Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.09.2011, Blaðsíða 20
 Á heimasíðu Leiðbein- ingastöðvar heimilanna má einnig finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um geymslu ann- arra matvæla í frysti og er hér birtur listi um ráðlagða geymslu á ýmsum matvörum: Feitt kjöt: 3 - 6 mánuði. Magurt kjöt: 6 - 10 mánuði. Kjöthakk, feitt: 2 - 3 mánuði. Kjöt, magurt: 4 - 6 mánuði. Slátur, soðið: 6 - 8 mánuði. Slátur, ósoðið: 10 -12 mánuði. Fuglakjöt: 6 - 10 mánuði. Fiskur, magur: 3 - 6 mánuði. Fiskur, feitur: 1 - 2 mánuði. Skelfiskur: 2 - 3 mánuði. Graflax og reyktur lax geymist allt að einu ári í frysti ef hann er vel pakkaður inn, raðað þannig í frystinn að roðið snúi upp. Sum- ar tegundir af mat, einkum fisk- ur, þola illa ljósið sem er í frysti- skápum. Grænmeti: 10 - 12 mánuði. Ber: 10 - 12 mán. Rjómaís: 3 - 6 mánuði. Brauð og kökur: 4 - 6 mánuði. Afgangar af elduðum mat: 2- 3 mánuði. Geymsla í frysti Kartöflur Sölufélag garðyrkjumanna heldur úti vef þar sem finna má meðal ann- ars ítarlegar upplýsingar um hvernig best er að meðhöndla og geyma grænmeti, sem margir eiga eflaust í stórum stíl eftir uppskeru sumars- ins. Þar kemur fram að kartöflur á að geyma við 4-6°C og mikinn raka en við slík skilyrði geymast þær í allt að 6 mánuði án þess að dragi úr gæðum. Lofta þarf vel um kartöflurnar þar sem þær eru geymdar, þó má kaldur dragsúgur ekki leika um þær. Kart- öflur mega ekki vera í birtu, þá myndast í þeim sólanín og hýðið verður grænt. Á heimilum er best að geyma kartöflur í ísskápnum en passa að það lofti vel um þær. Hægt er að frysta forsoðnar kart- öflur í sneiðum eða sem stöppu, en þar sem kartöflur eru fáanlegar allt árið, og ferskar kartöflur eru mun bragðbetri en frystar, þá er lítil ástæða til að frysta þær. Sveppir Sveppatínsla hefur aukst til muna hér á landi síðustu ár. Gefnar hafa verið út fræði- og handbækur um þessa búbót og margir tína sér sveppi víða um land og geyma fram á veturinn. Á vef Sölufélags garðyrkjumanna er mælt með því að fólk frysti villta matsveppi sem það hefur sjálft tínt. Sveppir eru hreinsaðir og settir í pott án vatns og látnir malla þar til úr þeim er farið mestallt vatnið; þá eru þeir kældir og settir í frystipoka ásamt soðinu sem myndast við suðuna. Lambakjöt Geymsluþol lambakjöts fer eftir því hvert hitastigið er í frystinum, að því er fram kemur á vefsíðunni lambakjot.is. Venjulega er mælt með að það sé –18°C eða lægra ef geyma á kjötið lengur en nokkra daga. Al- mennt er ekki ráðlagt að geyma lambakjöt í frysti lengur en níu mán- uði, a.m.k. ekki í heimafrysti. Lambalæri og hryggur geymast bet- ur en þynnri stykki á borð við kóte- lettur og lærissneiðar, segir jafn- fram á heimasíðunni. Í sjálfu sér getur kjöt reyndar geymst óralengi í frysti án þess að skemmast en bragðgæðum þess hrakar þó smátt og smátt og einkum er það þó fitan sem fer að þrána og það er fyrst og fremst hún sem tak- markar geymsluþolið. Hægja má á þránuninni með því að pakka kjötinu mjög vel inn og gæta þess að ekkert loft sé í umbúðunum, frysta það hratt og geyma í miklu frosti, en það er ekki hægt að koma í veg fyrir hana. Sultur og ber Þeir eru ófáir sem nú luma