Morgunblaðið - 04.10.2011, Qupperneq 21
að gefa honum nammi. Ef ég á
nammi.
Axel Örn Baldursson.
Elsku afi Haffi er dáinn. Okkur
finnst skrýtið að fara á Garðatorg-
ið og sjá ekki afa í stólnum sínum
að lesa fréttablaðið.
Besta minningin okkar um afa
er þegar við vorum uppi í sum-
arbústað að hjálpa honum að slá
túnið og við fengum alltaf nammi í
verðlaun.
Afi var alltaf góður við okkur og
hjálpaði okkur ef eitthvað var að.
Við urðum voða leiðar þegar við
fréttum að afi væri veikur og þeg-
ar við sáum að honum leið illa á
spítalanum.
En nú líður honum mikið betur
af því að hann er kominn til guðs.
Takk elsku afi Haffi fyrir allar
góðu stundirnar með þér.
Guð geymi þig.
Afastelpurnar þínar,
Sólveig Ágústa og
Kolbrún Björk.
Elsku afi. Ég er búin að byrja
nokkrum sinnum á kveðjubréfi til
þín, en einhvern veginn verður
það mér ofviða. Mig langar því að
telja upp allt það sem ég mun allt-
af muna og sakna: Kálbögglar í
Látalæti og bjúgu á Garðatorginu.
Svartir sokkar og stutt-
ermaskyrta á sólarströnd. Örin
sem gerðu þig að hetju. Óhvikul
bílaráðin. Bunki af dagblöðum við
sófann. Útvarpsfréttirnar. Hlýjan
gagnvart okkur. Nýbakað brauð í
morgunmat. Greinilegt stoltið á
merkisdögum lífs okkar. Að vita
að þú værir alltaf þarna, sterkur
og traustur. Mér þykir það svo
leitt að hafa ekki getað komið og
kvatt þig í síðasta sinn. Ég sakna
þín.
Arna.
Elsku afi, það er sárt að þurfa
að kveðja þig en ég er óendanlega
þakklát fyrir að hafa fengið að
eyða tíma með þér síðustu dagana.
Ég á eftir að sakna þess að hitta
þig á Garðatorginu og í Látalæti,
sakna þess að hlusta á fréttirnar á
hæsta hljóðstyrk, sakna þess að
sjá nýjustu græjuna þína og sakna
þess að spjalla um það hvernig ég
og fólkið mitt höfum það. Þú
gleymdir aldrei að spyrja um
mömmu mína og biðja fyrir
kveðju. Við fórum líka oftar en
einu sinni í gegnum það af hvaða
fólki hann Ragnar minn er kom-
inn, nokkuð sem þú vissir upp á
hár en þér þótti mikilvægt að ég
vissi. Þú hafðir mikinn áhuga á
fólki og þín leið til að sýna mér
væntumþykju var að spyrja
hvernig fólkið mitt hefði það og
forvitnast um það hverra manna
kærastinn minn væri. Þú varst
líka duglegur að sýna væntum-
þykju í verki og alltaf mættur til
að hjálpa ef þörf krafði. Þá sér-
staklega ef bíllinn bilaði því við-
gerðirnar voru jú þín sérgrein.
Eitt af því sem fylgir því að full-
orðnast er að kynnast foreldrum,
ömmum og öfum upp á nýtt, sjá
þau í nýju ljósi og kynnast marg-
brotnum persónuleika þeirra.
Þegar ég óx úr grasi fórst þú frá
því að vera afi brandarakarl sem
átti alltaf sælgæti í bílskúrnum og
afi sem sagðist vera með svo stór-
an maga af því hann gengi með
folald í maganum yfir í að vera afi
sem var hörkutól, hrjúfur á yfir-
borðinu en viðkvæmur inn við
beinið, góðhjartaður, hjálpsamur
og vinmargur. Ég mun búa að því
að hafa þekkt þig elsku afi og vil
ég þakka fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig og okkur fjölskyld-
una í Háberginu sem var nú ekki
svo lítið í gegnum tíðina. Þú pass-
aðir upp á okkur á þinn hátt. Meg-
ir þú hvíla í friði og minning þín
lifa í gegnum okkur sem eftir
stöndum.
