verðmætasköpun hvers
íslensks fiskimanns er næstum 50%
meiri en verðmætasköpunin á dansk-
an, færeyskan eða norskan fiski-
mann.
Um hagkvæmni fiskveiðiflotans
segir í skýrslunni að íslenski flotinn
nái nokkurn veginn sömu rekstrar-
niðurstöðu og sá norski. Þetta gerist
þó svo að norski flotinn veiði tvöfalt
fleiri tonn og hafi tvöfalt meiri veltu.
Mikilvægir framleiðendur
Í skýrslunni er fjallað um sjávar-
útveg á Norðurlöndum og vikið að
hverju landi sérstaklega. Noregur er
næststærsta fiskútflutningsland í
heimi miðað við tölur FAO frá 2007.
Kína er á toppnum en Ísland í 15.
sæti. Ef litið er á Norðurlönd sem
eina heild þá eru þau á toppnum í
þessu samhengi.
Hafa ber í huga að framleiðsla Ís-
lendinga á eldisfiski telst ekki mikil,
miðað við það sem til dæmis gerist í
Kína og í Noregi. Í Færeyjum er fisk-
eldi einnig veigamikill þáttur í at-
vinnulífinu.
Ef aðeins er litið til fiskveiða eru
Rússar stærstir Evrópuþjóða, en síð-
an koma Noregur, Ísland, Spánn og
Danmörk. Fram kemur í skýrslunni
að floti norrænna veiðiskipa er nú-
tímalegur og tæknilega fullkominn.
Fiskur frá Norðurlöndum er fluttur
út til 150 landa.
Sameinuð Norðurlönd eru stærst í
Evrópu hvort sem litið er til fiskveiða
eða fiskeldis.
Mikil verðmætasköpun
í íslenskum sjávarútvegi
Verðmætasköpun fiskveiða á Íslandi er álíka mikil og í Noregi þó svo að magn
og verðmæti sé tvöfalt meira í Noregi Aukin samvinna Norðurlanda æskileg
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Loðnulöndun Norsk loðnuskip landa endrum og sinnum á Austfjörðum. Myndin er tekin í Neskaupstað í sumar er norska skipið Selvåg Senior landaði þar.
Útflutningsverðmæti sjávarafurða í milljónum dala
14
12
10
8
6
4
2
0
No
rð
ur
lön
d
Kí
na
No
re
gu
r
Ta
íla
nd BN
A
Da
nm
ör
k
Ví
et
na
m Sí
le
Ka
na
da
Ho
lla
nd
Sp
án
n
Ísl
an
d
Sv
íþj
óð
Fæ
re
yja
r
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 15 18 33
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011
Fljúgandi fiskar, Sprengjugengið,
karaktersköpun í tölvuleikjum,
tungumál og stjörnufræði eru dæmi
um þau viðfangsefni sem verða
kynnt á Vísindavöku Rannís í ár, en
hún verður haldin föstudaginn 23.
september í Háskólabíói kl. 17-22.
Dagurinn er tileinkaður evrópskum
vísindamönnum og haldinn hátíð-
legur í helstu borgum Evrópu.
Markmiðið með Vísindavöku og at-
burðum henni tengdum er að kynna
fólkið á bak við rannsóknirnar og
vekja athygli á fjölbreytni og mik-
ilvægi vísinda- og fræðastarfs í
landinu. Í aðdraganda Vísindavök-
unnar verður hellt upp á Vísinda-
kaffi á hverju kvöldi á Súfistanum,
Máli og menningu. Kaffispjalls-
stjóri verður Davíð Þór Jónsson.
Einnig verður Vísindakaffi á Ak-
ureyri á morgun, fimmtudaginn 22.
september kl. 20.
Morgunblaðið/Kristinn
Læti Það mun gneista af Sprengjugenginu.
Fljúgandi fiskar á
Vísindavökunni
Á laugardaginn nk. kl. 10:00 munu
Sólheimabúar og hlaupahópurinn
Frískir Flóamenn standa fyrir al-
menningshlaupi. Hlaupið verður
frá Borg í Grímsnesi og að Sól-
heimum en það eru um 9 km. Einn-
ig er hægt að ganga eða hjóla, en
meðlimir úr hjólahópi Heilbrigð-
isstofnunar Suðurlands munu leiða
hjólreiðarnar. Eftir hlaup verður
hressing í Grænu könnunni og þeir
sem vilja geta farið í sundlaugina á
Sólheimum.
Frískir Flóamenn munu afhenda
framfarabikar, en bikarinn hlýtur
Sólheimabúi sem sýnt hefur fram-
för eða góða ástundun í íþróttum sl.
ár. Afhendingin fer fram í Grænu
könnunni kl. 13:00.
Öllum er velkomið að taka þátt.
Hlaup Sólheima og
Frískra Flóamanna
Krabbameinsfélag Íslands auglýsir
eftir umsóknum um styrki til vís-
indarannsókna á krabbameinum
hjá körlum.
Veittir verða fimm styrkir, sam-
tals að upphæð 2,5 milljónir króna.
Umsóknir skal senda til Vísinda-
ráðs Krabbameinsfélagsins, Skóg-
arhlíð 8, 105, Reykjavík eða á net-
fangið throstur@krabb.is.
Umsóknarfrestur er til 10. október.
Styrkir til rannsókna
Er mögulegt að
semja um frið í
Palestínu? er
spurning sem
Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir,
fyrrverandi ut-
anríkisráðherra,
veltir upp í fyr-
irlestri sem hún
heldur í dag,
miðvikudag, kl.
12.25 í stofu 101 í Odda í HÍ. Ingi-
björg mun segja frá starfi sínu með
alþjóðlegum friðarsamtökum ísr-
aelskra og palestínskra kvenna.
Fyrirlesturinn er hluti af fundaröð
Alþjóðamálastofnunar, Háskóla Ís-
lands og Forlagsins í tilefni útkomu
bókarinnar Ríkisfang: Ekkert eftir
Sigríði Víðis Jónsdóttur.
Ingibjörg Sólrún
ræðir friðarhorfur
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
STUTT
Íslandsbanki gengst fyrir morgunfundi um sjávarútveg á föstudaginn.
Fundurinn er haldinn í tengslum við sjávarútvegssýninguna og verður
haldinn í móttökusal í nýrri stúkubyggingu á Kópavogsvelli.
Birna Einarsdóttir bankastjóri setur fundinn og Rúnar Jónsson, við-
skiptastjóri sjávarútvegs hjá Íslandsbanka, fjallar um nýja skýrslu Ís-
landsbanka um sjávarútveg. Þá fjallar Audun Iversen frá Nofima um
hagkvæmni íslensks sjávarútvegs miðað við aðrar Norðurlandaþjóðir, en
hann er hér í boði Íslenska sjávarklasans. Audun mun jafnframt fara yfir
niðurstöður greiningar á sjávarútvegi á Norðurlöndum auk þess að velta
fyrir sér ástæðum velgengni Íslendinga í sjávarútvegi.
Húsið verður opnað klukkan 9.00 og hefst fundurinn klukkan 9.15.
Hagkvæmni til umræðu
NÝ SKÝRSLA ÍSLANDSBANKA UM SJÁVARÚTVEG
Audun
Iversen