Morgunblaðið - 10.10.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.2011, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011 ✝ Gísli fæddist áHvallátrum í Vesturbyggð 21. apríl 1921. Hann lést á Sunnuhlíð í Kópavogi 1. októ- ber 2011. Gísli var sonur hjónanna Kristjáns H. Sigmundssonar frá Hvalskeri við Patreksfjörð, f. 6.9. 1889, d. 4.11.1976, og Sigríðar Eggertsdóttur frá Hvallátrum, f. 12.10. 1900, d. 17.11. 1981. Þau bjuggu á Hval- látrum. Gísli var næstelstur tíu systkina. Þau voru: Ragnheiður, f. 1917, d. 1982, Ingibjörg Krist- ín, f. 1923, d. 2005, Eggert Hall- dór, f. 1925, Hulda, f. 1926, Sig- urður Ágúst, f. 1929, d. 2011. Ardís Guðrún, f. 1931, Kristín Hrefna, f. 1932, Einar Sigmund- ur, f. 1936, og Jóna Margrét, f. 1941. Gísli kvæntist 15.10. 1949 Þorbjörgu Magnúsdóttur, f. 26.11. 1914 í Þykkvabæ, d. 24.7. 1984, og eignuðust þau þrjú börn. Fyrir hafði Þorbjörg eign- ast Lilla Jónsson, f. 23.12. 1938, d. 13.5. 1939. Börn þeirra eru 1) Gísli Már prófessor, f. 18.2. 1950, kvænt- ur Sigrúnu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðingi, f. 22.3. 1955. Fyrri kona Gísla var ingur og endurskoðandi, f. 31.12. 1971, kvæntur Ólöfu Benediktsdóttur kennara, f. 25.10. 1972. Þau eiga Bjarteyju Líf, f. 1998, Eygló Dögg, f. 2001, og Sólbjörtu Ýri, f. 2007. 3) Anna húsmóðir, f. 26.5. 1952, gift Kjartani Erni Ólafssyni verksmiðjustjóra, f. 18.10. 1952. Börn þeirra eru a) Eygló Björk stjórnmálafræðingur, f. 16.5. 1972, gift Birgi Þór Bieltvedt fjárfesti og framkvæmdastjóra, f. 15.12. 1967. Börn þeirra eru Birgir Þór, f. 1999, og Anna Karín, f. 2002. Fyrir á Birgir með Lilju Sigurlínu Pálmadótt- ur, f. 10.12. 1967, Stellu Rín, f. 1993, og b) Gísli Örn lögfræð- ingur 21.3. 1983, unnusta Anna Katrín Sigfúsdóttir laganemi, f. 9.11. 1987. Gísli ólst upp á Hvallátrum og fór ungur í vinnumennsku og sjómennsku, fyrst frá Hval- látrum, en síðar frá Patreks- firði og frá öðrum útgerð- arbæjum. Hann var með fimari sigmönnum í Látrabjargi. Árið 1953 gerðist hann vélgæslumað- ur í Áburðarverksmiðju ríkisins og vann þar til sjötugs. Hann var lengi trúnaðarmaður Dags- brúnar. Gísli var mikill útivist- armaður. Gísli naut hjúkrunar síðustu 19 mánuði í Sunnuhlíð og eru starfsfólki færðar innilegar þakkir fyrir. Útför Gísla fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 10. október 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Kristín Hafsteins- dóttir lífeindafræð- ingur, f. 24.2. 1951, og eiga þau a) Gísla Jökul lögreglu- mann, f. 20.10. 1970, kvæntur Pál- ínu Gísladóttur verkfræðingi, f. 18.9. 1975. Þau eiga Laufeyju, f. 2002, Kristínu, f. 2006, og Snædísi, f. 2008, b) Hafstein, MSc í fjár- málum, f. 2.12. 1979, kvæntur Ayanna Burrus listasafnsfræð- ingi, f. 27.11. 1980, og c) Þor- björgu bókmenntafræðing, f. 26.3. 1984, sambýlismaður Daníel Hoe Kristjánsson garð- yrkjumaður, f. 19.2. 1985. Son- ur Gísla og Ingrúnar Ingólfs- dóttur hjúkrunarfræðings, f. 3.2. 1949, er d) Hersir jarðfræð- ingur, f. 17.3. 1971, sambýlis- kona Carola Falk, BA í ensku, f. 13.8. 