Morgunblaðið - 04.10.2011, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.10.2011, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011                                         !"# $% " &'( )* '$* ++,-. +,/-0 ++.-,. .+-..1 .2-+13 +0-.23 +/2-24 +-43+ +,/-01 +40-50 ++,-1, +,1-+4 ++/-+4 .+-.,3 .2-.24 +0-.43 +/2-1+ +-4123 +,1-.5 +4,-1+ .+/-50 ++,-03 +,1-3 ++/-1, .+-/1, .2.31 +0-/23 +/2-00 +-414+ +,1-,1 +4,-,4 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Íslandsbanki hefur fengið leyfi Fjár- málaeftirlitsins til útgáfu sér- tryggðra skuldabréfa. Bankinn gerir ráð fyrir því að gefa út skuldabréf fyrir allt að fimm milljarða króna á þessu ári. Sértryggð skuldabréf eru oftast með veði í fasteignalánum og þykja því tryggari eign en margar aðrar skuldaviðurkenningar á fjár- málamarkaði. Íslandsbanki verður því líklega fyrsti nýi útgefandi skuldabréfa í Kauphöll Íslands frá því fyrir hrun í október 2008, en samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins frá því á fimmtu- daginn hefur Arion banki einnig sótt um leyfi til Fjármálaeftirlitsins til útgáfu sértryggðra skuldabréfa. Strangar kröfur til útgefenda Íslandsbanki hefur ákveðið að selja fyrst til íslenskra fjárfesta og má gera ráð fyrir því að þar verði líf- eyrissjóðir fremstir í flokki, enda fyrirferðarmiklir á íslenskum fjár- málamarkaði. Útgáfa sértryggðra skuldabréfa hefur aukist mjög eftir að fjármála- kreppan hóf innreið sína. Sem fyrr segir eru slík skuldabréf talin trygg- ari en hefðbundnir skuldabréfagern- ingar á markaði. Bréfin eru gefin út samkvæmt lögum nr. 11 frá 2008 um sértryggð skuldabréf, en þau eru að sænskri fyrirmynd. Samkvæmt lög- unum eru strangar kröfur gerðar til útgefenda. Tryggingasafnið að baki skuldabréfinu skal standast sérstök vikuleg álagspróf með tilliti til vaxta og gengis gjaldmiðla. Þá hefur Fjár- málaeftirlitið sérstakt eftirlit með útgáfunni, auk þess sem sjálfstæður skoðunarmaður sinnir eftirliti. Fjár- hæð tryggingasafnsins skal einnig ávallt vera hærri en sem nemur heildarfjárhæð höfuðstóls þess flokks sem það er trygging fyrir. Markaðsvirði útgefinna sér- tryggðra skuldabréfa í heiminum hefur aukist um tæp 60% frá árinu 2003, en heildarmarkaðsvirði útgef- inna bréfa var í kringum 2.400 millj- arða evra í lok árs 2009. Þýskaland er stærsti útgefandi sértryggðra skuldabréfa, en markaðir á Spáni, Frakklandi og Bretlandi hafa stækk- að hratt á undanförnum árum. Ef við lítum til næstu nágranna okkar eru Danir og Svíar stórtækir í útgáfu sértryggðra skuldabréfa, en Norð- menn og Svíar hafa minni reynslu af markaði með slík bréf. Íslandsbanki fær leyfi fyrir sértryggðum skuldabréfum  Verður væntanlega fyrsta skuldabréfaútgáfa nýs aðila í kauphöll frá hruni Morgunblaðið/Kristinn Íslandsbanki Væntanlega fyrsti nýi aðilinn til að gefa út skuldabréf á markaði frá því fyrir hrun. Útgáfan verður allt að fimm milljarðar á árinu. FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Miðað við síðustu hagspár er ólíklegt að forsendur fjárlaga næsta árs haldi. Fjárlögin byggjast á hagvaxt- arspá Hagstofunnar frá því í sumar en þar er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 3,1% á næsta ári. Hlutirnir hafa þróast á verri veg síðan þá og það er til marks um það að Seðlabanki Ís- lands lækkaði hagvaxtarspá sína fyr- ir næsta ár verulega í ágúst. Þá var spáð að hagvöxtur á næsta ári yrði einungis 1,6%, en í apríl spáði bank- inn að hagvöxtur yrði 2,9%. Ástæðan fyrir lækkun hagvaxtarspár Seðla- bankans er sögð vera framhlaðnari einkaneysluferill en búist hafði verið við auk seinkana á stóriðjufram- kvæmdum. Eðli málsins samkvæmt er fylgni milli hagvaxtar og tekna ríkissjóðs og þar af leiðandi getur munað miklu á því hvort vöxtur landsframleiðsl- unnar á næsta ári reynist 1,6% eins og Seðlabankinn spáir eða 3,1% eins og Hagstofan spáir. Mismunurinn á milli spánna nemur um 25 millj- örðum. Miðað við að ríkið taki ríflega þriðjung af þessari upphæð í formi skatttekna þá munar þarna um átta milljörðum fyrir tekjur ríkissjóðs. Ekki tekið tillit til versnandi ástands erlendis Þorbjörn Atli Sveinsson, hagfræð- ingur hjá greiningardeild Arion banka, segir að þjóðhagsspá Hag- stofunnar sé í bjartsýnni kantinum hvað einkaneyslu og hagvöxt varðar. Einkum ef horft sé til þess óróa sem