Þóra Björk Ágústsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Hafstein Sölvason bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011
✝ Egill SteinarIngimundarson
fæddist í Hafn-
arfirði 24. nóv-
ember 1960. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
27. sept 2011.
Móðir hans var
Steinunn Snjólfs-
dóttir, fædd 1934.
Faðir Ingimundur
Jónsson vélstjóri,
fæddur 1926. Þeim varð sjö
barna auðið. Þau eru Jórunn f.
1958, Jón Ingi f. 1959, d. 1978,
Valur f. 1962, Oddný f. 1964, Sig-
urður f. 1966, Kristinn f. 1968.
Egill var í sambúð með Ragn-
heiði Evu Birgisdóttur. Þau
eignuðust 2 börn: 1)
Eygló Ýr Evudóttir
f. 1984, maki Jón
Ingi Gunnarsson og
börn þeirra Ingi
Rafn, Óskar Erik og
Herdís Eva. 2) Egill
Ingi f. 1996. En þau
slitu samvistum.
Þau bjuggu í Hafn-
arfirði og Garðabæ.
Egill bjó seinast í
Keflavík. Egill
starfaði mikið við beitningu, var
á sjó, keyrði vörubíl og vann ým-
is störf sem til féllu.
Útför Egils fer fram í dag,
þriðjudaginn 4. október 2011, í
Keflavíkurkirkju og hefst at-
höfnin kl. 13.
Elsku Egill. Fyrir mörgum ár-
um dreymdi mig draum. Jón Ingi
bróðir okkar kom til mín og vildi
sýna mér staðinn sinn í himna-
ríki. Þar var stór salur og fallegur
og þar inni var stór og fallegur
flygill sem hann sýndi mér. Ég
veit núna að hann var ætlaður
þér. Það hafa orðið fagnaðar-
fundir þegar þið hittust aftur. Og
þú ert örugglega núna að prófa
flygilinn og pabbi og mamma
hjálpa þér að aðlagast nýja staðn-
um.
Elsku bróðir. Þú fékkst allar
Guðsgjafirnar. Þú varst tónlist-
armaður, íþróttamaður, heim-
spekingur og húmoristi. Svo ertu
líka fallegasta sál sem ég hef
kynnst, það var alltaf svo gaman
að tala við þig, þú varst skemmti-
legur og ljúfur og svo varstu bara
svo vel að þér í öllum sköpuðum
hlutum.
Margt kemur upp í hugann
þegar ég hugsa um þig þegar þú
varst lítill drengur skítugur upp
fyrir haus alltaf að spila fótbolta.
Þegar þú spilaðir á flautuna sem
var næstum jafn stór og þú. Þeg-
ar við sömdum lög uppi í herberg-
inu mínu í Vinaminni og ætluðum
að verða heimsfrægir tónlistar-
menn. Þegar þú eldaðir handa
mér pastað og við hlógum eins og
tröll. Þegar þú fórst að vera með
henni Evu. Hún var stóra ástin í
lífi þínu og þú stóra ástin hennar.
Þið eignuðust tvö yndisleg börn
og þrjú barnabörn. Saga ykkar er
falleg, sértök og erfið. En hún
Eva okkar stóð alltaf með þér og
gerir enn þótt þið séuð löngu
hætt saman.
Líf þitt var ekki alltaf auðvelt,
krumla alkóhólismans hélt þér
löngum stundum og undan henni
komst þú ekki síðustu ár. Mér
þykir svo vænt um hvað fólk talar
fallega um þig og þótti vænt um
þig, bæði börn og fullorðnir. Ég
er svo glöð yfir símtalinu sem við
áttum um daginn, þú ræddir um
börnin þín og þú varst svo stoltur
af þeim eins og alltaf. Þú varst
nýbúinn að hitta barnabörnin þín
og varst að springa úr monti út af
þeim. Við ræddum líka um tónlist
og himnaríki, þú sagðir að himna-
ríki væri til, að þannig væri það
bara og þar væri yndislegt að
vera. Og ég veit, elsku bróðir, að
þú ert kominn þangað núna.