1973. Fyrir á Sigrún Jó- hann Pétur rafvirkja, f. 1975, Snorra viðskiptafræðing, f. 1983, Birki nema, f. 1993, og Hlyn nema, f. 1993, Sigurjóns- syni. 2) Halldóra myndlist- arkennari, f. 12.4. 1951, gift Ei- ríki Líndal sálfræðingi, f. 31.12. 1955. Fyrri maður var Ástvald- ur Ástvaldsson prófessor, f. 23.4. 1952. Þeirra sonur er Böðvar Kári viðskiptafræð- Í dag kveðjum við elsku Gísla afa. Margar góðar minningar rifjast upp fyrir mér þegar ég hugsa til baka um árin sem við nafnarnir áttum saman. Á æsku- og uppvaxtarárum mínum var það fastur punktur í tilverunni að afi kom dag hvern í heimsókn til okkar í Fossvogi eftir sund- sprett í Laugardalslauginni og drakk morgunkaffið sitt og las dagblöðin. Þá eru mér kærar minningar um þær góðu stundir sem ég átti með honum um jól og ára- mót í Fossvogi – þá sérstaklega þegar fjölskyldan var saman komin á heimili hans í árlegu jólaboði á jóladag. Jafnframt munu ferðalögin með honum á Hvallátur, æsku- stöðvar hans, aldrei hverfa úr minningu minni en á þessum fegursta stað landsins naut hann sín best. Á síðustu dögum hafa sér- kennilegar en jafnframt skemmtilegar minningar um afa verið mér efst í huga. Minningar um það þegar hann bað okkur Eygló systur að aðstoða sig við að stilla litlu klukkuna í Lada- jeppanum sínum, þegar við tveir fórum saman í dagsferð með Ferðafélaginu og þegar hann, þá um áttrætt, var látinn flytja heim til okkar til þess að passa mig, stálpaðan unglinginn, á meðan mamma og pabbi voru í heimsókn hjá Eygló systur í Danmörku. Gísli afi var mér einstaklega traustur og góður vinur og tók málstað minn í einu og öllu. Jafnframt stóð hann ætíð með mér í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Betri afa er ekki hægt að hugsa sér. Afa er sárt saknað og skarðið sem hann skilur eftir sig verður aldrei fyllt. Megi minning hans lifa um ókomna tíð. Hvíl í friði, elsku afi og nafni. Gísli Örn Kjartansson. Það er skrítið að hugsa til þess að nú hafi afi kvatt þetta líf. Þótt það sé sárt að kveðja þá á ég margar dýrmætar og góðar minningar um hann afa minn sem munu lifa með mér um ókomna tíð. Afi hefur átt stóran þátt í lífi mínu og síðar barnanna minna en þau kölluðu hann alltaf afa langa. Ekki af því að hann hafi verið neitt sérstaklega hávaxinn, þvert á móti var afi frekar lág- vaxinn maður. Þar sem börnin mín, Biggi Þór og Anna Karín, eru fædd og uppalin í Danmörku þótti þeim auðveldara að segja afi langi í staðinn fyrir langafi og einhvern veginn festist nafnið við hann. Afi hafði bara gaman af nýyrðinu og sagði að þau mættu kalla hann því nafni sem þau vildu. Þetta lýsir afa vel enda man ég ekki eftir honum öðruvísi en brosandi, jákvæðum og glöðum manni sem hafði gaman af fíflalátunum í mér og krökkunum. Ég varð fljótt mikil afastelpa og samband okkar afa var alltaf mjög sterkt og náið þrátt fyrir það að ég væri komin með mína eigin fjölskyldu og hefði búið er- lendis í langan tíma. Atvik sem er mér ofarlega í huga nú þegar ég lít yfir farinn veg var þegar afi fór með mig í leikskólann. Við höfðum sofið yf- ir