Morgunblaðið - 04.10.2011, Page 23

Morgunblaðið - 04.10.2011, Page 23
Í dag kveð ég mína yndislegu mágkonu. Ég var 7 ára gömul þegar Magga og Gísli byrjuðu saman, ég sat uppi á eldhúsborði og Gísli var að sýsla í eldhúsinu þegar rauðhærð fegurðardís var alltaf að hjóla í botnlanganum heima í Sævó. Ég spurði Gísla hvort þetta væri kærastan hans en hann gaf ekkert upp við krak- kakjánann. Gísli og Magga byrjuðu snemma að ferðast og alltaf komu þau með einhvern pakka handa mér, risadúkku sem labb- aði með mér og flott leðurpils sem ég geymi ennþá. Þau byrj- uðu sinn búskap í Kjarrhólman- um og strax þá kom í ljós hvað heimili þeirra var glæsilegt. Við Magga höfum alltaf átt gott með að tala saman og höfum við eytt mörgum stundum að spjalla og eru þessar stundir mér mjög dýr- mætar. Fyrir 10 árum þá byrjaði Magga að dansa línudans og fannst mér það mjög spennandi og svo fyrir 8 árum þá hvatti hún mig til að prófa og hef ég dansað síðan með henni og því hefði ég ekki viljað missa af. Tíminn sem ég er búin að fá að vera með þeim Möggu og Gísla á línudansböllum hefur verið mjög skemmtilegur og eins og alltaf var Magga fremst í flokki að dansa allt kvöldið. Magga hefur alltaf verið mjög virk í dansinum og er búin að vera í stjórn Félags íslenskra línudansara í mörg ár og á end- anum gat hún líka fengið mig með sér í stjórn, það lýsir Möggu svo vel hvað hún var dugleg að fá fólk til að vinna með sér og hvað hún var drífandi einstaklingur. Við fórum línudanshópurinn til Skotlands og var það yndislegur tími sem við áttum saman þar og voru þau hjónin eins og alltaf hrókar alls fagnaðar. Magga keppti í línudansi og var Íslands- meistari í hópakeppni í þrjú ár og tók hún núna síðast þátt í maí á þessu ár. Magga var mikil hannyrða- kona og var hún alltaf að búa til eitthvað fallegt. Magga var alltaf boðin og búin til að aðstoða við hvað sem er og alltaf sagði hún: Þú getur þetta, þetta er ekkert mál. Elsku Magga mín, ég og fjöl- skylda mín þökkum þér fyrir tím- ann sem við áttum saman og þú munt lifa áfram í hjörtum okkar og bænum. Elsku Gísli, Steinar Freyr, Rúnar Bogi, Kristín Ýr og Krist- in. Missir ykkar er mikill og megi Guð styrkja ykkur í þessari sorg. Hvíl í friði, Magga mín. Hulda. Mín elskulega mágkona hefur fengið hvíldina, eftir langvinnan og illvígan sjúkdóm. Magga frænka, eins og hún var alltaf kölluð hjá okkur, tók mér strax opnum örmum frá fyrsta degi þegar ég var að kynnast Boga bróður hennar. Hún var alveg einstök, sérlega ósérhlífin og vinnusöm kona. Hún var alltaf til taks, sama hvert erindið var. Það má segja að hún hafi gengið mér í móðurstað eftir að ég missti móð- ur mína. Efst í huga er þakklæti fyrir allar þær frábæru stundir sem við höfum átt með henni, t.d. fyrstu Flórídaferðina okkar – þá vorum við Bogi nýbyrjuð saman, sumarbústaða- og verslunarferð- ir, ættarmót og ekki má gleyma öllum fjölskylduboðunum og hefðunum, piparkökumálun, þrettándagleði og lengi mætti telja. Hún var mjög barngóð, og í sveitinni, þar sem þau hjónin byggðu sér draumahús, var oft margmenni. Við Bogi komum þeim systrum Steinunni og Mar- gréti skemmtilega á óvart þegar við létum skíra dóttur okkar eftir þeim báðum sem var lítill þakk- lætisvottur til systranna fyrir allt það sem þær höfðu gert fyrir okkur. Þessi fjölskylda er sérlega samheldin, þau unnu öll saman í eigin fjölskyldufyrirtæki og reistu öll sumarbústaði ekki langt hvert