Morgunblaðið - 27.10.2011, Síða 1

Morgunblaðið - 27.10.2011, Síða 1
F I M M T U D A G U R 2 7. O K T Ó B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  252. tölublað  99. árgangur  SÍGILDIR SÖNGVAR THE SUPREMES LÍFEYRIS- SPARNAÐUR OG TRÖLL TOLLI IÐKAR BÚDDISMA OG HUGLEIÐSLU VIÐSKIPTABLAÐ OG FINNUR.IS BÓKIN HUGARRÓ 10FRUMSÝNING Á MORGUN 37 Tvær konur búsettar á Íslandi af erlendu bergi brotnar hafa verið úrskurðaðar í gæsluvarðhald til 2. nóvember grunaðar um stórfelldan þjófnað úr verslunum á höfuð- borgarsvæðinu. Við húsleitir fann lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu mikið magn af fatnaði sem talinn er vera þýfi. Er verðmætið talið á annan tug milljóna. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að allt að sex milljarðar króna tapist á hverju ári vegna þjófnaðar úr verslunum á Íslandi. Í 80-90 prósentum tilvika þar sem miklum verðmætum sé stolið sé um að ræða brotafólk af er- lendum uppruna. Gagnrýnir hann hvernig tekið er á þessum málum og bendir á að aðeins sé ákært í um tuttugu prósentum til- fella. „Við erum alltaf að heyra af niðurfellingu á mál- um þar sem fjárhagslegir hagsmunir eru verulegir og tjónið er jafnvel á þriðju milljón króna. Það er fjandi blóðugt ef svo er.“ »4 Morgunblaðið/Júlíus Sex milljarðar tapast á hverju ári vegna þjófnaða Þýfi Lögreglumenn á svæðisstöð lögreglunnar í Kópavogi með mikið af fatnaði sem fannst við húsleitir. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Martin Wolf, aðalhagfræðingur Fin- ancial Times í Bretlandi, segist ekki sjá neitt að því að Íslendingar haldi fast í krónuna, ,,minnsta gjaldmiðil í heimi“. Hún hafi reynst þeim ágætlega. „Ég er hrifinn af sjálf- stæðum gjald- miðlum, vil að þeir séu til og geti lagað sig að aðstæðum. Ég held að allir sem tóku upp evruna hafi í reynd verið að taka upp gjaldmiðil Þýskalands.“ Wolf sagði á fundi hjá VÍB, fjár- festingaþjónustu Íslandsbanka, í gærkvöldi að Íslendingar ættu ekki að ganga í Evrópusambandið, þeir myndu ekki hafa nein áhrif þar. Hann sagði einnig að menn mættu ekki gleyma því að ef þeir tækju upp annan gjaldeyri yrðu þeir að hlíta því að gengið sveiflaðist ekki endi- lega eins og þeim hentaði. Sam- félagið yrði að hafa geysimikinn sveigjanleika til að bera, þegar kreppti að heima fyrir af ein- hverjum ástæðum gæti eina lausnin verið að lækka launin. Wolf sagðist leggja til, bæði hér og í Bretlandi, að skilið yrði á milli hefðbundinnar lánaþjónustu banka og fjárfestingastarfsemi. Miklu skipti að auðlindir þjóða væru nýtt- ar þannig að þjóðin hagnaðist á þeim. Tryggja yrði að áhættu og hagnaði yrði deilt með viðunandi hætti. Oft væri misbrestur á því. »6 Sjálfsagt að halda fast í krónuna Segir Ísland ekkert erindi eiga í ESB Martin Wolf Samþykkt var á leiðtogafundi Evr- ópusambandsins í gær að stækka björgunarsjóð ESB úr 440 millj- örðum evra í yfir eina billjón evra. Gert er ráð fyrir að bankar á evru- svæðinu fái átta mánuði til að safna 106 milljörðum vegna taps sem þeir kunna að verða fyrir. Takist bönkunum ekki sjálfum að auka eigið fé sitt fá ríkissjóðir ein- stakra landa heimild til að leggja