okkur og til að flýta fyrir þá klæddi hann mig í fötin yfir náttfötin. Þegar ég spurði afa hvort ég ætti ekki að fara úr náttfötunum þá sagði hann að þetta væri hið besta mál enda kalt úti. Eflaust hefur mér ekki orðið kalt þann daginn og enn í dag hlýnar mér um hjartarætur þegar ég hugsa til baka til þessa dags. Aðrar minningar eru frá Galtalæk, Þingvöllum og að vestan frá Látrum. Þar leið afa best enda þekkti hann hvern krók og kima fyrir vestan. Það var yndislegt að labba með afa og láta hann segja sögur úr sveitinni. Sumarið 2008 fórum við með afa í hans síðustu ferð vestur, eða eins og við köllum það, að fara í sveitina hans afa. Það var ógleymanleg ferð fyrir okkur öll. Afi fór með okkur út um allt, eldaði góðan mat fyrir okkur og naut þess að sitja í stólnum sínum, horfa út á hafið og lesa blaðið. Eftir að amma dó hélt afi áfram að bjóða fjölskyldunni heim á jóladag. Yndisleg hefð, sem gerði það að verkum að öll fjölskyldan sameinaðist yfir há- tíðarnar. Þegar afi varð áttatíu og fimm ára kom hann í heimsókn til Danmerkur ásamt Gilla, Dóru og mömmu. Það var ótrúlega gaman að fá afa í heimsókn. Við fórum á veitingastaði og söfn og Biggi maðurinn minn fór með hann yfir brúna til Svíþjóðar. Þeir heimsóttu síðan fríríkið Christiania og enduðu daginn á því að drekka einn kaldan bjór og borða smørrebrød úti í Dra- gør. Gilli frændi labbaði með okkur um götur Kaupmanna- hafnar og sagði sögur af Íslend- ingum í Kaupmannahöfn á árum áður, sem afi hafði mjög gaman af, enda áttu þeir feðgar það sameiginlegt að muna allt sem þeir lásu. Ég hef alltaf sagt að afi væri með límheila en mér var sagt að þegar afi var lítill strák- ur fyrir vestan hafi hann verið sendur á næsta bæ til að hlusta á útvarpsfréttir og endurtaka þær svo fyrir fólkið heima á bæ. Minningarnar eru óteljandi og er ég afar þakklát fyrir þær. Elsku afi, ég mun sakna þín ákaflega mikið en ég veit að þú ert kominn á góðan stað. Þín afastelpa, Eygló Björk Kjartansdóttir. Á kveðjustund leitar hugurinn heim á æskuslóðir okkar systk- inanna að Hvallátrum við Látra- bjarg, heim á Heimabæ þar sem foreldrar okkar bjuggu allan sinn búskap og við öll 10 systk- inin erum fædd og uppalin. Nú eru fjögur látin, Ragnheiður, Ingibjörg Kristín, Sigurður Ágúst, sem lést fyrr á þessu ári, og nú Gísli. Á Hvallátrum lifði fólk á land- búnaði, aðallega sauðfjárrækt, en mesta björg í bú veittu sjó- sókn og eggja- og fuglatekja í Látrabjargi. Á barnmörgu heimili þurftu allir að hjálpast að og Gísli vandist því fljótt við öll almenn sveitastörf og sjómennsku. Gísli byrjaði snemma að stunda sjóróðra á opnum vél- bátum með bændum frá Látrum og Breiðavík. Hann var liðtækur í öllum þeim störfum sem hann tók sér fyrir hendur. Bjargferð- irnar voru stór hluti af lífi bræðranna á Heimabæ og ann- arra drengja á Látrum. Gísli var kattliðugur sigmaður og tók full- an þátt í að síga eftir eggjum á vorin og einnig að fara á bátum undir bjarg, fara þar í land upp í urðirnar og klifra upp á syll- urnar til að tína egg undir hinu hrikalega bergstáli