Faðmaðu drenginn minn frá mér
og alla þá sem mér eru kærir. Ég
veit að hvíti flygillinn mun hljóma
hátt í himnaríki og þegar við hitt-
umst aftur muntu spila fyrir mig
á hann. Við börnin þín og þá sem
elskuðu þig vil ég segja. Leyfum
sorginni að hafa sinn gang.
Lærum af lífi Egils Steinars.
Yljum okkur við góðu minning-
arnar. Styrkjum hvert annað og
höfum kærleikann að leiðarljósi.
Elsku bróðir.
Njóttu þín á nýja staðnum,
spilaðu og syngdu og ég veit að
þú verður hamingjusamur og
heimsfrægur í himnaríki.
Með ást og virðingu
Þín systir,
Jórunn.
Kæri vinur.
Þú varst mesti húmoristinn.
Þú varst besti beitningarmað-
urinn.
Þú varst skemmtilegastur.
Þú varst stundum erfiður.
Þú varst stundum blankur.
Þú varst ljúfmenni.
Þú varst vinur minn.
Ég ætlaði að halda öll mín heit
og ögrandi móti bylgjunum leit.
en skipið mitt festina í stormi sleit
og stefndi undan vindi og sjó.
Sumir fara nauðugir, en sigla þó.
Svo hraktist ég einn yfir úthöf blá
og ókunnar strendur og lýði sá,
þar brenndi ég sál mína eitri á,
sem ógæfunornin mér bjó,
Sumir eiga vita, en villast þó.
Og nú er svo komið, að ég er
ekki annað en skuggi af sjálfum mér,
og bátinn minn viljandi ég brast við
sker
og mundi þig… mundi þig þó.
Ég veit, að þú beiðst og bíður mín
eins björt og sólin, eins ilmandi og
vín.
Ég heyri í bylgjunum hjartaslög þín
og hlusta og stari út á sjó,
en ég er bundinn í báða skó.
(Davíð Stefánsson.)
Nú skilja leiðir um sinn
en þú varst alltaf vinur minn.
Þinn mágur,
Pétur H.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíldu í friði, elsku Egill,
og takk fyrir allt.
Þín mágkona,
Jónína.
Elsku frændi okkar. Við viljum
þakka þér fyrir þann tíma sem
við áttum saman og munum alltaf
varðveita minningarnar sem við
eigum um þig.
Við vildum kveðja þig með
ljóði:
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Jón Ingi, Berglind Nanna,
Sandra Sif og Sunna Björk.
Egill Steinar
Ingimundarson
HINSTA KVEÐJA
Elsku bróðir.
Þó að ævi þín sé öll er
mikið til að minnast. Við
studdum hvor annan
(þú veist hvað ég meina.)
Engum treysti ég betur
en þér.
Hvíl í friði, yndislegi
bróðir.
Kristinn.
✝ Bjarney ErlaSigurðardóttir
(Baddý) fæddist í
Reykjavík 30. sept-
ember 1957. Hún
andaðist á heimili
sínu, Malarási 4,
hinn 23. september
2011.
Foreldrar Bjarn-
eyjar Erlu voru
hjónin Guðrún Jens-
dóttir og Sigurður
Páll Sigurjónsson. Þau skildu.
Guðrún giftist seinni eiginmanni
sínum, Halldóri Steingrímssyni,
1971. Sigurður kvæntist Huldu
Breiðfjörð Lárusdóttur, en hún
lést 1992. Sonur þeirra er Brynj-
ar Ágúst Sigurðsson. Eiginkona
Brynjars Ágústs er
Vilma Guðmunds-
dóttir og eiga þau
tvö börn, Sigurð og
Huldu Nínu. Núver-
andi eiginkona Sig-
urðar er Alda
Viggósdóttir.