þeim lið. Ef þeir hafa ekki bolmagn til þess verða fjármunir úr björgun- arsjóði evrunnar nýttir til þess. Ekki liggur endanlega fyrir hvað- an fjármunir í björgunarsjóðinn eiga að koma og fleira er óljóst. Á fund- inum var rætt um að sjóðurinn gæti veitt bönkum sem ætla að lána Ítalíu og Spáni tryggingu. Upphaflega var fyrirhugað að afskrifa 21% af skuld- um Grikklands en nú er rætt um 50- 60% afskriftir. Stjórnvöld á Ítalíu hafa kynnt nið- urskurðartillögur sem m.a. fela í sér að lífeyrisaldur hækki í 67 ár. Búist er við að hörð pólitísk átök verði um tillögurnar. MSkuldsett lausn »Viðskipti Margfalt stærri sjóður Reuters Fundur Angela Merkel og Christine Lagarde ræðast við.  Sjóðurinn veiti Ítalíu og Spáni tryggingu Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Landhelgisgæslan stendur frammi fyrir miklu vandamáli um áramót þegar önnur þyrlan, TF LÍF, fer í endurbyggingu og verður því ónot- hæf í að minnsta kosti þrjá mánuði. Gert er ráð fyrir að það kosti um 100 til 150 milljónir króna að leigja sam- bærilega þyrlu í þrjá mánuði en slík- ar upphæðir eru hvorki á lausu né þyrlur til leigu í svo skamman tíma. Ekkert í sjónmáli Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að þyrl- ur Gæslunnar séu mjög góðar en ekki sé hægt að treysta því að þær séu alltaf í lagi. Þegar aðeins ein þyrla sé til staðar sé ekki flogið meira en 20 mílur frá ströndu. Eins og staðan sé nú blasi mikið vandamál við um áramót, en verið sé að reyna að leysa málið. „En það er ekkert í sjónmáli,“ segir hann og vísar til þess að þó að stjórnvöld hafi sýnt málinu skilning séu ekki til peningar. Í öðru lagi sé ekki hægt að kaupa þyrlu með svona skömmum fyrir- vara og leigumarkaðurinn sé mjög þröngur. Mjög erfitt sé að leigja þyrlu í þrjá mánuði vegna þess að eigendur vilji leigja þessi dýru tæki til lengri tíma og séu almennt búnir að því. Takist að finna vél sé leigan ekki undir 100 til 150 milljónum. Því sé ljóst að margt þurfi að breytast fljótt til að koma í veg fyrir stórt vandamál sem annars blasi við. Ískaldur veruleiki Ekkert íslenskt varðskip hefur verið á hafinu umhverfis landið síðan í vor, en Gæslan hefur gert út sjó- mælingabátinn Baldur eftir föngum. Georg segir að auk þess hafi áherslum í flugi verið breytt. Allt æf- ingaflug á þyrlum sé úti á sjó til eft- irlits með landhelginni en ekkert skip hafi verið til að bregðast við því sem þyrlur hafi ekki getað brugðist við. Svona sé ískaldur veruleikinn en Gæslan hafi tekið á honum með því að breyta verklagi og hafa betra eft- irlit og yfirsýn með öðrum hætti. Ný tækni í fjareftirlitsbúnaði hafi verið nýtt auk þess sem rekstur á radar- kerfum og upplýsingakerfum á Keflavíkurflugvelli sem tengjast Nato hafi opnað nýja möguleika við eftirlit. „Þetta hefur blessast og er á meðan er,“ segir hann. Vantar þyrlu um áramót  TF LÍF verður í endurbyggingu erlendis í að minnsta kosti þrjá mánuði  Erfitt að leigja þyrlu í svo skamman tíma og peningar ekki á lausu Morgunblaðið/RAX Aðstoð Aðeins ein þyrla verður til taks hérlendis í a.m.k. þrjá mánuði. –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.