Látrabjargs. Gísli var 19 ára gamall þegar hann réð sig á togara, fyrst frá Patreksfirði og síðan frá Reykjavík. Hann var sjómaður öll stríðsárin og sigldi til er- lendra hafna með aflann. Í minningunni kom hann heim færandi hendi með matar- og kaffistell handa mömmu og fal- leg föt handa systrum sínum. Slíkar gersemar höfðu ekki sést áður á fábrotnu heimili. Gísli var farsæll sjómaður en það var honum mikil lífsreynsla þegar hann tók út af togaranum Ísólfi frá Seyðisfirði út í ólgandi brimið. Þá vann einn skipsfélaga hans, Erlingur Klemenzson, ólýsanlegt afrek er hann stakk sér á eftir honum og bjargaði lífi hans. Gísli veiktist eftir þetta og var í landi á meðan hann var að jafna sig. Þessi landlega varð honum til gæfu því þá hitti hann Þorbjörgu tilvonandi eiginkonu sína. Þau Þorbjörg giftu sig haustið 1949 og á næstu þremur árum fæddust börnin þeirra þrjú. Þorbjörg veiktist af berklum og varð að yfirgefa litlu börnin sín, það elsta nýorðið þriggja ára. Gísli leitaði þá til fjölskyldu sinnar. Ardís systir hans flutti inn á heimilið í byrjun, en síðan tók Hulda systir hans Önnu, yngsta barnið, sem þá var á fyrsta ári, inn á heimili sitt í Hafnarfirði. Tvö eldri börnin, Gísli Már og Halldóra, fóru til afa og ömmu vestur að Hval- látrum. Sem betur fer náði Þor- björg þokkalegri heilsu eftir dvöl sína á Vífilsstöðum og fjöl- skyldan sameinaðist á ný. Eftir 1980 tókum við systk- inin okkur til og byggðum sum- arhús á bæjarstæði Heimabæj- ar. Gísli undi sér vel á Látrum og það var gaman að vera með honum þar og njóta leiðsagnar hans. Hann var hafsjór af fróð- leik um lifnaðarhætti fyrri tíma og um örnefni á heimaslóðum okkar. Gísli hlaut ekki langa skóla- göngu en hann var vel greindur, víðlesinn og fróður um flesta hluti. Gísli var mikið prúðmenni. Hann gat verið glettinn og spaugsamur og oft var stutt í stríðnina. Við vottum börnum Gísla og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Megi Gísli bróðir okkar hvíla í friði. Systkinin, Eggert, Hulda, Ardís, Hrefna, Einar og Jóna Mar- grét. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Framangreind orð úr Háva- málum eiga vel við okkar góða vin Gísla Kristjánsson sem nú er látinn. Við göngufélagar hans söknum hans sárt og í huganum hrannast upp góðar minningar. Það var fyrir alllöngu að skáld- konan okkar hún Kristbjörg ákvað að halda upp á afmælið sitt og bauð 11 göngufélögum í sumarbústað í Grímsnesinu. Þar var Grautargengið formlega stofnað. Lítil skyldleikatengsl voru innan hópsins en forsenda þessa vals var hafragrautur sem hún Bryndís eldaði í ferðum með Ferðafélagi Íslands og Útivist og fyrrnefndir einstaklingar drógust að. Stefnuskráin var svo sem ekki merkileg en við ákváðum að ferðast saman, borða hafra- graut í morgunmat, vaða ár og læki og ganga um fjöll og dali. Auk þess að borða saman góðan mat og stunda leikhús eða í fáum orðum sagt njóta líðandi stundar. Þegar Gísli varð átt- ræður var hann gerður að heið- ursfélaga. Að vísu fylgdu því ekki mikil hlunnindi nema ef vera skyldi að héðan í frá þurfti