frá öðru, því er sökn- uðurinn mikill og stórt skarð höggvið. Það er sagt að tíminn lækni öll sár, eflaust er það rétt en Möggu frænku gleymum við aldrei. Um leið og ég kveð elsku- lega mágkonu mína og þakka henni fyrir allar yndislegu sam- verustundirnar vil ég senda elsku Gilla, börnunum og Guðrúnu og Árna mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi góður guð veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Kristín Rafnsdóttir (Stína). Stundum finnst manni að lífinu sé ekki réttlátlega skipt á milli manna. Sumir lifa langt umfram lífsgleði meðan aðrir fá hér allt of stutta dvöl. Þetta á svo sannar- lega við um kæra mágkonu mína, Margréti Árnadóttur, sem við kveðjum í dag. Henni var úthlut- að allt of stuttum tíma og átti svo mikið eftir sem hún hefði getað notið og gert. Við erum máttvana gagnvart örlögunum og fáum ekki skilið orsakasamhengið: hvers vegna þessi góða mann- eskja er frá okkur tekin í blóma lífsins. Þótt við reynum að sætta okkur við þetta er það ógnarsárt. Magga var ekki ýkja gömul þegar ég kynntist stóru systur hennar og kom inn í fjölskylduna sem ég hef nú verið hluti af í hálf- an fimmta áratug. Þegar ung- lingsárin og nám voru að baki tók við lífsbaráttan sem við Steina höfum háð hlið við hlið með Möggu og Gilla alla tíð síðan. Strákarnir okkar og þeirra hafa alist upp saman eins og bræður og síðust bættist Kristín Ýr við, borin á höndum af öllum hópnum. Við höfum hjálpast að um alla hluti hvort sem er í leik, námi eða starfi. Oft var unnið lengi fram eftir, við bílaviðgerðir eða fram- kvæmdir og Gilli allra manna hjálpfúsastur. Það voru því mörg kvöldin sem Magga mátti gæta bús og barna og aldrei aðgerða- laus því önnur eins afköst í ýmiss konar handavinnu, saumaskap og fleiru eru sjaldséð. Eftir að þær systur voru báðar komnar til starfa í fjölskyldufyrirtækinu var allur hópurinn, að lokum þrjár kynslóðir, saman alla virka daga, fór saman í frí og eftir að við kom- um okkur upp bústöðunum í Svínadalnum höfum við eytt flestum helgum ársins þar. Næstum allar máltíðir borðaðar saman og oftar en ekki mikið fjöl- menni. Þannig héldum við að þetta gæti haldið áfram, en svo bar skugga á sem aldrei hafði gert fyrr. Fyrir fimm árum greindist mágkona mín með krabbamein. Eftir meðferð við því héldum við að hún hefði komist yfir hjallann en í raun er þetta búið að vera á brattann allan tímann síðan fyrir Möggu. Hún bar þó ekki vand- kvæði sín á torg í þessu efni frek- ar en öðrum, þótt það munaði svo sannarlega um hana var það ekki hennar stíll að trana sér fram. Þegar komið var fram á þetta ár varð brekkan brattari og erfiðari uns ekki varð lengra komist og hún gat ekki meir. Við erum nú komin að vatnaskilum og það er svo sannarlega dimmt yfir. Hér kveðjum við raungóðan vin sem aldrei brást. Minningin um þessa glæsilegu, skemmtilegu, rauð- hærðu konu er meitluð í hugann og er því miður ein eftir. Hallgrímur Pétursson orti um dauðann: .. veit enginn neitt um það hverninn, á hverjum tíma, eða hvar hann kemur að. Þetta er sú staða sem við erum í nú: við fáum ekki skilið af hverju við þurfum að ganga í gegnum þennan erfiða tíma núna, sökn- uðurinn er sár og ekkert verður aftur eins og það var. Þrátt fyrir að tími Möggu mágkonu minnar hafi verið allt of stuttur þá notaði hún hann vel og betur en margur. Hún er nú laus úr þeirri kvöl sem á hana var lögð og ekki varð und- an vikist og hún vildi