Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 19
Kristján ræktar ögn af kartöflum og rabarbara. Kartöflurnar segir hann að endist í um mánuð, en rab- arbarinn er notaður í sósu sem öll ættin er sólgin í. „Rababarasósa hljómar kannski ekki vel í eyrum þeirra sem ekki hafa prófað hana, en hún fer ofboðslega vel með lambakjöti og okkur þykir alveg ómissandi að hafa sósuna á borðum þegar lambalæri er grillað,“ segir hann. „Rabarbarann sneiðum við niður og frystum, og eigum til taks til að útbúa sósuna yfir veturinn.“ Uppskriftin er svohljóðandi og á að vera dálítið af fingrum fram að sögn Kristjáns, sem bætir við að þessi uppskrift sé ekki fyrir þá sem eru í eilífri megrun: Rabarbarasósa með lambalæri 300 til 500 g af sneiddum rab- arbara 700 ml til einn lítri af rjóma (má vera blanda af rjóma/mat- reiðslurjóma) Fjórar matskeiðar af hunangi Rabarbarasósan ómissandi Tvær matskeiðar af sojasósu Rabarbarinn er settur í pott og hitaður þannig að hann leysist upp í eigin safa. Má setja örlítið af vatni með. Hálfur lítri af rjóma settur út í ásamt tveimur matskeiðum af hun- angi og einni matskeið af sojasósu. Suðan látin koma upp og hrært í. Framhaldið ræðst síðan af smekk og bragði. Nú þarf að prófa sig áfram þangað til jafnvægi næst á milli þess súra og sæta. Kokk- urinn þarf að vera að óhræddur við að bæta í hunangi, rjóma og soja- sósu eftir smekk. Einnig má nota rifsberjahlaup, bláberjasultu eða púðursykur með eða í stað seinni skammtsins af hunanginu. Í lokin er gott að setja slettu af þeyttum rjóma saman við. Ef skammturinn er of stór (getur dugað fyrir 6-10 manns) þá má frysta það sem af gengur og nota næst. Kristján er líka liðtækur í berjat- ínslu. „Við eigum lítinn sum- arbústað og tínum bláberin sem vaxa þar í kring. Þetta er varla mikil uppskera, og við nennum ekki að tína nema veðrið sé gott, en náum oft um 25 lítrum af berj- um í hús.“ Berin eru notuð í bökur, borðuð fersk með rjóma eða sultuð. „Konan mín frystir svo smáa skammta af berjum og notar í „boostið“ sitt,“ segir Kristján og reiknar með að tímakaupið sé skárra við berjatínsluna en sveppatínsluna. „Verðið á bláberj- um út úr búð er alveg komið út úr korti, og svo eru villtu bláber- in miklu betri og bragðmeiri en þessi innfluttu sem fást í versl- unum.“ Kristján segir ekki mikla kúnst að gera góða bláberjasultu. „Mað- ur blandar saman lítra af bláberj- um á móti 500 til 700 g af sykri, setur í pott og lætur sjóða í 20 mínútur. Vandinn er helst að standa þarf yfir pottinum og gæta þess að ekki sjóði upp úr.“ Kristján býr til næga sultu til að fylla um 50 krukkur og dreifir meðal annars til barna og barna- barna. Eitt sem þarf að gæta að er að eiga nóg af krukkum og er engum glerkrukkum hent á heim- ilinu. „Ef við kaupum sósur eða sinnep þá gætum við þess að þrífa krukkurnar vel og geyma. Síld- arkrukkurnar finnst mér alveg í það stærsta og betra að hafa sult- una í minni krukkum eins og t.d. utan af af dijonsinnepi.“ Uppskriftin sem Kristján notar kallar á minna af sykri og endist í um ár í geymslu. Eftir því sem sykurmagnið eykst lengist svo endingartíminn. „En mér finnst sultan betri ef hún er ekki mjög sæt,“ segir hann og bætir við að sultubirgðirnar endist yfirleitt fram á næsta berjatímabil. Kristján sultar einnig rifsber, sem er ögn meiri vinna. „Stilk- arnir eru tíndir með berjunum og sultunin fer þannig fram að berin eru soðin og síðan þarf að pressa safann úr gumsinu og loks blanda við sykurinn.“ Sultar ofan í alla ættina Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Sigurgeir S. Uppskera „Við finnum mikið af sveppum í skóglendinu í kringum borgina og þessi auðlind er mjög vannýtt,“ segir Kristján, hér með heimagerða sultu. Það er rétt að Íslendingareru dálítið hræddir viðvillisveppi, og í sjálfu sérer gott að vera á varð- bergi. Við tínum bara þá sveppi sem við erum alveg pottþétt með og látum þær tegundir duga,“ segir Kristján Sigurjónsson, útvarps- maður og áhugamaður um sveppa- tínslu. Kristján er kominn út í skóg um leið og sveppir fara að skjóta upp kollinum síðsumars. „Áhuginn kviknaði þegar fjölskyldan ferðaðist til Póllands að heimsækja fjöl- skyldu tengdasonarins. Þau eru mikið sveppafólk, og raunar mikill sveppatínsluáhugi hjá Pólverjum almennt svo samkeppnin er hörð um sveppina. Við fórum með þeim í einn sveppatúr í skóglendi skammt frá og hófumst handa snemma að morgni en eftir um 4-5 tíma leit held ég að ég hafi náð að finna einn svepp og konan mín þrjá. Hin voru lunknari við leitina svo við snerum heim með fulla körfu,“ seg- ir Kristján og óttast ekkert að samkeppnin harðni um sveppina ef Íslendingar fá líka áhuga á tínsl- unni. „Sveppatínsla hefur verið að færast í aukana hér á landi, en það er samt miklu meira en nóg af sveppum úti um allt. Við finnum t.d. mikið af þeim í skóglendinu í kringum borgina og þessi auðlind er mjög vannýtt.