Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
ÍnýútkominniskýrsluOECD um
sjávarútveg á Ís-
landi kemur fram
að Ísland hafi
stýrt sjávarútvegi sínum á
sjálfbæran og hagkvæman
hátt. Grunnurinn að þessu sé
fiskveiðistjórnarkerfið ís-
lenska með heildaraflamarki
sem byggist á vísindalegum
sjónarmiðum og kvótakerfi
með framseljanlegum veiði-
heimildum.
Íslendingum kann að þykja
sjálfsagt að sjávarútvegur sé
rekinn á arðbæran hátt, en svo
er ekki. Fyrir daga kvótakerf-
isins var allt öðru vísi umhorfs
í íslenskum sjávarútvegi en nú
og ef litið er út fyrir landstein-
ana er munurinn ekki síður
sláandi.
Í skýrslunni kemur fram að
tvennt kunni að ógna kerfinu,
annars vegar mögulegar
breytingar á því, en baráttan
fyrir slíkum breytingum hefur
ekki farið fram hjá neinum eft-
ir að núverandi ríkisstjórn tók
við völdum. Hins vegar er bent
á að hagkvæmum sjávarútvegi
landsins kunni að stafa ógn af
mögulegri aðild að Evrópu-
sambandinu.
Í Morgunblaðinu í dag er
sagt frá skýrslu norsks sér-
fræðings sem bendir á hag-
kvæmni íslensks sjávarútvegs
í samanburði við sjávarútveg í
öðrum löndum. Hann horfir á
málið úr töluvert
ólíkri átt en gert
er í skýrslu OECD
en kemst engu að
síður að sömu nið-
urstöðu um hag-
kvæmnina hér á landi.
Niðurstaða fyrrgreindra
skýrslna kemur alls ekki á
óvart. Þvert á móti er hún í al-
geru samræmi við nánast allt
það sem helstu sérfræðingar
hafa ritað um íslenskan sjáv-
arútveg og samanburð á hon-
um og sjávarútvegi erlendis
síðastliðna tvo áratugi.
Aðvörunarorðin í skýrslu
OECD um hættuna af teng-
ingu við sjávarútvegsstefnu
ESB koma ekki heldur á
óvart. Alkunna er að ESB hef-
ur aldrei kunnað fótum sínum
forráð þegar kemur að stjórn
fiskveiða. Þar hefur farið sam-
an gegndarlaus ofveiði og bull-
andi taprekstur.
Vegna kosta hins íslenska
fiskveiðistjórnarkerfis hafa
erlendir aðilar í vaxandi mæli
horft hingað til lands í leit að
fyrirmynd að endurbótum á
erlendum fiskveiðistjórn-
arkerfum.
Íslendingar geta þess vegna
hiklaust verið stoltir af sjávar-
útvegi landsins, þar með talið
stjórnkerfi fiskveiðanna. Þess
vegna er dapurlegt að það
skuli vera sérstakt metn-
aðarmál sumra stjórnmála-
manna að eyðileggja þetta
kerfi og kollvarpa greininni.
Íslendingar hafa
náð miklum árangri
í sjávarútvegi}
Fyrirmynd annarra
Björn Bjarna-son gerir
fleipur Jóhönnu
Sigurðardóttur að
umtalsefni á Evr-
ópuvaktinni. Hann
rekur nokkur
dæmi þar um, svo sem fullyrð-
ingar hennar um þingsálykt-
unartillögu um Líbíu, sem
aldrei var til nema í huga Jó-
hönnu, og um efasemdir henn-
ar um að rétt væri haft eftir
forseta lýðveldisins í fréttum,
þegar raunin er sú að þar tal-
aði forsetinn sjálfur beint til
hlustenda.
Nýjasta dæmið um stað-
lausa stafi forsætisráðherra
kom fram í sjónvarpsviðtali
þar sem Jóhanna var spurð út
í aðgerðir Bandaríkjastjórnar
gegn Íslandi vegna hvalveiða.
Björn hefur eftir Jóhönnu að
hún sé „mjög óánægð“ og
þetta sé „mjög ósanngjarnt“
að hennar mati og svo sé haft
eftir henni að þetta sé sér-
staklega vegna þess að hér á
landi stunduðu menn einungis
vísindaveiðar á hvölum.
Um þetta segir Björn:
„Vandi Jóhönnu í
þessu máli er sá að
vísindaveiðum á
hval lauk hér við
land árið 2007.
Veiðar á langreyði
hófust í atvinnu-
skyni haustið 2006 og sama ár
hófust veiðar á hrefnu í at-
vinnuskyni. Í janúar 2009 voru
gefin út leyfi til að veiða
hrefnu í atvinnuskyni fram til
ársins 2013. Þá var skipum
sem sérútbúin eru til veiða á
stórhvölum heimilt að taka
þátt í veiðum á langreyði árin
2009, 2010, 2011, 2012 og
2013.“
Forsætisráðherra þarf að
taka margar ákvarðanir sem
skipta þjóðina miklu. Enginn
býst við að núverandi for-
sætisráðherra viti alla hluti,
en það hlýtur að vera hægt að
ætlast til þess að hún hafi
grófa hugmynd um helstu
staðreyndir þeirra mála sem
eru til umræðu og kalla á af-
stöðu hennar hverju sinni. Því
miður stendur hún ekki undir
þeim kröfum og þjóðin situr
uppi með afleiðingarnar.