ekki að við tefðum við sorgina heldur værum sterk. Það þurfum við að reyna að gera í minningu hennar. Sigurður Guðmundsson. Það er sárt og erfitt að kveðja uppáhaldsfrænku mína og eina af mínum bestu vinkonum. Magga frænka var alltaf til staðar fyrir mig, þegar gekk vel var hún tilbúin að hrósa og sam- gleðjast. Svo gaf hún sér alltaf tíma til að hlusta þegar ég þurfti að tuða, alltaf svo skilningsrík. Magga frænka var stórkostleg kona, hún var glæsileg og lífs- glöð, hún hafði svo mikla útgeisl- un og góða nærveru. Hún var ein- staklega fjölhæf og alltaf var eitthvert föndur í gangi, við fór- um saman á keramíknámskeið og svo seinna á glernámskeið, hún kenndi mér svo margt. Magga frænka var líka alltaf með prjón- ana uppi og var ég svo lánsöm að eignast flottar lopapeysur, trefla, kraga og ýmislegt annað, alltaf komu ný snið og ný mynstur. Magga frænka var einnig mikil saumakona og hefur hún saumað ófáar flíkurnar á mig í gegnum árin, sérstaklega er mér minnis- stætt þegar hún og amma saum- uðu á mig hvítan síðkjól fyrir árshátíð hjá Verzló, hann var glæsilegur. Minningarnar eru svo margar sem fara í gegnum hugann, allar svo skemmtilegar. Samverustundirnar í Davenport og á Flórída eru ofarlega í huga, allar ferðirnar í mollin og þegar við fórum út að borða og fengum okkur carpaccio og créme brulée, það var uppáhalds. Magga frænka átti mikið í mér og börnunum mínum sem alltaf kölluðu hana ömmu. Hún var yndisleg amma, leyfði börnunum oft að gista, koma með í sumarbú- staðinn og einnig eru leikhúsferð- irnar margar. Það er ótrúlega erfitt að kveðja góða vinkonu, elsku Magga frænka, þín verður sárt saknað en minningarnar geymi ég vel í hjarta mínu. Þín Hrafnhildur Gísladóttir (Habbó). Það er stórt skarð í hjörtum okkar sem þekktum Margréti eða Möggu frænku eins og við kölluðum hana. Hún var svo ein- staklega kraftmikil sem og ynd- isleg í alla staði. Okkar fjölskyldur hafa alltaf varið miklum tíma saman hvort sem það hefur verið í vinnu eða í fríum og eru það einhverjar af dýrmætustu stundum í lífi okkar sem við munum alltaf horfa til baka til með miklum söknuði og þakklæti fyrir að hafa átt. Síðasta haust áttum við með henni frábært frí í Flórída þar sem hún tók upp á því að eigin frumkvæði að kenna dóttur okk- ar að synda á nokkrum dögum. Þar var líka verslað mikið og var alltaf gott að hafa Möggu með í ráðum við val á fötum enda stór- glæsileg kona. Á sumrin hittumst við mikið uppi í bústað enda bústaðir fjöl- skyldna okkar nánast hlið við hlið. Þar voru alltaf á boðstólum Möggu-muffins eða Möggu-snúð- ar í kaffinu. Og svo hélt matar- veislan áfram – hvítlauksgrillaðir humarhalar með góða brauðinu sem hún bakaði, nautalundir, appelsínu-önd og svona gæti maður áfram talið. Hún var alltaf svo atorkusöm sem lýsti sér meðal annars í því að hún var alltaf með eitthvað á prjónunum og prjónaði peysur og annað á alla stórfjölskylduna. Hún var einnig sídansandi enda margfaldur Íslandsmeistari í línudansi sem hún stundaði af kappi með mömmu. Það er svo skrítið að skrifa um hana í fortíð, það er svo stutt síð- an að við vorum öll saman og allt virtist í himnalagi. Svo var hún hrifsuð frá ástvinum sínum sem sitja eftir með sorg í hjarta og skilningsvana. Hvíl í friði, Guðmundur Orri og Lilja.  