Bjarney Erla var
á dagheimilinu
Lyngási í nokkur
ár. Þá fór hún tvö
sumur í sumardvöl
að Sólheimum í Grímsnesi. Sól-
heimar urðu síðan hennar heim-
ili í liðlega þrjátíu ár. Á Sól-
heimun stundaði Bjarney Erla
skóla og síðar vann hún í kerta-
gerð og við garðyrkjustörf. Fyrir
rétt tíu árum fluttist Bjarney
Erla til Reykjavíkur og dvaldi
fyrst um sinn hjá móður sinni og
fósturföður, þar til hún fluttist á
sambýlið í Stuðlaseli 2. Þá stund-
aði hún vinnu í Bjarkarási.
Bjarney Erla stundaði nám í pí-
anó- og orgelleik hjá Fjölmennt.
Bjarney Erla naut þess að ferðast
og fór með móður sinni og fóst-
urföður um hálendi Íslands auk
annarra landshluta. Ferðir til
Evrópu og þá að aka um fögur
landsvæði voru hennar mesta
yndi og þá helst til Þýskalands,
Austurríkis, Sviss og Ítalíu. Auk
þess hafði Baddý komið til flestra
landa Evrópu. Einnig var ferðast
til Bandaríkjanna og Kanada.
Sólarlandaferðir voru einnig vin-
sælar. Ferðir með skemmti-
ferðaskipum voru þó efstar á vin-
sældalistanum.
Útför Bjarneyjar Erlu fer
fram frá Árbæjarkirkju í Reykja-
vík í dag, þriðjudaginn 4. október
2011, og hefst athöfnin klukkan
15.
Hún Baddý hefur kvatt
þennan heim aðeins einni viku
fyrir 54. afmælisdaginn sinn.
Hún naut þess að fá að vera í
faðmi ástríkra foreldra til síð-
ustu stundar, þrátt fyrir erfið
veikindi. Hún var alveg fram í
andlátið þessi ljúfa stúlka sem
bar sig vel og kvartaði ekki.
Eftir stóraðgerð síðastliðið vor
bjó hún í foreldrahúsum og
sagðist vera í sumarfríi, en hún
hafði ekki þrek til að vinna og
naut einstakrar hjúkrunar for-
eldranna og hjúkrunarfólks
sem kom á heimilið. Það var
alltaf stutt í brosið og gam-
ansemina hjá henni og hún var
tilbúin að njóta þess sem hægt
var.
Baddý bjó í mörg ár á Sól-
heimum í Grímsnesi og naut sá
staður mikillar vinnu frá for-
eldrum hennar þar sem fóst-
urfaðir hennar starfaði með
Lionsklúbbi sem styrkti stað-
inn af miklum rausnarskap.
Seinna flutti Baddý til Reykja-
víkur þar sem hún bjó í sambýli
fyrir þá sem þurftu aðstoð við
daglegt líf. Hún stundaði vinnu
í Bjarkarási en dvaldi með for-
eldrum sínum um helgar og í
öllum fríum.
Baddý hafði afar gaman af
tónlist og spilaði á orgel og
henni þótti gaman að dansa.
Hún var dugleg við prjónaskap
og ýmislegt fleira handverk.
Hún ferðaðist mikið með for-
eldrum sínum, bæði innan
lands og utan, og fyrir tveimur
árum fór hún með þeim í sigl-
ingu á stóru skemmtiferðaskipi
sem sigldi um Miðjarðarhafið.
Hún naut þess að vera fallega
klædd og nota smekklega
skartgripi og var studd í því af
móður sinni sem var dugleg að
sauma á hana flíkur samkvæmt
tísku hvers tíma.
Við undirrituð áttum þess
kost að ferðast með Baddý og
foreldrum hennar í jeppaleið-
angri inn á öræfi Íslands og
einnig vorum við með þeim í
skemmtisiglingu tvisvar á suð-
rænum slóðum. Það var sama
hvort Baddý var í skjólfatnaði
uppi á hálendi Íslands, í brak-
andi sólarhita um borð í skipi
eða að skoða grísku eyjarnar,
þá var hún alltaf í góðu skapi,
brosmild og gamansöm. Hún
gekk með okkur mislanga leið-
angra, en sýndi aldrei þreytu-
merki né amasemi yfir skipu-
lagi ferðanna. Hún var þögull
hlustandi ef orðum var ekki
beint til hennar og greip aldrei
inn í með óskum um að gera
eitthvað annað. Hún var æv-
inlega eins og hugur manns.