Það getur ekki end-
að nema illa þegar
forsætisráðherra er
stöðugt úti á þekju}
Fleipur forsætisráðherra
E
kki veit ég, kæri lesandi, hvort þú
ert Facebook-notandi, en óhætt
að telja verulegar líkur á því;
Facebook-notendur á Íslandi eru
tæplega 210.000. Það er vissu-
lega dropi í heimshafið, því notendur í Evrópu
allri eru þúsund sinnum fleiri, um 210 milljónir
alls, og á heimsvísu voru þeir 710.728.720 30.
júní sl.
Þegar svo mikill fjöldi manna kemur saman
á einn stað opnast alls kyns möguleikar á rann-
sóknum og um leið er hægt að skoða alls kyns
félagsfræðilegar kenningar og þá kannski loks-
ins breyta félagsfræðum í fræðigrein.
Það er til að mynda þekkt fyrirbæri í mann-
legum samskiptum hve við erum dómgreind-
arlaus þegar kemur að gróða og tapi, hve við
erum gjörn á að halda áfram að eyða í vonlaus
verkefni vegna þess að við erum búin að eyða svo miklu.
Annað þessu tengt er að það sem við eigum er okkur
verðmætara en það sem við eigum ekki. Þetta opinber-
aðist fyrir sjálfum mér fyrir mörgum árum þegar mér
áskotnaðist fornt ljóðasafn sem ég hafði leitað að í áratugi.
Stuttu síðar bauðst mér betra eintak sem ég keypti líka og
hugsaði með mér að nú gæti ég þá selt lakara eintakið.
Annað kom á daginn. Nokkrum mánuðum síðar var ég
nefnilega spurður hvort ég vildi láta eintak á góðu verði,
hærra verði en ég hafði greitt fyrir það sjálfur, en neitaði
því umhugsunarlaust og snerist ekki hugur þrátt fyrir um-
hugsun.
Órökrétt hegðun er mannleg, við erum
þannig stillt að við tökum órökréttar ákvarð-
anir og gerum bjánalega hluti, þrátt fyrir alla
óskhyggju fræðikerfa eins og frjálshyggju,
kommúnisma, randisma og hvaðeina. Gott
dæmi um það er einmitt að finna í Facebook,
og kallast FarmVille.
Í ljósi þess hve mörg hundruð milljóna eru
skráð á Facebook þarf ekki háa prósentu not-
enda til þess að leikir verði vinsælir. Þannig
notar innan við eitt prósent Facebook-notenda
FarmVille á hverjum degi, en það eru þó um
sjö milljónir manna á dag. Þegar best lét voru
notendur um 80 milljónir, en eru í dag ríflega
60 milljónir, álíka margir og íbúar Frakklands.
Nú veit ég ekki hvort þú hefur prófað leik-
inn, lesandi góður, en hann gengur í sem
stystu máli út á það að rækta búgarð, byggja
jörð húsum og búpeningi og afla sér fjár smám saman.
Annar tilgangur er enginn, nema þá hugsanlega að fá út-
rás fyrir gæsku eða illsku eftir því sem við á hvern og einn.
Hvað er það þá sem gerir leikinn svo vinsælan, spyr ein-
hver, en því er til að svara að fólki finnst það ekki geta
hætt í leiknum vegna þess að það hefur verið svo mikið í
honum: Eftir því sem viðkomandi eyðir meiri tíma í leikn-
um safnar hann stigum og stöðu (sem skiptir þó engan
máli nema hann sjálfan) og getur ekki hugsað sér að sjá á
eftir þeim stigum og þeirri stöðu með því að hætta í leikn-
um. Nema þá til að fara að spila annan álíka tilgangs-
lausan, til að mynda Sims (fimm milljónir á dag).
Árni
Matthíasson
Pistill
Órökrétt og bjánalegt
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Sigrún Rósa Björnsdóttir
sigrunrosa@mbl.is
Miklar annir voru á síðastaári hjá HéraðsdómiReykjavíkur vegnahrunmála sem bættust í
auknum mæli við málaflóruna. Aðrir
héraðsdómstólar fundu þó minna fyr-
ir afleiðingum hrunsins. Fyrirséð er
að síst minna álag verði á dómstólana
í ár. Til að hafa við mestu önnum í
sögu Héraðsdóms Reykjavíkur hefur
Dómstólaráð sem fer með stjórnsýslu
héraðsdómstóla nýtt sér almenna
heimild sem því er veitt með dóm-
stólalögum, til að senda mál út á land.
Mál tengd gömlu bönkunum fara því
þangað til meðferðar.