á sultu- krukkum í tugatali og víst að sultur með háu sykurhlutfalli þola vel geymslu, en með minna sykurinn- Uppskeran nýtist fram á veturinn Þegar uppskeran hefur verið ríkuleg getur verið að ýmsu að huga þegar geyma á herlegheitin fram á vetur. Morgunblaðið/Golli Uppskera Glænýjar kartöflur eru af flestum taldar herramannsmatur. Morgunblaðið/Eyþór Bláberjasulta Bragðgóð og geymist vel. haldi er ráðlegt að geyma krukk- urnar á köldum stað, jafnvel í kæli- skáp, segir á heimasíðu Leiðbeiningastöðvar heimilanna, www.leidbeiningastod.is. Þar má einnig finna leiðbeiningar um geymslu berja, en þau má frysta í sykurlegi, þurrsykruð eða maukuð. Ef þau eru fryst í sykurlegi er soð- inn lögur úr 5-7 dl af strásykri á móti lítra af vatni. Hann er kældur og eru notaðir 5-6 dl af legi á hvert kíló af berjum. Hafa skal um 2 cm borð á ílátinu því lögurinn þenst út við frystingu. Ef berin eru hins vegar þurr- sykruð þá er 2-3 dl af strásykri blandað saman við hvert kíló af heil- um berjum. Sett í plastpoka og fryst. Það má líka mauka berin og bæta sykri út í. Ágæt hlutföll eru 2-3 dl sykur á móti kílói af berjum. Ekkert er að því að blanda saman t.d. blá- berjum og rifsberjum. Geymsluþol berja er um ár í frosti. Sé sykur á berjunum skal láta þau þiðna hægt í lokuðu íláti og nota þau rétt áður en þau eru fullþídd. Ef berin eru í sykurlegi eiga þau að þiðna hægt í kæliskáp. Krækiber og rifsber má frysta án sykurs. birta@mbl.is 20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2011 Haustmatur ... og rjómi H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 6 7 4  Salan segir Ólafur að hafi gengið ákaflega vel í Veiði- horninu í haust. Hann segir velgengnina m.a. að þakka því að vegna hagstæðra innkaupa sé verðið lágt og jafnvel í sum- um tilfellum lægra en það var á síðasta ári. „Meðal tilboða sem hafa gert mikla lukku er að ef menn kaupa hjá okkur nýja byssu geta þeir fengið ör- yggisskáp á algjöru berstríp- uðu afsláttarverði. Þetta eru skápar sem við létum fram- leiða fyrir okkur í Kína, eru lausir við allt prjál en sterk- byggðir og með allar festingar og lamir eins og best verður á kosið,“ segir hann. „Lögin kveða á um að þegar handhafi skotvopnaleyfis á fjórar byssur eða fleiri verður hann að geyma vopnin í læstum skáp, en það er líka eðlilegt ör- yggisatriði fyrir þá sem eiga færri byssur að hafa þær vand- lega læstar og utan seilingar í traustum hirslum.“ Öryggisatriði að eiga góðan skápRéttur undirbún- ingur mikilvægur Morgunblaðið/Sigurgeir S. Þjálfun Ólafur Vigfússon segir að fyrsta veiðiferðin verði að hafa góðan að- draganda. „Of algengt er að fólk komi að kaupa sér byssu á fimmtudegi og sé farið á veiðar strax um helgina.“ Ólafur Vigfússon í Veiðihorn-inu segir að mikil veiði-mennska sé hlaupin í land-ann. Nóg er að gera í búðinni og helst í hendur við mjög gott stangveiðisumar. „Kannski er ástæðan að hluta til sú að fólk er með minna aukreitis til að eyða í utan- landsferðir, og eins hafa margir meiri frítíma til að skoða landið og njóta þess sem það hefur upp á að bjóða. Hraðinn á þjóðfélaginu er ekki sá sami svo veiðiunnendur geta margir gefið sér betri tíma í að sinna sport- inu og kenna nýliðunum handtökin.