Það er mannbætandi að kynn-
ast stúlku með alla þessa góðu
eiginleika og hér með þökkum
við Baddý samfylgdina.
Við vottum foreldrum henn-
ar okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Matthildur og Jón Freyr.
Elsku Baddý, þá ert þú nú
farin frá okkur og eftir sitjum
við með söknuð og góðar minn-
ingar. Þau eru ófá fjölskyldu-
og jólaboðin sem við höfum
verið saman þar sem þú lékst
stundum á píanóið okkar í
Logafoldinni og við dönsuðum í
kringum jólatréð.
Þú varst ótrúlega dugleg að
spila eftir eyranu og gast spilað
flest ef þú þekktir lagið. Þú
varst líka alltaf glöð og í góðu
skapi. Við vitum að þú verður
fallegur engill á himnum.
Sofðu rótt, sofðu rótt,
nú er svartasta nótt.
Sjáðu sóleyjarvönd
geymdu’ hann sofandi í hönd.
Þú munt vakna með sól
Guð mun vitja um þitt ból.
Góða nótt, góða nótt,
vertu gott barn og hljótt.
Meðan yfir er húm
situr engill við rúm.
Sofðu vært, sofðu rótt
eigðu sælustu nótt.
(Jón Sigurðsson frá Kald-
aðarnesi)
Halldóra, Sigríður,
Oddný og fjölskyldur.
Kveðja frá Bjarkarási
Í dag kveðjum við kæra sam-
starfskonu, Bjarneyju Erlu
Sigurðardóttur eða Baddý eins
og hún var nefnd meðal vina
sinna. Hún hóf störf í Bjark-
arási árið 2002 en hafði fram að
því lifað og starfað um árabil á
Sólheimum í Grímsnesi. Fyrstu
árin vann hún við pökkun og
aðra verkefnavinnu en fluttist á
Betri stofuna þegar þar var
opnað og fékk þá tækifæri til
að einbeita sér meira að hann-
yrðum.
Baddý var mikil hannyrða-
kona og vandvirk í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur. Hún
naut þess líka þegar Betri stof-
an breyttist í snyrtistofu og
dömurnar fóru heim í helgarfrí-
ið með fallega andlitsförðun.
Henni þótti skemmtilegt að
prjóna á Betri stofunni og
vinna við skapandi starf í
Smiðjunni. Hafa margir keypt
handverkið hennar í Smiðjubúð
Bjarkaráss.
Árið 2007 lék Baddý á hljóm-
borð á opnunarhátíð Listar án
landamæra og 2008 tók hún
þátt í samsýningu Listar án
landamæra í Ráðhúsi Reykja-
víkur fyrir hönd Bjarkaráss og
sýndi þar verk unnin úr þæfðri
ull.
Baddý var ein af þessum
konum sem maður ber ósjálf-
rátt virðingu fyrir. Hún var
mikil dama og bar sig glæsi-
lega, var ávallt bein í baki og
snyrtilega til fara. Hún var
með sterka réttlætiskennd og
lá ekki á skoðunum sínum þeg-
ar svo bar undir. Hún var líka
skemmtileg, rík af kímnigáfu
og hafði gaman af tónlist og
dansi. Við kveðjum Baddý með
söknuði en erum jafnframt
þakklátar fyrir að hafa fengið
að kynnast henni og hennar
fólki.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Við vottum Guðrúnu og Hall-
dóri ásamt öllum í Stuðlaseli 2
okkar dýpstu samúð.
Valgerður Unnarsdóttir,
Þórhildur Garðarsdóttir.
Bjarney Erla
Sigurðardóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Eiginmaður minn,
SVEINBJÖRN MARKÚSSON
kennari
er látinn.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Jónsdóttir.