Fleiri minningargreinar um Margréti Árnadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. OKTÓBER 2011 Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson ✝ Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR frá Hofi, Freyjugötu 26, Sauðárkróki. Bára Pétursdóttir, Margrét Pétursdóttir, Baldur Sigurðsson, Jón S. Pétursson, Erna Jóhannsdóttir, Gunnar S. Pétursson, Sólveig Þorvaldsdóttir, Pétur Axel Pétursson, Steinunn Kristinsdóttir, Svanhildur Pétursdóttir, Skarphéðinn R. Pétursson, Steinunn Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Pétursdóttir, Birgir R. Rafnsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkæri eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi. ÞORVARÐUR MAGNÚSSON byggingameistari, Álfaskeiði 71, Hafnarfirði, lést mánudaginn 26. september á líknardeild Landspítalans, Landakoti. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 6. október kl. 15.00. Áslaug Einarsdóttir, Sigurður Þorvarðarson, Vigdís Victorsdóttir, Guðríður Þorvarðardóttir, Þóra Þorvarðardóttir, Þorvarður Árni Þorvarðarson, Anna Dagbjört Hermannsd., barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær dóttir mín, systir, mágkona og frænka, SIGURBJÖRG NÍELSDÓTTIR, Bögga, Kringlumýri 31, Akureyri, sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 25. september, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 7. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Jakobs Jakobssonar hjá Knattspyrnufélagi Akureyrar og Minningarsjóð Heima- hlynningarinnar á Akureyri. Birna Gunnarsdóttir, Gunnar Níelsson, Ragnhildur Björg Jósefsdóttir, Birna Ósk Gunnarsdóttir, Tinna Björg Gunnarsdóttir, Ólafur Níels Gunnarsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, STEFÁN M. GUNNARSSON fyrrverandi bankastjóri, sem andaðist mánudaginn 26. september, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 7. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarkort Kópavogskirkju, s. 554 6820 eða Heimahlynningu Landspítalans, s. 543 1159. Hertha W. Jónsdóttir, Jón Gunnar Stefánsson, Tracey E. Stefánsson, Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, Benjamín Gíslason og barnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓGVAN HANSEN Joen Edvard Jacob Hansen, Vestmannaeyjum, sem andaðist laugardaginn 17. september verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 8. október kl. 11.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns föður, tengdaföður, afa og lang- afa, ÁRNA ÁRNASONAR fyrrv. forstjóra, Sóltúni 10, Reykjavík. Hjartans þakkir til lækna, hjúkrunarfólks og starfsfólks á B-4 Landspítala í Fossvogi sem annaðist hann og okkur af einstökum kærleik og fagmennsku. Einnig þökkum við Heimahjúkrun fyrir alla þeirra umönnun og hjálp sem var ómetanleg. Stórfjölskyldan og vinir fá innilegar þakkir og allir þeir sem heiðruðu minningu hans. Við biðjum Guð að blessa ykkur öll. Guðrún Pálsdóttir, Árni Þór Árnason, Guðbjörg Jónsdóttir, Þórhildur Árnadóttir, Valdimar Olsen, Guðjón Ingi Árnason, Sigríður Dögg Geirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA PÁLSDÓTTIR húsmóðir frá Skagaströnd, sem lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum fimmtudaginn 29. september, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 5. október kl. 15.00. Ingþór Þorfinnsson, Ingibjörg Þorfinnsdóttir, Guðmundur Þorbjörnsson, Þorfinnur Björnsson, Elías Ingþórsson, Erla Svanhvít Guðmundsdóttir, Birgir Freyr Birgisson, Daníel Guðmundsson, Guðmundur Bjarki Birgisson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.