ríki á alþjóðamörkuðum. Til sam- anburðar geri nýjasta hagspá Seðla- bankans ráð fyrir að þessir þættir þróist með heldur neikvæðari hætti – þá eigi reyndar eftir að taka áhrif af versnandi hagvaxtarhorfum á heims- vísu með í reikninginn. Því megi velta því fyrir sér hvort þær forsendur sem fjárlögin byggjast á séu líklegar til að standast þegar líður fram á næsta ár. Bjartsýnin sem Þorbjörn nefnir kemur glögglega í ljós þegar ein- staka liðir þjóðhagsspár Hagstof- unnar frá því í sumar eru bornir sam- an við ágústspá Seðlabankans. Hagstofan gerir ráð fyrir að einka- neyslan vaxi um 3,3% á næsta ári, á meðan Seðlabankinn gerir ráð fyrir að vöxturinn verði 2,3%. Mismun- urinn á einkaneyslunni útskýrir að stærstum hluta ólíka niðurstöðu Hagstofunnar annarsvegar og Seðla- bankans hinsvegar. Forsenda fjárlaganna að hag- vöxtur verði 3,1% á næsta ári  Síðasta hagvaxtarspá Seðlabanka Íslands gerir ráð fyrir 1,6% hagvexti 2012 Morgunblaðið/Golli Fjárlög Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynnti fjárlög næsta árs um helgina sem leið. Spáð í vöxt » Þjóðhagsspá Hagstofunnar frá því í sumar gerir ráð fyrir 3,1% hagvexti á næsta ári. » Fjárlög næsta árs byggjast á hagvaxtarspá Hagstofunnar. » Í ágúst spáði Seðlabankinn 1,6% hagvexti á næsta ári. ● ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, stendur fyrir hádegisverðarfundi á morgun, þar sem sérfræðingar ræða hve mikilvægt er fyrir fyrirtæki að vera sýnileg og auðfundin á netinu. Erindi munu halda Jackie Frandsen og Lars Møller frá fyrirtækinu iProspect og Frosti Jónsson frá Birtingahúsinu. Í frétt frá ÍMARK segir að stór hluti þeirra sem hyggi á kaup á vörum og þjónustu byrji leitina á netinu. „Rann- sóknir sýna að allt að 70% fólks fara á netið á meðan þau horfa á sjónvarpið og þriðjungur leitar að auglýstri vöru sem hann sá í auglýsingahléi. Eru fyr- irtæki sem ekki sinna þessum þætti í markaðsstarfinu að fara á mis við tæki- færi? Er hugað að leit við gerð birt- ingaáætlana?“ segir í fréttinni. Fund- urinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík kl. 12-13.30 á morgun. Hádegisverðarfundur um sýnileika á netinu ● Heildarviðskipti með hlutabréf í sept- ember námu 1.532 milljónum eða 70 milljónum á dag. Þessu til samanburðar nam veltan með hlutabréf í ágúst 2.061 milljón eða 94 milljónum á dag. Þetta kemur fram í yfirliti Kauphallarinnar fyrir septembermánuð. Mest voru viðskipti með bréf Marels 734 milljónir, bréf Icelandair 574 millj- ónir og bréf Össurar 119 milljónir. Úr- valsvísitalan lækkaði um 4% milli mán- aða og stendur nú í 891 stigi. Landsbankinn átti mest viðskipti á hlutabréfamarkaði, 30%, MP banki með 28% og Íslandsbanki með 14%. Heildarviðskipti með skuldabréf námu 230 milljörðum í september sem samsvarar 10,4 milljarða veltu á dag (11,8 milljarða velta á dag í ágúst). Mest voru viðskipti með ríkisbréf, 178 millj- arðar, en viðskipti með íbúðarbréf námu 47 milljörðum. MP banki var um- svifamestur á skuldabréfamarkaði með 27,9% hlutdeild, Íslandsbanki með 26,1% og Landsbankinn með 19,3%. 1,5 milljarða viðskipti Úrvalsvísitalan lækkaði um 4% í september. Stuttar fréttir… Birna Ein- arsdóttir bankastjóri segir að þessi skulda- bréfaútgáfa sé hluti af fjármögn- unarstefnu bankans, sem geri ráð fyrir aukinni breidd í fjármögnun hans. „Innlán eru 75% af fjármögnun okkar, og það hefur alltaf verið stefna okkar að það hlutfall yrði lægra, eins og í hefðbundinni banka- starfsemi,“ segir hún. „Þetta hefur verið nokkuð langt ferli og ég er mjög ánægð með að leyfið sé í höfn. Við teljum þessa út- gáfu mikilvæga fyrir uppbygg- ingu á íslenskum fjármálamark- aði. Við verðum mjög vör við að fjárfestar hafa áhuga á nýjum fjárfestingarkostum og vonandi taka þeir þessum bréfum vel.“ Aukin breidd í fjármögnun LANGT FERLI Á ENDA Birna Einarsdóttir ● Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur staðfest AAA-lánshæf- iseinkunn breska ríkisins og segir að horfur fyrir ein- kunnina séu stöð- ugar. Þetta felur í sér, að S&P sér ekki fyrir sér, að ein- kunninni verði breytt á næstunni. Hins vegar segir fyrirtækið, að hugsanlega kunni staðan að breytast ef bresk stjórnvöld standa ekki við áform um að draga úr opinberri skuldasöfnun. Staðfestir AAA-einkunn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.