“ Virðing og ábyrgð Sjálfur er Ólafur mikill veiðikappi og reynslubolti. Hann segir mik- ilvægt að farið sé hægt í sakirnar í fyrstu veiðitúrunum, að borin sé virð- ing fyrir bráðinni og ekki haldið af stað án rétts undirbúnings. „Fyrir það fyrsta þurfa skotveiðimenn að þekkja vel byssurnar sínar. Of al- gengt er að fólk komi að kaupa sér byssu á fimmtudegi og sé farið á veið- ar strax um helgina. Það skilar betri árangri að gefa sér góðan tíma til að þjálfa skotfimina og æfa sig á nokkr- um leirdúfum á skotæfingasvæð- unum í nágrenni borgarinnar.“ Ekki má heldur gleyma að und- irbúa nýjar byssur vel fyrir veiðina. „Fyrir kemur að menn koma til mín í búðina æði pirraðir og halda að nýja byssan sé biluð eftir fyrstu veiðiferð. Það hefur þá gleymst að þrífa af geymslufeitina sem er á byssunni þegar hún kemur frá framleiðanda. Þessi feiti ver byssuna vel, en þarf að þrífa burt áður en byssan er notuð, því hún stífnar í kulda og byssan get- ur fljótt orðið óvirk af þeim sökum. Hreinsa verður nýja gripinn vel og smyrja rétt áður en byrjað er að skjóta.“ Hitapúðar stytta biðina Hlífðargallar skotveiðimanna verða alltaf betri og betri. Ekki veitir af enda kalla veiðarnar á mikla kyrr- setu og þolinmæði. Raunar segir Ólafur að algengustu mistök nýgræð- inga sé að skorta þolinmæði og skjóta á fuglinn af of löngu færi, sem svo aft- ur auki líkurnar á að bráðin sé særð en ekki felld og óíþróttamannslegt í meira lagi. Auk þess sem felulitirnir taka stöðugum framförum og gera veiðimenn lítt sýnilega þá segir Ólaf- ur aðrar nýjungar hjálpa til við að gera biðina eftir bráðinni þægilegri. „Við seljum svokallaða hitapúða frá bandaríska framleiðandanum Heat Factory. Þetta eru duftpakkar sem hitna upp í allt að 40 gráður þegar súrefni er hleypt að innihaldinu. Pakkinn helst heitur í fleiri tíma og mjög gott að eiga nokkra svona poka í veiðitöskunni til að ylja sér á meðan beðið er færis. Pakkinn kostar heldur ekki nema á við eina kókflösku og dugar í langan veiðidag.“ Þegar stóra stundin rennur upp þarf auðvitað að hafa ýmislegt fleira gott til taks. Belti undir skotin, tösku undir nestið, og svo eru flestir nýir veiðigallar með vasa fyrir tónhlöðu eða farsíma. Vitaskuld á að hafa reynda veiðimenn með í för til að kenna þeim óreyndu til verka og fá tilskilin leyfi hjá landeigendum. Ekki má heldur gleyma að gera ítarlega ferðaáætlun, láta aðstandendur vita hvert ferðinni heitið og hvenær er aftur von á fræknum veiðimönnum til byggða. Klárt og vakúmpakkað Þegar bráðin er komin í hús má svo ekki gleyma að verka hana rétt. Ólafi er mjög á móti skapi að veiðimenn skeri bringurnar af fuglinum og hendi svo hræinu. Hann segir að sannir veiðimenn beri virðingu fyrir bráðinni og nýti fuglinn sem allra best. „Ef menn treysta sér ekki til að reyta gæsina eða hamfletta rjúpuna eru í dag ýmis fyrirtæki og ein- staklingar sem bjóða þessa þjónustu. Bráðin er þá lögð inn til verkunar og svo fengin til baka vakúmpökkuð og klár til að geyma í frystinum.“ ai@mbl.is Áður en lagt er af stað í veiðiferð þarf að æfa skot- fimina, undirbúa byssuna og eiga rétta útbúnaðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.