Morgunblaðið - 10.10.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.10.2011, Blaðsíða 11
vildi ekki segja hvers vegna, af því ég vildi ekki vera veika stelpan. Af sömu ástæðu fór ég ekki í minn hverfisskóla MK, heldur í MH. Það var erfitt að aðlagast lífinu, ég dró mig inn í skel sem er ólíkt mér. En svo kom þetta hægt og rólega.“ Eftirminnilegt og fylgir mér „Þegar maður er 15 ára ung- lingur og stendur frammi fyrir því að fá kannski ekki að lifa lengur, þá fer maður að hugsa öðruvísi. Að fara í gegnum þetta allt er lífsreynsla sem er eftirminnileg, og þó hún hafi verið erfið þá er ég á vissan hátt þakklát fyrir að hafa farið í gegnum þetta, því vitundarvakningin varð svo mikil hjá mér. Ég lít ekki á þetta sem slæma reynslu og ég hugsa ekki um þetta á hverjum degi, en þetta fylgir mér. Ég er þakklát fyrir að hafa brugðist vel við lyfjameðferð, því það er ekki sjálfgefið. Ég er líka þakklát fyrir að hafa ekki þurft að fara í beinmergsskipti, því það er rosalega mikið inngrip, og síðbúnar afleiðingar eins og ófrjósemi og ann- að sem fylgja því. Auk þess er eng- inn í minni fjölskyldu sem getur gef- ið mér merg.“ Jafningjastuðningur er mjög mikilvægur Hulda starfar núna með ung- lingum sem hafa greinst með krabbamein og hún er líka í stjórn Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur. „Jafningja- stuðningur skiptir mjög miklu máli. Ég þurfti mikið á því að halda eftir að ég greindist, af því ég var að fara út í svo mikla óvissu. Að kynnast krökkum sem hafa greinst er mik- ilvægt, af því þar mætir maður skiln- ingi og fólki með reynsluna. Ég hef trú á því að þeir sem hafa gengið í gegnum þessa lífsreynslu og sigrað, gefi þeim sem eru nýgreindir mikla von. Þeir eru lifandi dæmi um að það er hægt að komast í gegnum þetta, sem er erfitt að trúa þegar maður er mikið veikur,“ segir Hulda sem eign- aðist mjög góðan vin á spítalanum sem var í krabbameinsmeðferð á sama tíma og hún. Hann var líka með hvítblæði og jafn gamall henni. „Hann heitir Victor og við lærðum alltaf saman í skólastofunni á spít- alanum og héngum mikið saman. Það skiptir miklu máli að hafa slíkan félagsskap á spítalanum og eftir að ég lauk meðferð þá urðum við kær- ustupar og vorum saman í tvö og hálft ár. Þó við séum hætt saman þá erum við enn mjög góðir vinir.“ Nú eru liðin átta ár frá því Hulda kláraði meðferð og hún þurfti að vera í skoðunum fyrstu fimm árin eftir það. „Fyrst á eftir þorði ég varla að trúa því að krabbameinið væri horfið, en núna hef ég áttað mig á að það er ekkert sem ég get gert til að koma í veg fyrir að ég fái krabba- mein aftur, nema að lifa heilbrigðu lífi, styrkja mig og hugsa vel um lík- ama minn og sál,“ segir Hulda sem horfir björtum augum til framtíðar og hvetur alla til að leggja átaks- verkefninu Bleiku slaufunni lið með því að kaupa slaufu. tríða Gaman Hulda með vinkonum sínum að spila Twister vorið 2003, þegar hún var að ljúka meðferð. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011 Mataræði gegnir mikilvægu hlutverki í heilsu oglíðan fólks. Mælt er með því að borða fjöl-breytt fæði alla daga. Neysla á grænmeti og ávöxtum, þ.m.t. hreinum söfum, er til að mynda afar mikilvæg þar sem þessar fæðutegundir innihalda um- talsvert magn af mikilvægum næringarefnum, svo sem vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum. Ráðlegt er að borða fimm skammta úr þessum fæðuflokki hvern dag eða sem svarar 500 g. Framþróun í drykkjariðnaði á Íslandi hefur verið mikil og úrval drykkjarvara virðist nær endalaust. Þannig eru á markaði bæði ávaxtasafar, ávaxtanektar og ávaxtadrykkir og í raun kemur ekki á óvart að hinn almenni neytandi virðist eiga erfitt með að greina á milli einstakra vöruflokka. Framsetning og merkingar skipta hér sköpum fyrir neytendur svo þeir geti betur áttað sig á mismuninum á milli safa, nektar og annarra drykkja. Það er líka lykilatriði fyrir neytendur að lesa innihaldslýsingar því oft er ekki hægt að sjá á framhlið umbúða hvort um er að