hann ekki að taka þátt í upp- vaski eða matargerð. Hann sagðist sáttur við það því hann hefði um árabil haft „ofnæmi“ fyrir handþurrkum og uppvaski. Gísli var höfðingi heim að sækja. Þess nutum við ríkulega þegar við heimsóttum hann vest- ur að Heimabæ á Hvallátrum. Hann hafði mikinn áhuga á að kynna fyrir okkur örnefni og það sem náttúran við Látra- bjarg býður upp á. Þrammaði með okkur um bjargið endanna á milli og sagði sögur. Hann átti það til að fara, að okkar mati, allt of nálægt bjargbrúninni og stundum gripum við andann á lofti og áttum eiginlega von á því að sjá hann svífa fram af. Þarna var hann á heimaslóðum, þekkti bjargið út og inn, hafði sigið eftir eggjum á yngri árum. Gísli hafði góða nærveru og átti það til að gefa sig á tal við ferðafélaga sem hann sá að voru að hefja sinn gönguferil. Stapp- aði í þá stálinu og bætti því við að hann sjálfur væri nú búinn að fá hjartáfall en kæmist þó það sem hann vildi. Oftar en ekki varð tjaldið hans aðalsamveru- staðurinn í ferðum. Við minnumst Gísla sem góðs vinar og ferðafélaga. Hann vildi hafa allt í röð og reglu, átti það til að vera smástríðinn og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Hann hugsaði vel um sitt fólk og oft dró hann upp koníakspela þegar komið var í næturstað. Gaf öllum smátár en sagði jafn- framt að við mættum ekki koma óorði á koníakið, það væri ein- ungis til að njóta en ekki ofnota. Við í Grautargenginu sendum fjölskyldu Gísla innilegar sam- úðarkveðjur. Við þökkum for- sjóninni fyrir að vegir okkar Gísla sköruðust í þessu lífi því við höfum svo sannarlega notið þess að arka lífsveginn saman. Minningin um þann góða dreng mun lifa með okkur. Grautargengið, Sigurbjörg, Kristbjörg, Bryndís, Erla, Svavar þór, Eysteinn, Sigrún, Jón, Bára, Fanney, Ísak. Leiðir okkar Gísla Kristjáns- sonar lágu saman fyrir rúmum hálfum öðrum áratug. Þá var að fæðast hópur sem fékk það frumlega nafn Grautargengið. Nafnið varð til vegna þess að það var fastur siður hjá þessu fólki að borða saman hafragraut á morgnana í ferðalögum sínum. Hafragrautur er holl og undirstöðugóð fæða á morgnana. Það er gaman að geta nefnt að núna fyrstu helgina í september var rúmlega hálft Grautargengið í svonefndri óvissuferð Ferða- félags Íslands og borðaði þá saman hafragraut, eins og svo oft áður. Það var mjög ljúft, þó svo að Gísla vantaði. Það veit eiginlega enginn hvernig Graut- argengið varð til. Þetta var tólf manna hópur fólks sem átti það sameiginlegt að vera eitt á báti, ókvænt, ógift, fráskilið, ekklar eða ekkjur. Líka hafði allur hóp- urinn stundað ferðir hjá Ferða- félaginu og Útivist og kynnst þar. En á árunum 1994-1996 var þessi hópur smátt og smátt að verða til. Og síðan hefur hann átt ótalmargar og ógleymanleg- ar stundir saman. Það hafa verið matarboð, sumarbústaðaferðir með veislumat, göngur og ferðir vítt og breitt um landið. Og 1998 komumst við í samband við aust- urrískan fararstjóra, og upp úr því fórum við svo í hverja gönguferðina annarri mikilfeng- legri um Alpafjöllin. Það sem líklega hefur dregið