Betri málastaða úti á landi
„Málastaðan úti á landi hefur verið
betri þannig að við erum byrjuð að
senda mál af þessum toga til dómara
út á land. Þar nýtum við okkur
ákveðna heimild sem við höfum í
dómstólalögum,“ segir Símon Sig-
valdason, formaður dómstólaráðs.
„Nokkur mál tengd bönkunum hafa
verið færð út á land í héraðsdóm
Vestfjarða og héraðsdóm Austur-
lands. Þannig að við fáum dómarana
þar til að dæma þau mál en það er
þróun sem við ætlum að halda áfram
með. Þannig náum við að jafna eilítið
álagið á milli dómstóla. Kannski kem-
ur í ljós þegar málatölur eru skoðaðar
að náðst hefur að jafna út álagið að
einhverju leyti með því að gera þetta
með þessum hætti.“
Símon segir fyrirséð að fá þeirra
mála sem tengjast hruninu þurfi að
dæma af þremur dómurum. Búið sé
að taka flest stærstu málin fyrir og
því dugi að meginstefnu einn dómari í
þeim málum sem eftir eru.
Flókin og tímafrek mál
Héraðsdómi Reykjavíkur hafa bor-
ist 244 X-mál fram til 1. júlí á þessu
ári en dómurinn hefur nýlega hafið
störf eftir sumarfrí. Með X-málum er
átt við þau ágreiningsmál vegna
krafna sem slitastjórnir gera í
þrotabú fjármálafyrirtækja. Árið
2010 bárust dómnum 584 X-mál en
einungis 98 árið 2009 sem var þá nær
fjórföldun frá árinu 2008. Þá fóru
1.077 munnlega flutt einkamál fyrir
Héraðsdóm Reykjavíkur árið 2009
sem var metfjöldi en 926 á síðasta ári.
Tölurnar segja þó ekki allt.
„Þetta er svo mikill málflutningur í
þessum málum sem eru mjög viða-
mikil og stór,“ segir Símon um X-
málin. „Þau eru mörg hver mjög flók-
in og varða gríðarlega mikla hags-
muni. Það hefur orðið til þess að það
hefur þurft að setja aukinn mannskap
í þennan málaflokk.“
Um mitt ár 2009 var dómurum við
héraðsdómstólana fjölgað um fimm og
urðu þá 43 í stað 38 áður. Í árslok 2010
var veitt heimild til að bæta við fimm
héraðsdómurum. Símon segir þá
fjölgun ekki koma til framkvæmda
fyrr en á næsta ári, árið 2012. Þá verði
stöðurnar auglýstar.
„Við vorum undir niðurskurð-
arhnífnum og við einfaldlega treyst-
um okkur ekki til að láta auglýsa þess-
ar stöður þar sem við höfum ekki
fjárveitingar fyrir þeim.“
Huga að húsnæðismálum
Hann staðfestir að dómstólaráð hafi
gert ráðstafanir varðandi húsnæði og
muni leigja eina hæð í Austurstræti 17
en þaðan verði innangengt í húsnæði
héraðsdóms.
Símon bendir á að það eigi eftir að
leysa húsnæðismál þegar kemur að
stærstu dómsmálunum. Taka þurfi
ákvörðun um hvort reka eigi þau í nú-
verandi húsnæði eða fara með þau
annað. Það komi í ljós eftir því sem
málum vindur fram. Flest mál byrji á
frávísunarkröfum og meðan verið sé
að leysa úr réttarfarslegum ágreiningi
gefist ráðrúm til að meta þörf fyrir
húsnæði og hvort ástæða sé til að leita
út fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur.
Dreifa álagi á fleiri
héraðsdómstóla
Morgunblaðið/Ómar
Annir Útlit er fyrir mikið annríki hjá dómurum og starfsfólki Héraðsdóms
Reykjavíkur í vetur en málafjöldi hefur aukist mikið í kjölfar hrunsins.
Í bréfi sem Helgi I. Jónsson,
dómstjóri í Reykjavík, skrif-
aði sem starfandi formaður
dómstólaráðs til þáverandi
dómsmála- og mannréttinda-
ráðherra á síðasta ári fer
hann yfir þá kostnaðarliði
sem fylgja fjölgun dómara
um tíu að lágmarki, auk
þriggja aðstoðarmanna, fjög-
urra dómritara og tveggja
dómvarða.
Þar bendir Helgi á að taka
þurfi viðbótarhúsnæði á
leigu til næstu fimm ára.
Segir hann að 312 fm hæð í
Austurstræti 17 sé laus á
1.500 krónur fermetrinn sem
geri um 5,6 milljónir á ári.
Gerir hann ráð fyrir að
innréttingar á 14 skrif-
stofum, skrifstofu- og tækja-
búnaður nemi 8,4 milljónum
króna.
Launakostnaður sé um 11,3
milljónir árlega vegna hvers
dómara, um sex milljónir
króna vegna aðstoðarmanns
og um 4,8 milljónir vegna
dómvarða og dómritara.
Kostnaður
við fjölgun
DÓMSTÓLAR