Morgunblaðið - 04.10.2011, Page 15

Morgunblaðið - 04.10.2011, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011 Ný samsteypustjórn vinstri- og miðflokka tók formlega við völdunum í Danmörku í gær undir forystu Helle Thorning-Schmidt, sem gegnir emb- ætti forsætisráðherra fyrst kvenna í sögu lands- ins. Alls eru níu konur í 23 ráðherraembættum í nýju stjórninni og þær eru því 39% ráðherranna. Áður höfðu leiðtogar tveggja stjórnarflokk- anna, Jafnaðarmannaflokksins og Sósíalíska þjóðarflokksins, sagt að stefnt yrði að því að konur fengju helming ráðherrastólanna. Sósíalíski þjóðarflokkurinn er með sex ráðherra í stjórninni og þeirra á meðal eru þrjár konur. Þær fara með heilbrigðismál, umhverfismál og utanríkisviðskipti. Jafnaðarmenn fengu ellefu ráðherraembætti og konur gegna fimm þeirra. Auk forsætisráðu- neytisins fara konurnar fyrir vinnumála-, félags- mála-, menntamála- og matvælaráðuneytunum. Miðflokkurinn Radikale Venstre fékk sex ráð- herraembætti og leiðtogi hans, Margrethe Vesta- ger, er eina konan í ráðherraliði flokksins. Hún fer með efnahags- og innanríkismál í stjórninni. Konurnar valdameiri Tim Knudsen, prófessor í stjórnmálafræði við Kaupmannahafnarháskóla, kveðst hafa búist við því að konur fengju um helming ráðherraembætt- anna. Danskir jafnaðarmenn hafi áður krafist þess að konur yrðu minnst 40% fulltrúa í sveitarstjórn- um í Danmörku og það hlutfall hafi ekki náðst í nýju stjórninni. Í ríkisstjórn borgaralegu flokkanna undir for- ystu Lars Løkke Rasmussens gegndu konur helmingi ráðherraembættanna. Tim Knudsen bendir þó á að kvenráðherrarnir í nýju ríkisstjórninni eru mun valdameiri en kon- urnar í ríkisstjórn borgaralegu flokkanna. Konur gegna nú t.a.m. tveimur valdamestu ráðherraemb- ættunum. „Hvað völdin áhrærir hafa konurnar eflst,“ hefur fréttavefur Berlingske eftir Knudsen. Ráðherrasveitin endurspeglar hlutfall kvenna á þinginu. Konur eru nú 39,7% fulltrúanna á danska þinginu og fleiri en nokkru sinni fyrr. bogi@mbl.is Konur tæp 40% ráðherranna  Dönsku vinstriflokkarnir höfðu stefnt að því að konur fengju helming ráðherraembættanna Kvenráðherrarnir í ríkis- stjórn Helle Thorning- Schmidt eru mun valdameiri en konurnar í ríkissjórn borgaralegu flokkanna. Nýbúi í ráðherrastól » Á meðal ráðherra nýju ríkis- stjórnarinnar er Manu Sareen, sem fæddist á Indlandi. Hann varð fyrsti innflytjandinn til að gegna ráðherraembætti í Dan- mörku. » Sareen fer með jafnréttis- og kirkjumál. Hann hefur m.a. lofað að beita sér fyrir því að samkynhneigð pör fái að gift- ast í kirkjum landsins. Skyttur í bæverskum búningum hleypa af byssum upp í loftið á lokadegi bjórhátíðarinnar Oktoberfest í München í gær. Milljónir manna fóru til borgarinnar til að taka þátt í bjórhátíð- inni sem var haldin í 178. skipti. Hátíðin var fyrst haldin í tengslum við brúðkaup Lúðvíks krón- prins og Teresu prinsessu 12. október 1810. Hún hefur hafist í september frá árinu 1872 vegna þess að veðrið er þá yfirleitt betra en í október. Reuters Byssuskyttur kveðja bjórhátíðina BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Kristin þjóðarbrot í Mið-Austurlönd- um óttast að arabíska vorið verði til þess að íslamistar komist til valda og kúgi kristna minnihlutahópa í löndum á borð við Sýrland. Þessi ótti hefur orðið til þess að kristnir menn hafa klofnað í afstöðunni til einræðis- stjórnarinnar í Sýrlandi. „Kristnir menn hafa miklar áhyggj- ur af framíðinni vegna þess að hreyf- ingar íslamista eru áhrifamiklar,“ hef- ur fréttaveitan AFP eftir Abdallah Abu Habib, varaformanni samtaka maróníta, stærsta hóps kristinna manna í Líbanon. „Við göngum núna í gegnum breytingatímabil og kristnir menn óttast að það geti markað enda- lok minnihlutahópa í arabalöndum.“ Fall einræðisstjórna í Túnis, Egyptalandi og Líbíu hefur orðið til þess að hreyfingar íslamista hafa hasl- að sér völl í stjórnmálunum ásamt ver- aldlegum hreyfingum. Íslamistar taka einnig þátt í uppreisnunum í Sýrlandi og Jemen. Áætlað er að um 87% íbúa Sýrlands séu múslímar og um það bil tíu af hundraði kristinnar trúar. Meðal múslíma eru súnnítar fjölmennastir, um 74% landsmanna, alavítar eru um það bil 11% og sjítar um 5%. Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, og helstu bandamenn hans eru úr röðum ala- víta. Sumir kristnu Sýrlendinganna hafa tekið þátt í uppreisninni gegn einræð- isstjórn Assads. Aðrir hafa hins vegar stutt stjórnina af ótta við að fall henn- ar verði til þess að súnnítar kúgi kristna minnihlutann og hefni sín á honum vegna meintrar þjónkunar hans við stjórnina. Þeir sem stutt hafa stjórn Assads óttast að uppreisnin leiði til borgarastríðs milli súnníta, alavíta, sjíta, drúsa og kristinna manna. Kristnu Sýrlendingarnir óttast að þeirra bíði svipuð örlög og kristna minnihlutans í Írak eftir innrásina í landið árið 2003. Áætlað er fyrir innrásina hafi kristnir íbúar Íraks verið um það bil 800.000 til 1,2 milljónir en þeim hefur nú fækkað í 400.000. Kristnir Egyptar óttast einnig aukin áhrif íslamista. Koptar hafa orðið fyrir árásum múslíma í Egyptalandi. Beiti sér fyrir lýðræði Patríarki maróníta í Líbanon hvatti nýlega Sýrlendinga til að gefa Assad annað tækifæri til að standa við loforð sín um lýðræðisumbætur, ella væri hætta á borgarastríði „þar sem kristni minnihlutinn yrði helsta fórnarlambið“. Nokkrir stjórnmálaskýrendur telja þó ekki mikla hættu á valdatöku og harðstjórn íslamskra öfgamanna. Þeir segja að almenningur í arabalöndunum sætti sig ekki lengur við einræðis- stjórnir, hvorki veraldlegar né trúar- legar. Þótt íslamistar geti notið góðs af arabíska vorinu og komist til áhrifa í kosningum geti þeir ekki knúið fram öfgastefnu sína og stofnað íslamskt ríki. AFP hefur eftir Zyad Maged, pró- fessor í stjórnmálafræði í París, að þótt ótti minnihlutahópanna sé skiljanlegur réttlæti hann ekki stuðning við einræð- isherra. Lausnin felist í raunverulegu lýðræði þar sem réttindi minnihluta- hópa séu virt. Kristnir óttast kúgun  Kristin þjóðarbrot í Mið-Austurlöndum hafa áhyggjur af því að fall einræðis- herra geti orðið til þess að íslamistar komist til valda og kúgi minnihlutahópa Knut Storberget, dómsmálaráð- herra Noregs, hefur viðurkennt í viðtali við norska dagblaðið Aftenposten að yfirvöldum hafi orðið á mistök í tengslum við fjöldamorðin í Útey og Ósló 22. júlí. Hann viðurkennir einnig að sem ráðherra beri hann ábyrgð á því sem miður fór en segist þó ekki telja ástæðu til þess að hann segi af sér vegna málsins. Norsk lögregluyfirvöld hafa ver- ið gagnrýnd fyrir hversu langan tíma það tók að senda lög- reglumenn til Úteyjar. Síðustu daga hafa norskir fjölmiðlar greint frá vísbendingum um að hægt hefði verið að bjarga 20 ungmennum í Útey ef lögreglumenn hefðu komið á staðinn fimmtán mínútum fyrr. Alls biðu 69 manns bana í skotárás fjöldamorðingjans í Útey. Viðurkennir að norskum yfirvöldum hafi orðið á mistök Knut Storberget Rockefeller- háskóli segir að Ralph Steinman, sem tilkynnt var í gær að fengi Nóbelsverðlaunin í læknisfræði í ár, hefði dáið af völd- um krabbameins í brisi á föstudag- inn var, 68 ára að aldri. Steinman, sem var kanadískur frumulíffræðingur, fékk Nóbels- verðlaunin ásamt tveimur öðrum vísindamönnum fyrir rannsóknir á ónæmiskerfi mannslíkamans. Göran Hansson, sem situr í verð- launanefndinni, segir að hún hafi ekki vitað um andlát Steinmans þeg- ar ákveðið var að veita honum verð- launin. Nóbelsverðlauna- hafi látinn Ralph Steinman Dómstóll á Ítalíu sýknaði í gær- kvöldi hina bandarísku Amöndu Knox af ákæru um morð á meðleigjanda sínum, Meredith Kercher. Hún var látin laus seint í gærkvöldi eftir fjögurra ára fangelsisvist. Fjöldi fólks safnaðist fyrir utan dómshúsið og hrópaði „morðingi“ og „skömm“. Amanda Knox fundin saklaus Amanda Knox Helstu hreyfingar stjórnarand- stöðunnar í Sýrlandi segjast hafa tekið höndum saman og myndað sýrlenskt þjóðarráð sem eigi að koma á lýðræði í landinu. Þetta virðist vera stærsta skrefið til þessa í til- raunum til að sameina stjórnar- andstöðuna sem hefur verið mjög sundruð. Þjóðarráðið hvetur til friðsamlegrar baráttu gegn einræðisstjórninni en hermt er að nokkrir uppreisn- arhópar hafi gripið til vopna til að verjast árásum öryggissveita. Óttast er að stjórn Assads notfæri sér þetta til að herða árásirnar og að borg- arastríð blossi upp. Telja hættu á borgarastríði ÞJÓÐARRÁÐ STOFNAÐ Friðsamur mótmæl- andi í Sýrlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.