mig mest að Gísla var brosið hans. Það byrjaði við annað munnvikið og færðist síðan út yfir andlitið svo það ljómaði allt. Viðmót hans var jafnan bæði al- úðlegt og vinsamlegt. Lífsgleði hans og lífsfjör voru óstöðvandi og ég minnist þess ekki að hafa heyrt hann hallmæla nokkrum manni. Kannski var Gísli dálítill glanni. Okkur stóð stundum ekki á sama þegar við horfðum á hann príla fram á fremstu nafir á klettabjörgum, ekki síst fyrir vestan, en við róuðumst þegar við sáum að hann var öruggur og kunni þetta. Lofthræðsla var ekki til í hans orðabók. Og það sem mestu máli skipti var já- kvæða gamansemin og gleðin sem alltaf var fastur fylgifiskur hans. Það geislaði beinlínis svo góðu frá honum að það skapaði ánægju og vellíðan hjá okkur öllum hinum sem í kringum hann vorum. Kannski má segja að honum hafi tekist að losna við það að verða að gamalmenni, hann var ungur í anda og eig- inlega töluverður strákur í sér alveg fram undir það allra síð- asta. Ég er þakklátur fyrir sam- fylgdina með Gísla vin minn all- an þennan tíma. Allar minningar mínar um hann eru góðar. Eysteinn Sigurðsson. Gísli Kristjánsson Mig langar til að minnast og þakka samfylgd Hólmfríðar. Hólmfríður Kristjana Eyjólfs- dóttir kvaddi þetta líf á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi þann 13. júlí síðastliðinn, þá tæplega 94 ára gömul. Minning hennar er björt og falleg og ég er þakklát fyrir þá gleði sem hún kom með inn í líf pabba og okkar allra. Hólmfríður og pabbi, Jón Björn Benjamínsson, kynntust í Sunnuhlíð árið 1990, þá bæði bú- in að missa maka sína. Vinátta þeirra varð báðum mikil gæfa. Hólmfríður var hógvær kona og hæglát sem þó geislaði af orku og krafti. Þessi lífskraftur henn- ar og jákvæðni voru kostir sem höfðu svo mikil og góð áhrif á pabba að hann blómstraði í ná- vist hennar. Saman tóku þau virkan þátt í félagsstarfi eldri Hólmfríður Krist- jana Eyjólfsdóttir ✝ HólmfríðurKristjana Eyj- ólfsdóttir fæddist 23. september 1917. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð 13. júlí 2011. Útför hennar fór fram frá Fossvogs- kirkju 19. júlí 2011. borgara í Kópavogi og var kórastarfið og dansinn í sér- stöku uppáhaldi. Þau ferðuðust mikið bæði innanlands og erlendis, eignuðust stóran vinahóp og kunnu að njóta lífs- ins gæða á meðan tækifæri gafst. Vinátta Hólm- fríðar og pabba var einlæg og falleg. Þau gættu hvort annars og nutu ævikvölds- ins saman þar til pabbi lést árið 2004. Þó svo að Hólmfríði væri þrot- inn kraftur undir það síðasta þá var alltaf þessi einstaka birta í kringum hana, þessi einlægni í augum hennar og fallegt brosið sem snart mig alltaf svo djúpt. Ég vil þakka fjölskyldu Hólm- fríðar fyrir alla þá umhyggju og hlýju sem þau umvöfðu pabba alla tíð. Hann kunni svo sann- arlega vel að meta það. Megi Guð gefa ykkur huggun og styrk í sorginni. Elsku Hólmfríður, takk fyrir samfylgdina. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur með nærveru þinni. Guð geymi þig og blessi minn- ingu þína. Sigrún Anna Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.