“ Best að nota körfu en plastpokinn dugar líka Kristján tíndi fyrst aðallega kúa- lubba og kóngssvepp en segist núna leggja meiri áherslu á furu- og lerkisvepp. „Bæði eru þeir sveppir bragð- meiri og svo á kúalubbinn það til að maðkast fljótt svo maður verður að vera eldsnöggur að tína hann.“ Sveppatínslan kallar í sjálfu sér ekki á nein sérstök tæki. Kristján segir hægt að fá sérstaka hnífa sem eru með blaði á öðrum end- anum og bursta á hinum, en hann láti sér nægja að tína sveppina upp með höndunum. „Ég tek þá bara upp einn af öðrum og set í plast- poka. Reyndar þykir ekki gott að nota plastpokana og æskilegast að nota körfu, en það er ekki alltaf hægt að burðast með körfu í öllum göngutúrum en ekkert mál að hafa poka í vasanum og safna í hann góðum sveppum sem verða á vegi manns.“ Tímakaupið telst varla hátt Kristján segir að tínslan reyni heldur ekki svo mikið á og allir sem á annað borð eiga ekki erfitt með gang fari létt með að beygja sig eftir sveppum. Hvort sveppirnir eru mikil búbót skal ósagt látið og Kristján reiknar með að tíma- kaupið sé ekki hátt, sér í lagi þegar tekið er með í reikninginn að þegar heim er komið þarf að þrífa svepp- ina vel, fara vandlega yfir þá og henda þeim sem eru í ólagi. Krist- ján geymir sveppina sína svo í frysti í 200 g pokum, og notar yfir veturinn. „Þeir eru góðir út í súpur og sósur, og svo eldum við reglu- lega sveppabökur eða berum sveppina hreinlega fram sem með- læti.“ ai@mbl.is Leikandi létt að tína sveppi Kristján Sigurjónsson smitaðist af sveppatínslubakt- eríunni og segir mikið af góðum matsveppum allt í kringum borgina sem séu vannýtt auðlind. 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011 „Tvær kjötsúpur“ Súpurnar eru annars vegar okkar gamla góða íslenska kjötsúpa í dálítið breyttri útgáfu, hins vegar og rússneska rauðrófusúpan BORSHCH. Þessir tveir þjóðarréttir eru ákaflega kjarnmiklir, ljúffengir og ekki síður ódýr máltíð. Pottagaldrar mæla með að súpurnar séu lagaðar í miklu magni því báðar verða þær enn betri eftir upphitun. Íslensk kjötsúpa með Lamb Islandia Þegar við setjum kjötsúpuna í hátíðarbúning skerum við kjötið í stóra teninga. Ágætt er þá að kaupa hálft eða heilt lambalæri, úrbeina það, fitusnyrta og skera síðan í teninga. Einnig er hægt að kaupa t.d. lærisneiðar og skera. Annað hráefni sem við notum er hrísgrjón, hvítkál, rófur, gulrætur, púrrulauk og annað sem viðkomandi vill nota, svo og súpujurtir. Ath. Þegar við höfum mikið úrval af grænmeti þurfum við ekki endilega súpujurtir. Setjið skorið kjöt og grænmeti, eins og hver kýs að nota, í stórt eldfast fat. Stráið jurtablöndunni yfir, t.d. 1–2 msk., ásamt 1–2 lárviðarlaufum salt og pipar. Hellið vatni yfir og látið krauma í ofni við 160°C í a.m.k. 3–4 klst. Gjarnan má elda súpuna degi fyrir notkun og hita síðan upp áður en hún er borðuð. Ef vatnið minnkar óvenjulega mikið má alltaf bæta á. Jurta-, lamba- eða kjúklinga- kraft má nota en þá skal salta minna. Borshch – kjöt- og rauðrófusúpa – með Kalkúnakryddblöndunni Í þessa kjötsúpu notum við lamba- eða nautakjöt, skorið í teninga og fitusnyrt, nautakjötssoð, hvítkál, gulrætur, sellerí, púrrulauk eða venjulegan lauk og hálfdós af tómötum. Í stað þess að nota ferskar rauðrófur er tilvalið að nota niðursoðnar rauðrófur ásamt safanum sem fylgir með þeim. Kaupið stóra dós eða krukku. Hellið örlitlu af olíu í stóran pott og hitið. Stráið hluta kryddblöndunnar yfir olíuna og hrærið í smás- tund. Hellið síðan soðinu í pottinn og setjið kjötið út í og látið sjóða í 45 mín. Þá er öllu niðurskorna grænmetinu bætt út í ásamt safanum af rauðrófunum, en geymið sjálfar rauðrófurnar og tómatana þar til síðast. Piprið með svörtum pipar og gjarnan má bæta við nokkrum allrahandakornum eða hnífsoddi af möluðu allrahanda svo og lárviðarlaufum. Látið nú sjóða áfram við vægan hita í um 20 mín. Þá er rauðrófunum og tómötunum bætt út í og látið krauma áfram í 10–15 mín. Við getum alltaf smakkað súpuna til og athugað hvort hún sé nokkuð of súr og bætt þá sykri út í, eða ef hún er of sæt bætt t.d. kryddediki út í. Súpan, sem á að vera vínrauð á litinn, er síðan borin fram og sýrður rjómi með í skál og honum bætt út á þegar skammtað er á súpudiskana. Ef við viljum nota ferskar rauðrófur skerum við þær í lengjur og bætum þeim út í á sama tíma og sagt er hér að ofan, en einnig notum við þá kryddedik eða rauðvínsedik í stað niðursuðusafans og sætum síðan með sykri og smökkum til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.