Morgunblaðið - 10.10.2011, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 10.10.2011, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Sean Lennon er um margt í óöf- undsverðri stöðu. Margir alast upp við að eiga ofurfrægt foreldri en í til- felli Sean er hann með tvö slík, þau John Lennon og Yoko Ono. Ólíkt hálfbróður sínum, Julian, hefur Sean þó ekki gert tilraun til að míga utan í heimsfrægðina og útgáfufyr- irtæki hans, Chimera Music, er ein sönnunin um það en þar innanhús er að finna hin og þessi tónlistarverk- efni í ómarkaðsvænni kantinum. Sean mannar sum þeirra sjálfur ásamt öðrum og gestir á Iceland Airwaves fá að kynnast nokkrum þeirra í vikunni. Enginn bisnesskarl -Jæja, það á bara að taka Air- waves yfir!? „Ha ha … við höfum verið að koma til Íslands á hverju ári síðan Friðarsúluverkefnið byrjaði og mér var farið að finnast það einkennilegt að vera alltaf að koma hingað og fara svo korteri áður en Airwaves hófst. Þetta virðist svöl hátíð og svo fór að okkur var boðið að spila. Langt frá eikunum?  Sean Lennon mun fara fyrir Yoko Ono Plastic Ono Band á Airwaves  Spilar í tveimur öðrum sveitum auk þess að kynna útgáfu sína, Chimera Music Heiðarleiki „Ég verð að vera heiðarlegur, ég er nú ekki mikil viðskiptatýpa. Ég býst við því að vera meiri listamaður en bisnesskarl.“ Bingó! Nú var hægt að samþætta tvennt.“ -Þú ert með fullt af verkefnum í gangi á hátíðinni? „Já, þetta verður nokkurs konar kynningarkvöld fyrir útgáfuna mína, Chimera Music, og við ætlum að stilla fram nokkrum sveitum.“ -Hvernig er að vera í sæti útgáfu- stjóra? „Ég verð að vera heiðarlegur, ég er nú ekki mikil viðskiptatýpa. Ég býst við því að vera meiri listamaður en bisnesskarl. Það er best að gefa út svona tónlist á sjálfstæðu merki, ef þú ætlaðir að gefa út á stóru merki þyrftir þú að aðlaga tónlistina eða þú færð ekki áheyrn yfirleitt.“ -Þú virðist aldrei hafa reynt al- mennilega að „slá í gegn“. Þú hefð- ir vel getað pönkast á þessum tengslum þínum við foreldrana of- urfrægu. „Tja … það bara lá aldrei inni á mínu áhugasviði ein- hvern veginn …“ -Ég sá þig spila hérna með Plastic Ono Band … „Svalt!“ -Var það fyrir tveim- ur árum eða … „Já var það ekki? Það var ekki í fyrra.“ [Í ljós kemur að báðum aðilum skjöplast. Tónleikarnir voru í fyrra] -Það voru geðveikir tónleikar. Þetta var algjör djöflasýra. Manni fannst eins og einhverjir hefðu verið að búast við einhverjum karókíútgáf- um af gömlum Bítlalögum …“ „Mér finnst mjög fyndið að ein- hverjum hafi dottið í hug að mamma myndi gera eitthvað eðlilegt (brosir í gegnum símann). Hún hefur verið að gera svona hluti allan sinn feril. Hún kom fram á tónleikum með Ornette Coleman árið 1958 þar sem hún lét alla haga sér eins og þeir væru skor- dýr eða eitthvað.“ Erfitt? -En með öll þessi verkefni í gangi, er ekkert erfitt fyrir þig að koma þessu við? „Jú, þetta er pínu hausverkur stundum viðurkenni ég en svona hef- ur þetta alltaf verið, ég hef verið með mörg verkefni í gangi. En núna er ég búinn að keyra þetta allt inn á sama merkið og það auðveldar framvind- una nokkuð. Þetta er allt að gerast undir sama hattinum.