ræða safa eða ekki. Á Íslandi gildir reglugerð um ávaxtasafa og sam- bærilegar vörur (nr. 577/2003) en hún er byggð á til- skipun frá Evrópusambandinu. Reglugerðin greinir á milli ávaxtasafa (þ.m.t. ávaxtasafa úr þykkni, ávaxta- þykknis, þurrkaðs ávaxtasafa) og ávaxtanektar. Þar er fjallað um skilgreiningar einstakra vöruflokka og skil- yrði sem varða innihaldsefni, framleiðslu, dreifingu og merkingu þessara vöruflokka. Ávaxtasafi er unninn beint úr einni eða fleiri teg- undum ávaxta og er að lit, ilmi og bragði einkennandi fyrir safa ávaxtarins/ávaxtanna sem hann er unninn úr. Ávaxtasafar eru ávallt tilbúnir til neyslu. Hér á Ís- landi eru ávaxtasafar jafnan búnir til úr ávaxtaþykkni. Þykkni er framleitt með því að fjarlægja vatn úr upp- runalega ávaxtasafanum til að minnka rúmmál hans og auðvelda flutning. Ávaxtasafi úr þykkni fæst svo með því að bæta neysluvatni út í þykknið í sömu hlutföllum og var upprunalega í safanum. Aldinkjöti og safabelgj- um, sem skilist hafa frá við vinnslu þykknisins, má jafn- framt bæta aftur í safann. Ávaxtasafi úr þykkni skal samkvæmt reglugerð hafa sömu eiginleika hvað varð- ar skynmat og samsetningu og upprunalegi ávaxtasaf- inn. Ávaxtanektar inniheldur minna magn af ávöxtum en ávaxtasafar. Ávaxtanektar er gerður með því að bæta vatni, sykri og/eða hunangi og/eða sætuefnum (innan vissra marka) í ávaxtasafa, ávaxtaþykkni eða blöndu þeirra. Samkvæmt reglugerð verður ávaxta- nektar þó að innihalda lágmarksmagn af hreinum safa sem er þó mismunandi eftir ávaxtategund. Epla- eða ananasnektar verður sem dæmi að innihalda 50% hreinan safa. Þá nær reglugerðin einnig yfir ávaxtaþykkni en bæta má sykri og/eða sætuefnum í þykkni. Þar fyrir utan eru fjölmargir ávaxtadrykkir á markaði sem af framsetningu eða útliti umbúða er ekki hægt að greina frá hreinum ávaxtasöfum eða ávaxtanektar. Innihald ávaxtasafa í ávaxtadrykkjum er enn minna en í nektar, auk þess sem sykurinnihald þeirra getur verið hærra. Reglugerð um ávaxtasafa nær ekki yfir þessa drykki. Þeir þurfa því ekki að uppfylla skilyrði hennar en mega ekki kallast safar eða nektar. Það er því ljóst að nokkur munur er á einstökum vöruflokkum þegar kemur að ávaxtasöfum, -nektar og -drykkjum sem gott er fyrir neytendur að hafa í huga þegar kemur að vöru- vali. Zulema Sullca Porta, sérfræðingur hjá Matvælastofnun. Um muninn á ávaxtasafa, -nektar og -drykkjum Ekki er sama djús og séra djús Skátafélagið Kópar í Kópavogi fékk nýverið gæðamatsviðurkenningu Bandalags íslenskra skáta. Við- urkenningin er kölluð „Skátafélag á réttri leið“ og felur í sér að skátafé- lagið hefur unnið og framkvæmt gæðamat á skipulagi, starfi, fjár- málastjórn, og fræðslumálum félags- ins. Þá hefur skátafélagið sett sér stefnu í friðar-, umhverfis- og for- varnarmálum og skipulagt samstarf sitt við heimili skátanna, sveit- arstjórn, önnur félög á starfssvæði sínu og önnur skátafélög. Gæðamatsviðurkenningin „Á réttri leið“ gildir í þrjú ár og er þetta í ann- að sinn sem skátafélagið Kópar hlýt- ur þessa viðurkenningu. Það var Bragi Björnsson skátahöfðingi sem afhenti Þorvaldi Sigmarssyni, fé- lagsforingja skátafélagsins Kópa, skjal þessu til staðfestingar að við- stöddum fulltrúum bæjarstjórnar Kópavogs, fulltrúum Bandalags ís- lenskra skáta og fjölmörgum skátum út Kópum. Skátastarf Skátastarf Skátar gera sig klára. Kópar fá viðurkenningu fyrir skátastarf sitt í Kópavogi –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Tíska & förðun SÉ RB LA Ð Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 14. október 2011. Í Tísku og förðun verður fjallað um tískuna veturinn 2011 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 10. október. MEÐAL EFNIS: Förðunarvörur Förðun Krem Umhirða húðar Ilmvötn Brúnkukrem Neglur og naglalakk Fylgihlutir Skartgripir Nýjar og spennandi vörur Haust- og vetrartíska kvenna Haust- og vetrartíska karla Íslensk hönnun Fullt af öðru spennandi efni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.