“ Auk þess að leiða hina frægu sveit móður sinnar kemur Sean Lennon fram með tvö önnur verkefni. Annars vegar er um að ræða hljómsveitina The Ghost of a Sabertooth Tiger sem hann skipar ásamt konu sinni Charlotte Kemp Muhl en hins vegar Con- sortium Music- um, dú- ett sem hann og Greg Saunier, trymbill eðal- sveitarinnar Deerhoof, eru í. Hin sælleg- asta sýra ÆVINTÝRI SEAN LENNON Flug Sean Lennon í góð- um gír. Bad as Me er heitið á sautjándu hljóðversplötu Tom Waits. Hún kemur út eftir tæpar tvær vikur, 21. október og er það ANTI- Re- cords sem gefur út að vanda. Plat- an var tekin upp í febrúar á þessu ári. Tvö lög, titillagið og „Back in the Crowd“ eru þegar kominn út. Þetta er þá fyrsta plata Waits í sjö ár sem inniheldur eingöngu nýtt efni en síðasta plata af þeim tog- anum var Real Gone (2004). ANTI- hefur þá gert dreifingarsamning við Warner en Waits hefur ekki ver- ið tengdur því fyrirtæki síðan He- artattack and Vine (1980). Ný plata með Tom Waits 21. október Bíður Tom gamli Waits þarf sjaldn- ast að bíða eftir andagiftinni. Johnny Marr, fyrrum gítarleikari The Smiths, hefur ýjað að því að hann sé að semja nýja tónlist með fyrrum meðlimi úr sveitinni sinni eðlu sem reið röftum í Bretlandi og víðar á níunda áratugnum. Marr hefur víst verið að hanga mikið með bassaleikaranum Andy Rourke og – þótt ótrúlegt megi virðast – sjálfum Morrissey. Hann segist þá vera að hugsa um að búa til nýja tónlist með þeim fyrrnefnda. The Smiths hefur verið boðið gull og grænir skógar fyrir hugsanlega endurkomu en ekkert virðist ætla að verða af því, sérstaklega vegna andstöðu Morrissey. Marr að „smithsa“ sig upp? Góður Johnny Marr ber félögum sínum úr Smiths vel söguna. EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS -ENTERTAINMENT WEEKLY HHHHH -VARIETY HHHH -BOX OFFICE MAGAZINE HHHH HHHH - A.E.T MORGUNBLAÐIÐ - EMPIRE HHHH HHHHH -FRÉTTATÍMINN, Þ.Þ. HRAFNAR, SÓLEYJAR MYRRA& BYGGÐ Á SAMNEFNDRI SKÁLDSÖGU FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNALEIKSTJÓRANUM STEVEN SODERBERGH KEMUR MAGNAÐUR ÞRILLER MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS REAL STEEL kl. 6 - 8 - 10:40 2D 12 REAL STEEL kl. 8 - 10:40 2D VIP CONTAGON kl. 8 - 10:40 2D 12 CONTAGON kl. 5:50 2D VIP HRAFNAR,SÓLEYJAR &MYRRA kl. 6 2D L JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 7 KONUNGUR LJÓNANNA kl. 6 3D L DRIVE kl. 8 - 10:10 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8:30 2D 7 HORRIBLE BOSSES kl. 10:40 2D 12 / ÁLFABAKKA REAL STEEL kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D 12 CONTAGON kl. 8 - 10:30 2D 12 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 5:30 3D L DRIVE kl. 5:30 - 8 - 10:20 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 5:30 2D L SHARK NIGHT kl. 10:30 3D 16 CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 2D 7 REAL STEEL kl. 8 - 10:10 2D 12 JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 8 2D 7 ABDUCTION kl. 10:10 2D 12 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK NÆSTU SÝNINGAR Á ÞRIÐJUDAG / AKUREYRI / SELFOSSI REAL STEEL kl. 5:30 - 8 - 10:40 2D 12 CONTAGON kl. 8 - 10:20 2D 12 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 6 3D L KONUNGUR LJÓNANNA Enskt tal kl. 8 Ótextuð 3D L DRIVE kl. 10 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L REAL STEEL kl. 8 2D 12 CONTAGON kl. 10:10 2D 12 HRAFNAR,SÓLEYJAR &MYRRA kl. 8 2D L SHARK NIGHT kl. 10:10 3D 16 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 6 3D L ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L „STÓRKOSTLEG SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA.“ „KLASSÍK SEM ÞÚ VILT SJÁ AFTUR OG AFTUR“ - J.C. SSP HHHH HUGH JACKMAN ER FRÁBÆR Í EINNI ÓVÆNTUSTU MYND ÁRSINS FRÁ FRAMLEIÐANDANUM STEVEN SPIELBERG HANN HLÆR FRAMAN Í ÓTTANN FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR MISTER BEAN ROWAN ATKINSON HHH „ ENGLISH Í GÓÐUM GÍR“ - K.I. -PRESSAN.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKI. EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI ÍSLENSK TAL VINSÆLASTA MYNDIN Í USA Í DAG SÝND Í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.